Tíminn - 10.01.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.01.1920, Blaðsíða 1
TIMINN um sextiu blöð á ári kostar tíu krónur ár- gangurinn. AFGREIÐSLA i Regkjavík Laugaveg 17, sími 286, út um land i Laufási, simi 91. IT. ár. Reybjayík, 10. janúar 1920. 1. biað. Fall sænsku ráðherranna. Flestir munu hafa heyrt, að tveir sænskir ráðherrar hafa nýlega orð- ið að víkja sæti, en íslensk blöð hafa hingað til engar nánari fregn- ir flutt af málavöxtum og væri það þó vel þess vert. Ráðherrarnir, Axel Schotte og Kerner Rydén, urðu uppvísir að því að hafa nú meðan stríðið slóð yfir, keypt hlutabréf í félaginu »Svensk Import«, sem fékst við kaup og sölu á matvöru. Ráðherr- arnir eru báðir viðurkendir gáfu- og dugnaðarmenn og hvorugur þeirra tók nokkurn þátt í stjórn hlutafélagsins. Og samt hófust, óð- ar en þelta vitnaðist, almennar blaðaárásir á þá. Menn litu svo á, að ráðherrarnir hefðu með hluta- bréfakaupunum ofurselt sig þeirri freistingu, að taka eigin hagsmuni fram yfir almenningshag. Jafnvel flokksblöð ráðherranna tóku þátt í árásinni, en hin sem lögðu þeim liðsyrði, gerðu það með hangandi hendi. Málalokin urðu þau að ráð- herrarnir sögðu báðir af sér eftir skamman líma, fyrir lilstylli sinna eigin flokksmanna. Tíminn teiur að hann geti gefið lesendum sínum besta hug- mynd um skoðanir alls þorra sænsku þjóðarinnar á slíku máli sem þessu, með því að birta kafla úr nokkrum greinum úr »Göte- borgs Handels- og Sjöfartstidning«, sem er eitt af elstu, áreiðanlegustu og gætnustu blöðum Svía. 17. nóv. segir blaðið: »Louis de Geer var ef til vill enginn afburða stjórnmálamaður. En hann var á- reiðanlega mjög gætinn og heiðar- legur. Hann gætti þess vandlega að binda sig ekki neinum þeim böndum, sem hugsanlegt væri að héldu honum frá að taka eingöngu tillit til almenningsheilla í stjórn- arráðstöfunnm sínum. Hann segir í Endurminningum sínum frá því, að hann hafi neitað að kaupa Qögur hlutabréf í »Stockholms En- skilda bank«, sem O. A. Wallen- berg hafði boðið honum. Banka- maðurinn mikli hefir þó vafalaust gert honutn tilboðið af góðum huga, hann unni de Geer þess að gera góð kaup. En de Geer var hræddur við öll áhrif og tillit og þáði ekki boðið. Það hefði sann- arlega ekki verið til annars en góðs, að andi de Geers hefði lifað áfram meðal sænskra stjórnmála- manna. Það eru ýmsar opinberar stöður í þjóðfélagi okkar þannig, að þeir sem þær skipa, verða að sætta sig við að sneiða hjá ýmsu þvi sem öðrum lcann að líðast bótalausta. 22. nóvember síðastliðinn segir blaðið svo: »Allir menn verða að hafa eitthvað til að trúa og treysta á. Ýmsir, og það ekki síst meðal vinstrimanua, hafa mist trúna á Guð og annað líf. Far sem trúin var, er orðinn eftir tilfinnanlegur tómleiki, sem reynt er að fylla upp í með þeirri pólitisku trú einni, að kynslóðirnar bæöi geti og eigi að skila þjóðfélögunum af sér í betra standi en þær tóku við þeim. Heiðarleiki og trygð við hugsjónir eru dygðir sem hafa virðingu allra góðra borgara, hvort sem þeir eru trúaðir eða vantrú- aðir. Pessi pólitiska trú er grundvöll- ur alls heilbrigðis í opinberu lífi. ,Ef fótunum er kipt undan henni verður pólitíkin ekkert annað en kaldranalegt »ote-toi que je m’y mette«, (hypjaðu þig burtu, svo eg geti sest) olnbogaskot til beggja handa, til að ryðja sér braut til vegs og valda. Þá draga allar góð- ar vættir sig í hlé út úr stjórnmál- unum, en samviskulausir brallarar koma í þeirra stað. Pcgar hátt- standandi menn, foringjar þjóðar- innar, kippa fótunum undan trú al- mennings á heiðarleik i stjórnmála- lifinu, með því að breyla algerlega i bága við hugsjónir sínar eða em- bœttisskgldu, þá hafa þeir, hvað sem i lögum