Tíminn - 08.04.1983, Side 6

Tíminn - 08.04.1983, Side 6
6______________ í spegli tfmans ■ Félagar úr aðdáendaklúbbi Beatlcs með götuskiltin með nöfnum hljómsveitarmeðlimanna. Liverpool heiðrar Bítlana: nVtt íbúða HVERFl NEFNT EFTIR ÞEIM ■ Það eru áreiðanlega margir í Liverpool sem sækja um íbúð- ir í nýja hverfinu, sem nefnt er eftir „Bíllunum" frægu. Þarna er um að velja Ringo Starr Drive, Paul McCartney Way, John Lennon Drive og George Harrison Close. Liverpool-borgaryfirvöld hafa nefnt fjórar nýjar götur nöfnum frægustu borgara sinna, piltanna sem voru í hljómsveitinni „The Beatles“. Með þessu er borgin að heiðra þá, og einnig hafa stjórnvöld í Bretlandi heiðrað þá með orðum. Þeir hafa líka um árabil verið drjúg tekjulind fyrir land sitt. „Besta útflutningsvaran“, voru þeir kallaðir á sínum tíma, því að gjaldeyrisgróði var ekki svo lítill af plötum o.fl. sem tilheyrði „Bítla-árunum“. Meðfylgjandi mynd sýnir götuskiltin, en sá sem heldur á Ringo Starr skiltinu er stofn- andi og formaður í aðdáenda- klúbbi Beatles í Liverpool og með honum tvær 16 ára stúlkur úr félagsskapnum. Þcssar götu^eru í úthverfí Liverpoolhorgar. HVERNIG Á AÐ KRÆKJA í MILUONAMÆRING og þad tvisvar! ■ Flestar píur eru liklega ánægðar með það, að vera um þrítugt búnar að krækja sér í einn milljónamæring, - en Pamela Sue Martin, „em leikur í Dynasty-þáttunum leitúðuga dóttur Carringtons auðkýtings, hefur gert gott betur, því að hún er nú nýgift í annað sinn og er eiginmaðurinn milljóna- mæringur frá Chile, fimm- tugur að aldri, Manúel Rojas, - en þar áður var hún gift öðrum milla á svipuðum aldri og Rojas, en hann var frá Argentínu. „Nú gengur þetta allt miklu betur“, sagði Pamela við blaðamann, sem hafði viðtal við hina hamingjusömu brúði. „Eg vil ekki hugsa um fyrra hjónaband mitt, og ég vildi ekki upplifa áratuginn frá tví- tugu til þrítugs aftur, þó segja megi að mér hafí gengið allt í haginn: Beint úr skóla í fyrir- sætustörf og síðan í kvikmynd- ir, og þá í sjónvarpsþættina umtöluðu Dynasty og vera komin með 40.000 dollara í laun á viku! Það má segja að það sé nokkuð gott, ekki satt? En það virtist ekki vera einhlítt til að höndla hamingjuna. Nú er ég 30 ára og hef meiri lífsreynslu og ætla mér að reyna að færa mér hana í nyt. Ég hef meira að segja skrifað leikrit og ætla mér að skrifa meira, þegar ég hætti í Dyn- asty. Það er svo margt sem ég hef hugsað mér að gera, og ég segi það satt, að ég er feikilega hamingjusöm!“ Pamela hefur mikinn áhuga á náttúruvernd og rétt áður en hún byrjaði að leika í Dynasty, neitaði hún stórgóðu kvik- myndatilboði til þess að hún kæmist til þess að mótmæla hinu árlega selkópadrápi við Nýfundnaland. Pamela er líka í Greenpeace-samtökunum og Hvalfriðunarfélagi. Hún tók að se'r fótbrotinn hund, sem nú fylgir henni hvert sem hún fer. Hann heitir Gonzales, svo að hann er líklega líka suður-ame- rískur eins og eiginmennirnir báðir. ■ Hamingjusöm brúður (í annað sinn) nýgift Manuel Rojas, sem er fímmtugur Chilebúi og margmilljónari - eins og fyrri eiginmaðurinn. ■ Pamela Sue Martin leikur í sjónvarpsþáttunum Dynasty auðkýfingsdótturina Fallon Carrington, - en hún er nú hálffátækleg til fara virðist okkur af myndinni að dæma. ■ „Fólk leggur oft aleigu sína undir í fasteignaviðskiptum. Þess vegna er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt að það láti fagmenn ganga úr skugga um ástand eignarinnar,“ sagði Gunnar Indriðason. (Tímamynd Róbert) vidtal dagsins JETUM KOSTI 0G GALLA FASTEIGNA segir Gunnar Indriðason, byggingatæknifræðingur hjá Fasteignaskoðun hf. ■ „Við í sjálfu sér verðmetum hugmyndir um hvað viðgcrðir og um. Einnig veitum við ýmsa ekki íbúðir eða eignir heldur endurbætur kosta, reynum að aðra ráðgjöf sem varða fram- metum við kosti þeirra og galla, finna dulda galla, í steinsteypu kvæmdir og viðhald á húsum,“ gefum kaupendum og seljendum tildæmis, og þar fram eftir götun- sagði Gunnar Indriðason, bygg- ingatæknifræðingur, sem ásamt bróður sínum Indriða, sem einn- ig er byggingatæknifræðingur, rekur fyrirtækið Fasteigna- skoðun hf við Laugaveg 18 í Reykjavík, en fyrirtækið var stofnað í janúarmánuði síðast- liðnum. „Við höfum l^ngi rætt það okkar á milli að stofna svona þjónustufyrirtæki. Kunningjar okkar sem staðið hafa í íbúða- kaupum hafa margir beðið okkur sem fagmenn að líta á íbúðir fyrir sig áður en þeir hafa gert í þær tilboð. Það er líká alkunna, að fólk leggur oft aleigu sína undir þegar um fasteignaviðskipti er að ræða. í kaupsamningi er þess jafnan getið, að eign sé seld í því ástandi sem hún er í og kaupandi hafi skoðað og sætt sig við. Með

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.