Tíminn - 07.01.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.01.1922, Blaðsíða 4
4 T í M I N N Frá Landsbankanum. Það eð Landsbankanum berast iðulega innheimtur frá útlöndum, bæði víxlar og ávísanir á einstaka menn og firmu hér á landi, án þess greiðendur hafi samið áður við bankann um greiðslurnar, þá tilkynn- ist hér með enn á ný, sbr. auglýsingu bankans hér að lútandi 27. maí 1921, til þess komist verði hjá óþægindum, að vér munum tafarlaust endursenda allar slíkar innheimtur, nema hlutaðeigendur hafi fyrirfram samið við oss um greiðslu þeirra. Reykjavik 30. desember 1921. jr Landsbanki Isla.nd.s_ Landsverslunin er flutt í Sambandshúsið á Arnarhólstúni við Ingólfsstræti. Agæl húsakol komin með mótorskonnortunni Svölu. Landsverslunin. inni, hafa verið „dubbaðir“ með krossum. þar að auki margir Danir, sem ekkert hafa til unnið nema að sitja hér veislur með J. jy[. á landsins kostnað. Loks kom „jólagjöfin", 80 þús. til Jóns þor- lákssonar, fyrir verk, sem hann er miklu miður fallinn til að gera en starfsmenn Búnaðarfélagsins, sem landið hefir í þjónustu sinni. þessi blóðtaka lendir að óþörfu á um 150 búendum í Flóanum, sem éiga nógu erfitt með að frám- kvæma þetta stóra verk, þótt eigi séu þeir skattlagðir svo grimmi- lega, algerlega að óþörfu. Af þess- um skattalista, sem þó er hvergi nærri tæmandi, sést að J. M. vill standa reiðulega í skilum við sína helstu menn. þeir sem ekki fá fín embætti, eru sæmdir titlum og krossum. á Barnaskóli Reykjavíkur. ' þar stendur nú kyndugur skinnaleikur. Barist um hvort skólinn eigi taka framförum, eða halda áfram að vera mjög gallað- ur. Nokkur hluti bæjarstjórnar, skólanefndar og kennara vill láta bæta skólann eftir föngum. Aðrir menn í sömu stöðu spyrna á móti. Er upphaf þessa máls, að í fyrra- vor var skólanefnd kosin og í hana: Sig. Guðmundsson, nú skólameistari á Akureyri, frú Laufey Vilhjálmsdóttir frá Rauð- ará, þorvarður þorvarðarson prentsmiðjustjóri, Gunnl. Claes^ sen læknir og Krabbe verkfræð- ingur. Sigurður var formaður. Fjórir hinir fyrstnefndu skóla- nefndarmenn höfðu mikinn hug á að bæta skólann. Krabbe var að- gerðalítill og hefir síðar fylgt andstæðingum endurbótanna. Meiri hlutinn réði að ákveðið var að byggja baðhús við skólann, sem lengi hafði vantað, fékk tvo mæta kennara, sr. Ólaf frá Hjarð- arholti og Steingrím Arason til að rannsaka kensluna og leiðbeina kennurum með ýmsar nýungar, t. d. að flokka börn í bekki eftir gáfum og þekkingu, en ekki af handahófi eða eftir aldri. Bannað vár að nota húsið til annarlegra hluta, kosninga og mannfunda. Góður læknir, Guðm. Thoroddsen var fenginn til að vera skólalækn- ir. Vann hann að rannsókn á heilsufari og lækningum í skólan- um nokkuð á hverjum degi. Sum- um kennurunum þótti fátt til um endurbæturnar, en höfðu sig lítt í frammi. Skólanefnd var ákveð- in og stóð til, að veita allar stöð- ur við skólann í vor sem leið. I sumar fluttist formaður nefndar- innar, S. G., norður. Margir bæj- arfulltrúar voru burtu er kosið var í skólanefnd. Jón þorláksson marði sig inn með 6 móti 5. Kaus sig sjálfur. Endui’bótamennirnir vildu Jón Ófeigsson. Meðan G. Cl. var erlendis og frú Laufey veik, tókst Jóni þorl. að verða formaður nefndarinnar með 2 atkvæðum móti einu. Með Jóni, hann sjálfur og Krabbe, móti þor- varður. Meðan Jón hafði þennan meiri hluta, var baðhúsinu frest- að og því máli spilt á margan hátt. Kennarar, sem búið var að segja upp, teknir áftur. I stuttu