Tíminn - 03.05.1983, Side 3

Tíminn - 03.05.1983, Side 3
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983. ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983. 13 íþróttir; PETUR OG ATU ATTU GÚD- AN LEIK GEGN BREMEN — en Bremen vann Dusseldorf samt 5:2 -Frá Magnúsi Olafssyni í Bonn: ■ Framherjar Fortuna Dusseldorf, þeir Atli Eðvaldsson og Pétur Ormslev verða ekki áskaðir um stórtap liðsins gegn Bremen um helgina, því þeir áttu báðir skínandi leik. Það var fyrst og fremst ótrúlega götótt vörn liðsins, svo og stórleikur Völlers, sem gerði útslagið. . Strax á 4. mínútu leiksins átti Bommer, Dússeldorf þrumuskot í þver-, slána, og var það ef til vill tákn þeirrar óheppni sem elti liðið í leiknum. Þrátt fyrir fyrsta mark Rudi Völlers á 12. mínútu, það fyrsta af þremur, lék Dúss- eldorf betur, og þá aðallega gegnum Pétur Ormslev. Hann missti þó af gullnu tækifæri, og eins Atli, en í staðinn HSV VANN OR- UGGANSKUR — á lélegu Stuttgartlidi 2:0 -Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: ■ HSV sigraði VFB Stuttgart örugg- lega 2-0 í Hamborg á laugardaginn, og eru því þýsku meistararnir enn með í ■ Sigi Gruninger var vara mark- vörður, og var ekki talinn eiga sér neina framtið sem atvinnuknattspymu- markvörður, en annað hefur komið á daginn í leikjum Stuttgart aö undanförnu. kapphlaupinu um titilinn. Reyndargetur HSV frekar þakkað veiku Stuttgart liði sigurinn, en sterku HSV-liði. í öllum leiknum þurfti Stein, markvörður HSV aðeins tvisvar að taka á boltanum, og það á móti einu marksæknasta liði Búndeslígunnar. Það voru þeir von Heesen og Magath sem skoruðu mörk HSV í seinni hálfleik, og mörkin hefðu getað orðið fleiri, ef ekki hefði komið til stórleikur Grúnin- gers í markinu. Þessi lítt virti vara- markvörður Stuttgart hefur nú sýnt í leikjunum gegn Bayern og HSV að hann eigi annað skilið en varamannabekkinn. Þá tókst Karl-Heins Förstcr að halda Hrubesch niðri, en aðrir leikmenn VFB stóðu sig illa. Ásgeir fékk 4. einkunn (þolanlegur) hjá Kicker, og er orðið langt síðan hann hefur farið svo neðar- lega. Hjá HSV var Rolff eini landsliðsmað- ur þeirra yfirburðamaður, og maðurinn bak við flest allt sem gert var. Enda þótt flestir spái nú að Bremen sigri Bundeslíguna, þar sem liðið á aðeins botnliðin eftir, er HSV óneitan- lega inni í myndinni, og þá sérstaklega þar sem Stuttgartliðið tapaði um helgina. En HSV á eftir að fá bæði Dortmund og Köln í heimsókn, þannig að vel verður liðið að spila til þess að sigra. skoraði Bremen tvö mörk skömmu fyrir leikhlé, þar voru að verki Völler og Gruber. í seinni hálfleik skoraði Fach tvisvar fyrir Fortuna, en Völler og Bracht fyrir Bremen. Það var ánægjulegt að sjá loks al- íslenska framlínu Dusseldorf, og eins ánægjulegt hversu vel þeir Pétur og Atli léku. Pétur ásamt Fach var besti maður liðsins, og Atli fékk þriðju einkunn, sem þykir gott. Pétur hefur nú verið í tvö ár hjá Dússeldorf, en ákaflega lítið fengið að spila. Hugmyndin með að láta hann spila þennan leik var einfaldlega sú að vekja áhuga annarra félaga á honum. Vandamálið nú er hins vegar, að áhugi Dússeldorf hefur vaknað aftur, og þeir hafa þegar þrjá útlendinga í liðinu, Atla, Pétur og Jarcki, sem er Pólverji. I Kicker í gær er fjallað um Pétur í mjög jákvæðum tón, og vandamál Dúss- eldorf í þessu sambandi. 