Tíminn - 09.04.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.04.1983, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1983 13 bridge Sveit Þórarins Sigþórssonar sigraði á íslands(meta)mót inu í sveitakeppni ■ Sjálfsagt vita flestir bridgeáhugamenn þegar að sveit Þórarins Sigþórssonar vann 32. Islandsmótið í sveitakeppni með mikl- um yfirburðum nú um páskana. Ég a;t!a samt að fjalla nokkuð um mótið hér enda var það að ntörgu leyti merkilegt. Lokaröð sveitanna 8 sem spiluðu til úrsiita var þessi: Þúrarinn Sigþórssnn 128 Sævnr Þorbjömsson 102 Karl Sigurhjartarsuir 85 Jón Hjaltason 77 Bragi Haukssun 42 Olafur Lárusson 36 Aöalsteinn Jnrgcnsen 35 Þórður Elíasson 24 Með Þórarni spiluðu Guðmundur Páll Arnarson, Björn Éysteinsson,Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Svcinsson og Þorgeir Eyjólfsson. Mótið þróaðist nokkuð merkilega: Sveit Karls vann fyrstu 3 leiki sína hreint en síðan sá hún ekki til sólar. Á meðan voru sveitir Þórarins og Sævars í mikiu stuði og fyrir síðustu umferð voru þessar sveitir komnar með 108 og 105 stig og áttu að spila sáman f síðasta leik. I þeim leik hjálpaði lukkan og góð spilamennska Þórarni að vinna 20-3 og íslandsmeistaratitilinn um leið. Með Sævari spiluðu Jón Baldursson, Sigurður Sverrisson. Valur Sigurðsson og Hörður Blöndal. Þessar sveitir urðu líka númer 1 og 2'á síðasta íslandsmóti en þar snérist röðin við. Á þessu móti gerðust ýmsir merkilegir atburðir. Sá helsti er auðvitað sá að svcit Þórarins setti nýtt stigamet á íslandsmótum síðan núverandi form var tekið upp. Gamla metið var 126 stig cn það setti sveit Hjalta Elíassonar á íslandsmótinu 1977. Á þessu móti voru spilin í fyrsta sinn tölvugcfin og sömu spi! voru spiluð í öllum leikjum. Þetta gerði mótið skemmtilegra fyrir spilara og áhorfendur, allavega hafa áhorféndur aldrei verið fleiri én nú á þeim 7 (slandsmótum sem ég hef tekið þátt f. Þó hcyrðust nokkrar gagnrýnisraddir frá spil- umm sem fannst spilin vera alltof villt og erfið. Það er nokkuð til í þessu en ég er ekki frá að þetta fyrirkomulag sé mjög sanngjarnt. Það sést á stigatölunni að 4 efstu sveitirnar voru í nokkrum sérflokki enda skipaðar reyndustu spilurunum. Síð- an er einnig nokkuð bil milli sveita núnter I og 2 og 3 og 4. Mín skýring er sú aðflest pörin í tveim efstu svcitunum spila ntjög nútíntalegar útgáfur af Precisionkerfinu meðan flest pörin í tveim næstu sveitunum spila Bláa laufið. Og það kont í Ijós að Presision réði einfaldlega betur við erfið skiptingarspil en Bláa laufið. Auðvitað er þessi skýring ekki einhlít en þetta var örugglega meginástæðan. Mótið hefur verið reiknað út í einskonar parakeppni nteð Butlerútreikningi. Þar kom í Ijós að Guömundur Arnarson og Þórarinn Sigþórsson voru par mótsins: þeir skoruöu tæpa 19 impa að meðaltali í 12 hálfleikjum-. Næst kontu Guðmundur Sveinsson og Þorgeir Eyjólfsson með rúma 16 impa í 7 hálfleikjum: í 3. sæti voru Jón Ásbjörnsson og Símon Símonarson nteð rúma 13 impa í 13 hálfleikjum; í 4. sæti voru Björn Eysteinsson og Guðmundur Hermannsson með rúma 12 impa í 9 hálfleikjum og í 5. og 6. sæti komu Sævar Þorbjörnsson og Jón Baldursson og SigUrð- ur Svcrrisson og Valur Sigurðsson með rúma 10 impa í 14 hálfleikjum. Þessi úrslit styðja kerfakenninguna því öil þessi pör utan Guömundur og Þorgeir spila Precis- ionkerfið í einhverri mynd. Auðvitað cr þessi útreikningur ekki alveg sanngjarn því pörin spila misjafnlega erfiða leiki en santt gefur hann nokkra vísbendingu um spila- mennsku í mótinu. Og enn eru tvö atriði í sambandi við mótið sem rétt er að minnast á. f sigursveitinni voru 5 spilarar að vinna sitt fyrsta (slandsmót en aðeins Þórarinn Sigþórsson hefur orðið íslandsmeistari áður. Að því ég veit bcst er þetta mcsti fjöldi nýkrýndra (slandsmeistara