Tíminn - 05.01.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.01.1924, Blaðsíða 1
(Sjaíbferi oq, afgcetfeslur-'aíiut Ctmans er Stgurgeir ^ri&rtfsfon, Samban&sþásmu, Keyfjatnf. ^fjgteifcsía íiraans er i Sambanbsljúsmu. ®pin öaglega 9—\2 f. I|. Sími 49«. TIII. ár. Fyrir skömmu hefir verið sagt frá gengishruninu í pýskalandi. Gjaldmiðill landsins var orðinn svo verðlaus, að nokkra miljarða marka þurfti til að borga undir bréf til útlanda. Erlendir menn höfðu lifað ríkismannalífi í land- inu fyrir sama sem ekki neitt. Fasteignir, jarðir og hús lentu í eigu útlendinga fyrir hlægilega lágt verð. Embættismenn og verka- menn lifðu við hörmulegustu kjör. Tímunum saman varð að halda hungruðum lýðnum í skefjum með vélbyssum og sprengikúlum til að hindra það, að matvælabúðir og vöruhús væru rænd. Lággengið olli mestu um þessar hörmungar. þýska þjóðin var að verða ánauð- ugur þræll þjóðanna með heilbrigð peningamál. En fyrir nokkrum vikum gerðu þjóðverjar merkilega stórbreyt- ing. peir byrja að gefa út „gull- trygða“ seðla, sem þar af leiðandi halda alstaðar gildi sínu. þjóð- verjar verða þá alt í einu í farar- broddi Evrópuþjóðanna á þessu sviði, þar sem þeir rétt áður voru „aumastir allra“. Hvaða gull hafa þjóðverjar? það er að mestu leyti seðlar annara þjóða, sem hafa hátt og nokkumveginn stöðugt gengi. Gullmörkin þýsku eru trygð með enskum pundum, amerískum dollurum, hollenskum gyllinum, sænskum krónum 0. s. frv. Og seðl- ar þessara þjóða eru eins og nú stendur á í heiminum engu lakari trygging en gull. í sumar ákvað þýska þingið, að stjórnin skyldi fá full umráð yfir öllum útlendum gjaldeyri, sem borgarar landsins kynnu að fá fyrir þýskan, útflutt- an varning. þessu fé er síðan skift þannig, að framleiðendurnir fá nokkuð til sinna þarfa beinlínis, til að kaupa óunna vöru erlendis, en afgangurinn gengur til „gullbank- ans“ í Berlín. Útflytjendur fá „gullmörk", þ. e. trygða seðla í staðinn. Og á fáum vikum varð breytingin svo algjör, að öll við- skifti og verðlag voru bundin við hina nýju mynt. Gömlu mörkin eru þó gjaldgeng eftir sínu gengi. Hver starfsmaður ríkisins og hvert atvinnufyrirtæki verður að taka við gömlu föllnu seðlunum, en hver miljarður er ekki nema agnarbrot úr einu gullmarki. Með þessu eru allar gömlu skuldimar innanlands „gefnar upp“ og þjóðin byrjar nýtt tímabil. þjóðverjar segja, að árið 1928 hafi verið örðugast af öllum þeirra vandræðaárum síðan stríðið byrjaði. En umskiftin með myntina ganga ekki sársaukalaust. Með „gullmörkunum“ kom fastur mælikvarði á viðskiftalífið. En sá mælikvarði er erfiður í fyrstu. Fyrir útlendinga óx dýrtíðin svo, að námsmenn úr öllum löndum og „gengisgestir“ hópast nú úr landi, því að þýskaland er nú orðið jafn- dýrt Englandi og Svíþjóð sem dvalarstaður. Fyrir landið var þessi breyting æskileg. þjóðverj- um hafði verið mikið tjón og þá ekki síður skapraun að langdvölum útlendinga úr gengisháum löndum. En fátæka fólkinu í þýskalandi verða skiftin erfið meðan breyting- in er að komast á. Atvinnuleysi hefir aukist mikið, og hungurs- neyðin um leið orðið tilfinnan- legri. En þjóðin vonar samt, að þessi nýi, grýtti og þröngi vegur leiði til lífsins. Hitt var sannreynt, að hinn breiði vegur mikillar seðlaútgáfu og sívaxandi gengis- lækkunar leiddi til glötunar. ** -----o---- Hvað n öðru lir. Rómverjar gáfu fyrsta mánuði ársins nafn eftir guðinum Janusi. Janus og Vesta voru æðstu heimil- isguðir rómversku bændanna. Jan- us hafði tvö höfuð og horfði ann- að aftur en hitt fram. Vilji íslenski bóndinn nú á ára- mótunum horfa bæði aftur og fram, þá hafa undanfarin ár verið erfið og fram undan er