Tíminn - 10.01.1920, Page 2
2
TÍMINN
Eiðaskólinn nýl
[Meðal margra hamingjuóska sem skólanum bárust, pá er hann var settur,
var þetta kvæði frá Valdimari Valvessyni kennara á Norðfirði].
I.
Hverja stofnun sannra þjóðarþrifa
þarf að byggja traustum grunni á.
Takist það, mun tímans hafrót bifa
trauðla því, sem ekki raska má.
Hitt er annað: Ytri sýn og svipur
sér mun breyta oft á hverjum stað.
Þótt unninn sé úr hreinu gulli gripur
göfgi málmsíns skerðist ei við það.
Stefnur þær, er stórþjóðirnar hylla
streyma til vor eins og ineginflóð.
Sumar reynast vel, en aðrar illa —
óheilindi skapa frónskri þjóð.
Erlend reynsla oft að gagni kemur,
ef hún þýðist staðarhætti Fróns.
Annars vill hún verða öðru fremur
víðtæk orsök þjóðarböls og tjóns.
»Sjálfur leið þik sjálfan«, til vor hljómar
sínum málurn skipi þjóð hvers lands.
Oss i framsýn fögur menning Ijómar —
fædd í sólblæ þjóðlífs-gróaudans. —
Menning — sem er móðir söngs og ljóða,
menning — sem er náskyld þjóðarsál,
menning — bygð á arfl andans góða —
endurborin, lifræn Hávamál!
Hjer í dag er vígður vermireitur,
vébönd strengd um þjóðlegt fræðarann.
Hér skal brenna hugar-eldur heitur,
hugðarstraumum ylja framtímann.
Hér skal íslands æskulýður glaður
undirbúning þroskaskeiðsins fá.
Hér skal verða helgur griðastaður
hugsjón hverri, er þjóðnýt verða má.
II.
Vér játum það allir að umbóta þarf,
og ótal margt verður að breytast.
En, liðið er tvístrað og lamað vort starf,
svo leiðtogar hika og þreytast.
— Já, baktrygging fjöldans er hrópleg, hál
og hugsjónir fáar um þjóðræknis mál.
Vér eigum þó krafta og einstaklingsþrá
og æskunnar kapp eins og hinir.
En, of sjaldan tökum vér einhuga á
í óskiftri breiðfylking, vinir!
Og því vantar fjórðunginn framfaratök,
að festuna skortir og samhugans rök.
En sértu í efa, hvort efni sé til,
sem úr mætti góðmenning sníða,
• þá kantu’ ekki’ á austfirskum afltökum skil
né eygir hvað við er að stríða.
Þótt alblómgað standi’ ekki ávaxtatié,
er alls ekki sannað að rótskemt það sé.
Sjá æskunnar krafta, er ólgandi haf
i ótrauðum gunnmóði sækja,
með siglutréð brotið og táið hvert traf
án tvidrægni skyldurnar rækja. /
Ef skráð yrði sagan, þá skýrt myndi sjást
hin skínandi mannslund er aldregi brást.
Sjá unga og gamla um ótræðisfjöll
á ísbólstrum geigvænna stalla.
Hún leikur á tvísýnu lífsvonin öll, —
er Iokið, ef göngumenn falla
En einmitt við hættunnar tvísýna tafl
þeir temja sér leikni og sjálfstjórnarafl.
Eg tel ei upp fleira. Mér finst þclta nóg,
*vo furðulegt sýnist það vera,
ef efnisjörð skortir hinn andlega plóg
sem ávöxt sé líkleg að bera.
Að gjörvileg sál búi’ í samboðnum hjúp
er sannleikur talinn og lífsspeki djúp.
Þitt starf verður, skóli, að skipa í heild
þeim skinandi einstaklingstökum,
og harðfjötra sérhverja dreifandi deild
með dýrlegum samhugans rökum, *
og vekja til andlegrar voriðju sjót
til vaxtar og gengis á þjóðlegri rót.
III.
Hollvættir íslands,
háu, blíðu regin
veiið þér skólanum vörn og hlíf.
Auðgið hann anda,
eflið hann mætti,
er myndi þjóðlegt mentalíf.
Frá útlöndum.
