Tíminn - 08.04.1983, Side 5

Tíminn - 08.04.1983, Side 5
FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 5 fréttir Fríhöfnin á Keflavikur- flugvelli: Stimpil- klukku- málið til saksókn- ara á ný ■ Varnarmáladeild utanríkisráðuneyt- isins hefur sent ríkissaksóknara Fríhafn- armálið svokallaða, sem snýst um meinta misnotkun starfsmanna stofn- unarinnar á stimpilklukku, að nýju eftir að hafa haft það til álits og umsagnar um hríð. Forsaga málsins er sú, að einn stjórn- armanna Fríhafnarinnar fór fram á að rannsóknarlögregla ríkisins kannaði hvort starfsmenn stofnunarinnar hefðu orðið sér úti um óunna yfirvinnu með því að stimpla hver annan inn og út, eða með því að skrifa á kortin með eigin hendi. Að rannsókn lokinni þótti ekki ástæða til að gefa út kæru, en þá krafðist stjórnarmaðurinn opinberrar rannsókn- ar á málinu. - Sjó Vegleg bóka- gjöf til Há- skólabóka- safnsins ■ í febrúar s.l. barst háskólabókasafn- inu vegleg bókagjöf frá útgáfufyrirtæk- inu Blackwell Scientific Publications í Oxford. Hér var um að ræða 700 bindi vísindarita sem fyrirtækið hefur gefið út, þar af um 200 bindi tímarita. Jafnframt fól gjöfin í sér áskrift á 13 vísindaleg tímarit, svo og fyrirheit um allmargar bækur sem koma út síðar á þessu ári. Forgöngu um gjöf þessa hafði Per Saugman, stjórnarformaður og forstjóri Blackwell Scientific Publications, en hann er einlægur aðdáandi íslands og íslenskrar menningar. Er gjöfin veitt í tilefni af heimsókn forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, til Oxford í febrúar-mánuði 1982. Bækurnar í gjöf þessari eru nýjar af nálinni og taka til flestra greina sem kenndar eru við Háskólann. Þó er mis- jafnt hvað greinar bera úr býtum og fer það eftir þeim vísindasviðum sem fyrir- tækið hefur lagt mesta rækt við. Nefna má sem dæmi að allmikið er um rit í læknisfræði og skyldum greinum, nátt- úruvísindum, hagfræði og heimspeki. Að sjálfsögðu er Háskólabókasafni mikill fengur að þessari höfðinglegu bókagjöf og stendyr í mikilli þakkar- skuld við Blackwell Scientific Publicat- ions, og þá alveg sérstaklega Per Saug- man sem hefur sýnt Háskólanum ein- stæða velvild með gjöf þessari. Bækurnar verða varðveittar í Há- skólabókasafni og útibúum þess. Þær verða til sýnis í handbókasal Háskóla- bókasafns 28.-30. mars og 5-.-12. apríl Heintíli um stundarsakir Merkjasala 8. og 9. apríl Póstgírónúmer: 44400-6 Kvennaathvarfið er opið allan sólarhringinn, alla daga. Þar er alltaf einhver til að veita aðstoð þeim konum sem beittar hafa verið ofbeldi. Konurnar geta haft börn sín með sér. Tökum höndum saman. Tryggjum framtíöarhúsnæði Kvennaathvarfsins. &

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.