Tíminn - 03.05.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.05.1983, Blaðsíða 4
14 fþróttirl ISiiMiií ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ1983. enska knattspyrnan LOKSINS ER MEISTARATITiLL- INN í HÖFN HJA UVERPOOL! þó töpuðu þeir raudu fyrir Tottenham um helgina ■ Livcrpool, lið sem búið er að vera í sérflokki síðastliðið keppnistímabil á Englandi, og verið þar í efsta sæti síðan í október, er nú loks öruggt með enska mcistaratitilinn í knattspyrnu. Sjötti meistaratitill félagsins á átta vertíðum og í sjötta sinn sem félagið verður meistari, þær níu vertíðar sem Bob Paisley hefur verið við stjórnvöl- inn. Það var þó ekki með þeim glæsibrag sem hefur einkennt Liverpool i vetur, sem félagið tryggði sér titilinn. Liver- pool tapaði 0-2 í Tottenham á iaugar- dag, en á meðan gerði Manchester United, eina liðið sem átti möguleika á að ná Liverpool að stigum, jafntcfli 1-1 við Norwich á heimavelli Norwich, og þar með var sá fjarlægi möguleiki, að Man. Utd. næði Liverpool úr sögunni. Um leið tryggði Norwich, sem um tíma var í verulegri fallhættu, fyrstu deildar sætið, og hefur ekki tapað leik 10 leiki í röð. Swansea og Manchester City virtust eftir leikina á laugardag vera líklegustu fallkandidatarnir ásamt Brighton. Brighton tapaði 0-1 fyrir Notts County, og er nánar fjallað um það hér annars staðar á síðunni. Swansea gerði jafn- tefli 1-1 við Ipswich á heimavelli, og er nú allt útlit fyrir að velska liðið, sem var í 6. sæti í fyrstu deild á síðasta keppnistímabili og kom þá mjög á óvart nýkomið upp úr annarri deild, falli í aðra deild að nýju, hefur aðeins 38 stig, einu minna en Brighton hafði eftir leiki laugardagsins og á aðeins þrjá leiki eftir. Manchester City sem tapaði 1-2 fyrir Nottingham Forest er nú fjórða frá botni og hafði 44 stig. City hafði aðeins einu stigi meira en Birmingham, sem var þriðja frá botni með 43 stig, og það verður að segjast, að af þessum tveimur liðum er nú Birmingham mun líklegra til að halda sér í deildinni, og þarf ekki annað en að líta á árangur liðanna undanfarnar vikur til að mynda sér skoðun á því. Birmingham sem e.r vant botnbaráttu- lið, ef svo má segja, hefur nú unnið hvern leikinn á fætur öðrum, og nú síðast á laugardaginn Sunderland 2-1. Queens Park Rangers eru, eins og í Ijós kom fyrir rúmri viku, öruggir með fyrstu deildar sætið, og líklegastir til að fylgja þeim fast eftir eru Úlfarnir. En hvaða lið verður þriðja lið til að fara upp, er ekki eins Ijóst nú og það kannski þótti fyrir nokkrum vikum, þegar Fulham var skammt að baki og langt í næstu lið. En lið er nefnt Leicester, sem var tólf stigum á eftir Fulham, þegar sá tími var sem hér áður er vísað til. Leicester hefur átt mikilli sigurgöngu að fagna undanfarn- ar vikur, meðan gengi Fulham hefur verið skrykkjótt. Fyrir rúmri viku sigraði einmitt Leicester Fulham á heimavelli Fulham 1-0, og þá skildu ekki nema 2 stig lengur. Og nú á laugardaginn dró heldur saman: Ful- ham tapaði 2-1 fyrir Sheffield Wednes- day og Leicester gerði jafntefli 0-0 við Bolton, og reyndar heima. Nú skilur bara eitt stig, og allt getur gerst. Archibald á skotskónum Skoski landsliðsmaðurinn Steve Archibald, loks kominn yfir meiðsli og kominn á fulla ferð í sókninni hjá Tottenham, skoraði bæði mörkin sem færðu Tottenham sigur yfir Liverpool. Liverpool gat þó fagnað titlinum,' vegna jafnteflis Man. Utd. og baráttan um UEFA sætin er í algleymingi, Aston Villa og Nottingham Forest unnu líka. Archibald skallaði inn fyrir- gjöf frá Glenn Hoddle á 49. mín., og skoraði það seinna fjórum mínútum síðar með snaggaralegu gegnumbroti. Fyrirliði Liverpool, Phil Thompson, sem nú er kominn inn í liðið á ný eftir meiðsli, sagði eftir leikinn: „Þetta er ekki hátturinn sem við vildum hafa á við að vinna titilinn, og við fengum heldur betur titla í búningsklefanum eftir leikinn. Með þrjú töp í röð á bakinu, er jafnvel hægt að segja að við höfum unnið titilinn með heppni á vissu tímabili, en það er virkilega indælt að hafa meistaratitilinn öruggan í töskunni.