Fjárhagsárið 1918—1919 voru
tekjur ríkissjóðsins danska 4621/*
miljón krónur og gjöldin 6153/*
miljón krónur. Tekjuhallinn er því
153V2 milj. kr. Fjárhagsárið 1916
til 1917 var tekjuhallinn 8 milj.
kr. Öll fimm styrjaldarárin hefir
tekjuhallinn samtais orðið 232 milj.
kr. Tekjurnar þau árin 1344 milj.
kr., gjöldin 1576 milj. kr. og fór
þriðjungur af þeirri upphæð til
hersins. Ríkisskuldir Danmerkur
voru 362 milj. kr. árið 1914, en
1. apríl 1919 voru þær 780 milj.
króna.
— Hermáiaráðherra Bandarikj-
anna hefir gefið út skýrslu um
fallna menn í stríðinu. Éftir henni
hafa alls fallið, af öllum þjóðurn
7450200 menn.
— Það fer að líða að því, að
bandamenn séu búnir að afvopna
heri sína. Á tímabilinu frá 1. apríl
til 1. okt. f. á., afvopnuðu Frakk-
ar um 2 miijónir manna. Fjórtán
þúsund járnbraularlestir voru not-
aðar til þeirra flutninga og auk
þess 2000 lestir til flutuinga á ails-
konar tækjum, 50 vagnar í hverri
lest. Á sama tímabili hafa verið
fluttir 740 þúsund hennenn og 5
þúsund hestar sjóleiðis frá Frakk-
landi til frönsku nýlendanna.
— Læknavísindunum hefir íleygt
stórkostlega fram á striðstimunum
og er þess 6érstaklega getið um
lækningar á taugakerfinu, enda
urðu verkefnin svo stórkostlega
mikil á því sviði. Enskur læknir,
William Bro.wn, hélt nýlega fyrir-
lestur um þetta efni í vísiudafélagi
lækna. Á 15 mánuðura hafði hon-
,um tekist að lækna 121 mann,
sem höfðu orðið mállausir. Mestir
eru erfiðleikarnir þegar menn hafa
mist minnið, en ótrúlega mikið
heíir líka unnist á, um að lækna
það. Er það einkum með dáleiðslu
sem tekist hefir að lækna þessa
sjúklinga.
— Frakkar þykjast hafa komist
að raun um, að loftskipin komi
ekki að miklu gagni í heruaði.
Áltu þeir 6 í byrjun stríðsins og
bættu ekki nema 9 við í stríðinu.
Voru 4 þeirra skotin niður. Alt
öðru máli var að gegna um flug-
vélarnar. Frakkar áttu 132 af þeim
í stríðsbyrjun og bættu fjölmörg-
um við og þörfin fyrir þær fór æ
vaxandi og voru æ notaðar til
fleiri og fleiri starfa. í stríðslok
voru 75 þús. menn í flugliðinu
franska, þar af 12 þúsund flug-
menn. Hafa í því liði fallið lang-
flestir hlutfallslega. Nálega 2000
Eftir
Héðin Valdimarsson.
Hr. Jón Gauti Pétursson hefir í
86. og 88. tbl. Tímans andmælt
grein minni frá í haust í sama
blaði: Rannsókn skattamálanna.
Eg hefi hvorki tíma né löngun til
þess að lenda í löngum ritdeilum
vegna þessarar greinar, síst þar
sem eg hygg að málið skýrist lílið
eftir röksemdafærslum hr. J. G. P.
Auk þess stendur svo sérstaklega
á fyrir mér, að eg hefi orðið einn
þeirra manna, sem stjórnin hefir
falið að rannsaka skattamál lauds-
ins. Geri eg því ráð fyrir, að á
sinum tíma komi fram álit mitt
á þeim málum. Nokkrum atriðum
í andmælagreininni vil eg þó ekki
ganga þegjandi fram hjá nú, þar
sem grein mín yrði ef til vill ann-
ars misskilin, en frekari ritdeilu
mun eg ekki fara í um þetta efni.
Það brennur oít við hjá fylgi-
fiskum ákveðinna kenninga, að
þeir verða mun einstrengingsregri
en aðalmennirnir. Svo er um
Georgeistann hr. J. G. P. Hann
virðist ekki sjá skóginn fyrir ein-
tómum trjám. Það, sem augsýni-
lega hefir hrundið honum af stað
með grein sína, eru uramaeli mín
franskir flugmenn voru drepnir,
nálega 3000 særðust og um 1500
hurfu, þar af langflestir fallnir.
Auk þess dóu rúmlega 1200 á flug-
æfingum. Franski flugmaðurinn
Guynemer varð ein af þjóðhetjun-
um í slríðinu. Hann skaut niður
53 óvinaflugvélar — og fór svo
sjálfur sömu leið.
