Tíminn - 03.05.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.05.1983, Blaðsíða 1
Umsjón: Samúel örn Erlingsson Úrslitakeppni 2. deildar í körfu loks lokið: Að lokum fóru Laugdælir upp — sigrudu Breiðablik í hreinum úrslitaleik ¦ Lengstu úrslitakeppni í deild í körfu- knattleik sem lengi hefur heyrst um lauk í íþróttahúsi Hagaskóla í gærkvöld. Þá lauk fjórðu úrslitakeppninni sem haldin er í annarri deild karla í vetur, og fóru leikar svo, að Laugdælir, úr Laugardal ¦ Árnessýslu komust upp í fyrstu deild. Laugdælir sigruðu ísfirðinga á laugar- dag, og síðan Breiðablik í gærkvöld 77-62. í annarri deild karla í körfuknattleik voru í upphafi fjórir riðlar. Sigurvegari úr hverjum riðli komst í úrslit, og þegar liðin fjögur mættust fyrst i úrslitakeppni fóru leikar svo að Iþróttafélag Mennta- skólans á Egilsstöðum tapaði öllum sínum leikjum, en Laugdælir, ísfirðingar og Breiðabliksmenn úr Kópavogi hverjir aðra. Siðan mættust þessi þrjú lið í tveimur lokaumferðum í viðbót, og fóru leikar þá á sama veg, hverjir unnu aðra. Að lokum setti stjórn KKÍ þær reglur fyrir fjórðu og síðustu úrslitakeppnina að stigamunur skyldi ráða, ef svo færi enn sem farið hafði. Til þess kom þó ekki, þar eð Laugdælir unnu báða sína leiki í fjórðu úrslita- keppninni, og var leikur Breiðabliks og Laugdæla í gær hreinn útslitaleikur. Laugdælir unnu 77-66. Stigahæstur í liði Laugdæla í leiknum í gær var Sigurður Matthíasson, íslands- meistari og methafi í atrennulausu há- stökki, hann skoraði 30 stig. Sigurður stundar nám í íþróttakennaraskóla Is- tands á Laugarvatni, eins og reyndar margir liðsmanna Laugardæla að þessu sinni. Pó eru eitilharðir körfuboltajaxlar úr sveitinni einnig í liðinu. Stigahæstir Blikanna voru Atli Árnason með 18 stig, og Bjórn Christensen með 16. Skóstríð íV. Þýskalandi: Má Atli ekki leika á Tiger? — Á því stranda samningarnir við Dusseldorf -Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn ¦ í lengri tíma hafa framleiðendur á fótboltaskóm lifað í sátt og samlyndi í Þýskalandi. Flest liðin í Búndeslígunni hafa að vísu auglýst Adidas, en Bremen, Diisseldorf, Gladbach og Hertha Berlin hafa þó verið með Puma. Á síðustu misserum hafa þó nýir erlendir framleið- endur komið inn í myndina, og ber þar hæst bandariskt fyrirtæki sem framleiðir Pony skó. Fyrirtækið hefur reynt með margvíslegum ráðum að komast inn á þennan verndaða markað, m.a. hafa þeir reynt að fá þekkta leikmenn til þess að taka hliðarspor á Ponyskom, og orðið vel ágengt. í Kicker í gær segir, að Atli Eðvalds- son hafi á síðustu stundu hafnað mjög góðu tilboði frá Frakklandi, því japansk- ur skóframleiðandi, Tiger, hafi gert honum mjög girnilegt tilboð varðandi auglýsingar á þessari tegund á íslandi. Atli mun hafa gert það að skilyrði þegar rætt var um áframhaldandi veru hans hjá Dússeldorf að hann fái að nota og auglýsa þessa skó. Fái hann það ekki, sé hann hins vegarfarinn. Diisseldorf hefur hins vegar alltaf notað og auglýst Puma- skó, og hyggur ekki á breytingu, þannig að óljóst er með framtíð Atla. „Þetta er orðið að úlfalda" „Þessi mýfluga sem stóð í veginum fyrir samningunum er orðin að úlfalda", sagði Atli Eðvaldsson í samtali við Tímann í gærkvöld, þegar hann var inntur eftir þessum málum. „Þetta strandar á því að Dússeldorf hefur