“ Enn stig til Norwich Norman Whiteside, pjakkurinn frá írlandi, skoraði fyrsta mark leiksins þegar Manchester United hélt til Norwich til að kljást þar við heima- menn. Mark írans var ekki nóg, því að Mark Barham jafnaði fyrir Norwich, og United er enn í þriðja sæti. Watford, liðið sem mest hefur kom- ið á óvart í vetur, nýkomið upp úr annarri deild, og er í öðru sæti deildar- innar, er nú að hressast eftir fremur slakan kafla undanfarnar þrjár vikur. Watford fékk Arsenal í heimsókn, og það voru gestirnir sem skoruðu fyrstir. Þar var að verki Brian Talbot sem gerði þrennu fyrir rúmri viku. Talbot skoraði rétt í byrjun síðari hálfleiks, en John Barnes jafnaði fyrir Watford. Luther Blissett skoraði síðan sigur- markið úr vítaspyrnu seint í leiknum, svo að það voru svörtu perlurnar sem skinu skærast á Watford á laugardag- inn. Coventry varð að sætta sig við tap á heimavelli gegn West Bromwich Albi- on, það var Mike Perry sem skoraði sigurmark gestanna. Ian Wallace og Pete Davenport skoruðu fyrir Nottingham Forest áður en Graham Baker lagaði stöðuna fyrir Man. City eftir góða sendingu frá KevinBond. Ekki tókstCityaðjafna. Það var Birmingham stíll á sigri samnefnds liðs á laugardag, tíu mínú- tum fyrir leikslok höfðu Sunderland strákarnir yfir 1-0, en Andy Blair jafnaði þá úrvítaspyrnu. Mick Harford skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok með skalla eftir aukaspyrnu, og Birm- ingham náði í dýrmæt þrjú stig. Brian Kilcline skoraði mark Notts County gegn Brighton og enn eitt skrefið stigið í átt til þess að Brighton verði fyrsta liðið sem vinnur bika- rkeppni og fellur í aðra deild á sama keppnistímabilinu. Jafntefli á Dell Southampton fékk Luton Town í heimsókn á The Dell, og þar var fjörugt. Luton komst yfir á 6. mín. með marki Peter Aylott, en Southam- pton náði forystunni með mörkum Mark Wright og Dave Armstrong. Þó var gert út um leikinn fyrir leikhlé, Júgóslavinn Antic skoraði jöfnunar- mark Luton á 30. mínútu með gífur- legu þrumuskoti af rúmlega 30 metra færi. Það var ekkert gaman að vera rönd- óttur á Villa Park á laugardaginn. Aston Villa rúllaði þar upp Stoke sem ekkert væri, og fjögur mörk litu dags- ins Ijós. Gordon Cowans, Kenny McNaught, Tony Morley og Allan Evans skoruðu. Swansea náði jafntefli við Ipswich, Paul Mariner skoraði fyrir Ispwich en ■ Á þessari mynd fagnar Steve Archibald félaga sínum Kenny Dalglish, en þá hafði Dalglish ekki leikið þrjá leiki í röð með skoska landsliðinu, en komið svo inn gegn Belgíu og skorað tvö mörk. Archibald átti sína „endurkomu" með Tottenham um helgina, eftir að hafa átt við meiðsli að stríða. Archibald lét sig ekki muna um að skora tvö mörk í leiknum, og það gegn sjálfum meisturunum frá Liverpool! Júgóslavinn Anti Rajkovic jafnaði fyr- ir Swansea. Everton skellti West Ham á Goodi- son Park, og þar skoraði Graham Sharp bæði mörk Everton, 2-0. í annarri deild skoraði Andy Gray sigurmark Wolves yfir Chrystal Palace, og Úlfarnir því nær öruggir í 1. deild. FOSTER EKKI A WEMBLEY? — fékk áminningu og hefur nú yfir 30 refsistig ■ Fyrirliði Brighton, HM-liðs varn- armaðurinn Steve Foster, sem talinn er besti leikmaður liðsins, gæti orðið í leikbanni í bikarúrslitaleiknum gegn Manchester United 21. maí næst kom- andi. Foster fékk bókun, gult spjald, í leiknum gegn Notts County á laugar- daginn, leik sem Foster mun líklega seint gleyma, tapleikur sem líklegt er að kosti liðið fyrstu deildar sætið, og leikur þar