— Eyjan Helgoland liggur í
Norðursjónum og er um ferkíló-
meter að stærð. Áttu Englending-
ar eyjuna, en seidu hana Þjóð-
verjum í hendur árið 1894. Vörðu
Þjóðverjar ógrynni fjár til þess að
búa þar til flotastöð og rarnrn-
byggilegt vígi. í stríðsbyrjun voru
allir íbúar eyjarinnar, aðrir en
hermenn, fluttir til Þýskalands. Lá
þýski flotinn þar lengst af, en Eng-
lendingar þorðu ekki að ráðast á,
enda er vigið talið óvinnandi. Er
það nú eitt atriði friðarsamning-
anna, að það á að eyðileggja vígið
og flotahöfnina á Helgolandi. Eru
Þjóðverjar nýlega byrjaðir á því
verki og enskir fyrirliðar setlir til
eftiriits. Að ári liðnu á að vera
búið að breyta þessu einna sterk-
asta vígi heimsins í friðsamt fiski-
mannaver — eins og það áður
var, þá er Þjóðverjar eignuðust
eyjuna.
— Prinsinn af Wales er nýkominn
heim úr ferð um Ameriku, Banda-
ríkin og Canada. Var honum tekið
þar með miklum fögnuði. Prinsinn
er enn á unglingsaldri. Þykir hann
hafa framast við förina. Heldur
nú óhikað ræður á mannamótum,
stýrir góðgerðarstarfsemi ýmiskonar
og vinnur af alefli að því að efla
vinsældir konungsættarinnar. í
mars næstkomandi fer hann aðra
langferð um Ástraliu og Nýja Sjáland.
— Lloyd George hélt nýlega
ræðu á iðnþingi byggingarstarfs-
manna. Lagði ráð á h'versu flýta
mætti fyrir að bæta úr húsnæðis-
eklu þar f landi.
— Sá sem vann 10,000 £ verð-
laun fyrir fyrstu flugferð milli
Englands og Ástralíu heitir Ross
Smith, foringi í enska hernum.
Segir hann að eyjarskeggjar á Ind-
landseyjum hafi orðið dauðhrædd-
ir við flugvélina.
— Sir Robert Borden forsætis-
ráððerra í Canada lætur af völd-
um snemma í jan. Heilsuleysi bor-
ið við. Flokksroenn hans, íhalds-
mennirnir, eiga eftir að útnefna
eflirmann hans.
— Forsætisráðherra Auslurríkis
tilkynti yfirráði Bandamanna í
París, laust fyrir jól, að ekki væru
vistir nema til þriggja daga í land-
inu. Hræðileg hungursneyð yfirvof-
andi, bæði þar og víða í Þýskalandi.
— Forsætisráðherra Pólverja,
um, að vísindamenn séu nú sam-
mála um, að í framkvæmd sé lítt
hugsanlegt, að fullnægja kröfum
þeim, sem gera verður til skatta,
með einum einasta skatti, heldur
eigi að koma á skattakerfi. Einka-
skatturinn sé úrelt kenning. Dreg-
ur hann þá ályktun, að hér hljóti
eg að eiga við einkaskatt á landi,
landsskattinn, og fjölyrðir svo um,
að landsskattskenningin eigi ekki
langan aldur að baki sér og fylgi
hennar fari einmitt nú dagvaxandi
eftir að styrjöldinni lauk.
Eg vil ráðleggja hr. J. G. P. að
lesa einhverjar bækur um þessi
efni, áður en hann fer næst af stað
í blöðum eða tímaritum. Hann
mun þá sjá fyrst og fremst, að
kenningin um einkaskatt á landi
er æfagömul, sem eðlilegt er,
þar sem landsauðæfi mynduðust
snemma. Meðal fyrirrennara Henry
George má t. d. nefna Locke á
17. og Vanderlint og Fysiokratana
á 18. öldinni. En auk þess mun
hann þá komast að raun um, að
stefnur hafa komið fram fyr meir
og haít mikið fylgi, um einkaskatt
á ýmiskonar öðrum gjaldstofnum,
innlendum vörum, munaði, hús-
um, eða eign yfirleitt. Einkaskatls-
hugmyndin hafði einmitt fyr meir
mikið fylgi meðan fjármálavísindin
voru í bernsku. Frá henni hafa
menn aðallega horfið af tveim é-
Paderewski, hinn heimsfrægi pi-
anósnillingur, hefir látið af stjórn.
