Tíminn - 05.01.1918, Qupperneq 3

Tíminn - 05.01.1918, Qupperneq 3
TJMINN 3 H.f. Eimskipafélag' íslands. fer héðan nú um helgina beint til Akureyrar. Frá Akureyri fer skipið til Reykjavíkur og kemur við á Seyðisfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. H.F. EIMSKIPAFÉLA6 ÍSLANDS. við það sem varð þegar þilskipin komu. Árið 1857 hélst enn góðærið og vöru verð var hátt. En árið eftir féll ull og lýsi í verði, ullin í 24 sk. pundið og lýsistunnan úr 30 rd. í 24 rd. Bændum brá við þetta og vakn- aði kur hjá þeim, ekki sízt yfir því að það orð lék á, að kaup- menn borguðu vörurnar ver en þeir þyrftu og að þeir ætluðu að ná sér niðri fyrir það, að íslands- vörur þeirra höfðu selst með tapi árið áður. Þó óx óánægjan um allan helm- ing er það fréttist sunnan úr Reykja- vík, með blaðinu Þjóðólfi, að kaup- menn þar gæfu mun meira fyrir ull og lýsi, en Akureyrar kanp- menn. Eg var um þessar mundir að smíða íbúðarhús fyrir Jón Loftsson skipstjóra í Grenivík og gaf mig lílið að þessu máli. — Jón var bezti sjómaður og hafði lært sigl- ingafræði erlendis og var nýlega kominn heim með »jagt« sem hann hafði keypt í Borgundarhólmi. Svo kom að stefnt var lil fund- ar rneðal bænda í Grenivík og komu þangað ýmsir atkvæðamenn héraðsins. Eg var við smíðar mín- ar og vissi ekki hvað fram fór á fundinum, fyr en til mín komu tveir af fundarmönnum, sendir af fundinnm, í peim erindum að skýra mér frá því, að fundurinn hefði kosið mig til þess að fara suður til Reyjavíkur, til að sem semja við »spekúlanta« sem fundarmenn vissu að verzluðu þar þá — þá Gram og Glad — um að koma á skipum sínum norður til verzlunar. Fyrst í stað var eg mjög tregur til fararinnar. Þó kom svo að lok- um að eg hét að fara ferðina og gaf Jón Loftsson mig lausan frá smíðunum. Var þetta í júlímánuði. Þegar sama lcvöldið fór eg frá Grenivík og austur að Hálsi í Fnjóskadal, því að þar átti eg þá heima, og bjóst þegar íil suður- ferðar. Morguninn eftir lagði eg af stað með tvo hesta til reiðar og kom um kvöldið að Mælifelli í Skagafirði. Hafði eg aldrei farið þá leið fyr. Þá bjó á Mælifeli síra Sigurður, faðir Péturs er síðar bjó á Sjávar- borg. Eg bað prest að lána mér Pétur son sinn til fylgdar suður að Blöndu, til þess að vísa mér að ánni, en hann kvaðst eigi mega missa son sinn að heiman. Um þessar mundir geysaði fjár- kláðinn og var kláðavörður á fjöll- unum milli norður og suðurlands. Voru varðmennirnir á sífeldri ferð fram og aftur um fjöllin til þess að varna samgöngum milli sauð- fjár sunnan og norðanmanna. Slílc- ur vörður var við Blöndu og lcvað prestur mig í hæsta lagi mundu þurfa að bíða þess í 2—3 daga að vörðurinn lcæmi á mínar slóðir og þá mundi eg geta fengið leiðsögn yfir ána. Mér leizl lítt á þessar horfur, en eigi var annars kostur en að halda áfram ferðinni hvað sem við tæki. Lagði eg nú af stað um morg- uninn og segir elcki af ferðinni fyr en lcomið er suður að Blöndu. Sá eg þá jóreylc mikinn og mannaför sunnanmegin árinnar og stefndi flokkurinn að Blöndu. Gat eg greint það, er hópurinn nálgaðist, að þar myndi vera um 80 manns. Þegar að ánni kom var hún í for- átluvexti Og valt fram kolmórauð. En það þóttist eg vita að einhverj- ir úr stóra hópnum myndu þekkja vað á ánni og hugsaði eg að það gæti komið mér að haldi. Þegar hópurinn lcom að ánni var farið að reyna hana en liestarnir fóru þegar á sund hvar sem reynt var. Sneru mennirnir aftur til sama lands, hefir þeim elcki litist á að fást meira við hana eins og hún var og svo hélt allur hópurinn ofan með henni hinumegin. (Frh.) f Háöldruð kona andaðist núna um jólin. Hún var ein meðal óbrotgjörnu beinanna í þjóðlíkamanum íslenzlca. Ein af máttarstoðum landbúnaðarins, sem ekki fúnar á fyrstu öldinni. Ein meðal frækornanna er gefa hundr- aðfaldan ávöxt. Hún var ein af nægjusömu, sí- starfandi og stórvirku húsfreyjum þessa lands, sem kunni að rælcja allar slcyldur sínar og milda mis- lclíðir. Ein af þeim, sem lagði alla alúð við innlenda iðnaðinn og ís- lenzku siðina á heimili sinu, en elli ekki ólioRár lizlcur eða útlent glingur og