stendur og hvernig sem þeir regna að fara undan i flœm- ingi, drggt pólitisku syndina gegn heilögum anda. Hegningin verður að vera pólitiskur dauði. Ekkert annað fullnœgir almennri réttlœtis- tilfinningu :). Það er óvenjulegt að heyra jafn samróma álit og allir flokkar kveða upp yfir hinum sorglegu uppljóstr- unum í sambandi við gjaldþrot hf. Svensk Import. Það eru að eins fá blöð, sem veigra sér, vegna skammsýns flokksfylgis, við að kveða upp þunga dóma, en les- endur þeirra fylgja þeim ekki í hálfvelgjunni. Mál þetta er ekki og á ekki að vera flokksmál, því hér er heill þjóðarinnar, sem stendur öllum flokkshag ofar, í veði«. Sama dag segir blaðið enn frem- ur: »Vér neyðumst til að láta undrun vora í Ijósi yfir því, að ráðherrarnir, sem hafa verið svo ólánssamir að lenda i makki við h.f. Svensk Inport, hafa enn ekki tekið afleiðingunum af gerðum sín- um. Þeir komast ekki hjá örlögum sínum, þó að brall þeirra eigi að sumu leyti skylt við slysni. Það breytir heldur engu, þótt báðir séu dugandi menn. Schotte á að baki sér langa þingsögu, sem hefir borið vott um heiðarleik og skyldu- rækni. Hr. Rydén er að allra dómi dugnaðarforkur. Það virtist svo sem hann ætti margt óunnið í sænskum stjórnirálum. Ef ráðherr- arnir hefðu straks sagt af sér, þeg- ar Svensk Importhneykslið kom upp, þá hefðu árásirnar á þá al- drei orðið eins ákafar og þær eru nú orðnar. Þá hefði almennings- álitinu verið fullnægt. Almenningur hefði virt á betri veg fyrir þeim ef þeir hefðu sagt af sér blátt áfram og hiklaust. En nú hafa þeir því miður tekið annan kost. Það efast enginn um að þeir hafa góða samvisku. En þá hefir skort skiln- ing á og tilfinningu fgrir því hvað menn i þeirra stöðu mega leyfa sér. En sljóleiki þeirra í þessu efni breytir engu um dóm almennings. Almenningsálitið hvílir í þessu efni á góðum grundvelli, heilbrigðri réttlætistilfinningu. Það er sjálfsögð krafa til þeirra manna sem takast á hendur ríkisstjórnina, að þeir séu óaðfinnanlegir í bestu merk- ingu þessa orðs. Pað er ekki nóg, að þeir séu óaðfinnanlegir frá sjón- armiði laganna. Það er ekki nokk- ur efi á, að báðir ráðherrarnir eru óaðfinnanlegir frá því sjónarmiði. En það er síst nóg. Ráðherrar eiga að vera gæddir svo mikilli dóm- greind og næmi sem heldur þeim frá öllum afskiftum af tvísýnum fyrirtækjum. Vinstrimannastjórnin má ekki brjóta þessi lögmál. Það má ekk- ert slá af ráðherraskyldunum. Það má ekki koma fyrir að vinstrimenn sjái í gegnum fingur við sína menn 1) Allar leturbreytingar gerðar hér. um þá hluti, sem þelr sjálfir hafa for- dæmt með sterkustu orðum máls- ins. Ef stjórnin heimtar ekki sjálf nýja menn í stað þessara tveggja, þá er eins og hún ætlist til að eitt gangi yfir hana alla. Afleiðingin yrði, að stjórnin misti virðingu manna, en það er ekki varlegt að hætta á slíkt á þessum erfiðu tím- um. Það væri ólíkt hættulegra fyrir stjórnina, en að skifta um tvo ráð- herrana. Ef forsætisráðherrann hik- ar við að skifta um ráðherra, þá munu þeir Schotte og Rydén senni- lega draga alla stjórnina með sér niður úr valdasessinum«. »Dagens Nyheter«, sem er flokks- blað ráðherranna, fylgdi þeim úr garði 26. nóv. með þessari kveðju: »Þó að vinstrimenn standi í mik- illi þakkarskuld við hina fráfar- andi ráðherra, hefir það verið al- ment álit, að það sem komið hefir fyrir hafi gert þá óhæfa til að gæta alþjóðarhags, enda hefir það reynst þeirra eigin skilningur. En það veitir nokkura huggun, að það er viðkvæm pólitisk sómatilfinning, sem hefir neytt þá til að segja af sér. Sœnskir vinstrimenn munu fram- vegis, eins og hingað til, líta á sig sem forvigismenn kröfunnar um heilbrigði og heiðarleik i öllum við- skiftum Sá sem