Tíminn - 03.01.1925, Síða 4
4
TlMlNN
Verslunarfréttir
úr Skagafirði.
í Lögréttu nýkominni ritar skag-
firskur samkepnismaöur um þýðingu
kaupfélagsins og Sambandsins fyrir
það hérað, eftir reynslu hins liðna
árs. Segir þar m. a.:
„Ullin var í vor tekin á kr. 5,60 og
i
kr. 5,00 I. og II. flokkur, og voru þar
allir jafnir, nema einn kaupmaður, er !
gaf 6 kr. fyrir I. flokk. En þegar ullar-
sölureikningar komu frá Sambandinu,
varð hún í Kaupfélagi Skagfirðinga
kr. 5,20 og 6,10. Eru menn, sem við það
skifta, mjög ánægðir, en lxinir miður, !
sem ekki skiftu við það. þó er sagt að
flestir kaupmennirnir muni fylgja því |
og hækka ullarverðið hjá sér hjá 611- '
um betri viSskiftamönnum og þeim, !
sem hafa „bein í nefinu", en hinir — |
smámennin — fá víst litið, ef þeir þá j
fá nokkra „uppbót" á verðið, sem skrif ;
að var í vor“.
Og enn segir sami maður:
„Sláturafurðir eru hér í óákveðnu |
verði, en allir kaupmenn hafa lofað í
að fylgja Sláturfélaginu, og fyrir það !
selur Sambandið. það er því hér við !
fjörðinn Sambandið, sem ræður verði
, á innlendu vörunum.....Og þetta
munar béraðsmenn ekki litlu. Kaup-
félagið mun hafa nálægt V* af allri
ull úr héraðinu, og það borgaði út
8000 kr. í uppbót á bókfærða verðið í
vor. Ef kaupmenn því hækka verð hjá
sér, verður það um 24 þús. kr., sem
þeir skrifa þar inn á reikninga
manna, og þetta fá menn beint vegna
v.erðsins, sem fékst hjá Sambandinu.
Og á sinum tíma má segja svipað um
kjöt og gærur“.
Bréfritarinn minnist á hrossin í
sama tón, og andar ekki liiýlega til
Garðars og Zöllners, og verður vikið
að því síðar. Vonandi hefir Garðar,
þegar þar að kemur, einhverjar máls-
l)ætur. Mun honum ekki af veita, ef
hann hygst að græða á að fara í meið-
yrðamál við alla þá, sem ekki vilja
selja honum merar sinar, þótt „stað-
greiðsla" sé í boði.
Af bréfi þessu má margt læra. Iiið
fyrsta er það, að skagfirsku kaup-
mennirnir, nema einn, borga uiiina í
vor svo lágt, að héraðið hefði tapað á
slikri sölu í heild milli 30 og 40 þús.
kr. Eða réttara sagt: Bændur hefðu
tapað þessu, en milliliðir á Króknum
og utanlands grætt þessa féfúigu.
I öðru lagi sést, að af því Samband-
ið tryggir samvinnumönnum liéraðs-
ins, c. 25% af bændum þar, sannvirði
fyrir ull sína, þá neyðast kauppmenn
til að bæta upp að nokkru, en þó með
tveim undantekningum, að dómi
bréfritara. „Betri viðskiftamenn", þ. e.
efnaðri bændur, fá uppbót, og þeir,
sem liafa „bein í nefi“, þ. e. beita
hörku við kaupmenn. Eftir eru þá hin-
ir fátæku, og deigu í viðbót. En það fer
oft saman, af því fátæktm dregur
kjark úr mörgum. Niðurstaðan er þá
sú, að hinir fátæku fá lijá kaupmönn-
unum vondu verslunarkjörin. En efna-
mennirnir, sem við kaupmenn skifta,
og hinir skaphörðu, nota kaupfélagið .
eins og svipu á kaupmennina og
knýja þá til að gefa verðuppbót. I
kaupfélaginu fá allir sama verð. þar
er ullarpund fátæklingsins jafnþungt
á voginni, eins og samskonar vara frá
stórbóndanum. 1
Bréfritarinn er auðsýnilega sam-
kepnismaður, sem er glaðnr yfir að
Ivaupfélag Skagfirðinga og Samband-
ið veita auknum peningum inn í hér- j
aðið. En vafasamt er að liann hafi '
skilið hina dýpri meiningu orða sinna.
