Tíminn - 09.04.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.04.1983, Blaðsíða 12
12___________ heimUistrminn Cmiwra LAUGARÐACUR ». APRÍL 1983 umsjðn: B.St. og K.L. ■ Sl. fimmtudag gaf að líta nokkur sýnishorn af hinum einstöku handprjón- uðu kjólum Aðalbjargar Jónsdóttur í sýningargluggum verslunar íslen'sks heimilisiðnaðar í Hafnarstræti. Aðal- björg er löngu landskunn - og reynar víðar - fyrir hina afburða fallegu kjóla sína, sem húnprjónar hvern ogeinn skv. eigin hugmynd, fannig, að engir tveir kjólarerueins. Blm. Heimilistímans tók Aðalbjörgu tali, þar sem hún var fús til að veita upplýsingar og leiðbeiningar í versluninni. Hafði lengi gengið með þessa hugmynd Það var um áramótin 1976-1977, sem Aðalbjörg gerði alvöru úr þeirri hug- mynd sinni, að prjóna í höndunum kjól úr eingirni, og hafði það að lciðarljósi, að engir saumar skyldu vera á kjólnum. Sem gömul saumakona, hafði hún gert sér í hugarlund áður cn hún hóf verkið, hvcrnig að því skyldi staðið, t.d. varð- andi hálsmál og aðra erfiðari staði. Útkoman varð forkunnar fallegur svart- ur samkvæmiskjóll, sem íslenskur heim- ilisiðnaður festi kaup á og hefur enn í eigu sinni. Hann hefur verið sendur á sýningar bæði austan hafs og vestan og alls staðar vakið verðskuldaða athygli. í eigu ísl. heimilisiðnaðar er einnig stór- ■ Kjóllinn lengst t.v. er lillableikur samkvæmiskjóll og fylgir honum sjal. Verð hans er 16.000 kr. Hinir kjólarnir tveir eru í þeim flokki, sem Aðalbjörg ncfnir „cinfalda, stutta kjóla“ og er verð þeirra 10.000 kr. Þess má geta, að prjónakjólarnir fara ckki síður vel þeim konum, scm þybbnari eru, en þcim grannvöxnu. (Tímamyndir Róbert) Aðrir kjólar ekki sambærilegir Síðan kjólar Aðalbjargar fóru að vekja athygli, hafa fleiri prjónakonur fetað í fótspor hennar. Ekki vill Gerður Hjör- leifsdóttir, verslunarstjóri hjá íslenskum heimilisiðnaði, þó meina, að það sé um sambærilegar flíkur að ræða. - Hjá Aðalbjörgu fer saman einstakt handbragð, hönnun og litasamsetning. Hver kjóll er eins og hrcint listaverk, segir hún. Framan af seldi verslun íslensks heim- ilisiðnaðar kjólana fyrir Aðalbjörgu, en þegar farið var aþ hugsa fyrir sýningunni á Kjarvalsstöðum, ákvað hún að hætta sölu í bili og safna heldur saman kjólum til sýningarinnar. Síðan hefur hún selt eftir pöntunum þeim, sem þess hafa óskað. Meðferð kjólanna einföld Meðferð kjólanna segir Aðalbjörg einfalda. Komi smáblettir í þá má hreinsa þá úr með volgu vatni, en yfirleitt þurfi ekkert að gera fyrir þá í mörg ár. Þegar hins vegar að því kemur, að óhjákvæmilegt sé.að hressa þá við, segir hún hafa gefist sér best að setja þá í þurrhreinsun og biðja sérstaklega um, að þeir séu hafðir einir sér og ekki látnir vera of lengi í vélunum. „Hver kjóll eins og hreint listaverk” segir Gerdur Hjörleifsdóttir um kjóla Aðalbjargar Jónsdóttur glæsilegur brúð’arkjóll eftir hana, sem líka hefur farið yíða. Síðan hefur Aðalbjörg prjónaö flciri kjóla.en hún hefur tölu á, en álítur, að þeir geti nú verið orönir 50-60. - Mig langaði til að prjóna 'fínni kjóla, samkvæmiskjóla, segir Aðalbjörg, og það hefur henni svo sannarlega tekist. - Ég er ekki mjög fljót með hvern kjól. Það má segja, að ég sé að meðaltáli einn vinnumánuð með einfaldan stuttan kjól. Ef mikið liggur viö, get ég vcrið fljótari, en þá hef ég ekki löngun til að byrja á nýjum strax á eftír. í Ijósi þessarar ströngu vinnu, sem fæstar konur myndu leggja á sig, er verðið á kjólunum mjögsanngjarnt, eða frá 10.000 kr.