Tíminn - 05.01.1918, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.01.1918, Blaðsíða 2
2 TIMINN X. Heiltorig'öismál. Að styðja alla viðleitni, sem stefnir að aukinni heilbrigði lands- manna: a. Að Iandsspítali sé reistur í Reykjavík og sjúkraskýlum fjölgað að miklum mun, svo að jafnaði verði eigi færri en eitt í sýslu. b. Að styðja af alefli baráttuna gegn berklaveiki. c. Að koma því til leiðar að a. m. k. ein hjúkrunarkona sé í hverri sveit. d. Að styðja umbætur á húsakynnum almennings, t. d. með því að láta gefa út góðar og fjölbreyttar fyrirmyndir bæja og íbúðarhúsa með nægum skýringum. e. Að herða á sqítvörnum og koma á almennri líkskoðun. XI. AOflutningsbann. Að stuðla að því að lögin um aðflutningsbann á áfengi nái tilgangi sínum. Straumhyörí. Með ársbyrjuninni var stofnað félag hér í bænum sem heitir »Sjálfstjórn«. Töluverður undir- búningur hefir verið undir stofnun félagsins. Forvigismennirnir sem boðuðu til fundarins höfðu ekki áít samleið áður um opinber mál. Helstu flokkarnir sem taka hönd- um saman um stofnun félagsins eru þessir: Kaupmenn, þeir menn sem nú hafa yfirtökin við Lögréttu, sumir forkólfar langsummanna sem ráða fyrir ísafold og dagblöð- unum, og loks þeir er nærri standa Landinu. Félagið er fyrst og fremst og fyrst í stað stofnað í þeim tilgangi að sameina alla krafta í Reykjavík sem unt er, til þess að sigra jafn- aðarmenn í bæjarmálum. Bæjar- stjórnarkosningar standa fyrir dyr- um. Félagið vinnur að því að tryggja það að jafnaðarmenn nái ekki meiri hluta í bæjarstjórn og þar með stjórn bæjarins undir sig. En félagið ætlar sér stærri verka- hring. Og er það bert af lögunum þar sem það er ákveðið að félagið megi með fundarsamþ}7kt taka önnur mál til meðferðar en bæj- armál Reykjavíkur. Það sýnir og hvert á að stefna, að Vísir óskaði um daginn öllum þeim gleðilegs nýárs sem sameinast vildu gegn stjórn landsins. Það var inngangs- söngurinn að slofnun félagsins, sunginn af málgagni þess. Það er og af mörgu öðru bert að félagið stefnir hærra. »Sjálfstjórn« snýr sér fyrst að bæjarmálunum, af því að bæjar- stjórnarkosningarnar standa fyrir dvrum. En í rauninni er »SjáIf- stjórn« sljórnmálafélag. Hún er það sem í útlöndum er kallað félag hægri manna. Með »Sjálf- stjórn« er stofnaður pólitískur íhaldsflokkur á íslandi. Og sá flokkur styðst hér eins og i öðrum löndum við kaupmannavaldið og auðvaldið. Tíminn birtir í þessu blaði stefnuskrá sína í aðalatriðum. Grundvöllurinn undir þeim ílokki sem stendur að Tímanum er sá, að flokkaskifting eigi að verða um innanlandsmál. Fokkur Tímans er framsóknarflokkur í innanlands- málum. Hann er það sem í út- löndum er nefnt vinstrimanna- ílokkur. Hin blöðin hafa viljað þegja við þessari kröfu, að flokkaskifting yrði um innanlandsmálin. En nú er sú slefna að verða ofan á. Með stofnun þessa blaðs fyrst og þar næst með stofnun »Sjálfstjórnar« er flokkaskifting orðin á íslandi um innanlandsmálin. Jafnaðar- mannaflokkurinn var áður til. Tímanum er það mikið gleðiefni að geta þannig sýnt það svart á livítu — um leið og liann birtir stefnuskrá sína — að stefna hans er orðin ofan á í þessu meginat- riði, að ílokkaskifting er orðin á íslandi um innanlandsmálin. Það er svo komið og