samning við Puma, en Tiger hefur boðið mér samning. Meðan ég er á samningi við Diisseldorf, má ég ekki skrifa undir þennan skósamning. En ef ég skrifa undir skósamninginn þegar samningur- inn við Dússeldorf er útrunninn er ég ekki bundinn af því. En þá gæti aftur á móti Puma stöðvað samning minn eða sinn, við Dusseldrof, þar eð ég leik á öðrum skóm. Samt vill Puma fyrirtækið ekki taka ábyrgð á því, ef ég þarf að rifta samningi við Dusseldorf." „Ég hef ekki heyrt neitt ákveðið frá Dússeldórf um þetta mál, og þess vegna get ég'ekkert sagt um hvað gerist enn," sagði Atli. SÖE ¦ Snæbjörn Sigurðsson Laugdælingur hefur hér betur í baráttunni um körfuboltann ¦' úrslitaleik annarrar deildar í gærkvöld gegn Breiðablik. Félagi hans Þorkell Þorkelsson fylgist grannt með þróun mála. Laugdælir tryggðu sér fyrstu deildar sæti í körfuknattleik í gærkvöld, eftir eina lengstu úrslitakeppni sem háð hefur verið í neðri deildum hér á landi. Tímamynd Róbert Broddi og Guðmundur úr leik ¦ Guðmundur Adolfsson vann óvænt í fyrstu umferð undankeppni HM i badminton í Kaupmannahöfn Perú- manninn Federico Valdez 15-9,17-18 og 15-11. Guðmundur tapaði síðan fyrir V-Þjóðverjanum Rússeler 10-15 og 8- 15. Broddi Kristjánsson fór létt gegnum fyrstu umferð, Norðmaður sem hann átti að leika við mætti ekki. í annarri umferð tapaði Broddi fyrir Nígeríu- manni, Samson Egbeyemi 15-18 og 10- 15. Báðir eru því úr leik. Stúlkurnar í ísl. liðinu keppa í vikunni. Enska knattspyrnan í gærkvöld: MIKILL SPRETTUR A BOTNLIÐUNUM UVERPOOL LA I 4. SINN í RÖD — Remi Moses missir af bikarúrslitaleiknum á Wembley ¦ Eitthvað virðist Liverpool-Iiðið hafa brotnað við að fara að tapa leikjum, svona rétt í lokin á tímabilinu, þegar meistaratitillinn var í höfn, eða svo til. Liðið tapaði fjórða leiknum í röð í gærkvöld, að þessu sinni fyrir Notting- ham Forést í Nottingham. Þá hefndi Arsenal heldur betur ósigranna fyrir Manchester United í undanúrslitum beggja ensku bikarkeppnanna, skellti United svo um munaði 3-0 á Highbury. Remi Moses, hinn baráttuglaði tengi- liður Manchester United fékk að sjá rauða spjaldið í gærkvöld í leiknum gegn Arsenal, fimm mínútum fyrir leikslok. Afleiðingin er tveggja leikja bann, sem byrja þarf að afplána innan 14 daga, sem þýðir að Moses missir af úrslitaleik bikarkeppninnar. Moses var rekinn útaf eftir grimmdarlegt brot á Peter Nicholas, og sá sem fylgdi Moses til búningsklefans var sjálfur framkvæmdastjóri Manchest- er United, Ron Atkinson. Atkinson fékk reisupassann af bekknum, eftir að hafa mótmælt kröftuglega brottrekstri Moses. Þar með hafa bæði liðin sem leika á Wembley misst einn mann í bann, Brighton missti Steve Foster á laugardag. Brian Talbot var enn einu sinni á skotskónum hjá Arsenal, skoraði tvö mörk, og hefur nú skorað 6 mörk í undanförnum þremur leikjum! Fyrir* liði Arsenal, David O'Leary skoraði eitt. Peter Davenport skoraði eina mark Nottingham Forest gegn Liverpool, eftir að hafa leikið á Graeme Souness laglega, og síðan á Bruce Grobbélaar. Watford eitt þriggja toppliða var næst- um búið að fara eins illa, þar var staðan orðin 2-1 Sunderland í hag, og Luther Blissett bjargaði stigi með því að skora sitt annað mark í leiknum á 88. mínútu. Það er líklegt að þeir í Sunderland séu ekki par hrifnir af Blissett, hann