Tíminn - 05.01.1918, Síða 4

Tíminn - 05.01.1918, Síða 4
4 TIMINN frá ðtlönðum. Með aðstoð Þjóðverja hafa Tyrk- ir gert liamslausar tilraunir til þess að ná aflur Jerúsalem af Bretum, en þeim hafði ekkert orðið ágengt í því efni er siðast fréttist. Miklar skærur hafa orðið milli ítala og Austurríkismanna. í fyrri viku tóku Austurríkismenn þar 9 þúsundir lil fanga, en nú er sím- að, að frakkneskar hersveitir, sem komnar voru ítölum til hjálpar, liafi rekið Auslurríkisinenn aftur á bak yfir Piavaelfi og tekið af þeim margt fanga. Þjóðverjar senda nú óðfluga lið þangað suður Austur- ríkismönnum til aðstoðar. Á vesturvígstöðvunum liafa Þjóð- verjar gert æðisgengin áhlaup, en litlu fengið áorkað. Þar hafa ekki stórtíðindi gerst undanfarnar vikur. Vopnahlé sfendur milli Rússa og Þjóðverja, og horíir allfriðvænlega með þeim. Kröfur Rússa eru að Þjóðverjar dragi lið sitt til baka úr herleknum löndum, enda geri þeir sjálfir hið sama, að Þjóðverj- ar bæti einstökum mönnum eigna- tjón, en herkostnaður falli niður, að þjóðaratkvæði skeri úr hvað um hertekin lönd verði. — Þýzk blöð heimta að gengið sé að kröf- um Rússa svo að sérfriður komist á. Stórtíðindi mega það heita, sem símuð er Visi, að Bandamenn haíi lýst yfir því, að þeir ætli að taka friðaruppástungur Rússa og Þjóð- verja til rækilegra íhugunar. í njTárskveðjuskeyti, sem Mr. Lloyd George, forsætisráðherra Breta sendi stjórnum Bandamanna og nýlendum Breta, segist hann hafa góða von um það, að áður en þetta ný byrjaða ár sé liðið, hafi Bandamenn náð því takmarki sem sett var. ,LaMið‘ og samvinnufélögiD. Oft má af litlu marka hvert hugurinn stefnir. Og þótt menn vilji á stundum dylja hug sinn — einhverra hluta vegna — þá verða smáatriði oft lil þess að fletta ofan af hinu sanna hugarfari. Reykjavikurblöðin hafa ekki þorað að kannast opinberlega við ímugust þann sem þau hafa á samvinnufélögunuin. Pau vita sem er, að samvinnuandinn hefir injög gripið um sig, einkum í sveitum og hugsandi mönnum er það al- ment ljóst, að þar er á ferðum einhver farsælasta stefna fyrir þjóð- ina i heild sinni. Væru blöðin óbundin af tillitinu til kaupmanna, myndu þau vilja vinna samvinnustefnunni gagn. »Landið« stendur næst kaup- mönnum allra blaða. Þó hefir það ekki þorað að afhjúpa opinberlega sinn innri mann ennþá. En í síð- astliðinni viku gægðist hið sanna hugarfar fram. Blaðið getur þess og þykir held- ur en ekki matur í þeirri svívirð- ingu, að atvinnumálaráðherrann hafi látið samvinnufélögin sitja fyrir farrými í skipum lands- stjórnarinnar frá Danmörku. Það leynir sér ekki hvað blaðinu finst mikið til um þetta. Hvað er um þetla að segja? Fyrst og fremst það að hér er farið með algerlega tilhæfulaus ó- sannindi. Alvinnumálaráðherrann hefir forðast það að taka félögin á nokkurn hátt fram yfir kaup- menn og félögin hafa aldrei farið fram á annað en það, að njóta jafns réttar. En i annan stað sýnir öll með- ferð blaðsins á þessum ósannind- um, hvað löngunin er sterk til þess að geta rekið eitthvað ilt úr sér til samvinnufélaganna. Á hinum minsta flugfæti — ósönnum þó — eru bygðar skammir og ónot. En hin fornkveðna rætist, að fátt er svo ilt að einugi dugi og nú þarf enginn lengur að ganga þess dul- inn hvern hug »Landið« ber til farsælustu stefnunnar sem er að búa um sig með þjóðinni. — f þessu Ijósi ber að skoða grein sem birtist í Landinu í gær um samvinnufélögin, og sem sögð er að vera úr bréfi úr Eyjafjarð- arsýslu, en virðist standa nær blað- inu sjálfu. Hugarfarið sem undir býr hjá Landinu er hið sama og réði dylgjunuin til félaganna sem nefndar voru. Greinin er tilraun að kljúfa innbyrðis samvinnu sam- vinnumanna. Tíminn gerir ráð fyrir að samvinnumenn leiti ekki ráða til Landsins. Samsærið. »Vísir« og »Landið« gera sam- særið að umræðuefní og nokkuð sitt með hvoru móti. Bæði fullyrða að Tíminn fari með ósannindi um samsærið. Vísir segir að »því mið- ur« sé það ekki satt að samtök hafi verið um að steypa stjórninni með valdi og marg tönnlast á þessu »því miður«. Landið virðist aftur á móti fordæma aðferðina með heilagri vandlæting. — Hvort blað- ið mun vera hreinskilnara? Tíininn hefir fulla ástæðu lil þess að spyrja blöðin á hverju þau byggi það, að neita því ákveðið að samsærið hafi átt sér stað. Þekkja þau hjörtu og nýru allra Reykvík- inga svo, að þau geti fullyrt það? Blöðin gætu ekki neitað þessu svo ákveðið nema með einu móti, að þau vissu sína menn saklausa, en vissu hinsvegar að þeim einum gæti komið slíkt til hugar. En »því miður« getur Tíminn fullyrt að ekkert orð er ósatt sem hann hefir sagt um samsærið. En »sem betur fer« varð ekkert úr því að þessu sinni. En það er skylda góðra blaða að benda þjóðinni á hættuna sem af því stafar, fái slíkar hreifingar að grafa um sig. Þær eru drepsótt sem seint verður læknuð og fæðir af sér alskonar óheilindi. Geti sam- særismenn komið á stjórnarbylting, riðið niður löglega stjórn landsins og virt þing þjóðarinnar að vett- ugi, þá er óvandari eftirleikurinn. Þá er margföld hætlan á mót- bylting. Þá er komin ný Sturlunga- öld yfir landið. Vegna þessara afleiðinga sam- særisins hefir Tíminn gert það að opinberu blaðamáli, en ekki til þess að flytja æsingafréttir. Þjóðin á öll að fá að vita, að möguleikar þeirrar spillingar eru til hér á landi. Hún á að vera á verði, að þeir fái ekki að koma neina til leiðar. Það værí voðaleg tilhugsun ætti ísland að lenda i þeirri ógæfu, að þjóðin yrði að bráð samsærismönn- um sem gerðu byltingar og mót- byltingar, eftir sínu höfði, og það á þeim alvarleguslu tímum sem yfir landið hafa komið, þegar segja má að hver má teljast feginn sem á björg til næsta máls. ,Land‘~hreinsumn. Þorvaldur bóndi í Syðstumörk undir Eyjafjöllum hygst að vinna stórvirki í »Landinu« alveg ný- lega, þar sem hann er að reyna að þvo B. Kr. tandurhreinan af þeim ásökunum, sem bornar voru á hann hér í blaðinu, í greinum um bankamálsræðu hans m. m. Það ræður að líkindum hvað úr þvottinum verður, þar eð sjálfur B. Kr. hefir ekki borið það við að að hreinsa sig af þvi sem um hann var sagt, hvoi'ki með rökum né aðstoð laganna — enda hefir Þorvaldur ekki annað í þvælið en fáein