íyrircinfaldanstuttan kjól. Langar til að kynna íslensku ullina Hróður kjólanna hennar Aðalbjargar hefur borist víða. Nú fyrir skemmstu var hún beðin að senda kjóla til sýningar í Los Angeles, sem haldin var á vegum íslcndingafélagsins þar í tengslum við Scandinavia Today. Heldur þótti Aöal- björgu skammur tími til stefnu en tíndi þó til 3 kjóla, sem hún hafði í fórum sínum, þar sem húnsegist endilcga vilja gefa scm flcstum tækifæri til að kynnast íslensku ullinni og kostum hennar. Nú hafa henni borist fregnir af því, að kjólarnir hafi vakið athygli og aðdáun, en heldur hafi verð á þeim þótt hátt! Þar hafa sennilega verið hafðir til viðmiöun- ar fjöldaframleiddir kjólar, sem auðvit- að nær engri átt. Vandi að hafa mátulegt tog í eingirninu Flestir eru kjólar Aðalbjargar úr jurta- lituðu eingirni, en þó prjónaði hún nokkra úr litríkara garni' fyrir sýningu, scm haldin var á kjólum hennar á Kjarvalsstöðum í nóvember sl. Mest prjónar hún úr eingirni frá Gefjun, cn vill koma því á framfæri, að í því finnist sér fullmikið tog. í Álafoss-eingirninu sé það hins vegar fulllítið. ¥■■ -"?W: ■ Listakonan Aðalbjörg Jónsdóttir hagræðir hér einum mk ... kjólunum sínum í glugga verslunar íslensks heimilisiðnaðar. Indversk- ur kjúklingur ■ Kjúklingar eru herramannsmatur, Fyrir fjóra þarf: næstum því sama hvernig þeir eru mat- 2 litla kjúklinga, sundurtekna reiddir. Karrý er eftirlætiskrydd margra 100 g smjörlíki og í þeirra augum tekur fátt fram g msk. rasp kjúklingarétti, krydduðum með karrý. 3 tsk. karrý Hér á eftir fer uppskrift að indverskum 2-3 tsk. salt karrýkjúklingi. , Berid fram sem meMætk nioursneiuaa nanana rúsínur valhnetukjarna kókosmjöl hrísgrjón Kljúfið kjúklingana til helminga og þurrkið þá vel. Stillið ofninn á 225°.. Klæðið ofnskúffuna með álpappír og leggið grindina ofan á hana. Bræðið smjörlíkið. Blandið saman raspinu, karrýi og salti á disk. Bcrið smjörlíkið á kjúklingana með pensli og veltið þeim upp úr raspinu. Leggið þá á grindina og setjið inn í ofninn. Steiking- artími er 45-50 mín. Berið smjörlíkið á nokkrum sinnum á meðan á steikingu stendur. Snúið kjúklingunum einu sinni við. Á meðan kjúklingarnir eru að steikj- ast er best að sjóða hrísgrjónin og taka til annað meðlæti. Rúsínurnareru látnar snöggsjóða í litlu vatni, sem síðan er látið renna af þeim. Kókosmjölið er sett í skál og sjóðandi vatni hellt yfir. Það er látið liggja í bleyti á meðan kjúklingur- inn er að steikjast, en síðan er vatnið pressað úr og kókosmjölinu hellt í skál. Berið fram kjúklinginn og allt meðlæt- ið strax að matreiðslu lokinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.