Tíminn - 09.04.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.04.1983, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1983 3 fréttir Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðh. um hringorminn í saltfiskinum í Portúgal „ERU HROÐALEGAR FRÉTTIR - VERÐUM AÐ BÆTA EFTIRLITIД ■ „Þetta eru hroðalegar fréttir, og maður hlýtur náttúrlega að spyrja sjálfan sig af hverju við höfum flutt út saltfisk áratugum saman fullan af hríngormi,“ sagði Steingrímur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra þegar Tíminn spurði hann álits á þeim tíðindum sem bárust frá Portúgal að 1200 tonn af saltfiski héðan hefðu ekki staðist gæðaeftirlit þar í landi, sökum hringorms og því veríð ákveðið að endursenda fiskinn hingað til lands, og Framleiðslueftirlit sjávar- afurða og Sölusamband íslenskra flsk- framlciðenda tóku í framhaldi af því þá ákvörðun að héðan í frá yrði allur saltfiskur sem fluttur verður úr landi gegnumlýstur, sem kostar ógrynni fjár. „Við erum eiginlega hálfpartinn teknir í rúminu,“ sagði Steingrímur, „því Portúgalirnir hafa ekki kvartað áður. Þetta er náttúrlega mjög alvarlegt mál, og svona hreinsun kostar tugi milljóna. Þetta hlýtur að vekja til umhugsunar, hvað gera skuli í sambandi við selveiðar, því þótt það sé hliðarmál, þá tengist það þessu óneitanlega. Stækkun selastofns- ins er mjög ör, og ég get reyndar getið þess hér að ég er búinn að láta semja frumvarp til laga um selveiðar, en það eru engin slík lög til. Samkvæmt því frumvarpi mun sjávarútvegsráðuneytið hafa yfirumsjón með selveiðum, ef frum- varpið verður að lögum, og ákveða hve mikið af sel megi drepa á ári hverju, og ákveða jafnframt hvaða reglur skuli gilda t.d. um meðferð á kjötinu eða hræjunum, og einnig er heimild til þess að veita ákveðnum mönnum leyfi til þess að fækka sel og svo framvegis, og þetta er tvímælalaust frumvarp sem þarf að verða að lögum, því það verður að vera jafnvægi í náttúrunni, þessi ormavanda- mál minna okkur rækilega á þá stað- reynd.“ Steingrímur sagði að í framhaldi af þessari endursendingu frá Portúgal, þá væri náttúrlega ekkert um annað að ræða, en að hefja hreinsun á orminum, og hann væri hlynntur þeirri tilskipun SÍF og Framleiðslueftirlitsins sem gefin hefði verið út til allra stöðva að þéssa yrði gætt. „Þetta kostar auðvitað tals- verða fjárfestingu í Ijósaborðum, auk þess sem meiri mannskapur þarf að starfa við þetta, og hleypir þar með kostnaðnum enn frekar upp. Þetta er einfaldlega það sem verður að gera, og því verður ekki breytt," sagði Steingrím- ur. „Hins vegar, vil ég segja það almennt um gæðaeftirlitið," sagði Steingrímur, „að því miður þá er það brotalöm. Um leið og ég segi það, þá viðurkenni ég að það er erfiðara í að komast, en um að tala - því það er mikill fiskur sem berst á land. Það hefur verið unnið mjög mikið starf á vegum ráðuneytisins, í þessu sambandi, þó það hafi ekki farið hátt, og það er orðin veruleg vakning í þessum málum. SÍF er t.d. búið að ráða sjö eftirlitsmenn á eigin vegum og er að taka upp það kerfi sem frystisamtökin hafa haft, þ.e. að hafa eigið eftirlit, og ég er þeirrar skoðunar að gæðamat, á framleiðslunni eigi í vaxandi mæli að vera í höndum framleiðenda sjálfra og útflytjenda og þeir verða þá jafnvel sviptir leyfi ef þeir bregðast í því. Hins vegar held ég að það sé einnig mikið ábótavant í ferskfiskmatinu. A sumum stöðum er það í lagi, á öðrum stöðum ekki. Það kemur greinilega í Ijós, samkvæmt úttekt sem ég hef látið gera, að það er ekki samræmi á því á ■ Steingrímur Hermannsson milli staða. Sums staðar er t.d. línuftsk- ur, sem samkvæmt reglugerð er ekki hæfur til vinnslu ef hann er yfir sólar- hringsgamall og ekki ísaður og slægður, tekinn í vinnslu. Það á náttúrlega ekki að eiga sér stað að svona fisk sé sleppt í gegn, en því miður þá gerist það, en a öðrum stöðum er eftirlitið það strangt, að slíkt kemur ekki til greina. Þetta verður náttúrlega allt að laga, og við erum að undirbúa ráðningu manns hér á vegum ráðuneytisins, sem á að koma óboðinn á hina ýmsu vinnslustaði og fylgjast með hvernig þetta er gert. Þá held ég að einnig sé töluverð brögð að því að framleiðendur taki fisk sem hefur verið metinn í þriðja flokk, eða jafnvel sem úrkast, og vinna hann í salt eða skreið, og slíkt má náttúrlega alls ekki gerast. Ég tel það mikla spurningu hvort ekki eigi að taka upp einhverja þá meðferð á slíkum fiski að hann verði ekki unninn, s.s. eins og það að lita hann, - eða eitthvað til þess að hindra slík vinnubrögð." Steingrímur sagði að lokum, er hann ræddi þessi gæðamatsmál og hring- ormsvandamálið: „Saltfisksframleið- endur