skuggsýnt um afkomuna. í tvö ár hefir íslenski bóndinn beðið mikinn hnekki um afkomu sína vegna skattaálaga norsku frændanna á aðalframleiðsluvöru bænda. Og orsökin er, a. m. k. með- fram, löggjöf bændunum alveg óviðkomandi. Hefir það verið dregið í efa, af Morgunblaðinu 0. fl., en allra ljós- ast verður það af eftirfarandi: í II. kafla af nefndaráliti norsku tollanefndarinnar, sem nýlega er komið út, á blaðsíðu 122, standa þessi orð: „I bréfi frá 11. ágúst 1922 til verslunarráðuneytisins hefir fiski- veiðastjórinn vakið eftirtekt á því, að ný fiskiveiðalöggjöf hafi verið samþykt á íslandi, sem segja má að fyrst og fremst sé beint gegn Norðmönnum. Muni lög þessi verða mjög óþægileg fiskiveiðum Norð- manna við ísland. þar sem hins- vegar gera má ráð fyrir að hinn hækkaði kjöttollur sé til óhagræð- is fyrir innflutning íslands á salt- kjöti til Noregs, áleit fiskiveiða- stjórnin að hægt væri að hugsa sér samninga um gagnkvæmar ívilnan- ir á þessum fiskiveiðalögum og tollinum á íslenskt kjöt“. Og fram undan er það, að svo hækkaður tollur er nú kominn á þá vöru, að nemur helmingi af verði vörunnar, í því landi, þar sem langsamlega aðalmarkaðurinn hefir verið. Svo hár tollur er i rauninni sama sem innflutningsbann á vörunni til Noregs. Afleiðing þess, ef Norð- menn þannig loka áfram landi sínu fyrir þessari íslensku vöru er stór- kostlegt verðfall á íslenska kjötinu, því að utan Noregs er markaður fyrir það mjög þx-öngur. Fyrir íslenska bændur er lokun noi’ska kjötmai’kaðsins jafnalvai- legt mál og lokxm Spánarmarkaðs- ins hefði verið fyrir sjómennina ís- lensku. — Eftir hálfan annan mánuð kem- ur Alþingi saman. Norska þingið mun sitja á sama tíma og fram eft- ir vorinu. Alþingi má ekki skiljast við mál- ið öðruvísi en það sé til fulls til lykta leitt. Verði það ekki, eru eng- ar líkur til, fremur en áður, að málinu verði ráðið til lykta fyrir haustkauptíð. — Frægt er það orðið um Cató gamla, að hann endaði allar ræð- ur sínar í öldungaráðinu rómverska með þessum orðum: „Ilvað sem öðru líður legg eg til að Kathagó sé lögð í eyði“. þeim orðum munu allir þeir mæla, að breyttu því sem breyta ber, sem telja landbúnað Islands grundvöll þjóðernis Islands og af- , komu íslendinga: í Hvað sem öði’u líður leggjum við Reykjavík 5. janúar 1924 til að þau ráð verði tekin, sem megna að fella burtu eða lækka stórum kjöttollinn norska. Framanskráð ummæli norska fiskiveiðastjórans sýna berlega að samningahugui’inn er ríkur í Noi’- egi. ----o---- Kaupmannaskólinn vill komast á landssjóð. Blað kaupmanna hefir enn á ný í’eynt að leiða rök að því, að það væri sparnaður fyrir landið, að hætta að styrkja samvinnufræðslu í landinu. Ilún væri óþörf. Og vit- anlega er um leið undirskilið, að þekking um samvinnumálefr.i sé skaðleg fyrir kaupmannastéítina. þetta mun og alment játað 0g við- urkent. Hinir fáfróðu og ómentuðu hafa aldrei samtök sem að nokkru haldi koma til að versla eða reka atvinnu með réttlátum félagsskap. Ef samkepnismenn væru hrein- skilnir, ættu þeir að segja, að þeim væri samvinnufræðsla þyrnir í aug- um af því hún spilti óbeinlínis gróðamöguleikum þeirra, þá væru þeir sannsögulir. En þegar þeir segja, að það þurfi að leggja sam- vinnufræðslu niður til að spara. fé landsins, þá fara rökin að verða nokkuð óljós. Eins og nú hagar til, eru skólar kaupmanna og samvinnumanna einkafyi-irtæki, sem styrkt eru lít- illega með opinberu fé þiogið get- ur hvoruga þessa stofnuji lagt nið- ur, aðeins sv'ft þær opinberum styrk. Og það sem kaupmanna- blaðið fer fram á, er að samvinnu- félögin vei’ði svift styrk til síns skóla, en því rnau'i lagt til