stóryrði. »Fjarlægðin gerir íjöllin blá« — og svo halda menn að það sé gull í fjöllunum. — En Þorvaldur grípur á kýlinu. Því að það er óþolandi að banka- stjóri við þjóðbankann íslenzka skuli þegja við slíkum áburði og sökum sem á hann voru bornar í nefndum greinum. Hvernig stendur á því að hann leitar ekki aðstoðar laganna til þess að hreinsa sig af þeiin? Hann stendur gagnvart þjóð- inni sannur að þessum sökum vilji hann ekki hreinsa sig af þeirn B. Kr. hefir haft nógan tíma til þess að geta verið búinn að hreinsa sig af ákærunum, en hann hefir ekki gert það. Þá verður að fara aðra leið. Vilji hann ekki gera það sjálfur, verður landsstjórnin að láta gera það. Þjóðin á heimting á því að bankastjóri við þjóðbankann verði annaðhvort hreinsaður af slíkum sökum, eða að hann fari frá, reyn- ist þær sannar. Það er skylda stjórnarinnar að láta slíka rann- sókn fara fram, úr því B. Kr. hefir ekki fundið livötina hjá sér til að gera það. Þjóðjarðirnar Gfettinyanes í Borgarfjarðar- hreppi og Sturluflöt í Fljóts- dalshreppi eru lausar til ábúðar frá fardögura 1918. Umsóknir sendist Sveini Ólafssyni í Firði. Krétti r. Tíðin. Þýðviðri það er hófst með jólum, stendur enn og má heita að nú sé orðin auð jörð alstaðar sunn- anlands. Bati þessi mun hafa náð um mestalt land nema Þingeyjar- sýslu, eftir símfregnum að dæma og víðast hvar komnir góðir hagar nema þar. Landsbankinn. Landsbankalögin nýju gengu í gildi nú um áramót- in. Magnús Sigurðsson sem hefir verið settur bankastjóri um liríð var sá eini sem sótti um nýja em- baettið sem Iögfræðingur á að skipa. Var lionum veitt embættið. t hans stað hefir Benedikt Sveins- son alþm. verið seltur bankastjóri í sæti Bjarnar Sigurðssonar. Verður því ekki neitað að með því er brotin six grundvallarregla sem fram hefir verið haldið hér i blað- inu, að bankastjórar væru ekki beinir þátttakendur í stjórnmála- baráttunni. Verður að ætlast til þess að sú sjálfsagða krafa verði tekin til greina, að þeir menn sem til fram- búðar eiga að gegna þessum starfa láti alt víkja fyrir honum og fyrst og fremst þingmenskuna. En vonandi er að þess verði ekki langt að bíða, að fyrirhyggja um störf og stöður verði meiri hjá þjóðinni og þá verði það talið sjálfsagt að sérmentuðu mennirnir eiga að ganga fyrir stjórnmála- mönnum, a. m. k. til bankastjóra- stöðu við landsbankann. »Norðurland« kvað kalla Tím- ann vsaurblaða. og vmálgagn óald- arflokksinsa. Ritstjórinn er Jón Stefánsson. Skipaferðir. Frakkneskt gufu- skip kom hingað á nýársdag með kol til Kol & Salt. Sterling kom 3. þ. mán. úr sinni löngu og taf- sömu ferð austan um land, af því að ekki varð komist fyrir Horn sakir íss. Geysir, danskt gufu- skip, kom hingað sama dag hlað- ið vörum til kaupmanna og kaup- félaga. Lagarfoss fer hlaðinn vörum til Akureyrar nii um helg- ina og llytur hingað kjöt í baka- leiðinni. Sterling og fleiri skip munu leggja af stað til Noi'egs með kjötfarma nú á næstunni. Gert er ráð fyrir því að þau skip megi flytja farþega. Ritstjóri: Tryggvi Þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.