Tíminn - 08.05.1983, Page 8

Tíminn - 08.05.1983, Page 8
8 Útgefandi: Framsóknartlokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjórí: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur i V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrimsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leif sdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útiitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Þríðji kosturinn ■ f ræðu, sem Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóöhagsstofnunar, flutti á aðalfundi VSÍ fyrir nokkrum dögum og vakið hefur mikla athygli, benti hann á, að nú væri um að velja þrjá kosti í stjórn efnahagsmála. í fyrsta lagi að láta skeika að sköpuðu um víxlhækkun kaupgjalds og verðlags og láta hækkunarhrinuna dynja yfir um næstu mánaðamót, en freista þess að halda atvinnuvegunum gangandi með sílækkandi gengi og undanlátssamri lána- og fjármálastefnu, sem leiða myndi til enn vaxandi verðbólgu. í öðru lagi að andæfa gegn verðbólgu eingöngu með samdrætti í ríkisútgjöldum og fjárfestingu og lánveitingum og með mikilli hækkun vaxta, jafnframt því sem reynt væri að halda verðlagsþró- un í skefjum með gengisaðhaldi, en þetta myndi leiða til stórfellds hallarekstrar, gjaldeyrisútstreymis og á endanum atvinnubrests. „Priðji kosturinn“, sagði Jón Sigurðsson, „er að freista þess að stilla verðbólgurótið með því að beita beinum aðgerðum á sviði launa- og tekjumála auk aðhalds á sviði fjármála, peningamála og gengismála, sem hefði það markmið að tryggja atvinnu og draga úr viðskiptahalla. Ef vinnufriður næst um lausnir af þessu tagi, má með þeim nálgast efnahagsjafnvægi án þess að til atvinnubrests þurfi að koma. í þessu hlyti að felast breyting að minnsta kosti um sinn - og ef til vill til frambúðaí - á því kerfi tekjuákvarðana, sem nú er bundið í samninga og lög. Ég á hér fyrst og fremst við verðbótakerfi launa - vísitölubindinguna - en einnig gildandi ákvæði um ákvörðun búvöruverðs og fiskverðs og verðákvarðanir yfirleitt.“ Sé þessi þriðji kostur valinn, sem ábyrgir stórnmálamenn hljóta að vera í meginatriðum sammála um, þá er spurt um leiðirnar. Um það sagði Jón m.a.: „Spurning um val leiða í þessu efni snýst nú sem fyrr ekki síst um það, hvaða hlutverk eigi að ætla frjálsum samningum annars vegar og löggjöf hins vegar. t»eirri skoðun heyrist fleygt, að næstu mánaðamót marki ekki nein sérstök tímamót. Samningar um kaup og kjör renni hvort eð er út í haust, og menn eigi einfaldlega að taka því, sem að höndum ber hinn 1. júní, og þola þá fimmtungs hækkun innlends kostnaðar og flestra þátta verðlags. Þetta er viðsjárverð skoðun að mínum dómi. Slík stökkbreyting kostnaðar í júní hlyti að knýja á með aðra verðhækkunarhrinu í september, og þar með væru íslendingar komnir í hóp þeirra þjóða, sem þurfa að þola á annað hundrað prósent verðbólgu. Það er ekki aðeins áraun fyrir hagkerfið heldur einnig vafasamur vegsauki út á við. Fjármögnunar- og aðlögunarvandamálin, sem þessu fylgja, eru svo margvísleg og mikil að vöxtum að vekur mönnum hroll. Ef stjórnvöld vilja breyta þessum horfum fyrir 1. júní eiga þau aðeins tveggja kosta völ; annars vegar að fella verðbótaákvæði laga úr gildi og losa jafnframt um samninga þannig að samningsað- ilar yrðu að takast á við vandann, hins vegar að ákveða hámarksbreytingar fyrir laun og aðrar tekjur með lögum í stað verðbótahækkunarinnar og þá miklu lægri hundraðstölur en gildandi verðbótareglur segja fyrir um. í þessu efni er mikilvægt að setja ekki löng flókin fyrirmæli, heldur sem einföldust. Til þess að gagn væri að slíkum ráðstöfunum til að skapa festu þyrftu þær að standa samfellt nokkur misseri og boða feril ört lækkandi peningalaunahækkunar. Ástæða væri til þess að setja jafnframt leiðbeinandi ákvæði um verðlagseftirlit á þessu sama tímabili þannig að tryggt væri sanngjarnt aðhald í verðlagsþróun." Jón undirstrikaði nauðsyn þess að hlífa kjörum þeirra, sem lakast eru settir, með einhverjum hætti, t.d. með hækkun persónuafsláttar og barnabóta við álagningu tekjuskatts. Einnig væri nauðsynlegt að létta greiðslubyrði húsbyggjenda af verð- tryggðum lánum. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar tekur hér á nokkrum þeim at- riðum, sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna eru að ræða þessa dagana og sem ný ríkisstjórn, hver sem hún verður, hlýtur aðþurfa að takast á við. Framsóknarmenn hafa lagt fram sínar tillögur fyrir löngu síðan. Það hefur minna farið fyrir tillögum annarra flokka. Þjóðin hlýtur þó að krefjast þess að þeir geri grein fyrir lausnum sínum næstu daga. -ESJ SUNNUDAGUR 8. MAI 1983. norman MAILEd. ■ Norinan Mailer með núverandi konu sinni, Norris og börnum sínum af ýmsum hjónaböndum. ■ Egypska skáldsaga Mailers. Norman Mailer með egypska skáldsögu ✓ ■ JL RÚMAN ÁRATUG HEFUR BANDA- RÍSKI RITHÖFUNDURINN NORMAN MAILER UNNIÐ AÐ „EGYPSKU SKÁLDSÖGUNNI“ SINNI. Fréttir hafa borist í bandarískum fjölmiðlum annað slagið um þetta væntanlega stórvirki Mailers. Hann hefur að vísu þurft að taka sér frí frá þessari skáldsögu nokkrum sinnum til að skrifa aðrar bækur, einkum í því skyni að koma fjárhagnum í lag. Ein þeirra, The Excutioner’s Song, sem segir frá lífi og dauða glæpamannsins Gary Gilmore, var ekki aðeins gróðavænleg heldur hlaut líka hin þekktu Pulitzer-verðlaun árið 1980. En meginviðfangsefni Mailers í rúman áratug hefur sem sagt verið „egypska skáldsagan", og nú er hún komin á markað í Bandaríkjunum. Þessi skáldsaga, sem ber heitið „Ancient Evenings“ eða „Fornar kvöldstundir“, hefur í það minnsta komið fjármálum höfundarins í lag, því hann hefur fengið 1.4 milljónir dala frá útgefanda sínum fyrir bókina og um 700 þúsund dali frá erlendum útgefendum. Þar að auki hefur hann samið við útgefanda sinn um tvær aðrar skáldsögur, sem eru í beinu framhaldi af þessari, og svo styttri skáldsögu, sem gerist í Bandaríkjum nútímans, og er hann reyndar þegar byrjaður á henni. I Bandaríkjunum hafa rithöfundar oft verið mjög heillaðir af hugmyndinnu um „The Great American Novel“; að skrifa þá skáldsögu, sem mest yrði talin þeirra allra þar vestra. Mailer er einn þeirra sem hefur á stundum dreymt um þetta, og hann og aðrir hafa árum saman talað um þessa egypsku skáldsögu sem „miklu“ skáldsöguna. En nú, þegar hún er komin út, virðast gagnrýnendur ekki á því máli. Þeir telja þessa afarlöngu sögu frábæra til að byrja með, en síðan detti hún gjörsamlega niður. Svo vitnað sé til ummæla Benjamin DeMott, prófessors við Amherst, í The New York Times Book Review: „Ancient Evenings reynist hvorki vera stórfengleg né meistaraverk. Og það sem meira er, að lýsa bókinni einfaldlega sem misheppnuð verki, sem næstum því tókst og sem ætti því skilið virðingu fyrir háleit markmið og hlutasigra, dugar engan veginn. Staðreyndin er sú, að þrátt fyrir snilld fyrstu 90 blaðsíðnanna, er þetta 700 blaðsíðna verk allt annað og minna en hetjuleg tilraun, sem misheppnast hefur í framkvæmd. Verkið er hreint út sagt, hörmung." Fleiri gagnrýnendur eru á sama máli. í Time segir til dæmis í tilefni af útkomu bókarinnar, að Mailer hafi tekist það á lífsleiðinni að verða meiriháttar rithöfundur án þess að verða meiriháttar skáldsagnasögundur, og vill gagnrýnandi blaðsins með því vísa til þeirra verka Mailers, sem ekki eru beinlínis skáldsögur og telja það til helstu verka hans. Þetta eru bækur eins og The Executioner’s Song um Gary Gilmore, sem áður var nefnd, The Armies of the Night um gönguna miklu í Washington gegn Víetnamstríðinu, Miami and the Siege of Chicago um róstursöm flokksþing stóru bandarísku stjómmála- flokkanna 1968, og Of A Fire to the Moon um bandarísku Apolloáætlunina, sem kom mönnum til tunglsins. En lítum á egypsku skáldsöguna hans MAILERS.Um hvað fjallar hún, og hvers vegna telja menn hana misheppnaða - algjöra hörmung? Jú, skáldsagan hefst á lýsingum á ógnum dauðans. Það sem liftr þennan dauða af er sál egypsks manns sem nefndur er Menenhetet II. Þegar andi þessi hefur m.a. orðið vitni að því hvernig líkamanum er breytt í smyrling, hittir hann fyrir anda eða sál langafa síns, Menenhetet I. Þessi gamalreyndi andi