lœtur lögin ganga jafnt yfir skglda sem óskylda, hefir sgnt, að hann er hœfur vörður lag- anna«. Við áramótin, i. Fyrsti mánuður ársins er kendur við guðinn Janus. Sá hafði tvö höfuð. Horfði annað fram en hitt aftur. Liggur sú hugsun hér á bak við, að á. áramótum nemi menn staðar, skygnist um og horfi aftur og fram. Grein sem birtist í Heimskringlu 19. nóv. f. á. gefur tilefni til al- varlegra hugleiðinga, sem elcki síst munu mörgum í hug koma um áramótin. Greinin heitir »Bitlingar« og er þetta upphaf: »Það er oft talað um fjárbruðl hér í landi, að stjórnirnar séu eyðslusamar og sói og eyði al- mannafé í ráðleysi og heimsku. Má vera að nokkuð sé til í þeim staðhæfingum, en víðar er pottur brotinn í þeim sökum. Tökum til dæmis vort kæra ætt- land, ísland, og fjármálastjórn þess. Vér efumst um að nokkursstaðar undir sólinni séu löggjafar nokk- urrar þjóðar jafn örlátir á al- mannafé, sem þar. Komi einhver að þinghúsdyrunum og biðji um styrk til þessa eða hins, þá er honum óðara veittur hann. Þeir eru svo gestrisnir og gjafmildir á Fróni. Það er orðið alsiða þar, ef ein- hver náungi óskar að sigla til út- landa »sér til gagns og skemtunar«, að hann biður alþingi um styrk til fararinnar, og fær hann. Árang- urinn af slíkum utanlandsferðum er venjulega sáralítill, en skemtun að sjálfsögðu fyrir þann, sem siglir, og alþingi lætur sér það nægja.« Niðurlagið er á þessa leið: »í flestum löndum, sem vér þekkjum til, er hvatt til sparnað- ar. Spariðl spariðl er hrópað úr öllum áttum. Á Islandi kveður við annan tón. Þar situr eyðslan í fyrirrúmi og hrópið er: Eyðiðl eyðið! Þjóðir heimsins eru að sligast undir skuldabyrði landanna. ísland er með sama markinu brent. En þjóðbræður vorir láta það ekki á sig fá, þeir vita að það er altaf búningsbót að bera sig karlmann- lega, og »slá sem mest um sig«, eins og þeir segja á Reykjavíkur- íslensku, þegar sem minstu er úr að spila. Pað eru þjóðareinkennin.« Það er glögt gestsaugað og það er vel farið að landar okkar vestra segi okkur til syndanna, en við eigum að taka bendingar þeirra til yfirvegunar. Hér er ekki drepið nema á eitt atriði, en á það sem mest ber á, um egðsluna í þjóðarbúskapnum islenska. Er langt frá því að Tím- inn sé andstæður þeim fjárveiting- um öllum sem þingið hefir veitt svo ríkulega til fjölmargra ein- stakra manna, en hann álítur að þingið hafi alls ekki kunnað sér hóf í þeim efnum. Það hafi um of látið leiðast af þeim sem ör- Iátir eru á landsfé. Það hafi ekki nægilega kunnað að gera mun góðs og ills, í þessum efnum. Það hafi ekki rétlilega lifað eftir reglunni að verðlauna ekki og styrkja aðra en þá sem voru þess fyllilega verð- ugir. Það hafi ekki nægilega teltið tillit til þess að fjáröflunaraðferðir ríkisins eru í hinni mestu óreiðu, en nú standa fyrir dyrum hinir erfiðustu tímar. Það hafi blátt á- fram lifað um efni fram í þessum efnum. Jafnframt — og það er stærsta atriðið — hafi þingið, með því að ausa um of út fé til þessa, og með því að vanrækja og leyfa fjármála- stjórninni að vanrækja það að afla landinu hæfilegra tekna, með rétt- úin aðferðum, neyðst til þess að sýna ofmikla sparsemi um að styrkja atvinnuvegina, efla þjóðar- búskapinn í heild sinni og búa sig þannig undir hina erfiðu tíma, sem yfir standa og i hönd fara. Þarf ekki — í dálkum þessa blaðs — nema að minna á það, sem er samstælt því sem á undan er sagt, að þingið fór inn á þá braut að stofna til hins dýrasta tildurs út á við, sem dregið getur á eftir sér þann ómagahálk sem alt sligi. En hvaðanæva utan úr heimi heyrast viðvörunarorðin: Sparið, sparið! Fyrir ári síðan flaut alt í peningum stríðsgróðamannanna. Allir virtust hafa nóga peninga handa á