Tíminn - 05.01.1924, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.01.1924, Blaðsíða 4
4 T I M I N M Atvinnuleysið í Reykjavík. Hjer í bænum ríkir nú megn atvinnuskortur og útlit er fyrir að svo muni verða þenna vetur allan og hefir bæjarstjórninni því þótt rétt að vara menn úr öðrum héröðum við að flytja hingað til Reykja- víkur á þessum vetri til að leita sér atvinnu, þar sem engin líkindi éru til að vinna verði hér fáanieg. Um leið og þessi aðvörun er hér með birt öllum landsmönnum skal þess getið, að reynt verður að iáta bæjarmenn njóta þeirrar litlu vinnu, sem hér kann að verða í vetur og leyfi ég mér jafnframt sam- kvæmt ályktun bæjarstjórnarinnar að skora á alla bæjarbúa að sam- einast um þetta með því að stuðla ekki að því, að aðkomumenn setjist hér að í vetur tii að leita sér atvinnu, og sérstaklega er þeirri áskorun alvarlega beint til allra þeirra manna í Reykjavík, sem eitthvert verk láta vinna eða yfir vinnu eiga að sjá, að iáta innanbæjarmenn sitja fyrir allri þeirri atvinnu, sem þeir þurfa að ráða fólk til í vetur. Borgarstjórinn í Reykjavík, 3. janúar 1924. Guðmundur Ásbjörnsson. settur. Frá Landssímanum. Vegna gengisfalls íslenskrar krónu hækka frá 1. janúar öll símskeytagjöld til útlanda. Prá sama tíma lækka gjöld fyrir blaðaskeyti innanlands um lielming. O. Forberg. Góð jörð til kaups og ábúðar. Jörðin Skarð í Þykkvabæ í Ásahreppi, er til sölu og ábúðar í næstkomandi fardögum. Jörðin er 10 hundruð að mati. Túnið gefur af sér 100 liesta. Engjar 10—15 hundruð hesta af töðugæfu heyi. IJús öll í ágætu standi og flest járnvarin, svo sem heyhlaða er rúmar 600 hesta. Pjós fyrir 11 nautgripi. Allar engjar véltækar og hey má alt flytja heim á vögnum. Semja ber við eiganda jarðarinnar Þóruuui Runólfsdóttur, Skarði. Framh. af 1. «íOu. stefnu. En bæjalýðurinn hrópaði hærra, heimtaði innflutning og skuldir. Og þeir sigruðu, en eyði- lögðu um leið fjárhag landsins. — Veturinn eftir við stjórnarskiftin reyndi Framsóknarflokkurinn enn að heimta ráðstafanir móti of mik- illi eyðslu. En sú stefna var enn í minni hluta. Nú eru ávextimir komnir í ljós. Skuldafen verslunarstéttarinnar við útlönd virðist vera botnlaust. Krónan er sífallandi. Auður stríðs- áranna er horfinn. Sjálfstæði á pappírnum, en fjármálalegt ósjálf- stæði meira en nokkumtíma fyr. Ef fylgt hefði verið verslunar- stefnu Framsóknarflokksins með takmarkanir á innflutningi og skipulag á afurðasölu frá 1919— 1923, myndi hagur þjóðarinnar vera allur annar en nú. Og engir hefðu grætt meira á þeirri forsjá en samkepnisforkólfarnir. þeir hafa á þessum árum eyðilagt fjárhag sinn mest, og um leið sökt þjóðinni allri í skuldafenið og lág- gengis-ófæruna. En nú er svo komið, að varla verður lengur haldið áfram. Fjöldi manna, sem hingað til hafa dásam- að eyðslustefnuna, eru nú búnir að sjá, hvor aðilinn hafði á réttu að standa. Framsóknarmenn vildu og hefðu getað bjargað þjóðinni út úr kreppunni með framsýnum aðgerð- um. því var ekki sint. Nú er neyð- in að kenna naktri konu að spinna. J. J. ----o----- Innlendur iðnaður. íslenski kaffibætirinn. Gleðileg tíðindi eru það, í hvert skifti sem það fréttist, að hafin sé innlend framleiðsla einhverrar nauðsynjavöm, sem sótt hefir verið út yfir pollinn áður. Undanfarin ár hafa ýmsar slík- ar stofnanir verið reistar. Mætti nefna smjörlíkisgerðirnar, sápu- og kertaverksmiðjuna o. fl. þegar atvinnuleysi er orðið eitt mesta vandræðamál þjóðarinnar, verður það allra mest aðkallandi, að fjölga störfunum sem hægt er að vinna innanlands. Og vitanlega eru þau fjölmörg enn, sem við lát- um útlendingana vinna fyrir