máli: Alt gert til að eyðileggja umbætur þær, sem byrjað var á. Við þetta gerðust hinir kyrstæð- ari kennarar hugaðir, í skjóli Jóns þorh, og hafa nú í Mbl. ráð- ist me2L allmikilli hörku móti end- urbótum Steingríms og sr. Ólafs. Standa nú til ritdeilur um málið, og verður þein-a getið jafnóðum hér í blaðinu. Eftir að G. Claes- sen kom heim úr siglingu, tókst honum að Jóni þorl. og aftur- haldsmönnum bæjarstjórnar nauð ugum, að fá Steingrím Arason skipaðan til að rannsaka kensluna í vetur, og gera tillögur til skóla- nefndar. Við það situr. það er þýðingarmikið þjóðmál, hversu hagað er uppeldi fimta hlutans af íslendingum. Verður allra meiri háttar atburða í þessari einkenni- legu glímu getið jafnótt hér í blaðinu. Gagnfræðaskólinn nyrðm. þar gengur starfið prýðilega að sögn manna nyrðra^ Skólinn hefir fengið góða viðbót um kenslu- krafta, og skólalífið í ágætu lagi. En skólahúsið, stærsta skóla- jygging landsins, er að grotna niður fyrir vanhirðingu og skammsýni landsstjórnarinnar. Vatn hleypur í veggina í úrkom- um, og í stórrigningum kemur vatnsflóð í húsið. Búist er við að nauðsynleg aðgerð kosti rúm 30 þús. kr. þing og stjóm verða nú að skera úr hvort betra er að leggja þetta fé fram til að járn- klæða húsið og verja það fúa, eða að láta stórhýsið eyðileggjast. Nú myndi slík bygging varla reist fyr ir minna en hálfa miljón króna. Undarlegt er ef Norðlendingar láta sína aðalmentastofnun vera hripleka eins og hjall og grotna niður yfir höfðum sona sinna og dætra. Og hvað verður svo um skólagöngu norðlensku ungling- anna, þegar húsið er orðið óhæft til notkunar? ** ----o----- 'gScrgm eififa eftlr JbaCC ^aiue þegar ópin voru þögnuð varð s\o mikil kyrð, að ekki heyrðist annað en andardrátturinn. Og þá tók Rossí aft- ur til máls. „Fyrst og fremst“, sagði hann, „bið eg ykkur um að vera friðsamir. Ovin- ir okkar vilja kalla okkur uppreistar- menn. Gegn hverjum gerum við upp- reist? það er ekki hægt að gera upp- reist gegn öðrum en þjóðinni. þjóðin er hinn raunverulegi stjómandi. Kúg- arar hennar eru hinir raunverulegu uppkeistarmenn. Hvort sem þeir bera einkennisbúning hermannanna, eða hirðbúning ráðherranna — þeir erú uppreistarmenn, ef þeir hegða sér ekki eins og þjónar og þegnar þjóðarinnar. þetta eru háleit sannindi sem enginn dirfist að neita“. Fagnaðarópin dundu við. Rossí þagnaði og leit til hermannanna. „Rómverjar!" endurtók hann. „Lát- ið ekki hina vopnuðu ofbeldismenn knýja ykkur til að fremja ofbeldis- verk. það verður þ e i m til gagns, ef þið rjúfið friðinn. Látið þá von þeirra verða að engu! þrátt fyrir byssur þeirra og byssustingi hafið þið komið liingað, til þess að sýna það að þið óttist ekki dauðann! En eg bið ykkur að óttast hitt: að fremja órétt. Eg ber ábyrgðina á komu ykkar hingað. Eg mun til æfiloka kveljast af iði-un, verði einum blóðdropa úthelt, vegna mis- taka af ykkar hálfu. Eg bið ykkur svo innilega, sem ein- hver nánustu ástvina minna væri með- al ykkar staddur, og gæti orðið fyrir kúlu hermannanna — að gefa her- mönnunum ekkert tilefni til ofbeldis- verka. Eg bið ykkur að sverja með mér dýran eið, að þið látið ekki hart mæta hörðu! Sverjið!" Svarið kom á sama augnabliki — samróma og hátt unnu allir eiðinn. Róma leit á hermennina. Birtan var ekki góð, en henni virtist hermennirn- ir kærulausir og byssurnar stóðu við hlið þeirra. „Rómverjar!