1 greininni gefur Kicker til kynna að ferill Péturs hjá Dússeldorf sé alls ekki á enda, og vitnar í því sambandi bæði í formann félagsins, og þjálfara. ■ Pétur Ormslev átti góðan leik með Fortuna Dússeldorf um helgina, og Kicker segir að það sé allt eins líklegt að Dússeldorf bjóði honum nýjan samning. GUMMERSBACH EVRÓPU MEISTARI í HMMTA SINN sigradi ZSKA nógu stórt í Moskvu ■ Þrátt fyrir 13-14 tap á heimavelli gegn sóvésku meisturunum ZSKA frá Moskvu, sigraði Gummersbach, vestur þýska stórliðið, í fimmta sinn í Evrópu- keppni meistaraliða um helgina, þarsem Þjóðverjarnir höfðu sigrað örugglega í fyrri leik liðanna, 19-15 í Moskvu í síðustu viku. Erhardt Wunderlich var markahæstur að venju hjá Gummersbach með 7 mörk.., en Fey (4), og Krokowski (2) sáu um afganginn. Þrátt fyrir fjóra heimsmeistara í liðinu, og feikisterka vörn tókst Rússunum ekki að sigra með meiri mun,og mega Þjóðverjarnir þakka landsliðsmarkverðinum Thiel sigurinn, en hann varði oft stórglæsilega. Þessi sigur er mikil sárabót fyrir þýskan hand- STAÐAN ■ Úrslit í þýsku Búndeslígunni um helgina urðu þessi: VFL Bochum-FC Köln 0-0 Leverkusen-Schalke o4 3-1 Frankfurt-Kaiserslautern 2-2 Dússeldorf-Werder Bremen 2-5 Hamburger SV-VFB Stuttgart 2-0 Brunsweig-„Gladbach“ 0-0 Bayern Munchen-Hertha Berlin 4-0 Arminia Bielefeld-Bor.Dortmund 1-0 Karlsruher SC-FC Núrnberg 2-1 Staða efstu liða er nú þessi: Hamburger SV 29 16 11 2 66-28 43 Werder Bremen 29 19 5 5 63-34 43 Bayern Munchen 29 16 9 4 67-23 41 VFB Stuttgart 28 15 7 6 64-38 37 FCKöln 29 14 9 6 60-35 37 FC Kaisersla. 29 12 12 5 49-35 36 Antwerpen er búið að missa af lestinni — tapaði fyrir Anderlecht um helgina ■ Pétur Pétursson og félagar í Ant- werpen eru búnir að missa af lestinni varðandi það að vinna belgíská meistara- titilinn. Pétur og félagar töpuðu um helgina fyrir Anderlecht 1-2, og nú skilja liðin 4 stig, sem er full mikið, þegar VERÐUR VOLLER MARKAKÓNGUR? — hefur nú þriggja marka forskot á Rummenigge ■ - Frá Magnúsi Olafssyni í Bonn: Allt bcndir nú til að Rudi Völler, stjama Werder Bremen verði marka- kóngur Búndeslígunnar. Völler skoraði þrjú mörk gegn Atla og félögum um helgina, og hefur nú skorað þremur mörkuni fleira en Karl-Heinz Rummen- igge. Annars lítur listinn svona út: Völler, Bremen ....................21 Rummenigge, Baycrn................ 18 Búrgsmúller, Dortmund............. 15 Allgöwer, Stuttgart ...............15 Littbarski, Köln ................. 15 Hrubesch, HSV .................... 15 Cha, Frankfurt.....................14 Höness, Bayern ....................13 Eðvaldsson, Dússeldorf ........... 12 Breiðablik vann Hauka ■ Breiðablik vann Hauka í Litlu Bikar- keppninni í knattspyrnu um helgina í karlaflokki. Úrslitin í leiknum voru 5-2. Dómarinn hafði nóg að gera í leiknum, og rak út af tvo leikmenn Haukanna. Reichert, Stuttgart Milewski.HSV ... 12 12 ■ Nú er Rummenigge ekki lengur markahæstur í Þýskalandi. aðeins eru eftir 4 umferðir í deildinni. Pétur Pétursson skoraði fyrír Antwerp- en í leiknum, en það dugði ekki til. Danirnir í liði Anderlecht skoruðu báðir, Olsen og Brylle, og Anderlecht siglir nú hraðbyri í átt til meistaratitilsins. Tongeren og CS Brugge gerðu jafn- tefli, og íslendingarnir í liðunum, Magn- ús Bergs hjá Tongeren, og Sævar Jónsson og Ragnar Margeirsson hjá CS Brugge þar með jafnir eftir þann daginn. Arnór Guðjohnsen lék að nýju með Lokeren; en það dugði ekki til, Lieras vann 2-1. Úrslit urðu annars þessi í Belgíu um helgina: Beerschot-Molenbeek 1-1 Tongeren-CS Brugge 0-0 FC Brugge-FC Liege 3-1 Anderlecht-Antwerpen 2-1 Seraing-Beveren 3-1 Waterschei-Courtrai 3-1 Lokeren-Lierse 1-2 Waregem-Gent 1-2 St. Liege-Winterschlag 3-0 Anderlecht er efst í Belgíu með 45 stig, Standard Liege hefur 44 stig, Ant- werpen 41. íslendingaliðin í. deildinni sigla flest nokkuð lygnan sjó, nema Tongeren, sem er í verulegri fallhættu. /A vann í litlu bikar- keppni kvenna ■ ÍA vann í Litlu Bikarkeppninni í kvennaflokki