okkur. Eiga þeir menn skildar alþjóðar- þakkir, sem brjótast í því að stofna til nýs og nauðsynlegs atvinnu- rekstrar. það kostar altaf mikið fé og fyrirhöfn að ryðja veginn, að öðlast reynsluna. En almenningur hefir og aðrar skyldur gagnvart þessum innlendu stofnunum. Islenskur almenningur á að láta innlendu framleiðend- xu-na sitja fyrir viðskiftum. Víða í öðrum löndum er öflugur félagsskapur, sem vinnur að því að styðja innlendan iðnað, með því, meðal annars, að hvetja almenning til að nota innlendu framleiðsluna fremur en útlendu og veita al- menningi fræðslu um hve það hafi mikla þýðingu fyrir afkomu þjóð- arinnar, að menn styrki innlendu framleiðsluna með viðskiftum. Ekki að tala um hitt, sem er næsta algengt, að löggjöfin styður inn- lendu framleiðsluna með verndar- tollum. — 1 þetta sinn er kaffibætisverk- smiðjan nýja, sem Pétur M. Bjarnason verksmiðjueigandi hefir stofnað, og getið var lauslega í síð- asta tölublaði, tilefni þessara hug- leiðinga. Stórfé hefir árlega runnið í vasa útlendinga fyrir framleiðslu þess- arar vöru. Mjög mikið væri unnið bæri þessi tilraun til innlendrar framleiðslu góðan árangur. Kaffibætirinn íslenski, sem þeg- ar er kominn í verslanimar hér í bænum, er ágæt vara, a. m. k. jafn- góð vara og útlendi kaffibætirinn. Reynslan sker úr, hvort ekki helst, en engin ástæða er til að efa það. Nú er það almenningur sem úr því sker, hvort heldur beri að styðja íslenska framleiðslu eða út- lenda með viðskiftunum. Tíminn vill eindregið skora á al- menning að styðja þetta innlenda fyrirtæki sem önnur slík sem inn- lend eru. ----o---- Vísnakver Fornólfs. það er algengast, þá er ný kvæðabók kemur út, eftir nýtt skáld, að þá sé höfundur ungur og óþektur maður. Hitt eru meiri tíð- indi, er hálfsjötugur maður, og það mesti fræðimaður landsins á inn- lend fræði, sendir frá sér fyrstu kvæðabók sína. þeir verða margir sem opna slíka bók með forvitni. Að vísu var það kunnugt, að doktor Jón þorkelsson ætti það til að yrkja. þó vissu það fáir, aðrir i en kunnugir, að kvæði höfðu birst eftir hann í blöðum undir merkinu: þrjár stjömur. En Vísur Kvæða- Önnu, sem komu út í Skírni í fyrra, og allir vissu að vom eftir hann, sýndu, að hann er ágætt skáld. Var þeim svo vel tekið, að ekki er ósennilegt, að flýtt hafi fyr ir útkomu kvæðaþókarinnar. Vísnakverið er prýðilegar gefið út en flestar eða allar ljóðabækur íslenskar. Brotið sama og á ljóða- bók Gröndals, en að mun styttra, ekki nema 150 blaðsíður. Yfir mörgum kvæðanna eru teiknaðar myndir eftir Björn Björnsson, ágætlega gerðar. þær era í fornum stíl, og hæfa ágætlega efni kvæð- anna, setja einhvern ramíslenskan og skemtilegan blæ á bókina. Og eins og vænta mátti er Vísnakverið gersamlega ólíkt því sem fyrstu ljóðabækur eru vanar að vera. Upphafsvísan í einu lengsta kvæðinu, um Björn Guðnason í Ögri og Stefán biskup, hljóðar svo: Mér eru fornu minnin kær meir en sumt hið nýrra, það, sem tíminn þokaði fjær, — það er margt hvað dýrra en hitt, sem hjá mér er; hið mikla geymir minningin, en mylsna og smælkið þver. Hún segir allvel til bæði um efni og meðferð þessi vísa. Um fom söguefni, venjulega með fornum og þróttmiklum bragarháttum og á fornu máli oft og tíðum yrkir Fornólfur. Rúmið leyfir ekki að fara mörg- um orðum um einstök kvæði. En héðan af verður það talið alveg sjálfsagt að allir bókamenn og bókasöfn eigi Vísnakver Fornólfs. Sögulegu kvæðin eru lang veiga- mest. Fjögur hin lengstu þeirra: Bjöm Guðnason í ögri og Stefán biskup, Ögmundur biskup á Brim- ara Samson, Vísur Kvæða-Önnu ogs Mansöngur Svarts á Hofstöðum um Ólöfu Loftsdóttur, taka yfir meir en