Bx’éfið er gífurlega hörð árás á kaup- j
menskuna í þessari mynd, þar sem
hinn fátæki og mjúklyndi maður er
kúgaður og sviftur réttmætri upp- j
skeru strits síns, en stórbóndirm kúg- j
ar milliliðinn til að skila aftur að !
meira eða minna leyti rangfengnu fé. j
í þessu ljósi er keupmenskan ekki i
glæsileg. Annarsvegar grimd við i
þann, sem er minni máttar og hefir
erfiða aðstöðu. Á hinn bóginn litil-
menska og kjarkleysi við þá, sem
hafa einhver efni eða heita hörku á
móti. Dæmi eins og þetta kasta skörpu
ljósi yfir mismunandi vinnubrögð
samkepnis- og samvinnumanna.
J. J.
----0----
Dagana 9., 10. og 11. des. 1924
var 26. fundur þing- og héraðs-
mála V.-ísafjarðarsýslu haldinn
sð Suðureyri við Súgandafjörð.
Mættir voru alls 12 fulltrúar úr 5
hreppum. Fundarstjóri kosinn Jó-
hannes Ólafsson hreppstj. á jþing-
eyri og til vara Kristinn Guðlaugs-
son oddviti að Núpi. En ritari Frið-
rik Hjartar kennari á Suðureyri,
og var honum fenginn aðstoðar-
ritari, utanfundar.
Á dagskrá fundarins voru þessi
mál: 1. Mentamál, framsm. Snorri
Sigfússon. 2. Fjármál, framsm.
Kristinn Guðlaugsson og Snorri
Sigfússon. 3. Atvinnumál, fram-
sm. Snorri Sigfússon, Friðrik
Hjartar. 4. Landbúnaðarmál,
framsm. Jón þórarinsson. 5. Sam-
göngumál, framsm. Kristinn Guð-
laugsson. 6. Strandvarnamál,
framsm. Sig. Einarss. 7. Bannlög-
in, framsm. Sveinn Ámason. 8.
Fátækramál, framsm. Kristinn
Guðlaugsson. 9. Símamál, framsm.-
sami. 10.- Tóvinnumál, framsm.
Jón þórarinsson, Friðrik Hjartai'.
Samkvæmt fundarsköpum voru
þar næst kosnar þessar nefndir: 1.
Landbúnaðarnefnd. 2. Sjávarút-
vegsnefnd. 3. Mentamálanefnd. 4.
Samgöngumálanefnd. 5. Fjármála-
nefnd. 6. Allsherjarnefnd. Var þá
dagskráin tekin fyrir og málin
rædd í þeirri röð, sem þau standa
þar. Var hverju máli, að lokinni
framsögu, vísað til þeirrar nefnd-
ar, er það samkv. eðli þess til-
heyrði.
Frá landbúnaðarnel'nd.
Svohlj. till. samþ. við báðar um-
ræður með öllum gr. atkv.:
1. Fundurinn telur, að framtíð
landbúnaðarins velti mjög á því,
að fé sé hægt að leggja í jarðirn-
ar, þeim til bóta, svo vinsla þeirra
verði léttari og afurðirnar vaxi.
„Fundurinn lýsir þessvegna
undrun sinni og óánægju yfir því,
að fjármálastjórn landsins hefir
eigi komið til framkvæmda lögum
þeim, er síðasta þing samþ. um
stofnun búnaðarlánadeildar við
Landsbankann“.
2. „Fundurinn telur, að fram-
kvæmdir í tóvinnufyrirtæki því,
er undanfarnir þing- og héraðs-
málafundir V.-Isafjarðars. hafa
haft til umræðu, og að nokkru
undirbúið, ætti ekki að dragast
lengur.
Ákveður fundurinn því, að
stofna hlutafélag nú þegar með
bráðabirgðastjórn, sem vinni að
því við hlutaðeigandi sýslunefnd,
að koma á fót kembi- og lopavél-
um hið allra bráðasta, og væntir
hann þess, að Alþingi sjái sér fært
að styrkja þetta þarfa fyrirtæki
að einhverju leyti“.
Síðan bundust allir fulltrúar
samtökum að koma slíku félagi á
stofn og gerðust hltuhafar, og
voru í bráðabirgðastjórn kosnir:
Jóhannes Ólafsson, þingeyri, Jón
þórarinsson, Hvammi, Kristinn
Guðlaugsson, Núpi.
Frá mentamálanefnd.
Svohljóðandi till. samþykt með
öllum greiddum atkv. við báðar
umræður: „Fundurinn aðhyllist
ekki tillögur þær, er komið hafa
fram um breyting á fræðslulögun-
um, meðal annars í þá átt, að
draga úr barnafræðslunni. Telur
hann ekki ástæðu til neinna veru-
legra breytinga á þeim lögum, og
er mótfallinn því, að kostnaðurinn
sé færður yfir á sveita- og bæja-
félög, fremur en nú er“.