kaup- mannaskólans. Með öðrurn orðum gera kaupmannaskólann að ríkis- skóla, kosta hann að öllu leyti af landinu. En yi’ði það sparnaður? Nú leggur landið 6000 krónur til hvors skólans. Enginn sparnaður yrði fyrir landið, þótt annar fengi ekki neitt og hinn 12 þús. Enn síður yrði það sparnaður að taka annan skól- ann alveg á landið. ódýi’ustu lands- skólamir, t. d. Hólaskóli, Hvann- eyri og Eiðar, kosta landið 16—18 þús. kr. árlega, og standa þó í sveit. þar að auki hefir landið lagt þess- um skólum til hús, sem nú myndu kosta mörg hundruð þúsund, ef byggja ætti í Reykjavík. Jafnvel smáskólar í kauptúnum, eins og Flensborg og kvennaskólinn á Blönduósi, fá 15 þús. kr. hvor ár- lega úr landssjóði, af því þeir lifa nær eingöngu á þeim styrk, þótt kallaðir séu einkafyi’ii’tæki. Hver smáskóli, sem landið rekur í Rvík, fer að kostnaði langt fram úr skól- um kaupfélaga og kaupmanna. Yfirsetukvennaskólinn, þar sem einn af læknum landsins kennir í hjáverkum sínum eina klukku- stund á dag, kostar landið sum ár meira en nemur styrknum til bæði samvinnu og kaupmannafræðslu. Vélstjóraskólinn, sem landið rek- ur, kostar landssjóð þrefalt meir en hvor hinna. Stýrimannaskólinn ferfalt meira. Um leið og landið færi að reka kaupmannaskóla með þeirri að- sókn, sem er í þá stétt, er ólíklegt að árskostnaður yi’ði minni en 30 —35 þús. ki’. Auk þess eru kaup- menn húsalausir fyrir skóla sinn. Nýtt skólahús gæti varla kostað minna en húsið yfir Sigurð á Víf- ilsstöðum, 170—180 þús. Sparnað- ur landssjóðs yrði þess vegna býsna lítill að breytingunni. En fyrir kaupmannastéttina yrði töluverður léttir að breytingunni. Landið legði þeim þá til nóg af ódýrum, heppilegum vinnukrafti, án þess að þeir sjálfir þyrftu nokkru til að kosta. Og það er sá „sparnaður“, sem Mbl. mælir með. Kvennaskólinn, Samvinnuskól-, inn og Kaupmannaskólinn eru nú sem stendur ódýrastir í rekstri fyrir landið allra opinberra skóla í Rvík. það er af því, að þeir eru allir einkafyi’irtæki, og geta sam- kepnismenn séð þar fagurt dæmi máli þein’a til sönnunar. Kenslan við alla þessa skóla er að lang- mestu leyti tímakensla. þingið og landsstjórnin geta lært mikið af þessum aðilum, ’um hversu reka má landsskólana í kauptúnunum miklu ódýrar, heldur en nú er gert. Kvennaskólinn fær nú sem stendur ferfalt meiri styrk en skólar kaupfélaga og kaupmanna. Samt er Kvennaskólinn að tiltölu við nemendafjölda mörgum sinn- urn ódýrari landinu heldur en t. d. mentaskólinn. Sparnaðarhugleiðingar kaup- mannsins í Mbl. eru sökum ónógr- ar greindar og þekkingar þessa höf. tóm endileysa. Tillaga hans myndi auka landinu mikil útgjöld, sem það illa má við. Nær væri að spai’a svo sem 400 af þeim 500 verslunum í Rvík og hlynna að því, að þeir verslunarmenn, sem ekki þarf með, færu að róa á sjó eða gæta sauða uppi í sveit. Samvinnumaðui’. ----o---- Baráltan við eyðsluna og skuldirnar. Meginstefnumunur milli Fi’am- sóknar- og Mbl.flokksins liggur í viðhorfi þeirra gagnvart eyðslu og skuldum. 1 Mbl.flokknum eru tvær stéttir ráðandi. Önnur ber mesta ábyrgð á fátækt landssjóðs, hin of fjölmenna launastétt. Hin ber mesta ábyrgð á skuldum lands- manna út á við og inn á við. það er hin of fjölmenna verslunarstétt. Mbl.flokkurinn er samábyrgð þess- ara tveggja eyðsluhópa. Hann hef- ir enn ekki getað fundið sér tákn- andi nafn. En eyðsluflokkur væri rétta orðið. það er sannnefni, hvorki spaugsyi’ði eða uppnefni. Hvað sem blöð þessara manna kunna að segja eða einstakir menn í flokknum, þá verður það ekki út skafið, að of margir starfsmenn landsins og of margir verslunar- menn hafa nú á síðari árum valdið skuldum og fátækt