í einu síðan á 6. áratugnum. Og einnig veit ég ekki betur en Sigurður Sverrisson hafi sett nýtt lslandsmet þó hann sé tæplega mjög ánægður með þaö. Þetta er ncfnilega í 5. sinn sem hann er í öðru sæti á íslandsmóti í sveitakeppni. En nú er komiö nóg um (slandsmótið og best að snúa sér að öðrunt bridgefréttum: Bridgefélag Reykjavíkur Síðastliðinn miðvikudag hófst Butlcr- tvímenníngur hjá félaginu með þátttöku 32 para sem spila í 2 riðlum. Að loknum 5 umferðum eru þessi pör efst: Sigurður Svcrrisson - Valur Sigurðsson 77 Ágúst Hclgason - Olafur Valgcirvson 74 Guðni Þorsteinsson - Sigurður B. Þorsteinsson 73 Hörður Hlöndal - Jón Baldursson 70 Guðmundur Arnarson - Þórhallur Sigþórsson 64 Bragi Erlendsson - Kíkarður Steinhergsson 63 Aðalstcinn Jörgenscn - Stefán Pálsson 61 Guömundur Pctursson - Hjalti Elíasson 60 Keppnin heldur áfram n.k. miðvikudag i Domus Medica kl. 19.30. Bridgedeild Skagfírðinga Eokið er keppni í „Butler" með sigri þeirra Björns Hennannssonar og Lárusar Hermannssonar, en þeir fengu 193 stig. Næstu pör urðu: Baldur Andrésson - Magnús Halidórsson 179 Guðrún Hinriksdóttir - liaukur Hanncsson 173 Bjarni Pctursson - Ragnur Björnsson 167 Hildur Hclgadóttir - Karólina Sveinsdóttir 166 Þriðjudaginn 5. apríl verður spilaður eins kvölds tvímenningur en þriðjudaginn þarnæsta hefst þriggja kvölda tvímenning- ur. Spilað er j Drangey, Síðumúla 35. Bridgefélag Kópavogs Siðastliðinn fimmludag byrjaði þriggja kvölda Board-a-match keppni. Eftir 3 um- fcrðir er staðan þessi: Sigurður' Vilhjálmsson 41 Sigurður Sigurjónsson 36 Jón Hilmarsson 34 Rúnar Magnússon 34 Bridgefélag Suðurnesja Forkcppni meistaramóts Suðurncsja hótst mánudag 14.3. Spilaðir eru 16 spila leikir 13 svcita. Fjórar fyrstu spila til úrslita ínnbyrðis. Staðan eftir 4 umferðir er þessi: Haraldur Brynjólfsson 61 (4 lcikir) Grcthc Iversen 59 (4 leikir) Alfrcð Alfrcðsson 56 (4 leikir) Sigurður Brynjólfsson 47 (4 lcikir) Guðmundur Ingólfsson 37 (3 leikir) Jóhunncs Ellertvson 36 (3 lcikir) Næst er spilað á mánudag. Félagar eru minntir á æfingar á fimmtu- dögum í Framsóknarhúsinu. Brídgesamband Vesturlands Helgina 9. og 10. apríl verður Vestur- landsmót í tvímcnning haldið í Hótel Stýkkishólmi. Spilaður vérður Barómeter og keppnisstjóri verður Guðmundur Sv. Hermannsson. Mótiðeropiðöllum Bridgc- spilurum á Vesturlandi. Spilað verður um silfurstig í mótinu. Guðmundur n Sv. Hermannsson, v. ^ jP* skrifar m menningarmál FLAUTA OG PÍANÓ ■ Sumir þeir sem gerst þekkja telja háskólatónleikana sem haldnir eru í Norræna húsinu sérhvern miðvikudag í hádeginu vaxtarbrodd í tónlistarlífinu í bænum, því þar geta listamenn flutt þá tónlist sem þeir vilja sjálfir flytja án þess að þurfa að hafa verulegar áhyggjur af áheyrendafjölda. Á sextándu hádegis- tónleikum vetrarins 6. apríl (sem raunar voru 17. háskólatónleikarnir, vegna Myrkra músíkdaga), léku Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Hólmfríður Sigurðardóttir píanóleikari þrjú íslensk nútímaverk, eftir John Speight og Leif Þórarinsson. Hinir ungu listamenn gerðu þetta með miklum glæsibrag, og léku m.a. bæði blaðlaust sem er óvenjulegt hér, í samleik sem þessum, en sýnir skýrar en flest annað að ekki var kastað höndum til undirbúningsins. Kolbeinn Bjarnason er einn af nem- endum Manúelu Wiesler, en hún hefur haft geysimikil áhrif á flautuleik hér á landi, bæði fjölda þeirra sem læra á hljóðfærið, þær kröfur sem gerðar eru til flautuleiks, og á verkefnaval og smekk flautuleikara. En að auki virðist almenn- ingur, eða a.m.k. ýmsir meðal yngri kynslóðarinnar kunna vel að meta „nú- tímatónlist" af því tagi sem þarna var flutt, enda kann svo að fara sem eitt sinn var spáð, að einkum ylli óvani því hve mönnum leiddist „nútímatónlistin", og mundi það allt breytast með