milli. Nú eru þeir horfn- ir. Peningar eru að verða sjald- gæíur lilutur á markaðinum. Það er búið að setja þá fasla. Það er komið að skuldadögunum. Fjár- málaharðindin standa fyrir dyrum og hlífa engu. Sá sem sungið hefir og dansað í stað þess að safna korni, verður miskunnarlaust úti í þeim vetrj^ Hún endurtekst oft sagan um feitu og mögru kýrnar hans Faraós. Og þó er það ekki nema ann- að og veigaminna atriðið að spara. En þegar sú ranghverfan snýr út, að sýna takmarkalítið ör- læti um fjárveitingu til einstakra manna og tæma sjóðinn svo til þeirra hluta að skera verður við nögl framlög um viðreisn atvinnu- veganna, verður að mótmæla hvorttveggja jafnkröftuglega. II. • Fjármálastjórnin íslenska hefir farið hríðversnandi upp á síðkast- ið. Eitt höfuðmeinið er það, sem áður hefir verið vikið að hér í blaðinu, að þingið er búið að taka öll völdin í þeim efnum af stjórn- inni. Er það hin mesta óhæfa, því að það liggur i hlutarins eðli að þingið getur ekki haft jafnglögt yfirlit yfir fjárhagsástand landsins og stjórnin, það hefir hvorki tíma né aðstöðu til þess að meta hvað landinu er fært að gera. Hitt hefir bæst ofan á upp á síðkastið, að á þinginu og í fjárveitinganefnd hafa ráðið mestu óheppilegir menn og það eindregnustu andstæðingar stjórnarinnar. Þarf ekki orðum að því að eyða, hversu öll ábyrgðar- tilfinning er nálega útilokuð með þessu skipulagi, um að hafa fjár- hagsástandið í góðu lagi. Eitthvert allra þýðingarmesta sporið um að laga fjárhagsástandið er því það, að flytja aðalvaldið aflur frá þinginu til stjórnarinnar, að fara að lifa eftir þeirri reglu, að meðan stjórn situr, þá fái hún að ráða í aðalatriðum. Að öðrum kosti skipi þingið nýja stjórn. Það er misnotkun þingræðisins að hafa einungis stjórn til málamynda, en einstakir þingmenn séu þeir sem öllu ráði, smáu og stóru. Vilji þeir fara svo að, eiga þeir að vera í stjórn. Það er því einhver þyngsta skyldan sem nú hvílir á hinu ný- kosna þingi, að skipa sterka stjórn, enda sé að þvi verki gengið með málefni og ákveðnar stefnur fyrir augum, en ekki fyrst og fremst með tilliti til persóna. Því næst sé sú regla tekin upp, að um fjár- veitingar og fjármálastjórnina yfir- leitt, séu mest völdin hjá fjármála- stjórninni, en ekki hjá fjárveitinga- nefndunum og alþingi. Hitt aðalatriðið um að sjá fjár- hag landsins borgið, þarf ekki að ræða um í þessu sambandi — fjár- öflunaraðferðirnar, þar eð loks er nefnd sett á laggirnar til þess að koma fram með tillögur um þá liliðina. Einungis skal það opin- berlega sagt, að til þeirrar vinnu má ekkert spara og þjóðin á afar- mikið undir því að sú nefnd vinni rösklega og fljólt, þó án þess að vera of fljótvirk. (Niouri.), Hæstiréttur. Síðustu dómar yfir- dóms voru kveðnir upp skömmu fyrir nýárið. Flutti Kristján Jóns- son dómstjóri ræðu við það tæki- færi og rakti sögu dómsins. Er það nú auglýst í Lögbirtingablað- inu að hæstaráttarritari geíi út stefnur til dómsins frá ársbyrjun. Vegna þess að viðgerðin á her- bergjum þeim í hegningarhúsinu, sem hæstiréttur á að vera í, er ekki lokið, mun það frestast um nokkra daga að rétlurinn taki til starfa. Rétturinn verður lialdinn á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum kl. 1 síðdegis, og á öðrum dögum, ef þörf krefur. Þingleyfi eru frá 21. des. til 6. jan., um dymbilviku og páskaviku og frá 24. júní til 14. september. Blöðiu. Heyrst hefir að Kvenna- blaðið hætti nú að koma út. Hafa komið 25 árgangar út af því. — Morgunblaðið minkar niður í ísa- foldarstærð. — Nýtt blað mun eiga að fara að koma á Seyðisfirði og á að heita Austurland. Ritstj. mun verða Guðmundur Hagalín.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.