landsins. Hér skal ekki að þessu sinni minst nema á aðra hliðina, átökin milli Mbl.manna og Framsóknar- flokksins um verslunareyðsluna. Sú saga byrjar með stríðinu. Um leið og fréttist um stríðið, hækkuðu nálega allir kaupmenn vöru sína, og sumir ekki lítið. Eyðslan byrjaði strax. Jafnframt urðu þeir lítt fær- ir til aðdrátta um matvæli. þingið sendi skip til Ameríku. Landið dró að vöruna. Kaupmenn fengu hana, og hækkuðu eftir vild. í ársbyrjun 1917 varð Sig. Jónsson ráðherra. Hann sá, að innkaup landsins komu ekki nema að hálfu gagni, ef milli- liðirnir gætu skapað óeðlilegt verð á matvörunni. Iiann setti lands- verslun í beint samband við hi’eppsfélögin. Síðar tóku þeir Hallgrímur Kristinsson, M. Kj*. og Ág. Flygenring við stjórn lands- 1. bl&ð t frii Porbjörgjðnsdottir. Á aðfangadagskvöld jóla andað- ist í sjúki-ahúsinu á Akureyri frú þoi’björg Jónsdóttir. Hún var dótt- ir Jóns þoi’steinssonar skálds á Arnarvatni, en gift Jónasi þor- bei'gssyni í’itstjóra á Akureyri. þorbjörg var fríð kona, skarpgáf- uð, skáld og vel mentuð. Fyrir nokkrum árum sýktist hún af brjóstveiki, var um nokkra stund á Vífilsstöðum, og síðar á sjúkra- húsinu á Akureyri. En veikin var fi’á upphafi svo mögnuð, að lítil von var um bata. verslunar. 1918 hafði hún nálega öll innkaup nauðsynj avöru. Út- flutningsnefnd seldi helstu gjald- eyi’isvöruna. Hagur landsins stóð þá með einna mestum blóma. þegar vopnahléð er samið haust- ið 1918, vakna kaupmenn. þeir í’áðast með mikilli grimd á út- flutningsnefnd, og var þó meiri- hluti hennar úr þeirra stétt. þeir vildu engin landssamtök um söl- una; hver kaupmaður vildi bauka fyi’ir sig. þeim tókst að sprengja sölusamtökin. Haustið eftir kom árangurinn í ljós. Samkepnin eyði- lagði síldai’markaðinn. Miljónir af gróða stríðsáranna runnu í sjóinn. Fjölda margir menn, sem áður voru auðugir, urðu nú öreigar og eftirgjafamenn bankanna. Sama varð sagan um nokkuð af því salt- kjöti, sem Sambandið hafði ekki til umráða. það féll alveg ótrúlega og varð eigendunum nálega að engu. Vorið 1920 kemst íslands- banki í vanda og greiðsluþrot er- lendis. Tveir af þeim mönnum, sem mest höfðu látið sig skifta skipulag verslunarinnar á stríðsár- unum, H. Kr. og M. Kr., ráðlögðu nú og i*éðu mestu um að tekin var ný stefna. Innflutningsnefnd var sett til að di’aga úr hinum hóflausa innflutningi og minka eyðsluna. Talað var um útflutningsnefnd, en þing og stjóm treystist ekki til, af ótta við verslunarstéttina. Inn- flutningsnefndin starfaði eitt ár og var á góðum vegi með að hefta eyðsluna. Um áramótin 1920—21 hitta þeir H. Kr. og M. Kr. Jón Magnússon að máli og halda fast fram ki’öfunni um að halda versl- unai’eyðslunni niðri. Hann er þeim alveg sammála. Litlu síðar heldur M. Kr. hinn fræga þingmálafund á Akureyri, og sannar þar, hver þjóðarnauðsyn sé að versla sem minst, flytja sem minst inn meðan standi á kreppunni. Kaupmannalið- ið andæfði. þeir sögðu, að innflutn- ingur væri sín atvinna, sitt lifi- brauð. þeir yrðu að lifa. Um hag þjóðai’heildarinnar vildu þeir ekki tala. Samhliða þessu söfnuðu kaupmenn alt í kringum land áskor unum um að leyfa ótakmarkaða eyðslu. þingmenn, sem voni háðir verslunarstéttinni, tóku nú algert í þeirra streng. J. M. sá, að straum- urinn var vaxandi með eyðslunni. Hann vildi sitja. Skifti því um stefnu, slepti innflutningshömlun- um og lét berast viljalaust með straumnum. Framsóknarmenn héldu fi’am stefnu þeirri, sem leið- togar þeirra í fjárhagsmálunum höfðu markað. Enginn vafi er á, að meginhluti bænda bæði til sveita og sjávar, fylgdi þessari Frh. á 4. Bíðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.