helming bókarinnar. þau eru um leið merkileg í sögulegu til- liti, þau sýna skilning þess manns, sem langmest hefir rann- sakað miðaldasögu íslands, á mönn um og málefnum. þá eru í bókinni pólitisk kvæði frá því mikla styrjaldarári 1907— 8. Hefir Fornólfi þá volgnað und- ir rifjum og vitnar vitanlega til fornra fræða í kveðskapnum. . Hér eru tvær vísur af því tæi: þeir, sem tólf hundruð sextíu og tvö sóru eið fyrir tæling og ásælnis vél, þeir, sem kúgaðir voru í Kópavog undir kvalningar, meiðing og hel, hafa afsökun þá, hvemig á þá var sótt með erlendu harðræði og prett, — en hvað sýknar oss nú, ef vér sækj- um það fast að semja af oss fornan rétt? Og vilja menn eiga undir því, þeim ættjarðar gröm verði rögn, og formælt þeim verði frá kyni til kyns eða kæfi þá gleymskunnar þögn? Vilja menn hlutskifti hreppa með þeim, sem hafa það verðskuldað nóg, að yfir þá kæmi biskupsins blóð, sem böðullinn sjötugan hjó? — Eg ætla að geyma Vísnakver Fomólfs hjá bestu íslensku bókun- um í bókaskápnum mínum og láta mér þykja sérstaklega vænt um það. því að auk þess sem það er ágæt kvæðabók og merkilegt sögu- rit, er það líka annað og meira: það er ótvíræður vottur um það, sem mér þykir vænst um í bók- mentalífi íslendinga nú: áhugann fyrir fomfræðunum og fyrri alda sögu íslands. það er um leið áminn- ing til nútíðarkynslóðarinnar um að gefa enn meiri gaum fornri sögu Islands og einkanlega miðaldasög- unni — áminning frá þeim manni, sem lagt hefir þá miklu auðlegð miðaldaheimildarritanna á borð fyrir nútíðannennina, með útgáfu fornbréfasafnsins, alþingisbók- anna og miðaldakvæðanna, um að taka þessi efni til rækilegrar með- ferðar. Hann segir svo sjálfur í einu kvæðinu: Eg hef morrað mest við það að marka og draga á land, og koma því undan kólgu, svo það kefði ekki alt í sand. Núlifandi kynslóð og næsta á að vinna úr því og sýna að miðalda- sagan íslenska er miklu merkilegri og ánægjulegri en haldið hefir verið. Tr. p. ——o----- Fréttír. Eldur kviknaði um hátíðarnar í skólahúsinu á Eiðum, en varð slöktur áður en mikið tjón yrði af. Nýárssund var ekkert þreytt í þetta sinn. í þetta sinn gekk alt greiðlega um kaupgjaldssamninga prent- smiðjueigenda og prentara. Lækk- ar kaupið um ca. 5% samkvæmt verðskrá nauðsynja sem samþykt var af báðum aðiljum í fyrra. Leikfimi. Valdimar Sveinbjörns- son leikfimiskennari við Barna- skóla Reykjavíkur hefir gefið út spjald með myndum og leiðbein- ingum, er sýna 10 leikfimisæfing- ar sem iðka á í heimahúsúm. Æf- ingarnar eru að mestu sniðnar eft- ir hinu nýja æfingakerfi J. P. Miillers, sem kunnur er öllum íþróttamönnum. Flestir munu geta lært æfingarnar af myndun- um og leiðbeiningunum. Spjaldið fæst í bókaverslununum. Sendiherraskifti. J. E. Böggild, sem verið hefir sendiherra Dana hér í bænum undanfarið, hefir nú verið skipaður aðalræðismaður Dana í Montreal ' Canada. í hans stað hefir Frank le Sage de Fon- tenay skj alavörður í utanríkisráðu- neytinu verið skipaður sendiherra hér. Árni frá Höfðahólum er nú aft- ur farinn að rita í Morgunblaðið. Var mýldur um tíma eftir útkomu árásarrits hans á Landsbankann. Mátti nærri geta að Morgunblaðið gæti ekki lengi án verið slíks manns sem Árni er. Fer vel á um mann og málefni. Látinn er á Landakotsspítalan- um Guttormur Jónsson járnsmið- ur, sonur síra Jóns Guttormssonar á Hjarðarholti ' Dölum. Var hann alkunnur hagleiks og hugvitsmað- ur. Atvinnuleysið. Borgarstjóri Reykjavíkur auglýsir um atvinnu- leysið á öðrum stað í blaðinu. Er ástæða til að árétta þau ummæli. það yrðu ekkert annað en von- brigði fyrir flesta utanbæj armenn sem nú kæmu hingað í atvinnuleit. Hinn 