Tíminn - 30.12.1930, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.12.1930, Blaðsíða 6
4 TlMINN -iJtTT -ritrr 3E H.f. Eimskipaf élaá Islands Nú á þessu ári hefir Eimskipafé- lagið bætt við flota sinn ennþá einu nýju skipi, og hef- ir það nú á að skipa sex vönd- uðum og vel út- búnum skipum, til þess að annast sighnga r lands- manna á sem beztan og hag- kvæmastan hátt. Eins og áætlun félagsins fyrir næsta ár ber með sér, fjölgar ferð- um svo mikið og verða um leið svo hagstæðar, að ekki fer hjá því, að landsmenn geti notað íslenzku skipin til því nær allra vöruflutninga og ferðalaga, bæði utan lands og innan. Skipastóil félagsins Gætid þess landsmenn, að hver sá eyrir er þér borgið í fargjöld eða farmgjöld tii útlendra skipafélaga hverfur burtu úr landinu. Munið það kaupfólög og kaupmenn, sem borgið mörg þúsund krónur árlega i flutningsgjöld, að láta hið íslenzka Eimskipafélag njóta viðskifta yðar og styðjið þannig sjálfsbjargarviðleitni íslenzku þjóðarinnar. Beinið þvi ávalt vlðskif tum yðar tll Eímskipafélags Islands EJŒ 3JŒ Landsmólabókmenntir. Inge Krokann Nýtt norskt stórskéld á Lands- móli. I. Á síðastliðinni öld er talið að Norðmenn hafi lagt avo mikinu skeif til heimsbókmenntanna, að slíks eru vart dæmi um smáþjóð. Þá voru hinir miklu norsku meistarar uppi, og fremstur þeirra Henrik Ibsen, en einnig ber að nefna Bjömstjeme Bjöm- son, sem á mörgum sviðum hafði fult svo mikil eða jafnvel meiri áhrif en skáldbróðir hans Ibsen, sökum persónu sinnar og hinnar framúrskarandi fjölhæfni. Mátti um hann segja, að haxm léti sér ekki á sama standa um neitt, og áhrif mælsku hans voru um íangt skeið engu minni en skáld- skaparáhrif hans. — Samtíða þessum tveimur stórskáldum var þriðja skáldið, sem einnig bar hróður Norðmanna víða — en það var Jónas Lie. Nú er því oft svo farið, þegar bókmenntir snögglega komast á hátt stig meðal einhverrar þjóð- ar og halda sér þar um hríð, að það er því iíkast sem sú and- lega áreynsla hafi orðið ofraun og að hvíldartíma þurfi við á eftir — kemur þá oft, að manni finnst djúp lægð — og eðlilega virðist þessi lægð verða meiri eftir því sem aldan, er é undan hefir gengið, varð hærri. — I norskum bókmenntum er líka hægt að benda é þessa öldu- hreyfingu: Hækkunin byrjar meö upphafi 19. aldar, með sjálfstæði landsins og skáldum eins og Hen- rik Wergeland og fleirum, er til- heyra því itínaabili, og á sjálfum öldutoppnum stendur Ibsen; eítir það kemur lækkun um skeið, en þó enganveginn eins mikil og bú- ast hefði mátt við. — Margir mexm víðsvegar um heim munu meira að segja telja, að það sé núhfanda skáld, sem náð hafi hæsta tindinum, því að þeir eru til, sem telja Knut Hamsun eiirn liinna sérstæðustu og mikilfeng- legustu anda heimsbókmeimt- anna. H. Þaxmig lítur línan í þessum hluta norskrar bókmermtasögu út, séð með augum útlendings- ins; en mig grunar, að ef maður væri nógu gagnkunnugur og sér- staklega, ef maðui' væri fær um — að líta á það innan að — frá sjónaimiði þess, sem er eiginlega norskt — (hér á ég ekki við neitt, sem skylt á við þjóðemis- hxx>ka, heldur við það innra sam- eiginlega verðmæti, sem verður að kalla þjóðai-sál), að þá mundi línan verða dregin nokkuð á ann- an veg: Með fullri vakningu norskrar sjálfsvitundar vöknuðu líka hin innri öfl, sem leynzt ' höfðu og geymst í hugskoti hinn- ar blundandi þjóðar um aldir. Þessi nývaknaða innri, þjóðlega, andlega orka, hefir verið að verki síðan — og er enn að verki — það er hún, sem starfar í „det skjulte Norge“, eins og danski íagui’fræðingurixm Buckdal kall- ar bók sína um hinar alþýðlegu bókmenntir og þjóðlegu list Norðmanna — og Buckdal veit hvað hann fer, því hann hefir ekki einungis þekkinguna, heldur líka „intuitionen“ — gáfuna að geta lifað sig inn í, skilið og séð hlutina innan að. Bókmenntir 19. aldarinnar eru fyrstu afleiðingar þessarar orku, fyrstu gosin, sem stafa af um- brotunum niðri í þjóðarsálinni. Eðlilega koma þau fyrst frá hin- um efstu lögum þjóðfélagsins, frá menntamönnunum, þeim sem enn stóðu föstum fótum á jarð- vegi danskrar menningar og