skoraði nefnilega fjögur mörk í fyrri leik liðanna, en þá vann Watford 8-0. Annars tóku botnliðin kipp mikinn, Swansea skellti Aston Villa, og er nú komið í næst neðsta sæti, en Brighton er neðst, gerði í gærkvöld jafntefli við Birmingham sem enn rúllar upp stiga- töfluna, meðan kular æ meir um Manc- hester City. I annarri deild skýrðust línur aðeins, Queens Park Rangers orðnir sigurvegar- ar deiídarinnar, með sigri á Fulham 3-1, og Wolverhampton er nú öruggt með að' komast upp í fyrstu deild, hvað sem gerist, eftir að hafa krækt í eitt stig í 3-3 leik í Charlton. Og nú er Leicester búið að ná þriðja sætinu af Fulham, gerði jafntefli við Leeds á Elland Road 2-2. John Gregory, Simon Stainrod og Gordon Davies skoruðu fyrir 2. deild- armeistarana gegn Fulham. Þá skoraði Graeme Sharp úr víti fyrir Everton gegn Coventry, og þar var 13. leikurinn í röð hjá Coventry án sigurs. ¦ Úrslit urðu þessi í ensku knattspyrn- iinui í gær: 1. deild: Swansea-Aston Villa......... 24 Arsenal-Man.United .........3-0 Birmingham-Brighton.........1-1 Everton-Coventry........... 1-0 Luton-Stoke ...............0-0 Nott.Forest-LiverpooI ........1-0 Sunderiand-Watford..........2-2 West Bromwich-Norwich ......1-0 2.deild: Bolton-Grimsby............0-0 Chariton-Wolverhampton......3-3 Chelsea-Sheff.Wednesday......1-1 Leeds-Leicester.............2-2 Q.P.R-Fulham ............. 3-1 Víkingur vann ¦ Víkingur vann Þrótt í gærkvöld í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu 2r0 Þá sigraði Valur KR 1-0 á laugardag. Víkingar eru nú orðnir efstir á Reykja- víkurmótinu með 11 stig, en Fram kemur næst með 9 stig og á leik til góða. STAfiAN 1. DEILD: Liverpool..... 40 24 9 7 85 34 81 Watford...... 40 21 5 14 71 53 68 Nott. Forest... 40 19 8 13 57 48 65 Man. United .. 38 17 13 8 49 32 64 Aston Villa ... 39 20 4 15 59 48 64 Everton...... 40 17 9 14 60 46 60 Tottenham ... 38 17 9 12 i 57 46 60 Southampton . 39 15 12 12 53 54 57 Stoke........ 40 16 9 15 52 57 57 West Ham----- 38 17 4 17 59 56 55 Arsenal...... 39 15 10 14 54 52 55 Ipswich...... 39 14 12 13 59 46 54 West Brom. ... 40 14 11 15 49 48 53 Norwich...... 40 13 11 16 48 55 50 Notts County . 40 14 7 19 52 67 49 Luton........ 39 11 13 15 63 76 46 Sunderland ... 40 11 13 16 46 60 46 Coventry..... 40 12 9 19 43 55 45 Birmingham .. 40 10 14 16 37 55 44 Man. City .... 40 12 8 20 46 69 44 Swansea..... 39 9 11 19 50 64 41 Brighton ..... 40 9 13 13 37 65 40 2. DEILD: Q. P. R.........39 25 6 3 73-32 31 Wolverhampt... 40 21 13 6 65-39 76 Leicester......40 19 9 12 70-43 66 Fulham .......40 19 9 12 62-46 66 Newcastle.....39 16 12 11 66-50 60 Shelf. Wed.....40 15 15 10 57-44 60 Oldham.......40 13 19 8 59-44 58 Leeds.........40 13 19 8 49-44 58 Shrewsbury ... 39 15 13 11 47-45 58 Barnsley......39 14 13 12.66-49 55 Blackburn.....39 13 12 14 54-55 61 Cambridge .... 39 12 11 16 38-54 47 Carlisle .......39 12 10 17 65-65 46 Derby.........39 9 19 11 47-52 46 Grimsby ......40 12 9 19 43-68 45 Bolton ........40 11 11 18 41-56 44 Middlesbrough : 39 10 14 15 44-66 44 Chelsea.......40 10 13 17 50-61 43 Charlton ......40 12 7 21 58-85 43 Crystal Pal.....38 10 12 16 37-47 42 Rotherham .... 40 9 14 17 40-65 41 Burnley.......37 10 6 21 51-62 36

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.