hlaut svo að fara, að þær þrjár meginstefnur komi fram í íslenzkum stjórnmál- um, sem fram liafa komið í þing- ræðislöndum, sem sé: íhaldsstefn- an, framsóknarstefnan og jafnað- armenskan, öðru nafni: hægri menn, vinstri menn og jafnaðar- menn. Á íslandi heita þær nú: »Sjálfstjórn«, flokkur Tímans og jafnaðarmenn. Þelta eru meginlín- urnar sem dregnar eru af þeim sem fylgjast með í rás viðburð- anna. Nú er það þjóðarinnar að fylkja sér um hvern flokkanna fyrir sig. t Tíminn heilsar mótstöðumönn- um sínum og hefir að sjálfsögðu ekkert út á það að selja að þeir bindist föstum félagsskap. Það er hin eðlilega rás viðburðanna að þeir sem lund eiga saman um landsmál bindist samtökum. Það kemur Timanum ekki við livernig þeir samtakamenn fara að því að sættast á gamlar væringar og græða gömul sár, sem þeir hafa veitt hverir öðrum. — En Tíininn vildi mega krefjast þess að hinn nýi flokkur væri ekki að leika neinn grímuleik frammi fyrir þjóð- inni. Að hann kannist við hvað hann er, að hann er íhaldsflokkur sem styðst við kaupmannavaldið. Að liann er hægrimannaflokkur, sama eðlis og hægrimannaílokk- arnir ytra, enda fara ílokkarnir ytra ekkert dult með þá slefnu sína. Hreinar línur eru ávalt farsæl- astar, og það er drengilegast að ganga beint framan að mótstöðu- manni sínum og að liver komi til dyranna eins og hann er klæddur. Tíminn skorar á hinn nýja flokk að gera það, að hann leyfi þjóð- inni að sjá svart á hvítu hvað undir býr. Tíminn krefst þessa, vegna þjóðarinnar, til þess að hún geti áttað sig og tekið afstöðu sína. Tíminn krefst þess vegna þess að hann kemur sjálfur til dyranna grímulaus. Ef málstaðurinn er góð- ur ætti ekki að vera nein hætta að koma fram í birtuna. Og einu vildi Tíminn enn mega skjóta að hinum nýja flokk. Við erum andslæðingar um innanlands- málin. Við skulum berjast um þau og vera samtaka um að láta þau ein skifta flokkum. En um það utanríkismálið sem nú er efst á dagskrá, skulum við ekki berjast. Við skulum vera samtaka um að ráða þvi til lykta með festu og gætni, svo að borgið sé sóma þjóð- arinnar gagnvart Dönum í fylsta mæli, en þó ekki rasað um ráð fram. Urn fánamálið eiga allir að standa saman sem eru íslendingar. Hvar er gróðinn? Margnr spyr eins og spurt var hér í síðasta blaði: Hvar er gróð- inn af hinum lágu farmgjöldum með skipum Eimskipafélagsins? Hvers vegna kemur hann hvergi fram? Hvers vegna eru þær vörur ekki seldar lægra verði sem fluttar eru til landsins fyrir mun lægra farmgjald? Svarið getur ekki verið nema eitt. Gróðinn lendir lijá þeim sem fá vörurnar með sldpunum. Þeir leggja þelta meir á vörurnar en lagt er á vörur landsverzlunarinn- ar, sem íluttar eru með dýrari skipunum. Eimskipafélagsstjórnin á hér enga sök. Hún hefir ekki vald til þess að liækka farrngjöldin, til þess að gróðinn lendi fremur hjá félaginu. Hún veitir þeim rúm í skipunum sem fá útflutningsleyfi. Hún gelur ekki skipað viðskifta- möununuin að léggja minna á. Hún fylgir sinum föstu reglum um að veita rúm í skipunum. Það er ómótmælanlegt að lcaup- rnenn nota sjer þessa góðu að- stöðu sem þeir hafa, til þess að græða sem mest sjálfir. Og í sama mund kveður sú rödd við í blöð- um þeirra — og því miður eru nú öll Reykjavíkurblöðin