sem mælirinn fylltist í, refsistigin náðu hámarki hjá Foster. Steve Foster er nú kominn með 30 refsistig, og á yfir höfði sér leikbann í næsta mánuði. Foster fékk aðvörun í fyrri hálfleik, og gerði reyndar sitt besta til þess að vera rekinn útaf í þeim síðari, þá hefði hann líka fengið leik- bann strax í næsta leik, og engin hætta með úrslitaleikinn. En annað hvort, það að Foster var ekki nógu grófur, eða glámskyggni dómarans gerðu það að verkum að Foster fær að glíma við höfuðverkinn, hvort hann fær leikbann 21. maí eða einhvern annan dag. Jimmy Melia, framkvæmdastjóri Brighton bað Knattspyrnuyfirvöld á Bretlandi um að vera væg við Foster. „Á þessu augnabliki á Steve á hættu að verða í leikbanni í úrslitaleik bikar- keppninnar", sagði Melia. „En hann á skilið að fá að leika úrslitaleikinn, úrslitaleikur bikarkeppninnar er tæki- færi lífsins og leikbann í honum væri of hörð refsing, þegar leikbann bar að með þessum hætti“. ■ Steve Foster Þrjú lid berjast um skoska meistaratitilinn: ALLT i SUDUPUNKTI! ■ Allt er nú á suðupunkti í Skotlandi, þrjú lið eru á topnnum og eitt stig skilur á milli þeirra, Dundee United er efst með 52 stig, Celtic í öðru sæti með 51 stig, og Aberdeen er í þriðja sæti með 50 stig og á leik til góða. Tvær umferðir eftir, og allt útlit fyrir mjög skemmtilegar leikhelgar framundan, og spennu í hámarki. Dundee United lét dreifa 4000 mið- um fríum til áhangenda sinna fyrir leik liðsins við Morton á Greenock, og örlætið borgaði sig, sannfærandi 4-0 sigur var unninn og Dundee enn efst. Celtic var einnig í markastuði, Danny McGrain og Murdo McLeod gáfu Celtic 2-0 forystu í hálfleik, og Celtic gerði 5 mörk í leiknum áður en yfir lauk. Aberdeen sem mætir Real Madrid í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa 11. maí í Gautaborg eru einnig með í baráttunni, hafa 50 stig eftir 2-0 sigur á Dundee, sigruðu einnig í frestuðum leik í síðustu viku, og eiga einn leik til góða, nokkuð sem gæti vegið þungt. John Hewitt og Gordon Stracha, tengi- liður HM liðs Skota skoruðu mörkin fyrir Aberdeen. Jóhannes Eðvaldsson og félagar í Motherwell sigruðu Hi- bernian 2-0, og kræktu þar með í tvö dýrmæt stig í botnbaráttunni, hafa tryggt úrvalsdeildarsætið. Til hamingju og þetta lið á áreiðanlega eftir að standa sig næsta vetur, eftir eldskírn á fyrsta keppnistímabili í úrvalsdeild- inni. Urslit Úrslit urðu þessi um helgina í ensku knattspyrnunni: 1. DEILD: Astun Villa-Stoke............ 4-0 Covent-West Bromwich Alb . . 0-1 Everton-West Ham............. 2-0 Manch City-Nottingh Forest . . 1-2 Norwich-Manehester United . . 1-1 Notts County-Brighton....... 1-0 Southampton-Luton ........... 2-2 Sunderland-Birmingham....... 1-2 Swansca-Ipswich.............. 1-1 Tottenham-Liverpool.......... 2-0 Watford-Arsenal.............. 2-1 2. DEILD: Blackburn-Middlesbroug .... 1-1 Cambridge-Newcastle ......... 1-0 Cariisle-Queens Park Rangers . 1-0 Chelsea-Rotherham............ 1-1 Derby-Burnley................ 2-0 Grimsby-Oldham .............. 0-2 Leeds-Barnsley............... 0-0 Leicester-Bollon............. 0-0 Sheffield Wednesday-Fulham . 2-1 Wolverhampt-Crystal Palace . . 1-0 Skotland Úrsiit í skosku úrvalsdeildinni urðu þessi um hclgina: Dundee-Aberdeen ......... 0-2 Kilmarnock-Celtic........ 0-5 Norton-Dundee United .... 0-4 MotherwelF-Hibemian...... 2-0 Rangers-ST. Mirren ...... 4-0 Staðan er nú þessi: Dundee Unit 34 22 8 4 84-34 52 Celtic 34 23 5 6 84-34 51 Aberdeen .. 33 23 4 6 66-24 50 Rangers 33 12 12 9 47-34 36 St. Mirren .. 34 9 12 13 43-50 30 Hibernian .. 33 7 14 12 34-44 28 Dundee 33 8 11 14 38-48 27 Motherwell . 34 11 4 19 38-68 26 Norton 34 6 8 20 30-70 20 Kilmarnock . 34 3 10 21 27-85 16

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.