2. Enda þótt starfsemi ung-
mennaskólans að Núpi hafi, vegna
sjúkdómsástæðna, fallið niður í
vetur, treystir fundurinn því, að
hann hefji starf næstkomandi
haust, og væntir þess, að hann
eínnig þetta ár haldi fullum ríkis-
sjóðsstyrk, er einkum sé varið til
nauðsynlegra húsabóta og utan-
farar kennarans Björns Guð-
mundssonar til að kynnast á ný
erlendum fræðslumálum og fyrir-
komulagi lýðskóla“.
Frá samgöngumálanefnd.
Svohlj. till. samþ. með öllum gr.
atkv. við báðar umræður:
1. Fundurinn æskir þess, að hið
fyrsta séu lagðar þessar símalín-
ur:
a. Frá Mýrum að Núpi í Dýra-
firði, og flutt sé jafnframt stöðin
frá Mýrum að Gemlufjalli.
b. Frá Holti að heimili dýralækn
isins þórustöðum.
Einnig æskir fundurinn þess, að
hið fyrsta sé rannsökuð símaleið
frá Holti, eða Mýrum, til Ingjalds-
. sands og Valþjófsdals.
2. „Fundurinn endurtekur þá
ósk, er þráfaldlega hefir verið bor-
in hér fram, að vegurinn frá Isa-
firði til Rafnseyrar sé tekinn í tölu
þjóðvega“.
Ennfremur var við aðra umræðu
þessa máls samþ. svohlj. tillaga:
„Sjái vegamálastjóri landsins
ekki fært að verða við þessum til-
mælum, óskar fundurinn að veitt
sé fé úr ríkissjóði til vegarins
milli ísafjarðar og Rafnseyrar“.
Frá sjávarútvegsnefnd.
Svohljóðandi till. samþ. í einu
hljóði við báðar umræður:
1. Fundurinn lætur í ljós ánægju
sina yfir því, er gert hefir verið
í landhelgisgæslu við ísafjörð
þetta ár.
Álítur hann eindregið, að
árangurinn af vörninni hafi verið
mjög mikill, sérstaklega í því að
bægja togurum frá landhelgis-
svæðinu. En jafnframt skorar
fundurinn á þing og stjórn, að
gera alt það, er frekast er auðið,
fjárhagsins vegna, til þess að land
helgisvörnin geti haldið áfram á
sem áhrifamestan hátt.
I tilefni af því leggur fundur-
inn til, að leigður sé fyrir næsta
surriar hraðskreiður og vel útbú-
inn vélbátur, um 30 smál. að
stærð, til að annast vörnina yfir
sumarmánuðina. Yfirmenn skips-
ins séu vopnaðir.
Ennfremur sé björgunarskipið
„þór“ leigt til varnanna eftir
þann tíma, eins og nú, eða lengur.
Ennfremur skorar fundurinn á
þing og stjórn að vinda sem bráð-
astan bug að byggingu sérstaks
varðbáts fyrir Vestfirði. Sé sá bát-
ur knúinn mótorvél, svo traustur,
að setja megi í hann sterka byssu
(fallbyssu), og svo hraðskreiður,
að hann fari alt að 15 mílur á
vöku. það sé haft fyrir augum við
byggingu bátsins, að hann geti
stundað annað starf en strand-
gæslu, t. d. fiskiveiðar við Suður-
land á vetrarvertíð“.
2. „Fundurinn heldur fast við
tillögu sína frá síðasta fundi, um
réttindamissi skipstjóra á togur-
um fyrir brot á landhelgislögun-
um“.
3. Síðastliðinn vetur var hr.
Hans Kristjánssyni að Suðureyri
við Súgandafjörð veittur 1000 kr.
styrkur af Fiskifélagi íslands til
þess að nema olíufatagerð í Nor-
egi. Styrkui' þessi hefir eigi ver-
ið greiddur enn, nema að hálfu
leyti, eða kr. 500,00, en ákveðið
að greiða hinn helminginn er
sannað sé, að förin hafi borið
árangur. Nú hefir Hans byrjað
hér á olíufatagerð, og er þegar
fengin nokkur reynsla fyrir því,
að olíuklæðnaður þessi jafnast
fyllilega á við hinn erlenda, er
bestur þykir.
Vér fundarmenn þing- og hér-
aðsmálafundar V.-lsafjarðarsýslu
höfum fengið tækifæri til að skoða
umræddan fatnað og sjáum ekki
annað, en að hann líti fyllilega
eins vel út og hinn erlendi; mætti
þó þar við bæta, að þessi fatnaður
er mýkri en útlendur, og ætti því
að vera síður hætt við brotum.