tímanum. Hins vegar er auðvitað ástæðulaust að ætla að öll „nútímatónlist" sé góð - breski stjórnandinn sem var hér um daginn sagðist telja að 98% af þeirri tónlist, sem samin væri (nú og endranær) væri dæmd til ævarandi gleymsku. Fyrst fluttu þau Kolbeinn og Hólm- fríður Vier Stúcker eftir John Speight, fjögur örstutt verk í anda hinna fyrstu módernista. Þetta verk var flutt í janúar á tónleikum helguðum John Speight. Nú var það flutt tvisvar, svo ekki verður annað sagt en það fái allgóða viðrun, enda mjög áhugavert. Ég fann það þó að í þetta sinn, að smástykkin fjögur væru ekki nógu greinilega aðskilin, en annars voru þau mjög vel flutt, sem og annað á tónleikunum. Næst fluttu þau Per Voi eftir Leif Þórarinsson (samið 1975), og loks flutti Kolbeinn einleiksverkið Sonata per Manuela (1979), talsvert viðamikið verk í fjórum köflum, og samið fyrir Manúelu Wiesler eins og nafnið bendir til. Sonata þessi gerir miklar kröfur til flytjandans, bæði tæknilega en einnig „flutnings- lega“ ,þarsemhannstendureinnframmi fyrir áheyrendum með flautu sína og tjáir þeim sorg og gleði, ró og reiði. Kolbeinn gerði þetta mjög vel og af miklu öryggi. - Þessir tónleikar hinna ungu listamanna eru ennþá ein staðfest- ing þess, að tónlistaruppeldi hér á landi er á réttri leið, og skilar góðum árangri. 7.4. Sigurður Steinþórsson Útboð Tilboð óskast í gatnagerð.lagningu holræsa, vatns og hitaveitulagna í Selás 6. áfangi fyrir Gatnamálastjórann i Reykjavík og Hitaveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 26. apríl 1983 kl. 14 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvcgi 3 — Sími 25800 Til sölu Bílgrindur á 16“ felgum, Sjálfhleösiuvagn Kemper, Bindivél IH,Z TR sláttuþyrla, Ursus 40 ha., IH 70 ha. baggakastari, Stálpallur 3.5 m, Áltankur 2500 I., LR dieselvél eöa bíll, BMC dieselvél, 6 cyl. Perkins dieselvél, 8 cyl. GM vél, 6 cyl. GM vél, 4 gíra GM gírkassi, VW motorar, Drif og öxlar í M-Bens 608 og 913, Willis árg. 1964, Rússi árg. 1977 diesel. Jeppakerra (mjög góð) m/grind. Tökum vélar í umboðssölu og önnumst viðgerðir og endurbyggingu á vélum og tækjum. Vélsmiðjan Bakki Hvítárbakka sími 93-5249 Vestfirðir Kaupfélag á Vestfjörðum óskar eftir að ráða í eftirtaldar stöður: Skrifstofustjóra sem jafnframt gegnir stöðu fulltrúa kaupfélagsstjóra. Samvinnuskóla- eða hliðstæð menntun æskileg. Vélvirkja með meistararéttindi til að annast viðgerðir og viðhalds- störf á togara og vélum í frystihúsi. Húsnæði fyrir hendi. Umsóknarfrestur til 18. þessa mánaðar. Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf ásamt fjölskyldustærð sendist starfsmannastjóra, er veitir nánari upplýsingar. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD Tilkynning frá Byggðasjóði í lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er gerf ráð fyrir útvegun fjármagns til lánveitinga til fyrirtækja, sem þurfa að bæta aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað. Samkomulag hefir verið gert milli Framkvæmdastofnunar ríkisins og Félagsmálaráðuneytisins um að lán þessi verði veitt úr Byggðasjóði af sérstöku fé, sem aflað verður í þessu skyni. Umsóknir um lán þessi skulu því sendar Byggðasjóði, Rauðarárstíg 25, Reykjavík á umsóknareyðublöðum Byggðasjóðs, þar sem sérstaklega sé tekið fram, að um sé að ræða lán vegna bætts aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis á vinnustað. Umsóknartrestur er til 20. maí n.k. Endurnýjá þarf umsóknir, er áður hafa verið sendar en ekki hlotið afgreiðslu. Skrifstofustjóri - Gjaldkeri Óskum eftir að ráða vanan mann til skrifstofu- stjórnunar og gjaldkerastarfa. Þarf að hafa fjöl- þætta þekkingu á bókhaldi. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri (Ekki í síma) Tíminn, Síðumúla 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.