orðin blöð kaupmanna, nema tvö — að leggja eigi niður landsverzlunina og varpa öllu í hendur kaup- mönnum. Taki þjóðin eftir þessu: Það er ómótmælanlegt að kaup- menn selja ekki lægra verði en landsverzlunin þrált fyrir lægra farmgjald á miklu af vörum þeirra. Blöðin vilja samt íela þeim alla verzlunina. Er það ekki bersýnilegt að blöðin sem þetta segja bera ekki hag þjóðarinnar fyrir brjósti? Því að hvers á þjóðin að vænta aí kaupmönnum, fái þeir alla verzlunina í hendur sér, þegar þeir nú nota sér hina góðu að- stöðu, lægri farmgjöldin, til þess að auðga sjálfa sig á kostnað þjóð- arinnar? Það er bíræfni að horfast í augu við þennan sannleika og biðja þjóð- ina jafnframt að fela kaupmönnum alla verzlunina. Maður nýlega kominn frá Noregi segir þá sögu að frjálslyndari menn þar, einkum meðal bænda, séu sárreiðir stjórninni fyrir það að hún tók ekki fastari tökum á verzluninni, lét t. d. hjá líða að leigja eða kaupa skip, en afleið- ingin hefir orðið sú að wspekúl- antar« hafa sprengt upp skipaleigu og þjóðin stynur undan hinu háa vöruverði sem af því leiðir. Til þess eru vítin að varast þau. Fulltrúar kaupmanna ílytja ekki þessar fréttir utan yfir pollinn. Þeir vita sem er að frjálslyndu flokk- arnir ytra eru ekki af þeirra sauða- hiisi. Það eru ekki aðrir en römm- ustu afturhaldsmenn og auðvalds- sinnar sem á þessum tímum vilja fela kaupmönnum einum útvegun nauðsynja. Og leyfa þeim að neyta aðstöðunnar sexn gott þykir. Endurminningar Tryggva Gunnarssonar. [Endurminningar Tryggva Gunnars- sonar bankastjóra, þær sem hér veröa birtar um hríð, eru í eign ritstjóra þessa blaðs og lionum gefnar af Tryggva, beint með þaö fyrir augum að þær yrðu birtar. Verða þær sér- prentaðar jafnóðum og gefnar út í bókarformi. Endurminningarnar ná því miður ekki yfir alt líf Tryggva. Hann gaf sér aldrei líma til þess að segja og láta rita alla æfisögu sina. En allmargir og merkir þættir eru það úr liinni viðburðarríku æíi og þegar skráð verður verzlunar- og framkvæmdar- saga íslands á 19. öld verður mikill stuðningur að þeim. Þá er og frásögn Tryggva um skifti lians við Jón Sig- urðsson mjög mcrk á því sviði. Þættirnir eru flestir sVo til komnir að Tryggvi sagði þá á fundum í Fram- farafélagi Reykjavíkur, fyrir tilmæli nokkurra vina sinna. Jóhannes Sigfús- son kennari ritaði þá eftir honum, en Tryggvi féklt svo handritið, jók við og leiðrétli. Suma ritaði Jóhannes lieiina eftir forsögn Tryggva. Alla þættina, nema hinn síðasta sem ekki er full- ger, hefir Tryggvi því sjálfur lagt síð- ustu hönd á. Verða þeir prentaðir óbreyttir, að öðru leyti en því að einstaka endurtekningar cru feldar burtu og raáli vikið við á stöku stað. Yfirskriftirnar yfir þættina hefir Tryggvi sjálfur sett.j I. Fyrsta verzlunar ferðin mín. Fyrsla verzlunarferðin mín var árið 1858. Árin þar á undan — 1845 — 1858 — voru góðæri. Sveita- bændur hleyptu upp fénaði og unt þær mundir fóru menn við Eyja- fjörð að konia sér upp þilskipum til hákarla veiða. Eg þarf ekki að fara lengra aflur í tímann en til 1846, þá var ekkert þilskip til við Eyjafjörð. Þó stunduðu menn dá- lítið hákarlaveiðar á opnum skip- um, en lítið var það í samanburði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.