um helgina. Einungis tvö lið tóku þátt í keppninni, og sigraði íA Breiðablik 3-2 á Skaganum. Laufey Sigurðardóttir skoraði tvö mörk fyrir Akranes, en Bryndís Einarsdóttir skor- aði bæði mörk Breiðabliks. Þar með telst í A sigurvegari í mótinu, sem átti að fara fram á sunnudag með þátttöku þriggja liða, en þau urðu ekki nema tvö. bolta, sem hefur átt erfitt uppdráttar á alþjóðlegum vettvangi að undanförnu. umsjón Samúel Örn Erlingsson ■ Erhard Wunderlich skoraði lið- lega helming marka Gummersbach gegn ZSKA Moskva um helgina. HAFNFIRÐINGAR BESTIR Hafnfirðingar voru bestir í aprílmóti Billagrills í snóker sem haldið var í Billagrilli Hverfisgötu 46 í vikunni. Keppendur voru 34 og keppt í fjórum riðlum. Þrír komust í úrslitakeppnina úr hverjum riðli, og var úrslitakeppnin í tveimur riðlum. Sigurvegarar úr hvorum riðli léku síðan til úrslita, og þeir sem urðu í öðru sæti um þriðja sætið í keppninni. í úrslitaleik sigraði Hafnfirð- ingurinn Jón Þórðarson sambæing sinn Geir Bjamason eftir harða og tvísýna keppni. Sverrir Júlíusson einnig úr Hafn- arfirðl varð í þriðja sæti, hann keppti um það við Jónas Kristjánsson frá Reykja- vík, sem varð fjórði þegar upp var staðið. Bikarar voru í verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti mótsins, og auk þess ■ Pétur Pétursson skoraði gegn sínu gamla félagi um helgina. fékk sigurvegarinn gulikveikjara að gjöf, ogsá sem varð í öðm sæti stálkveikjara. Keflavík sigraði ■ Keflvíkingar sigruðu FH-inga um helgina í Litlu bikarkeppninni í knatt- spymu á Kaplakrikavelli, 3-1. Keflavík hefur enn ekki tapað leik í Litlu Bikar- keppni karla, og er efst með 8 stig. BUM KUN CHA VILL FARA Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: Bum Kun Cha, einn besti framherji Búndcslígunnar, vill fara frá Frankfurt og aðeins til liðs sem tekur þátt í Evrópukeppni. Tvö iið virðast nú aðeins koma til greina, Stuttgart, og Inter Milanó. Á flugvellinum í Frankfurt síð- astliðinn laugardag ræddi Cha við þá Förster bræður, sem voru að koma frá Hamborg, en Cha var þá á leið til MilanóJntcr Mílanó hefur mikinn áhuga á að fá þennan mikla markaskorara til liðs við sig, og hafa upphæðir í kringum tvær milljónir marka vcrið nefndar í þessu sambandi (um 19 milljónir ísl. króna). VÉSTÐNN ÍÞRÓTTA- MADIIR H.S.K. 1982 ■ Á héraðsþingi Héraðssambandsins Skarphéðins, sem haldið var í Gunnars- hólma í Austur-Landeyjum í lok febrúar s.l. var Vésteinn Hafsteinsson, frjáls- íþróttamaður á Selfossi kjörinn íþrótta- maður H.S.K. 1982. Aðalkeppnisgrein Vésteins er kringlu- kast, og bætti hann áran gur sinn í grein- inni verulega á s.l. ári og kastaði þá 59,48 m. sem er þriðji besti árangur íslendings í þessari keppnisgrein frá upphafi. I kúluvarpi, sem er aukagrein hjá Vésteini kastaði hann lengst 16,49 m. á s.l. ári. Vésteinn Hafsteinsson stundar nú háskólanám í Alabama í Bandaríkjun- um, og hefur hann nú þegar á þessu ári kvittað fyrir tilnefninguna, með sex - H.S.K.-metum, bæði í kringlukasti og kúluvarpi, og hefur kastað kringlunni 60.70 m. sem veitir honum rétt til keppni á Bandaríska háskólameistaramótinu í byrjun júní, og Heimsmeistaramótinu í Helsinki í sumar. Vésteinn þarf nú aðeins að bæta sig um 30 cm. í kringlukastinu til þess að ná olympíulágmarkinu en það er 61 m. Þá hefur Vésteinn einnig bætt árangur sinn í kúluvarpinu frá í fyrra og kastað lengst 17,17 m. Nettelstedt vann ■ Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: Nettelstedt sigraði botnliðið Dietzenback örugglega 32-23 í Búndeslígunni í handbolta í Þýskalandi um helgina. Bjarni Guðmundsson var markahæstur sinna manna með 9 mörk. og Sigurður Sveinsson