Tíminn - 18.04.1983, Qupperneq 1

Tíminn - 18.04.1983, Qupperneq 1
■ íslenska landsliðið í körfuknattleik náði í þriðja sætið á Norðurlandamótinu í körfuknattleik á elleftu stundu á sunnudag, liðið hafði þá ekki náð sigri í neinum leik, m.a. tapað fyrir Norð- mönnum, og átti eftir að leika við Dani eina, sem höfðu áður sigrað Norðmenn með einu stigi. Til þess að ná þriðja sætinu þurftu íslendingar að sigra Dan- ina með 13 stigum, og það gerðu þeir sannarlega, og vel það, sigruðu Dani 75-55, og bronsverðlaunin komu heim. Leikur íslendinga gegn Norðmönnum var hinn hroðalegasti, liðið náði ekki að sýna sitt besta, lenti í villuvandræðum, og tapaði að lokum með 67 stigum gegn 74. Axel Nikulásson, Flosi Sigurðsson og Þorvaldur Geirsson fóru allir út af með 5 villur í þessum leik, og þessi villuvandræði háðu íslenska liðinu mikið, sérstaklega munaöi um Flosa í vöminni. í hálfleik var staðan 34-32 Norðmönnum í hag. Kristján Ágústsson og Jón Kr. Gíslason skoruðu mest íslendinga íþessum leik, 13 stighvor, og Axel Nikulásson skoraði 12. íslendingar höfðu alltaf frumkvæðið gegn Dönum, komust í 26-13, 26-21, 38-22, en Danir löguðu dálítið stöðuna fyrir leikhlé, og þá var staðan 40-32. Forskot íslendinga rokkaði dálítið til í síðari hálfleik okkar menn höfðu yfir 48-32, 56-41, 58-44, 60-47 og þegar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan 64-52. Þá tóku íslendingar mikinn sprett, Axel skoraði 6 stig í rykk, Kristján og Flosi sína körfuna hvor, og strákamir tryggðu sér brosið 75-55. Kristján Agústsson var stigahæstur íslendinga í leiknum, og langbestur, hirti mikið af fráköstum. Kristján skor- aði 16 stig. Axel Nikulásson skoraði 14 stig, þar af mikilvæg 6 í lokin. Flosi Sigurðsson skoraði 11, og var allsráðandi á miðjunni í vörninni, Jón Sigurðsson skoraði 9, Þorvaldur Geirsson 8, Torfi Magnússon 7, Hreinn Þorkelsson 6 og Jón Kr. Gíslason 4. Finnar urðu Norðurlandameistarar, sigruðu Svía 86-77, í síðasta leikmótsins. Þegar litið er á úrslit þessa leiks sést hve góður fyrsti leikur íslendinga gegn Finn- um hefur verið, þar sem Finnar sigruðu með 65-49. Lélegasti leikur íslendinga var aftur á móti gegn Svíum 50-96, og svo gegn Norðmönnum, en fyrir þeim höfum við ekki tapað lengi. ■ Víkingar urðu íslandsmeistarar í handknattleik um helgina. Á myndinni eru þeir að tollera hinn frábæra þjálfara sinn, Bogdan Kovalczyk eftir sigurinn gegn Stjörnunni á sunnudag, sem endanlega tryggði þeim titilinn. Víkingar eru nú íslandsmeistarar fjórða árið í röð undir stjórn Bogdans. Á litlu myndinni hlaupa Víkingar „meistarahringinn“, Guðmundur Guðmundsson fyrirliði í fararbroddi. Tímamynd: Róbert. Umsjón: Samúel örn Erlingsson NAÐU 3. SÆT1 A 11. SIUNDU ■ íslandsmót fatlaðra var haldið á Selfossi um helgina. Sökum skorts á rými í blaðinu í dag, verður greint frá mótinu í blaðinu á morgun. Myndin er tekin þegar keppni stóð yfir í bogfimi, fremst er Elísabet Vilhjálmsson, sem hlaut 3 gull í bogfimi. Nánar á morgun. Tímamynd: Hrafn Óskarsson. Hrepptu 2. sæti — á NIVI pilta í handbolta í Færeyjum ■ íslenska piltalandsliðið, 18 ára og yngri urðu í öðru sæti á Norðurlanda- móti piltaiandsliða í handknattleik um helgina. Liðið tryggði sér silfurverðlaun- in á sunnudagskvöldið með því að sigra Norðmenn með 22-19 í síðasta leik liðsins á mótinu. íslenska liðið hlaut sex stig. Svíar urðu Norðurlandamcistarar, unnu alla sína leiki og fengu 10 stig. ísland varð í öðru sæti með 6 stig, Norðmenn þriðju með 5, Finnar fjóröu með 5, Danið fimmtu með 4 stig og Færeyingar sjöttu með ekkert stig. Úrslit leikja urðu: Island-Færeyjar 33-17 Finnland-Danmörk 20-19 Svíþjóð-Noregur 22-12 Danmörk-Færeyjar 32-9 Noregur-Finnland 17-17 Svíþjóð-Island 25-20 Ísland-Finnland 23-21 Svíþjóð-Færeyjar 40-14 Noregur-Danmörk 23-16 Danmörk-lsland 26-22 Svíþjóð-Finnland 29-19 Noregur-Færeyjar 34-9 Ísland-Noregur 23-19 STUTTGART HEPPIÐ AÐ NA JAFNTEFU GEGN BAYERN — Atli Edvaldsson skoraði fyrir Dússeldorf gegn Nurnberg Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: Stuttgart var heppið að ná jafntefli á heimavelli gegn Bayern Miinchen um helgina. Fyrir framan 72 þúsund áhorf- endur virkaði heimaliðið ósannfær- andi, meðan Bayern var yfirburðalið á öllum sviðum: lék vel saman, fljótara og mun hættulegra. Einungis óvæntur stór- leikur varamarkvarðar Stuttgart, Sigi Grúninger, kom í veg fyrir stórtap heimamanna, því hann varði bókstaflega aUt sem verjanlegt var, og jafnvel í við meira. Sigi, sem nú lék sinn fyrsta Bundesliguleik, hefur aldrei þótt efni- legur, og í síðustu viku leit jafnvel út fyrir að hann mundi hvergi fá samning, og því hverfa út úr atvinnuknattspymu- mennskunni. Fn þá var aðalmarkverði Stuttgart, Roleder, vísað útaf leikvelli, og næstu fjóra leiki fær Sigi því að reyna sig og bæta orðstírinn. Og svo sannarlega stóð hann fyrir sínu, enda víðast hvar valinn maður dagsins. Mikið var skrifað um leikinn í síðustu viku af þýsku pressunni, og þá sérstak- lega vegna þeirra Ásgeirs Sigurvinssonar og Niedermayers, sem báðir léku með Bayem á síðastakeppnistímabili. Kicker var með forsíðumynd af Ásgeiri, og stórblaðið Welt með viðtal. Frammi- staða Ásgeirs olli þó vonbrigðum. Ekki þó vegna þess að hann hafi staðið sig illa, heldur vegna þess að búist var við afburðaleik hjá Ásgeiri, og slíkt er vitanlega alltaf erfitt að framkvæma, þegar andstæðingarnir leika jafn vel og Bayern gerði á laugardaginn. Ásgeir átti reyndar að mínu mati þokkalegan leik, og tvö góð marktækifæri, þrumuskot af 25-30 metra færi sem Pfaff rétt tókst að bjarga, svo og lúmskt skot með hægra fæti sem fór rétt framhjá. Bayern tók strax völdin í sínar hendur, og á 43. mínútu tókst Mathy loks að koma knettinum framhjá Sigi Grún- inger. í sinni hálfleik setti Helmut Bent- haus, þjálfari Stuttgart tvo sóknarmenn inn á, en nokkrum mínútum seinna meiddist Niedermayer svo illa, að hann leikur ekki meira á þessu keppnistíma- bili. Einum færri tókst Stuttgart þó að jafna, á 82. mínútu með