þai-eð nú að lir. Hans Kristjáns-
son er fjelaus, þegar um er að
læða að reka þessa iðju, sem til
mun þurfa alt að 20 þús. kr., þótt
ekki sé í meira ráðist til byrjunar
en framleiðslu á einum sjötta
hluta þess olíuklæðnaðar, er lands-
menn árlega nota, þá leyfum vér
oss að fara þess á leit, að Fiski-
félag íslands og þingm. kjördæm-
isins ljái málinu sitt mikilsverða
fylgi, til þess að útvega nefndum
Hans lán, með hagkvæmum kjör-
um, til reksturs þessum iðnaði“.
Frá fjármálanefnd.
Svohlj. till. samþ. með öllum gr.
atkv. við báðar umræður:
„Enda þótt fjárhagshorfur rík-
issjóðs muni hafa breyst til batn-
aðar á þessu ári, telur fundurinn
þó fylstu ástæðu til að spara út-
gjöld hans sem auðið er, og létta
sem fyrst hinum óbæi'ilegu tolla-
og skattaálögum, sem hvíla á
þjóðinni.
Vill fundurinn í þessu efni
benda á og leggja til:
1. a. Að Aiþingi sé ekki háð
nema annaðhvort ái'. b. Að áfeng-
isverslun ríkisins sé sameinuð
landsverslun. c. Að áherlsa sé
lógð á það, að skipulag hinna op-
inberu starfa sé sem hagkvæm-
ast og útheimti sem fæsta starfs-
menn.
2. Að verðtollur sá sem síðasta
þing ákvað, verði afnuminn sem
fyrst, en í hans stað hækki að-
ílutningsgjald á óþörfum og lítt
þörfum varningi.
3. Fundurinn væntir þess fast-
lega, að bankarnir sjái sér fært
að lækka mjög bráðlega hina
óbærilegu útlánsvexti, er gera
ílestai' framkvæmdir lítt möguleg-
ar. Að gefnu tilefni tekur hann
það og fram, að hann væntir þess,
að þeir sjái sér fært að veita hæfi-
leg lán til nauðsynlegra fram-
leiðslufyrirtækj a almennings“.
Frá allsherjai-nefnd.
Svohlj. till. samþ. með öllum
greiddum atkvæðum við báðar
umræður:
1. Fátækramál. þar sem fundin-
um er kunnugt um, að sá skiln-
ingur sé lagður á síðari málsgrein
1. gr. laga nr. 61, frá 1921, um að
styrkur sá, er sjúklingar þeir
þiggja, sem lagðir eru á sj úkra-
hús, annað en holdsveikraspítala,
sé ekki afturkræfur, þá verður
hann að mótmæla þeim skilningi
og telur lögin ekki gefa ástæðu til
slíks skilnings.
En telji stjórn og þing, að
skilja beri lögin á fyrgreindan
hátt, álítur fundurinn nauðsynlegt
að breyta lögunum þannig, að
slíkur styrkur valdi ekki þiggjend-
um réttindamissis, en sé aftur-
l.ræfur þegar hlutaðeigandi getur
greitt hann“.
2. Bannlögin. a. „Fundurinn
skorar á ríkisstjórnina að hlutast
til um, að feld verði úr núgildandi
lögum heimild lyfsala og lækna til
að selja mönnum áfenga drykki
eftir lyfseðlum“.
b. Einnig beinir fundurinn
þeirri ósk til landsstjórnarinnar,
að drykkfeldum embættismönnum
ríkisins sé vikið úr embætti.
Atvinnumál.
Að gefnu tilefni álítur fundur-
inn, að varhugavert sé að leyfa út-
lendingum vinnu hér á landi, sér-
staklega á aðalbjargræðistíma
þjóðarinnar, og álítur, að lög þurfi
að semja um það og réttindi og
skyldur þeirra útlendinga, með
sérkunnáttu, sem hinar ýmsu at-
vinnugreinar vorar kynnu að
þurfa á að halda.
þá kom fram svohlj. tiH. frá
Sig'. F. Einarssyni útvegsmanni á
þingeyri:
„Að gefnu tilefni lýsir fundur-
inn yfir því, að hann ber. fult
traust til þingmanns kjördæmisins
um sjávarútvegsmálin“.
Till. samþ. með 8:1 atkv. við
fyrri umr., en 8 samhlj. atkv. við
seinni. Einn fundarmanna (fylgj-
andi tillögunni) fjarerandi.
