Tíminn - 30.12.1930, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.12.1930, Blaðsíða 4
& TIMINN Wt %&%&%%% YfiíÁ Eiéulegir munír Sonora grammofónar eru óviðjafnan- legir hvað hljómfegurð snertir. Skápfónar frá kr. 500,00 »Corona« Ferðaritvélin í ýmsum lilum með kassa fyrir aðeins kr. 260,00 »Britannia« Prjónavélarnar þjóðfrægu, allar stærðir og gerðir fyrirliggjandi Samband isl. samvinnufélaga Reykjavík %%%r% %%%%% %% Ungur listamaður Nýlega bárust hingað heim fregnir um >að, að bamungxir Is- lendingur hafi sæmdur verið heiðurspeningi úr gulli fyrir myndhöggvai'averk, við listahá- skólann í Kaupmannahöfn. Hér er um óvenjulegan sigur að ræða, og; má ekki minna vera en eftir honum sé tekið. %. .. : r"- f. |-iiM ' ' ■:■■•'■. \ 'V, • If'* - B mi ■ ■ ’ f ■ fWt’-» l.. Jr ■ 'Hl • Listaverk og listamaður. Sigurjón Ólafsson heitir þessi ungi listamaður. Hann er fædd- ur á Eyrarbakka 21. október 1908.‘ Foreldrar hans, Guðrún Gísladóttir og Ólafur Ámason, fár tæk hjón, bjuggu í Einarshöfn og er S. yngstur barna þeirra. Snemma bar á listgáfu Sigurjóns. Byrjaði hann að teikna jafn- snemma og hann gat haldið á blýanti. Var lögð sérstök rækt við þá gáfu hans í bamaskólan- um á Eyrarbakka. Eftir fermingu réðst hann til Reykjavíkur og nam húsmálaraiðn, og gekk jafn- framt í Iðnskólann. Öllum tóm- stundum sínum varði hann til list- iðkana — neytti jafnvel oft hvorki svefns né matar vegna þeirra. Naut hann tilsagnar Ein- Ný bók eftir JÓN TRAUSTA FERÐASÖGUR Columbus (Hildur þýddi úr ensku). Nú hurfu honum sýnum hin síðustu lönd og súlumar fomu við innhafsins dyr. Framundan sást ekki sandkorn af strönd. Sjór hvert sem eygði. En stafnbúinn spyr: „Séi'ðu það, herra, að sveipuð nú er hin síðasta stjarna í koldimma nátt? Vér hljótum að biðja, því hugrekkið þver“ „Haldið lengra, í sömu átt“. með teikningum eftir höfundinn, eru komnar út. Þetta er í síðasta sinn,|sem út kemur ný bók eftir þennan vinsæla höfund. Fæst hjá bóksölum og hjá Prentsmiðjunni Acta í Reykjavík. — — Ég læt þá hér staðar nuinið með þessa bók, og ætla einungis að endingu, að bæta þeirri ósk við, að þessar línur mættu verða til þess að hug- myndir manna hér á landi um Landsmálshreyfinguna norsku skýrðust lítils háttar. Ég hefi oftlega rekið mig á, að margir Is- lendingar Irafi ýmigust á Lands- málinu. Það er öldungis ástæðu- laust, og að sjálfsögðu einungis sprottið af, að menn hafa ekki gert sér ljóst, hvað hreyfingin eiginlega ber í sér. — Eins og ég þegar hefi tekið fram, er ég alls ekki viss um, að fólkið hafi haft ytra hagnað af henni — mér tr nær að halda, að það sé þvert á móti — en það er í sjálfu sér mál, sem Norðmönnum einum kemur við — og þar að auki er því nú svo varið, að lífið hefir sína eigin hagfræði, sem það fer eftir; þrátt fyrir öll mótmæli — og því verður ekki neitað, að í landsmálinu liggur líftaug norski*- ar alþýðumenningar, hún tengir hana við sína eigin fortíð í þ(Ss- undir ára, og þaðan liggja leynd- ar leiðir inn í framtíð, sem eng- an enn órar fyrir. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Reykjaskóli í Hrútaílrði. ísumarog það sem af er vetri hefir verið unr- ið af kappi að byggingu héraðsskól- ans á Reykjum, og mun sá hluti hans, sem nú er í smiðum, geta rúmað um 40 nemendur. Skólinn tekur til starfa um nýjár. Skólastjóri er ráðinn í vetur sira Jón Guðna- son á Frestsbakka, en kennari, auk hans, verður Helgi Tryggvason, frá Kothvammi, sem s. 1. vetur var cnskukennari við Kennaraskólann, en er nú nýkominn lieim, frá fram- haldsnámi í Englandi. — Aðsókn að skólanum mun vera nœgilega mikil, þó að