1. febrúar á að draga um hið mikla happdrætti stúdenta. Vert að lesa bókina. Abraham Lincoln! Nafn sem vekur sérstakan hljóm í hjarta hvers manns, þýð- an og blíðan, en um leið raunaleg- an. Eitt þeirra nafna, sem engum gleymist, er kynnist því, málar hreina og fagra mynd, er skapa- skuggar lykja ógnum á alla vegu. Eitt þeirra sárfáu nafna, sem hvergi á óhelgi, sem enginn leitast við að lita öðru en lofi. Abraham Lincoln var 16. forseti Bandaríkj- anna. Slíkur mannkostamaður, að hinar sjö höfuðdygðir prýddu hann í ríkum mæli fram yfir aðra menn. Jörð til ábúðar. Sauðholt í Ásahreppi í Rangár- vallasýslu fæst til ábúðar í næstu fardögum 1924. Jörðin er vel hýst, góð tún, véltækar uppistöðu engj- ar, ágæt hagbeit og liggur stutt frá þjóðbraut. Nánari upplýsingar gefur og samninga gerir Sigurður Jósefsson á Sandhólaferju. Rauður hestur ca. 9 vetra, mark: sneitt aftan standfjöður fr. hægra, sýlt standfjöður fr. vinstra. Klár- gengur. Með klofajárnum. Vinkill í framfótarhóf. Kom hingað austur á slætti frá Kolviðarhóli. Var seld- ur 9. okt. Rangárvallahreppi, Kirkjubæ, 20. des. 1923. Bogi Thórarensen (hr.stj.). Slíkur mannkostamaður var hann, að allir vilja heyra sem flest, læra sem mest af honum. því var það, að eg tók fegins hendi bók, sem mér barst á dögunum. Heitir „Saga Abrahams Lincolns" og er samin af Bjarna Jónssyni kennara. Og þótt hún sé um 470 blaðsíður, las eg hana spjaldanna á milli með stakri ánægju. Skift er henni í tvo aðalkafla. Nefnist sá fyrri: „Upp- vöxtur og reynsluskóli Lincolns", og skýrir frá stríði hans fyrir björguninni og sjálfsmentuninni, þingmensku hans á ríkisþinginu, baráttunni fyrir að komast á sam- bandsþingið, faranddómarastarfi hans og loks forsetakjöri. Síðari kaflinn: Forsetaskeið Lincolns og þrælastríðið, sannar ljóslega dóm sögunnar, að Lincoln var einn af þeim sárfáu, sem það er gefið að vera réttur maður á réttum stað. Stíllinn er alþýðlegur, bókin meiri skemtisaga en vísindarit, enda úii og grúir af skrítlum um Lincoln og heimsfrægum hnittiyrðum hans. það er ágæti þessarar bókar fyrst, að hún sýnir Lincoln eins og hann var, hreinn og beinn, hjarta- prúður, kærleiksríkur, sáttfús, óþreytandi eljumaður, spakur og hagsýnn, réttlátur. Veit eg, að margir munu taka hana fram yfir margan óþarfan hlut og ómerki- lega skáldsögu. íslendingar elska fátt meir en sannar sagnir hreysti og mannkosta. Mun því saga Abra- hams Lincolns lesin margt kvöldið á þeim heimilum, sem enn hafa verndað mentaarinn þjóðarinnar. Skyldi og hvert bókasafn út um sveitir kaupa hana hið fyrsta. — Bókaverslunin Emaus hefir gefið út bókina og gengið frá snoturlega. Á hún þakkir skildar, og þó höf- undurinn meiri. Víga-Skúta. Embætti. Katrín Thóroddsen, dóttir Skúla Thóroddsens alþingis- manns, hefir fengið veitingu fyr- ir Flateyjarlæknishéraði á Breiða- firði. Hún er fyrsta konan sem veitingu fær fyrir konunglegu em- bætti. Látinn er í Vestmannaeyjum síra Oddgeir Guðmundssen, einn af elstu þjónandi prestum lands- ins, fæddur 11. ág. 1849, stúdent 1870, vígður 1874 og prestur í Vestmannaeyjum síðan 1889.Hann var bróðir Sigurðar sýslumanns þórðarsonar í Arnarholti og þeirra systkina. Blysför og álfadans ætluðu íþróttamenn að halda á íþróttavell- inum á gamlárskvöld, en frestuðu til þrettánda vegna veðurs. Fréttastofa íslands. Blaðamanna- félagið hefir ákveðið að setja á stofn fréttastofu nú um áramótin með væntanlegum styrk frá Al- þingi. Á að auka mjög fréttasend- ingar, bæði innlendar og útlendar. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta h/f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.