“ hóf Rossí máls enn á ný. „Mánuður er liðinn síðan við mót- mæltum skattinum á hina frumlæg- ustu lifsnauðsyn. Svarið er þetta: að þrjátíu þúsundir vopnaðra manna standa meðal okkar. þessvegna kom- um við saman i kvöld til þess að á- kalia hið voldugasta afl sem til er á jörðunni, það vald sem voldugra er en nokkur her, voldugra en nokkurt þing, ótakmarkaðra en nokkurt kon- ungsvald — og þetta vald er réttlætis- tilfinning mannkynsins — almenn- ingsálit heimsins". Dynjandi óp og lófatak kvað aftur við. „Kúgarar þjóðarinnar munu að vísu halda því fram, að þið þurfið engan styrk að sækja, þar sem er réttlætis- tilfinning mannkynsins, þar eð þið liafið stjórn kosna af þjóðkjörnu þingi og kosningarrétt ykkar. Svarið er það, að slík stjórn getur orðið verkfærí í hendi yfirstéttarinnar, og kosningar- rétturinn orðið ónýtur. Væri atkvæða- rétti borgaranna réttlátlega skift, myndi þjóðin vera alvöld. En honum er ekki réttlátlega skift og þessvegna cru afturhaldsstjórnirnar nálega alstaðar — þessvegna eru skattarnir látnir hvila mun meir á hinum fátæku en hinum rilcu, þess- vegna er jörðin, föðurarfur mannkyns- ins í höndum hinna fáu, hinum mörgu til tjóns, og það fjármagn, sem er laun allra, í höndum banka og auð- manna“. „Heyr! Heyr! Heyr!“ var hrópað úr öllum áttum. „það er af því að kosningarréttur- lögin eru ranglát, að afturhaldsstjórn Ítalíu hefir getað haldið fyrir okkur hinum guðdómlegasta hluta mann- legrar arfleifðar — þeirri arfleifð, sem er andleg. Kynslóð eftir kynslóð hefir alist upp í myrkri fáfræðinnar, til þess að uppreistarmenn yfirstéttarinnar ættu hægra um vik 'að nota okkur eins og þræia. Eg þakka algóðum Guði að þeim hefir ekki hepnast það algerlega. Guðdómsneisti býr í manninum og það er ekki vilji hins Almáttuga að hinir grimmu kúgarar geti gert skynbæra mennina dýrum líka“. Hin drynjandi rödd Rossís varð ná lega öskur og mannfjöldinn svaraði með djúpri stunu, eins og þá er þýt- ur i fjarandi öldum. „Og hvað hefir kirkjan gert í þessari þúsund ára löngu baráttu á móti hin- um sanna stjórnanda heimsins? Stofnandi hennar var hann, sem nefndi sig: Mannssoninn. Snauður fæddist hann, lifði fátækur og var öll- um miskunnsamur. Ilefir kirlcjan tek- ið að Sér málstað fólksins? Hvernig hljóða hin einu nauðsynlegu orð, sem kirkjan heldur að hinum sárþjáða heimi? Kirkjan segir, að hver eigi að una glaður við sitt, við eigum að lúta höfði og þreyja, við eigum að hlýða yfirvöldum og trúa því að þjóðfélags- skipulagið sé nú einmitt þannig, eins og Guð vilji hafa það. Kirkjan segir að við megum aldrei reisa rönd við neinu til* þess að við öðlumst hinu- megin huggun fyrir hörmungar þessa heims. Ef þið eigið eignir, eigið þið að gefa ölmusu. Ef þið eruð fátækir, eig- ið þið að lúta hinum ríku. Hvort sem þið eruð fátækir eða ríkir, eigið þið að hlýðnast biskupi ykkár og kné- krjúpa páfanum. þetta er hið eina nauðsynlega sem kirkjan ber á borð fyrir hinn sárþjáða heim — af vörum yfirmanns síns, páfans. Eruð þið á- nægðir? — þegar þið báðuð kirkjuna um brauð, gaf hún ykkur Steina!" Sársaukaóp heyrðist frá mannfjöld- anum, en Rossí hélt áfram: ---o--- Fréttir. Hneiksli. Yfirleitt fóru nám- skeið Búnaðarfélagsins vel fram austanfjalls, einkum þó í Fljóts- hlíðinni. En á námsskeiðinu við Ölfusárbrú varð mikið hneiksli að drykkjuskap suma dagana. Er tal- ið víst að maður einn, sem ekki skal nafngreindur að sinni, reki þar áfengisverslun. Ætti það ekki að líðast lengi undir handarjaðri sýslumannsins. Slysfarir. Talið er víst að tveir menn hafi druknað hér á höfn- inni á