máls, eins og hún hafði mynd- ast og mótast í Noregi af þeim sérstöku ástæðum, sem þar voru fyrir hendi. En dýpri lögin koma á eftir, þau eru lengur að komast upp á yfirborðið, en í skauti þeirra felast hin fyllstu verðmæti alls þess er gróið hefir niðri í djúpunum frá upphafi vega. Og ósjálfrátt og eðlíiega kemur þörfin fyrir að nota tungu þjóðarinnar — alþýðunnar — eins og hún hefir lifað, myndast og ummyndast í byggðum lands- ins í þúsund og aftur þúsund ár. Danskan er ekki lengur nóg, þrátt fyrir að hún er orðin móð- urmál kaupstaðabúanna, sem á þessum tímum ennþá voru til- tölulega fáir, og menntamanna, sem vitanlega voru enn fæcri. Þjóðarorkan krefst réttar síns i þessu sem öðru. Danskan er, þrátt fyrir allt, innflutt, og eiijs og allt innflutt góz situr hún utan á — sannast hér áþreifan- lega orð Grundtvigs gamla (eins cg reyndar oftar) að „kun lös er al fremmed Tale“. — Það er frá þessu sjónarmiði að líta verður á landsmálshreyfinguna í norsk- um bókmenntum. Sú hreyfing er ekki eins og margir mótstöðu- | menn hennar halda fram, hafin af sérvitringum og haidið til streitu af einhliða og þröngsýn- um þjóðemissinnum og þrætu- gjömum rithöfundum, heldur er hún eðlileg afleiðing af vöknun sjálfsvitundarinnar, orkunnar inni í þjóðinni — og því er það, að hún sigrar að lokum; það breytir þar engu, hvað venju- bundnir Norðmenn segja, og ennþá minna, þó útlendingar, sem ekki hafa 1 ært að stauta bamalærdóm sinnar eigin tungu, telji ný-norskuna „ambögumál" — þrátt fyrir að hún sögulega séð, ekki sé frábmgðin tungum annara Norðurálfuþjóða, sem eins og hún hafa verið lítilsvirt alþýðumál, áður en þau urðu bók- mennta- og menningarmál þjóð- anna. — Þar með skal ekki sagt, hvort landsmálshreyfingin hefir að öllu leyti verið gagnleg. Hún hefir vitanlega þrengt bók- menntasviðið, því að hún hefir dregið upp ákveðin takmörk milli þess danska og þess norska, áð- ur voru bókmenntir beggja þjóð- anna sameign beggja — og báð- um auðvitað til gagns. — En það | er eftirtektarvert, að einmitt danskir fræðimenn og rithöfund- ar skuli hafa orðið til þess sér- staklega að viðurkenna tilverurétt hins norska máls, frekar en t. d. Svíar og íslendingar.Enum gagn- semi slikra hreyfinga verður ekki deilt. -— Eitt, einungis eitt, er víst, og það er að hreyfingin er lífræn og sprottin af innri orku og vaxandi ósjálfráðri sjálfsvit- und. Af því leiðir aftur að búast má við, að hið verðmætasta í norskum anda birtist einmitt í landsmálsbókmenntunum. Það er því hreint og beint skaðlegt fyrir okkur Islendinga að hafa ýmigust á þeim eða gefa þeim ekki gaum. III. Við nánari athugun þarf mað- ur heldur ekki að leita lengi til þess að finna þessi verðmæti. Þau finnast undireins hjá frum- herjum málsins eins og Ivar Aasen, Aasmund Vinje og Arne Garborg — og hvaða þjóð mundi það vera, sem þættist ekki full sæmd af slíkum skáldum ? En áframhald Landsmáls-bókmennt- anna sýnir líka áþreifanlega, hvað hér er að gerast. 1 tiltölulega stuttri ritgjörð eins og þessari, er það þýðingarlítið að reyna að fara of langt í þessu efni, það yrði lítið annað en að telja upp nöfn. En samt sem áður finnst mér viðeiganda að dvelja ofur- lítið við þetta atriði: — í fyrra dó á tiltölulega ung- um aldri einhver mesti ljóðsnill- ingur, sem Norðmenn hafa átt, Olav Aukrust. Orti hann öll sín kvæði á landsmiáli, og eðlilega vakti hann eftirtekt langt út fyrir Noreg — eða á meðal allra þeirra er kost áttu á að kynnast kvæðum hans — og enn eiga þau eftir að hafa mikil áhrif, á því er enginn vafi; er ekki ólíklegt, að nafn þessa norska skálds ein- hvemtíma verði nefnt jafnhliða nöfnum þeirra landa hans, er þegar hafa fengið sæti meðal heimsbókmenntanna. Annar höf- undur, sem nefna verður í þessu sambandi er Olav Duun, skáld- sagnahöfundurinn víðfrægi. Hefir hann ritað fjölda mjög merkra bóka, og verður að teljast til þeirra skálda, er lagt hafa skerf til heimsbókmenntanna, engu síð- ur en Sigrid Undset eða jafnvel Hamsun sjálfur; en því er svo farið með landsmálshöfundana,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.