eftirhermur. Ein af þeim, er meira mat staðfeslu og ráð- veníftii, en lausung og yfirlæti. Hún var ein af þeim, sem ól upp stari'sama, þjóðrælcna og sveitelska íslendinga. Kona þessi hét Ingiríður, fædd á Árbæ á Rangárvöllum, 24. olct. 1827, dóttir Guðmundar Brynjólfs- sonar frá Kirkjubæ, Stefánssonar og fyrstu konu hans Ingiríðar Árnadóttur. Guðmundur faðir hennar bjó 14 ár á Árbæ og svo 50 á Keldum. Hanu andaðist þar, á 9. ári 9. tugar, 1883. Voru 8 alsystkyn Ingi- ríðar og lifði hún lengst þeirra. Næstur lienni að aldri varð Árni Guðmundsson hreppsljóri á Reyni- felli, dáinn 1891, 67 ára. Þrír voru hálfbræður Ingiríðar, eftir miðkonu föður hennar. Dóu þeir allir fyrir nál. V2 öld — 1 ókvæntur — en 2 þeirra, Brynjólfur og Páll, voru hreppstjórar, og eru margir afkom- endur liins síðarnefnda, Enn eign- aðist Ingiríður 13 hálf systkyn — börn síðustu konu föður hennar — 24 alls — 5 þeirra nú á lífi, og 1 andaðist nýlega: Sigurður bóndi á Selalæk1). Ingiríður sál átti Árna Ár^tsqp frá Galtalæk (1849), og bjuggrf þ'au síðast á Skammbeinsstöðum rausn- ar og sómabúi, unz hann andaðist 23. des. 1899, 79 ára.~ Þau áttu 16 börn. Eru nú 7 þeirra á lífi. 8rhafa gifst og eign- ast börn. Öll hafa þau verin bú- endar í Rcingárvallasýslu. — Yngstur þeirra er Páll Árnason, nú lög- regluþjónn í Reykjavík. — Aflcomendur Ingiríðar Guðmunds- dóttur og Árna Árnasonar munu nú vera: A lífi. Dáin. Börn ............ 7 9 Barnabörn ...... 58 14 Barnabarnabörn.. 4 « Samtals 69 -j- 23 — 92 Ingiríður sál. var blind orðin og minnislítil á síðustu árum, en ó- venjuhraust að öðru leyti. Hún andaðist hjá dóttur sinni og tengda- syni í Lunansholti 29. des. s. 1., rúml. 90 ára. Við andlát hins hins síðasta af eldri börnum Guðmundar á Keld- um, munu afkomendur hans orðnir yfir 270, og af þeim á lífi um 1) »Tíminn« I. ár 33. tbl. 190. Þar á meðal ekki færri á lífi en 16 barnabarna barnabörn. Æltfræðingum til athugunar Þessi nýlátna kona var 41 ári og elsta systirin 48 árum eldri en yngst bróðir hennar. Sgstkgnabörnin mör eru eldri en hann, og elstu bar börn systkynanna fáum árum yng en mörg þeirra gift og búendur sömu áratugum. Þegar þessu Jíkt kemur fyrir, gæti t- d. stúlka gifst bróður afa eða ömmu sinnar, án óvanalegs aldursmunar. Og liðið gætu 160 ár milli fæðingarárs föð- ur og dánarárs barns, án mjög hárrar elli. Ættingi. Eftir mikla vafninga og mikið starf hefir það nú Ioks áunnist, að telja má víst að nálega alt kjöt sem ætlað var til útflutnings, verði flutt til Noregs. Verðið á lcjötinu verður 15 kr. hærra á hverja lunnu en enska verðið. Það eru alt að 20 þús. tunnur af kjöti sem Norðmenn vilja lcaupa þessu hærra verði. Sé gert ráð fyrir að svo mikið kjöt verði sent til þeirra, þýðir þessi hælckun það, að landið græðir 300 þús. krónur, sem það hefði eklci fengið, ef lcjöt- ið hefði verið selt Englendingum. Því miður verður líklega eklci al- veg svona mikið selt, en gróðinn nemur áreiðanlega hundruðum þús- unda. Hvar lendir þessi gróði? Það er enginn vafi á því hvar jjgssi gróði á að lenda. Hann á að lenda_hjá bændum, en ekki hjá 'neinum milliliðum. Það er samvinnufélögunum að þalcka, að svo verður og í raun og veru, að langmestur hluti þessa gróða lendir nú lijá bændnm, en ekki hjá milliliðum. En liitt má telja hérumbil víst, að hefðu engin kaupfélög og sláturfélög verið til nú, hefði allur þessi gróði lent hjá lcaupmönnum, þvi að þeir hefðu keypt kjötið með enska verðinu og stungið þvi i sinn vasa sem félcst framyfir. Allur fer gróðinn þó ekki til bænda nú. Þar sem engin samvinnufélög eru liafa menn neyðst til að selja kaupmönnum kjöt sitt, og þar sem þau eru, eru líka ávalt til þeir menn sem fara fram hjá þeim. Kaupmenn hafa lceypt lcjötið af mörgum þessara manna með enska verðinu, án nokkurs loforðs um uppbót ef betur seldist. Hygnari menn og þeir er voru meiri máttar hata haft vaðið fyrir neðan sig. Hinir njóta nú eklci gróðans. Hann lendir bjá kaupmanninum. Þetta er prédikun í verkinu um hlutfallið milli kaupmanna og sam- vinnufélaga.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.