gamlárskvöld. Voru báðir kyndarar á skipum Hauksfélags- ins sem bundin eru við hafnar- garðinn og áttu að gæta skip- anna. Hefir báturinn fundist sem þeir fóru á út í skipin. Báðir voru mennirnir úr Hafnarfirði. Hét annar Vilhjálmur Oddsson, en hinn Eyþór. Kristjánsson. — Skömmu fyrir jól lagði maður að nafni Guðbjartur af stað frá Eyr- arbakka til Reykjavíkur og var gangandi. Hefir eigi til hans spurst síðan og er giskað á að hann hafi orðið úti á Hellisheiði. Bæjarlæknir. Ólafur Jónsson, frá Húsavík, er settur bæjarlækn- ir til 1. mars. Strand. þýskur botnvörpungur strandaði á Slýjafjöru í Meðal- landi á gamlárskvöld. Var frá Geestemiinde. Allir menn björg- uðust. Bitlingur enn. Einar prófessor Arnórsson er skipaður skattstjóri vegna nýju skattanna. Við bæjarstjórnarkosningu á .Seyðisfirði sigraði fulltrúi alþýðu- manna, Jón kennari Sigurðsson með 169 atkvæðum. Stefán Th. Jónsson fékk 108 atkvæði. Spánarsamningarnir. Á árs- þingi hins geysivolduga bann- mannafélags Bandaríkjanna, sem háð er um þessar mundir, var samþykt áskorun til stjórnar Bandaríkjanna um það að hún sjái um að bannlögin á Islandi verði virt í viðskiftasamningun- um milli Spánar og íslands. Blómsveigasjóði þorbjargar Sveinsdóttur hefir nýlega borist 12 þús. kr. gjöf frá börnum Lár- usar Lúðvíkssonar skósmiðs. Voru ?au 12 systkin og þorbjörg ljós- móðir allra. Eldur kviknaði í Bjamaborg um miðja vikuna. Var brunaliðið kvatt til hjálpar og tókst að slökkva. Hafði kviknað frá „prímus“. Blysför. Á gamlárskvöld fóru stúdentar blysför upp að húsi Einars Jónssonar myndhöggvara. Ávörpuðu stúdentar hann nokkr- um orðum en Einar þakkaði. Látin er á Landakotsspítalanum anna kona Magnúsar Sæbjörns- sonar læknis í Flatey á Breiða- firði. Firmað Nathan og Olsen átti 10 ára afmæli á nýársdag. Hefir það, þessa tilefnis, gefið út skrautlega bók, dagbók ársins, með myndum, ýmislegum verslunarfróðleik og sögu firmans. Nýárssundið féll niður í fyrra, en nú var það aftur þreytt. Kepp- endur voru átta. Jón Pálsson, son- ur Páls sundkennara, varð hlut- skarpastur. „Komandi ár“. Greinin, með því nafni, sem komið hefir út undan- farið hér í blaðinu, verður gefin út sem sérstök bók. Höfundurinn er Jónas Jónsson skólastjóri. Er inngangi lokið og komið að yfir- liti þeima þjóðmála sem nú liggja fyrir til úrlausnar. Aldarháttur. Nú er alt á hausnum, en aldrei meira fyrir alla sem styðja af krossum og beinum. Sjóðþurð og öðrum syndum þeir eira hjá sínum mönnum, en bara þeim einum. Og embætti fá þeir, bæði’ eitt og fleiri, það er erfitt að sitja núna, ég heyri; því nú þarf meira’ en að standa og strjúka, það er stærri skuldum, sem nú þarf að ljúka. Og „mórallinn“ hann má fara og fjúka til fjandans — en stjórnin má ekki rjúka. Altaf að- hækka í verði. Kveðið var: Nú eru boðin þúsund þrenn, — þetta’ er að hækka í verði. Kveðið er: Rúin, svikin fósturfoldin, fregna skal hver múta gerði. þrjátíu em þúsund goldin, — þetta er að hækka í verði. Á búnaðarnámsskeið norður á Akureyri fóru Valtýr Stefánsson áveituverkfræðingur og Árni G. Eyland ráðunautur, með Goða- fossi á nýársdag. Kaupþing setti Verslunarráðið í gær í húsi Eimskipafélags ís- lands. Ræður fluttu: formaður Verslunarráðsins, Garðar Gísla- son og atvinnumálaráðherra Pét- ur Jónsson. Látin. Isafold drapst úr hor á gamlárskvöld. Verður nánar minst síðar. Betra útlit er nú um ísfiskssölu á Englandi. Ritstjóri: Tryggrf þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.