Næsti fundur ákveðinn á Flat-
eyri. Fleiri ályktanir ekki gerðar.
Fundi slitið.
Valdir til að birta þennan út-
drátt úr fundargerðinni.
Snorri Sigfússon.
Ásgeir Guðnason.
-o-
H.f. Jón Sigmundsson & Co.
Enskur togari strandaði vestur
a Mýrum um hátíðirnar. Menn
björguðust allir heim til Péturs
alþm. þórðarsonar í Hjörsey.
Svuntuspenou r
Skúfliólkar,
Upphlutsmillur og
og alt til upphluts.
Trúlofunarhringarnir
þjóðkunnu. Mikið af steinliringum.
Sent með póstkröfu út um land
ef óskað er.
Jón Sigmundsson gullsmiður.
Sími 383. — Laugaveg 8.
Stói'kostlegar slysfarir. Enn
berst stórkostleg slysafregn á
Vesturlandi. Tveir mótorbátai'
hafa farist, Leifur og Njörður,
annar frá ísafirði, hinn frá Hnífs-
tíal. Tuttugu og þrír ungir og
hraustir menn fóru þar í sjóinn. -—
Árið sem leið hefir reynst eitt hið
mesta mannskaðaár og lang átak-
anlegust er blóðtakan á Vestfjörð-
um. Mótorbátarnir reynast enn
manndrápsbollar. Er ekki ástæða
til að athuga gaumgæfilega hvort
ekki eigi að gera harðari kröfur
um útbúnað bátanna? Taki þeir
það til athugunar sem vit hafa á.
Má ekki minna vera en að af hálfu
þess opinbera séu gerðar fylstu
kröfur um öryggi fyrir sjómenn-
ina.
Heiðursgjöf. Á aðfangadag jóla
afhenti stjórn Búnaðarfélags ís-
lands Einari Helgasyni garðyrkju-
stjóra mjög vandað gullúr og gull-
testi að gjöf í þakklæti fyrir störf
hans fyrir félagið. Ennfremur
mun stjórnin leggja það til, að
Einar fái, sína tíð, viðbót af landi
Gróðrarstöðvarinnar til garð-
yrkju. Síðasta Búnaðarþing hafði
svo fyrir mælt að Einar yrði heiðr-
aður svo að sómi yrði að.
Merkilegt vísindarit er nýkomið
út. Ifeitir: Hrynjandi íslenskrar
tungu, og segir titill allvel til efn-
is. Iföfundur er Sigurður Kristófer
Pétursson á Laugarnessspítala.
þessarar merku bókar verður
rækilega getið hér í blaðinu síðar.
Látinn er í Kaupmannahöfn Jón
Thóroddsen cand. jur., sonur
Skúla á Bessastöðum. Varð fyrir
því slysi að lenda undir vagni og
meiddist svo mjög, að ekki varð
lífs auðið.Jón Thóroddsen var stór
gáfaður maður, svo sem hann átti
kyn til. Bjó í honum bæði skáld
og stjórnmálamaður. Bækur hafði
hann gefið út. Frambjóðandi Al-
þýðuflokksins var hann við síð-
ustu kosningar í Norður-fsafjarð-
arsýslu.
Niðurlag greinarinnar: þórar-
inn Jónsson fyrir rétti, birtist
ekki fyr en um það leyti sem þór.
J. kemur á þing.
Alþingi. Vegna skipaferða hefir
verið ákveðið að Alþingi komi sam
an 7. febr. næstkomandi.
Aðalsteinn Kristinsson fram-
kvæmdastjóri S. í. S. fór utan milli
jóla og nýárs, til stuttrar dvalar.
Yfir landamærin.
Sig. frá Kálfafelii liefir opinberlega
játað, að hafa heðið Tímamenn liðs
móti þorieifi í Hólum. Hann fékk
sömu svör eins og Árni i Höfðahólum
og Sigurður Arngrímsson hefðu feng-
ið, ef þeir hefðu þóst ætla að fella
Guðmund í Ási og Svein í Firði.
Mbl. hefir nú sannað sögu Tímans,
að það var Framsókn sem beitti sér
móti stofnun eftirlitsembættisins í báð
um deildum. í efri deild greiddu 80%
af Framsókn atkvæði móti frv., en
Sjálfstæði og íhald 100% með. — Er
hægt að hugsa sér gleggri mun?
Heldur framför með orðbragðið í
„síldinni". í jólanúmerintt e.kki rtema
eitthvað 20 Thors-súrur. X.
Ritstjóri: Tryggví þórhalláaoö.
Preutsmiðjan Acta.