tekur að sér að leiðbeina afkomanda sínum út úr dauðaborg- inni við Memphi, en það verk hefst með útlistun á því hvernig egypsku guðirnir urðu til. í enda þeirrar frásagnar rifjast upp hjá Menenhetet II endurminning frá því hann var á sjötta árinu, þegar hann, foreldra hans og langafi dvöldu nætur- stund í nærveru faraóans Ramses IX. Það er þetta upphaf skáldsögunnar, lýsingin á dauðanum og hreinsunareldinum og sköpunarsögu egypsku guðanna, sem vakið hefur mikla hrifningu gagnrýnenda og þykir snilldar- verk. En það sem á eftir kemur. upprifjunin á samkvæminu • hjá Ramses IX og því sem þar er sagt þykir hins vegar misheppnuð. Samkvæmi þetta er haldið á „Nóttu svínsins", þegar allir, án tillits til stöðu sinnar og án þess að eiga á hættu óheppilegar afleiðingar af hreinskilni sinni, eiga að tala hreint út um hlutina. Tíminn er einhvern tíma í kringum 1130 fyrir Krist. Faraóinn hefur mestan áhuga á að heyra æfisögur Menenhetet I-já æfisögur, því hann hefur uppgötvað aðferð líkamlegrar endurfæðingar og því lifað mörgum sinnum; verið hershöfð- ingi, yfirmaður t' kvennabúri faraós, töframaður, prestur, grafaræningi og margt fleira. „Saga mín verður löng eins og snákurinn“ segir Menenhetet I, en faraóinn segir honum að segja eins og hægt frá og honum sýnist. í ljós kemur að Menenhetet hefur frá að segja atburðinum sem gerast á um eitt þúsund árum. Og það eru þessar langdregnu endur- minningar hans sem eyðileggja skáldsöguna að sögn gagnrýn- enda. Hvers vegna skrifaði norman mailer ÞESSA BÓK? Þannig hafa ýmsir spurt, því þekktustu og bestu verk Mailers hafa alltaf fjallað um Bandaríki samtíðar hans allt frá því hann sló fyrst í gegn sem rithöfundur með sögu sinni úr síðari heimsstyrjöldinni - The Naked and the Dead. Mailer svarar þessari spurningu sjálfur í viðtali við tímarit Harvard háskólans, en þar stundaði hann nám á sínum tíma. Hann segist í fyrsta lagi hafa lengi haft áhuga á því að skrifa langa skáldsögu. „Og ef þú skrifar langa bók, þá verður þú að taka áhættu. Hvers vegna ekki? Hvernig er hægt að réttlæta slíkt verk ef mikil áhætta er ekki tekin?“. Hann segir ennfremur, að þegar hann hafi farið að kynna sér fortíðina nánar, og þá einkum sögu Egypta og faraóa þeirra, hafi hann „öðlast skilning á hinum auðugu, sem ég hef aldrei haft áður“. Og hann vildi fá að miðla þessum skilningi til annarra. „Ég við að fólk átti sig á því, að það eru svo sannarlega til sjónarmið algjörlega andstæð okkar, sem geta verið alveg jafn merkileg . Með öðrum orðum, að samkvæmi eina nótt í Egyptalandi fyrir 3000 árum síðan hafi verið jafn forvitnilegt og kvöldstund í New York nú á tímum“. Þótt Mailer hafi ekki í verki sínu lagt mælistiku fræðimanns- ins á lýsingar sínar á lífinu í Egyptalandi fyrir um þrjú þúsund árum, þá hefur hann kynnt sér það tímabil vel, m.a. með því að lesa hátt í eitt hundrað bækur um Egyptaland til forna. Hann leyfir sér hins vegar frjálsræði skáldsins á ýmsum sviðum, og gefur sér til dæmis að Egyptar þessa tíma hafi bæði trúað á líkamlega endurfæðingu og hugsanalestur. Bæði þau atriði hafa mikilvægu hlutverki að gegna í skáldsögunni (sumar persónurnar geta alltaf lesið hugsanir annarra, og Menehetet I hafði eins og áður segir fundið leið til líkamlegrar endurholgunar), þótt þau hafi ekki verið meðal þess sem Egyptar þessa tíma trúðu á. Mailer er vanur því að ganga gegn STRAUMNUM OG MUN VAFALAUST EKKI LÁTA ANDSNÚNA GAGNRÝNI MIKIÐ Á SIG FÁ. Hann er þegar farinn að skrifa næstu skáldsögu sína, sem hann á að skila til útgefanda í október. Sú gerist í Bandaríkjunum á vorum dögum. Síðan hyggst hann halda áfram með egypsku skáldsöguna sína; þetta á að vera þrenna, og á önnur sagan í röðinni að gerast í framtíðinni en sú þriðja í nútímanum. Þótt viðtökur gagnrýnenda séu vafalítið verri en Mailer átti von á, þá er ljóst að fjárhagslega verður egypska skáldsagan hans velheppnuð og hún mún hljóta mikla útbreiðslu. Og hver segir svo sem að gagnrýnendur þurfi að hafa rétt fyrir sér? - ESJ — Elías Snæland Jónsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.