geta ekki eingöngu gert kröfur á hendur matinu og ríkinu, þeir verða að gera kröfur á eigin hendur, þeir verða að passa sig betur á því að framlciða ekki saltfisk, nema úr úrvalsfiski." -AB ■ Á myndinni sést Ólafur Jóhannesson ræða við starfsfólk á kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Hraunbergi 7. (Ljósm. Ámi Sæberg) Framsóknarflokkurinn í Reykjavlk: , Hefur opnað kosninga skrifstof u í Breiðholti ■ Um síðustu helgi opnaði Framsókn- arflokkurinn í Reykjavík kosningaskrif- stofu í Hraunbergi 7, en frá þeirri skrifstofu verður kosningastarfi fyrir Breiðholtshverfin stjórnað. Verður skrifstofan opin alla daga frá klukkan 10-19. í fyrradag heimsótti Ólafur Jóhannes- son, utanríkisráðherra, efsti maður á lista framsóknarmanna í Reykjavík, hina nýju skrifstofu og spjallaði þar við starfsfólk um væntanlegar kosningar. Að sögn Péturs Sturlusonar, sem stjórnar kosningaskrifstofunni fyrir Breiðholtshverfi, er mikill hugur í fram- sóknarmönnum í Breiðholti um að ná sem glæsilegustum árangri í væntan- legum kosningum, og sagði hann, að Ólafur Jóhannesson og aðrir frambjóð- endur B-listans fengju góðan hljóm- grunn hjá fólki. Sagðist hann vilja hvetja framsóknarfólk að hafa samband við skrifstofuna hið fyrsta og 'kvaðst vilja minna á, að alltaf væri heitt kaffi á könnunni. -AM Frá menntamálaráðuneytinu: Ný rannsóknarstof nun á sviði uppeldismála ■ Nýlega hefur verið sett á stofn rann- sónarstofnun uppeldismála skv. lögum nr. 38/1971 um Kennaraháskóla íslands og reglugerð frá 1974. Rannsóknarstofnunin starfar á vegum Kennaraháskóla íslands, Háskóla ís- lands og menntamálaráðuneytisins. Henni er ætlað að vinna að fræðilegum rannsóknum á sviðið sál- og félagsvís- inda og í lögum segir að þar skuli að jafnaði tekin fyrir verkefni er teljist hafa hagnýtt gildi fyrir skólastarf á íslandi. Einnig skal veita kennara efnum og háskólastúdentum þjálfun í fræðilegum rannsóknaraðferðum sál- og félagsvís- inda. Stjórn rannsóknarstofnunar uppeldis- mála er í höndum 6 manna stjórnar- nefndar sem skipuð er skv. 15 gr. áðurnefndar laga. Forstjóri er síðan kjörinn til skiptis úr hópi fastra kennara í uppeldisskor Kennaraháskólans og fastra kennara Háskóla íslands í sálar- fræði, uppeldisfræði og félagsfræði. For- stjóri stjórnar vísindalegu starfi rann- sóknarstofnunarinnar og fjárreiðum hennar. Forstjóri hefur verið kjörinn dr. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir prófessor við Kennaraháskóla íslands til næstu þriggja ára. - ÞB Bráðabirgðalög um gjaldskrá orkuveitna: Hækkanir hád- ar samþykki orkurádherra „Vegna fyrirhugaðra hækkana” ■ Ákveðið hefur vcrið með bráða- birgðalögum að breytingar á vcrð- ákvæðum í gjaldskrám orkufyrirtækja skuli háðar samþykki orkumálaráð- herra. I frétt frá iðnaðarráðuneytinu segir að lög þessi séu m.a. samþykkt vcgna fyrirhugaðra stórfelldra hækkana á gjaldskrám orkufyrirtækja þann 1. maí næstkomandi. „Við vitum utan að okkur að orkufyr- irtæki gera ráð fyrir heilmiklum hækkun- um á gjaldskrám á næstunni. í því sambandi get ég nefnt að Landsvirkjun áformaði hækkun upp á 20% 1. maí, þótt ekki hafi það verið auglýst ennþá,“ sagði Páll Flygering, ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu, þegar hann var spurður hvaða stórfelldar hækkanir væri átt við í fréttinni. Páll vildi leggja áherslu á, að um væri að ræða breytingar á verðákvæðum í gjaldskrám, og næðu lögin því ekki yfir Sameiginlegir framboðs- fundir í Norð- urlandskjör- dæmi vestra ■ Sameiginlegir framboðsfundir verða haldnir í Norðurlandskjördæmi vestra á næstunni og hefjast þeir nk. þriðjudag. Fundirnir eru haldnir á þeim stöðum og tíma sem hér segir: Þriðjudaginn 12. apríl á Skagaströnd kl. 20.30 miðvikudaginn 13. apríl á Hvammstanga kl. 20.30 fimmtudaginn 14. apríl á Blönduósi kl. 20 sunnudaginn 17. apríl í Miðgarði kl. 15 mánudaginn 18. apríl á Siglufirði kl. 20.30 þriðjudaginn 19. apríl á Hofsósi kl. 20.30 fimmtudaginn 21. apríl á Sauðárkróki kl. 20 Frambjóðendur orkuverð til ÍSAL, Grundartangaverk- smiðjunnar og Áburðarverksmiðjunnar í Gufuncsi, sem kaupa orku samkvæmt sérstökum samningum. - Sjó Guðmund ur Sveins- son sjö- tugur ídag ■ Guðmundur Sveinsson, netagerð- armeistari á ísafirði verður 70 ára í dag. í tilefni dagsins tekur Guðmundur á móti vinum sínum og kunningjum m.a. úr sjómannastéttinni og bæjarstjórninni í Netagerðinni milli klukkan 16.00 og 18.00 í dag. Tíminn óskar Guðmundir til hamingju með daginn, þakkar honum fréttaritarastörf í þágu blaðsins um langt árabil og vonast til að eiga hann að sem lengst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.