skoraði 3 mörk. Þátt fyrir sigurinn er staða Nettelstedt slæm. Liðið er í næst neðsta sæti með 14 stig, en liðið fyrirofan, Essen er með 16 stig og á leik til góða. Vésteinn Hafsteinsson ■ Bjarni Guðmundsson skoraði 9 mörk fyrír Nettelstedt um helgina. Óvænt úrsiit á Spáni: Bilbao meistari ■ Óvænt úrslit urðu í fyrstu deildur keppninni i knattspymu á Spáni um helgina, og afdriíarík, Atlctico Bilbao stóð uppi sem sigurvegari í fyrstu deildinni þegar leikjunum var lokið. Real Madrid, sem var efst fyrir helgi tapaði óvænt fyrir Valencia, sem átti í mikilli fallbar- áttu, 0-1, ogBiIbao, sem var í öðru sæti, vann stórsigur á Las Paimas, 5-1. Þetta dugði Bilbao, sem ekki hefur orðið spánskur meistari í hartnær þrjá áratugi. Las Palmas náði þó forystunni í leiknum gegn Bilbao, en Bilbao jáfnaði og komst einu marki yfir fyrir leikhlé. Þetta fréttist til Valen- cia, þar sem staðan í háifieik var 1-0 Valencia í hag, en markið hafði HM ieikmaðurinn Miguel Tendillo skoraði á 38. mfn. Lcikmcnn Real Madrid mættu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, en það kom fyrir ekki. inn vildi tuðran ekki. Þar með varð Real Madrid að bíta í gallsúrt epli. Lokastaðan meðal efstu liða á Spáni varð þessi: Atl. Bilbao ....... 34 22 6 6 71-36 50 Real Madrid........ 34 20 9 5 57-25 49 Atl. Madrid........ 34 20 6 8 56-38 46 Barcelona .........34 17 10 7 60-29 44 Sevilla........... 34 16 12 7 44-31 42 Zaragoza.......... 34 17 6 11 59-39 40 Lens sigraði ■ Lens, lið Teits Þóroirsonar sigraði um helgina St. Etienne 4-2 á heimavelli. Á meðan tapaði Laval 0-2 á útivelli fyrir Lyon. Hvorki Teitur né Karl Þórðarson léku með liðum sínum um helgina, Teitur hefur átt í crfiðleikum með að ná sæti í iiðinu síðan hann náði sér af meiðslunum, og Karl á við meiðsli að stríða. Náms-eða starfsstyrkir Til að efla og auka iðnhönnun á íslandi var ákveðið á aðalfundi íslensks markaðar h.f. að veita tvo náms-eða starfsstyrki á þessu sviði. Styrkirnir eru hver um sig kr. 60.000, (verðtryggð- ar) og er öllum sem hyggja á nám í iðnhönnun eða vinna að ákveðnu verkefni á þessu sviði heimilt að sækja um styrki þessa. Umsóknum sé skilað til íslensks markaðar h.f., 235 Keflavíkurflugvelli fyrir 31. maí n.k., ásamt greinargóðri lýsingu á fyrirhuguðu námi eða starfstilhögun. Náms- eða starfsstyrkir. Til að efla og auka iðnhönnun á íslandi var ákveðið á aðalfundi íslensks markaðar h.f. að veita tvo náms- eða starfsstyrki á þessu sviði. Sty rkirnir eru hvor um sig kr. 60.000.- (verðtryggð- ar) og er öllum sem hyggja á nám í iðnhönnun eða vinna að ákveðnu verkefni á þessu sviði heimilt að sækja um styrki þessa. Umsóknum sé skilað til íslensks markaðar h.f., 235 Keflavíkurflugvelli fyrir 31. maí n.k., ásamt greinargóðri lýsingu á fyrirhuguðu námi eða starfs- tilhögun. ISLENSKUR MARKAÐUR HF. Aðalfundur Aðalfundur Hagtryggingar h.f. árið 1983 verður haldinn í Domus Medica við Egilsgötu laugardag- inn 7. maí og hefst kl. 14. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. 15. gr. samþykktafélagsins. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða öðrum með skriflegt umboð frá þeim í skrifstofu félagsins að Suður- landsbraut 10, Reykjavík dagana 4.-7. maí á venjulegum skrifstofutíma. Stjórn HAGTRYGGINGAR h.f. /2% js OOO fti W Starfsfólk í Veitingahúsum Umsóknir um dvöl í sumarhús félagsins að Svignaskarði og Húsafelli þurfa að berast til skrifstofu félagsins fyrir 15. maí 1983. Félag starfsfólks í veitingahúsum Hverfisgötu 42. Sveit 23ja ára maður óskar eftir að komast á gott sveitaheimili. Hef reynslu. Upplýsingar í síma 91-45851.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.