fyrsta marki varamannsins Habiger, og segir það sína sögu um baráttuandann hjá Stuttgart. Aí/i skoraði Atli Eðvalsson skoraði eina mark Dsseldorf í tapleiknum gegn Núrnberg, og fleiri mörk hefur hann ekki skorað á einu keppnistímabili á ferli sínum hér í Þýskalandi. Atli lék allvel í leiknum, en var óheppinn_með lokahnykkinn, sem þarf til að skora mörk. Þess má geta að varnarmaður Táubiger bjargaði þrisvar sinnum á línu, og svo var mark dæmt af Dússeldorf snemma í leiknum vegna rangstöðu. Dortmund Köln og HSV töpuðu öll stigum á laugardaginn, meðan Bremen sigraði sannfærandi 6-0. Nú er almennt búist við að það verði Werder Bremen sem fari með sigur af hólmi í Bundeslíg- unni, þeir eiga mjög auðvelda leiki eftir. Árangur Bremen hefur komið mjög á óvart, því langt er orðið síðan að þeir þóttu frambærilegir. Sigurinn á laugar- daginn er til dæmis stærsti sigur liðsins í allri sögu þess. Um næstu helgi er ekki leikið í Búndeslígunni, en helgina þar á eftir eigast meðal annars við HSV og Stuttgart, og Dússeldorf og Bremen, og er það eini erfiði leikurinn sem Bremcn á eftir. Úrslitin í Þýskalandi urðu þessi: Schalke-Kalsruhe 1:0 „Gladbach“-Hamburg 1:1 Stuttgart-Bayern 1:1 Hertha Berlin-Bochum 1:1 Cologne-Frankfurt 2:2 Bremen-Braunschweig 6:0 Dortmund-Leverkusen 3:3 Kaisersl.-Biclcfeld 3:0 Nuremberg-Dusseldorf 3:1 Staða efstu liða er nú þessi Hamborg. 28 15 11 2 64 28 41 Bremen 28 18 5 5 58 32 41 Bayern M. 28 15 9 4 63 23 39 Stuttgart 27 15 7 5 64 36 37 Dortmund 27 15 5 7 64 41 35 Kaisersl. 28 12 11 5 47 33 35 Fengu 6 gull — 6 silfur og 2 brons á Kalott í sundi ■ Ferð íslenska landsliðsins í sundi á Kalottkeppnina í sundi gekk ekki nógu vel að sögn forráðaQanna Sundsam- bandsins. Islenska liðið varð í neðsta sæti í stigakeppninni, hlaut 167,5 stig, Finnar sigruðu, hlutu 265 stig, Svíar í öðru sæti með 209,5 og Norðmenn þriðja með 185 stig. tslensku strákamir urðu í öðru sæti í karlakeppninni. ís- lenska iiðið hlaut 6 gull í keppninni, 6 silfur og 2 brons. Eðva'rð Þ. Eðvarðsson sigraði í 100 m baksundi á 1:01,7 mín sem er ísl. piltamet og Kalottmet, og í 200 m baksundi á 2:15,1 mín. Tryggvi Helga- son sigraði í 100 m. bringusundi á 1:08,1 mín, og 200 m bringusundi á 2:30,6 mín. Hann varð annar í 200 m. flugsundi á 2:13,1 mín, og annar í 100 m. flugsundi á 1:00,6, en þar sigraði Ingi Þór Jónsson á 59,1 sek sem er íslandsmetsjöfnun, og Kalottmet. Ingi Þór varð annar í 100 metra skriðsundi á 54,0 sek, og 200 m. fjórsundi á 2:15,7 mín., og þriðji í 100 m. baksundi á 1:02,7 mín. Árni Sigurðs- son varð annar í 200 m. bringusundi á 2:32,3 mín, Guðrún Fema Ágústsdóttir varð önnur í 200 m. bringusundi á 2:43,9 mín., og þriðja í 100 m. bringusundi á 1:16,4 mín. Þá unnu íslensku strákarnir í 4x100 m fjórsundi á 4:05,3 mtn. Það sem olli ekki betra gengi á mótinu var að sögn forráðamanna Sundsam- bandsins mannfæð í ísl. liðinu, en hún stafaði af fjárskorti sambandsins.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.