Tíminn - 08.04.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.04.1983, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 Fermingartilboð JOKER skrifborð á aðeins kr. 2.790.- Húsgögn ogc M . , . Sudurlandsbraut 18 mnrettmgar simi se 900 Framkvæmdastofnun ríkisins auglýsir Út hafa verið gefín eftirtalin rit: 1. „ÍBÚÐASPÁ TIL ÁRSINS 1990“. Fjallað er ítarlega um húsnæðismarkað hér- lendis, fjármunamyndun, íbúðabyggingar og fjármögnun þeirra. Ennfremur er í ritinu yfirlit yfir þróun mannfjöldans, búferlaflutninga o.fl. Loks er framreikningur mannfjöldans til ársins 1990 og byggingarþörf í samræmi við niður- stöður og tölfræðileg athugun á fjármuna- myndun í íbúðarhúsnæði. 2. „MANNAFLI VIÐ VIRKJANAFRAMKVÆMDIR “. Lýst er rannsókn á mannafla við Hrauneyjar- fossvirkjun, fjölda manna við störf og starf- stéttum. Könnuð er staðbundin áhrif fram- kvæmdanna í Rangárvallasýslu. Niðurstöður eru síðan notaðar sem grundvöllur spár um vinnuaflsþörf og áhrif Blönduvirkjunar. 3. „VINNUMARKAÐURINN 1981“. Fjallað er um mannafla og tekjur á landinu öllu og í landshlutum 1980-1981, mannafla og tekjur eftir atvinnuvegum sömu ár og lýst atvinnuþátttöku á árinu 1981. Rit þessi fást keypt í húsi stofnunarinnar, Rauðarárstíg 25, 3. hæð og kosta 40 kr. og 50 kr. Framkvæmdastofnun ríkisins Áætlanadeild Rauðarárstíg 25 105 Reykjavík. t Eiginmaöur minn faöir okkar tengdafaöir og afi Eyjólfur Þorleifsson Grænumörk 1 Selfossi verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 9. apríl kl. 13.30. Guðrún Erlingsdóttir Steinunn Eyjólfsdóttir Gunnar Gunnarsson Erlingur Eyjólfsson Bára Stefánsdóttir Leifur Eyjólfsson Ásdís Guðnadóttir barnabörn og barnabarnabörn f réttir Léleg vertid f Grundarfirði til þessa: „Á von á að þetta lagist” — segir Soffanías Cecilsson GRUNDARFJÖRÐUR: „Vertíðin hefur verið ákaflega léleg hjá okkur í Grundarfirði það sem af er, þ.e. þorsk- veiðarnar. Skelveiðarnar gengu aftur á móti mjög vel hjá þeim bátum sem á þeim voru - sem eru bara allt of fáir - en þær veiðar hættu í endaðan febrúar, því þá fer nýtingin að versna svo mikið að það borgar sig betur að hætta skelveiðum og taka vertíðina. En hún hefur því miður brugðist til þessa, þótt það standi ennþá til bótá- vonandi“, sagði Soffanías Cecilsson, útgerðar- maður og fiskverkandi í Grundarfirði, spurður um vertíðina þar, s.l. miðviku- dag. „Það er aflaleysið fyrst og fremst“, sagði Soffanías Cecilsson, spurður hvort frekar væri um að kenna gæfta- eða aflaleysi. „Okkar bátar stunda hefðbundin mið og fiskurinn er ekki genginn inn á þau ennþá. En tvo daga fyrir páskastoppið var reitingsgóður afli. Síðan hefur komið ótíðarkafli, þannig að menn hafa ekki komið netunum í sjó eftir páska. Við eigum því von á að þetta lagist eitthvað, en það verður aldrei stór vertíð hjá okkur úr þessu“. Soffanías kvað þó hafa verið næga vinnu. „Ég tek þann þorsk sem kemur og nota hann í frystingu, því hún er nær rekstrargrundvellinum eins og er heldur en saltfiskurinn. Það tekur líka lengri tíma að vinna. hann í frost, þannig að hann heldur uppi meiri vinnu. Togararnir hafa líka skilað töluverðum afla til hraðfrystihússins og Sæfangs, sem skipta á milli sín afla þeirra. En það er óhagstæður fiskur - mest karfi, ýsa, blálanga og grálúða, en sára lítill þorskur. Þessi afli krefst meiri vinnu, en er hins vegar ekki eins arðbær í vinnslu". - Ert þú með margt aðkomufólk í vinnu í vetur? - Etthvað um 6 erlendar stelpur held ég. En það kemur nú eiginlega ekki til af góðu. Ég auglýsti eftir fólki í haust, en út úr því kom ekkert nema ein stúlka, sem síðan var farin eftir vikuna. Þá buðust mér 6 erlendar stúlkur - frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Afríku og þær eru ágætis starfsfólk. -HEI Tónlistarfélag Akureyrar með tónleika í Borgarbíói NORÐURLAND: Þriðju áskriftar- tónleikar Tónlistarfélags Akureyrar verða í Borgarbíói laugardaginn' 9. apríl kl. 17. Boðið verður upp á mjög fjölbreytta efnisskrá, sem kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri hafa undirbúið. Þrettán hljóðfæraleikarar flytja tón- list allt frá 16-öld til okkar tíma eftir tónskáldin: Samuel Barber, Bizet, Árna Björnsson, Manuel de Falla, Maurer, Quilter, Max Reger, Schein, Schumann, Andreas Spirea og Verdi. Leikið verður á blásturshljóðfæri, strokhljóðfæri, píanó og flutt sönglög. Flytjendur eru: Atli Guðlaugsson, Edvard Fredriksen, Halldór Halldórs- son, Hrefna Hjaltadóttir, Jóhann Ó. Ævarsson, Jonathan Bager, Kristinn Örn Kristinsson, Lilja Hjaltadóttir, Magna Guðmundsdóttir og Þuríður Baldursdóttir. Tónleikar þessir eru góður vitnis- burður um grósku í starfi Tónlistar- skólans og hve margir ágætir tónlistar- menn hafa ráðist til starfa við skólann. Engin páskahrota hjá Grindavíkur- bátum GRINDAVÍK: „Það er alveg ömur- legt - sjaldan verið eins lélegur afli eins og í gær, svo það er engin páskahrota komin ennþá að minnsta kosti“, sagði Rúnar Steingrímsson á hafnarvoginni í Grindavík. En Tíminn spurði hvort þeir hafi fengið einhverja páskahrotu að þessu sinni. Rafn sagði algengan afla s.l. mið- vikudagskvöld hafa verið 1,2 og 3 tonn. Einn bátur hafi náð 11 tonnum, annar 8 tonnum, tveir fengið 7 tonn og hinir allir undir 5 tonnum. Um síðustu mánaðamót var afla- hæsti báturinn Gaukur með 532 tonn, 2. var Hrafn með 461 tonn og 3. Hópsnes með 456 tonn. Þessa þrjá báta sagði Rúnar skera sig nokkuð úr með afla, tveir þrír aðrir væru þó í námunda við þá, en aðrir væru almennt með afla á bilinu 150-300 tonn það sem af er vertíðarinnar. „Þetta líkist sýnist mér töluvert árinu 1978, þegar vertíðin var mjög léleg. En það verður næsta vika sem sker alveg úr um þetta í vetur", sagði Rúnar. -HEI Útlit fyrir lélega grásleppuveiði á Hólmavík: Engin mjólk komið síðan á skfrdag HÓLMAVÍK: „Það er lítið að frétta héðan nema ótíðin. Það er alveg óvenjulega mikill snjór - ekki verið svona mikill í fjölda mörg ár. Rútan, sem venjulega kemur hingað tvisvar í viku, var komin hér nyrst í Hrútafjörð en þar gáfust þeir upp við að opna, svo hún sneri við aftur til Reykjavíkur með alla farþegana og kom þangað aftur eftir um 16-17 tíma ferð. Flutn- ingabílar hafa heldur ekki komist norður st'ðan á skírdag, þannig að við höfum nú ekki fengið neina mjólk í viku. En alla okkar neyslumjólk flytj- um við sunnan úr Reykjavík á bílum.“ Það er Jón Alfreðsson, kaupfélags- stjóri í Hólmavík, sem sagði okkur þessar ótíðarfréttir frá Hólmavík s.l. miðvikudag. Hann sagði snjóinn það mikinn, að ekki yrði reynt að opna aftur fyrr en veðrið gangi það mikið niður að það hætti að skafa. En þegar við töluðum við Jón var bæði skafrenn- ingur og ofanbilur á Hólmavík. - En hvers vegna að flytja alla mjólk frá Reykjavík? - Eina flutningakerfið sem við höfum er við Reykjavík, þannig að það yrði bara óþægilegra og dýrara að aka með laust pláss á bílunum úr Reykjavík og taka mjólkina t.d. í Borgarnesi. Búðardalur er ekki í leið- inni og engar ferðir á milli frá Hvammstanga, það yrði þá að útbúa þær sérstaklega. Spurður um atvinnuástand á Hólma- vík í vetur kvað Jón ekki hægt að tala um mikið atvinnuleysi, þótt alltaf hafi verið nokkrir á skrá. Það sé knapplega að rækjan dugi til að halda uppi nægri vinnu - kvóti Hólmavíkurbáta sé ekki það mikill að hann nægi alveg til þess. Rækjuvertíðin er nú búin og fjórir stærstu bátarnir farnir suður til Grinda- víkur og Þorlákshafnar til troll- og netaveiða, þar sem Jón sagði engan fisk að fá á flóanum. „Einhverjir af minni bátunum fara svo sjálfsagt á grásleppu, verði hún einhver. Veiðarn- ar áttu að byrja 1. apríl. en það hefur ekkert gefið ennþá og lítur heldur ekki vel út með afla. Sjórinn hefur verið mjög kaldur og menn eiga því von á að grásleppuvertíðin verði léleg. Rækju- bátarnir hafa t.d. sáralítinn rauðmaga fengið í rækjutrollið og það þykir gefa talsverða vísbendingu". Til að halda uppi vinnu þar til rækjuveiðarnar hefjast á ný í júní treysta Hólmvíkingar á afla úr nýja togaranum sínum Hólmatindi. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.