hann byrji nú á þeim tíma, cr erfiðast er um samgöngur. En þó mun enn hægt að veita inngöngu nokkuð fleiri nemendum en þegar um upp og gera hann semaö hafa sótt. — Mikill áhugi hefir verið meðai héraðsbúa um að koma skóla þessum upp og gera hann sem bezt úr garði, énda skilyrði þar hin beztu sem gerast. Nú þegar er fullgerð heit sundlaug og miðstöðvarhitun um liúsið frá hvernum. Leikvöllur er sjálfgerður suður frá húsinu, rækt- unarskilyrði ágæt. Rafvirkjun mun vorða ódýr og vatnsafl nægilegt. Heit sjólaug inun koma með tímanum og verður þá þarna ákjósanlegur stað- ur til sumardvalar fyrir þá, er vilja njóta hvíldar og liressingar í kyrð sveitalífsins. —-O—■— „Skipverjar mögla og ókyrrast æ. Þeir uppgefast bráðum, það gjörla ég finn. Hann langaði heim, en frá löðranda sæ lauguðu bylgjur hans sólbrenndu kinn: Seg þú mér, herra, hve sefa þá má, ef sézt ei til landa af skipinu brátt?“ „Þó slíkt beri að höndum, seg hiklaust við þá Haldið lengra, í sömu átt“. Með vindinum bárust þeir áleiðis enn. Og örmagna stafnbúinn mælti á þá leið: „Stirðnaðir föllum við félagar senn og fjarlægir guði, í sárustu neyð. Hinn æðandi vindur er einvaldur hér og ókunn er drottni sú hyldýpis gátt. , ó, seg mér nú herra, hver hugur þinn er“. „Haldið lengra í sömu átt“. Og áfram þeir stefndu, en stafnbúinn tér: „Ég sturlaður hlýði á sævarins dyn. í leyni hann búinn til atlögu er. Hann opnar sitt ferlega soganda gin. Ó, gef oss nú aðeins þín úrræði og svör. Hver einasta von er að leika oss grátt“. En svarið var napurt, sem hárbeittur hjör: „Haldið lengra, í sömu átt“. Frammi á þiljunum foringinn stóð og fölur hann starði á hið kolsvarta djúp. Slíkt svartnætti aldregi sá nokkur þjóð. — Þá svifti brott ljósgeisli myrkursins hjúp. Og ljós það varð árroði ljómandi skær, sem lýsti yfir niðdimmar aldimar hátt. — Þeim nýfundna heimi það heilræði gaf: „Haldið lengra, í sömu átt“. -----4»--- ars Jónssonar o. fl. listamanna. Haustið 1928 sigldi hann til Kaupmannahafnar og var þegar tekinn inn í listaháskólann, án venjulegs inntökuprófs, svo góð þóttu verk þau, er hann kom með að heiman. Það mun afarsjaldgæft vera, ef ekki einsdæmi, að jafnungur listamaður og S. Öl., með jafn- skamman námstíma að baki, hljóti slíka sæmd, sem hann hef- ir nú hlotið. Nokkur verk hans voru til sýnis á haustsýningu listamanna í Höfn nýverið, og virðast þau vakið hafa mesta at- hygli af öllu, sem þar var sýnt. Verðlaunamynd hans er fyrsta stóra verkið, sem hann hefir unn- ið sjálfstætt, og er því merki- llegra, að hann skyldi sigra í keppni við fjölda reyndari lista- manna. Myndin er verkamaður með haka í meira - en fuilri. lík- amsstærð. Næsta sumar hugsar S. ól. til Italíufarar til frekara frama — ef efni leyfa. Sjálfur á hann ekk- ert, nema það, sem hann vinnur sér inn. En vonandi sjá Islending- ar sóma sinn í því, að veita hon- um nauðsynlegan stuðning, jafn- skýrt og hann hefir sýnt, hvað í honum býr. Sá, sem þetta ritar, hefir verið Sigurjóni nákunnugur og fylgst með listdraum hans, frá því hann var 11 ára. Hann var dæmalaust bam og óvenjulegur unglingur, ekki einasta að hstfengi, heldur og að viljaþreki, einbeittni og ár huga á list sinni. Hann hefir að þessu uppfyllt fífldjörfustu vonir, sem á honum hafa reistar verið, og er mikiö meö því sagt. Ég efast ekki um, að hann geri það líka framvegis. A. S. ----o---- í Meusedalnum í Belgíu biðu nú nýlega GO manns bana á mjög ein- kennilegan hátt. þoka hafði hvílt yfir dalnum allmarga daga áður, og telja læknar, að eiturefni hafi verið í þokunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.