Sá heitir Skulski er við tekur.
— Þýskir og enskir herfræðing-
ar hafa setið á fundi í París til
að ræða um skaðabætur þær, er
Bretar þykjast eiga rétt á, sökum
sokknu þýsku herskipanna í Scapa-
flow.
— Sífeldar óeyrðir á írlandi.
Bretar halda skilnaðarmönnum
niður með lögreglu- og hervaldi.
Margir lögregluþjónar hafa verið
myrtir, en hins vegar fangelsa
Bretar fjölda manna, líka þing-
menn af Sinn Fein flokknum.
Frjálslynd ensk blöð fordæma harð-
lega aðfarir stjórnarinnar við íra.
Deilumál þessi öll hafa skaðleg á-
hrif á sainbúð Brefa og Banda-
ríkjanna, því að írlendingar eru
þar fjölmennir og mega sín mikils.
— Sameignarmenn á Rússlandi
hafa nú rekið af höndum sér þá
þrjá heri, sem sóttu fram gegn
þeim. Sennilegt að Þjóðverjar semji
bráðlega frið við Rússa. Þykjast
þeir lílið fá fyrir þær 2000 milj.
króna og mikla liðstyrk, sem þeir
hafa látið í té við andstæðinga
Bolsevika, siðan í fyrra. Áður
höfðu Bretar lánað keisarastjórn-
inni rússnesku þá upphæð fimm-
falda, til að heyja styrjöldina.
— Miklar deilur f Englandi milli
íhaldsmanna og frjálslyndra, um
það, hvort beita skuli bresku her-
valdi eða fé móti Bolsevikum. Hin-
ir síðarnefndu segja, að fjandskap-
ur Vesturþjóðanna við Lenin og
stjórn hans, hafi bjargað henni
frá falli, alveg eins 'og bandalag
Evrópuþjóða seint á 18. öld hafi
haldið lifi í Jakobina-valdinu
franska. Hættulegast bragð gegn
Bolsivikum, sé að láta þá sigla
sinn sjó. Þá felli þeir sjálfa sig.
— Mikil verkföll geysað í Banda-
rikjunum. Stjórnin hefir gengið i
miiii, og sumstaðar náð að koma
á sáttum með samningum.
— Flotamálastjórn Bandaríkja
leggur til að svo mjög verði hrað-
að herskipabyggingum þar í landi,
að árið 1925 verði flotinn jafn-
sterkur flota Breta.
— Edward Grey, hinn frægi
stjórnmálamaður Breta, sem verið
hefir sendiherra þeirra í Wash-
ington, lætur af því starfi og flyt-
ur heim. Wilson forseti hefir látið
það boð út ganga að hann vilji í
engu slaka til út af friðarsamn-
ingunum, fyrir andstæðingum sín-
um i öldungadeildinni.
stæðum. f fyrsta lagi vegna þess,
hve ranglátur slíkur skattur á ein-
um einasta gjaldstofni hlýtur að
verða. Þó að l. d. landarðurinn
yrði álitinn réttlátur gjaldstofn, þá
eru ýmsir gjaldstofnar i þjóðfélag-
inu svipaðs eðlis, sem þá ættu
jafnt að skattleggjast. í öðru lagi
vegna þess, að því fjölbreytilegra,
sem starfssvið þjóðfélagsins verð-
ur, því ómögulegra verður að fá
hinar auknu tekjur ríkisins og
sveitafélaganna með einum einasta
skatti. Vil eg skjóta því til heil-
brigðrar skynsemi manna, hversu
réttlátt yrði í framkvæmd og hvernig
takast mundi, að fá allar árstekjur
ríkissjóðs 7—8 milj. kr. með ein-
um einasta skatti á landi. Þætti
mér fróðlegt að heyra í hvaða
löndum hugmyndin um einkaskatt
á landi hefir rutt sér til rúms,
eftir að styrjöldinni lauk.
Hitt er annað mál, hvort t. d.
landsskattur eigi erindi til okkar
sem liður í skattakerfi. Það læt
eg hér liggja milli hluta, því að
ætlunin með grein minni var ekki
að benda á einstaka skatlstofna,
það áleit eg ólímabært, heldur
draga þær línur, sem eg áleit að
væntanlegt skattakerfi landsins í
heild sinni ætti að byggjast á.
Þeir menn, sem settir yrðu af
stjórninni til þess að rannsaka
akultamáiin, ®ttn aftnr á móti'