Tíminn - 08.05.1983, Síða 9

Tíminn - 08.05.1983, Síða 9
SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983. 9 menn og málefni Forystuaf1 f élagshyggju- fólks í landinu - eða hvað? ■ Skoðanakannanir höfðu búið framsóknarmenn undir nokkurt fylg- istap í alþingiskosningunum 23. apríl síðastliðinn. Af þeim sökum urðu kosningaúrslitin ekki svo sviplegt áfall fyrir flokksmenn, sem þau hefðu að öðrum kosti tvímælalaust orðið. Hitt er svo annað mál, að kosninga- úrslitin breytast ekki við það, þótt flokksmenn hafi átt von á þeim. Því er auðvitað nauðsynlegt að velta vel fyrir sér orsökum fylgistapsins, bæði þeim sem nærtækastar eru og blasa því við augum, og eins hinum sem eiga sér lengri aðdraganda. í þeim greinum, sem þegar hafa verið skrifaðar hér í blaðinu, hafa fyrrnefndu ástæðurnar einkum verið til umræðu - svo sem .árangursleysið í efnahagsmálunum, á- róðursstaðan í álmálinu og fleira, en minna verið horft á málin í víðara samhengi. Að mínu mati hljóta þessi kosninga- úrslit hins vegar, ásamt og í framhaldi af úrslitunum 1978, að vekja flokks- menn til alvarlegrar umræðu um fram- tíðarstöðu Framsóknarflokksins í ís- lenskum stjórnmálum. Það er að segja ef menn ætla ekki að sætta sig við, að Framsóknarflokkurinn verði bara einn af minni flokkunum - í stað þess að vera afgerandi næst stærsti flokkur landsins. Spurningin, sem þessi kosningaúrslit vekur fyrst og fremst, er því einfald- lega þessi: ætlar Framsóknarflokkur- inn í framtíðinni að vera áfram forystu- flokkur félagshyggjufólksins í landinu, flokkur sem af þeim sökum nýtur víðtæks fylgis bæði á landsbyggðinni og í þéttbýlinu? Og ef svarið er játandi, þá: hvernig tekst flokknum að ná því markmiði? Tvö andstæð öfl Það er endalaust hægt að deila um merkingu eða merkingarleysi orða eins og hægri, vinstifog miðja í íslenskum stjórnmálum. Sumum finnst að merk- ing þessara orða hafi að verulegu leyti misst gildi sitt. Aðrir eru í engum vafa um, hvað þeir eiga við með hægri eða vinstri í pólitíkinni. Kannski er því einfaldara að fjalla um andstæðurnar í íslenskum stjórn- málum með því að tala annars vegar um' markaðshyggju og hins vegar fé- lagshyggju. Þetfa eru í grundvallar- atriðum ólík viðhorf til þjóðfélags- mála, en innan hvors sviðsins um sig er hins vegar oft umtalsverður stigsmunur á afstöðu manna. Undanfarna áratugi hefur Sjálf- stæðisflokkurinn verið forystuafl markaðshyggjunnar í íslenskum stjórnmálum og er svo enn. Þótt þar kenni að vísu ólfkra viðhorfa til ein- stakra þátta, þá eru meginatriði mark- aðshyggjunnar ríkjandi innan Sjálf- stæðisflokksins og meðal forystu- manna hans. Á liðnum áratugum hefur Fram- sóknarflokkurinn hins vegar verið for- ystuafl félagshyggjunnar hér á landi - bæði í stjórnarandstöðu og í ríkis- stjórnum. Og það fer reyndar ekki á milli mála þegar litið er yfir farinn veg, að þegar Framsóknarflokkurinn hefur lagt mesta áherslu á þetta forystuhlut- verk sitt þá hefur honum vegnað best meðal kjósenda. Þróun fylgis í 25 ár Athyglisvert er í þessu sambandi að líta á fylgisþróun Framsóknarflokksins þann tíma, sem núverandi kjördæma- skipun hefur staðið. Sérstök ástæða er þar til þess að fylgjast vel með fylgi flokksins í kaupstöðum landsins, þar sem nú búa um þrír fjórðu hlutar kjósenda. Til þess að glöggva sig betur á þessari þróun eru birtar með þessari grein nokkrar töflur. Það er í fyrsta lagi tafla yfir hlut Framsóknarflokksins í greiddum at- HLUTUR FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS í GREIDDUM A TKVÆÐUM1919-1983 Kosningaár % gr. atkv. 1919 13.3 1923 26.5 1927 29.8 1931 35.9 1933 23.9 1934 21.9 1937 24.9 1942 27.6 1942 26.6 1946 23.1 1949 24.5 1953 21.9 1956 15.6 1959 27.2 1959 25.7 1963 28.2 1967 28.1 1971 25.3 1974 24.9 1978 16.9 1979 24.9 1983 19.5 Fylgi Framsóknarflokksins 1983 var það þriðja lægsta frá upphafi (1956 þá undanskilið, en þá bauð Framsóknarflokk- urinn ekki fram í öllum kjör- dæmum vegna bandalagsins við Alþýðuflokkinn). kvæðum í þingkosningum frá árinu 1919 og fram til kosninganna nú í apríl. Sú tafla sýnir, að Framsóknar- flokkurinn hefur yfirleitt verið með 23-28% af fylginu í landinu. Segja má að um fjórðungur kjósenda hafi nokk- uð reglubundið fylgt flokknum að málum allt fram til ársins 1978, en þá hrapaði fylgið niður í 16.9%. Það jókst upp í það sama og 1974 í kosningunum árið eftir, 1979, en hrapaði svo núna niður í 19.5%. Hinar tvær töflurnar sýna saman- burð á þróun fyigis Framsóknarflokks- ins og Alþýðubandalagsins síðustu 25 árin. Það er lærdómsríkt þar sem ljóst er að ef einhver flokkur getur ógnað hlutverki Framsóknarflokksins sem forystuflokks félagshyggjuaflanna og næst stærsta stjórnmálaflokks landsins, þá er það Alþýðubandalagið. í annarri töflunni er hlutur þessara tveggja flokka í heildarfylginu í alþing- iskosningum sýnt allt frá haustkosning- unum 1959 fram til kosninganna í apríl 1983. Þar sést að fylgi Alþýðubanda- lagsins en nokkuð stöðugt, ef frá er talið stökkið mikla 1978, og.er nú komið niður í það sama og það var 1967 og 1971. Fylgi Framsóknarflokksins óx veru- lega á sjöunda áratugnum; fór úr 25.7% árið 1959 í 28.2% árið 1963 og svipað, 28.1% árið 1967. Fylgið var svipað og 1959 í kosningunum 1971 og 1974, en 1978 varð mikið hrun - sem eftir uppstyttuna 1979, er að verulegu leyti endurtekið nú. Slíkt hrun sem varð 1978 og 1983 er nýtt í sögu Framsóknarflokksins og gefur því til kynna, að í kosningunum 1978 hafi orðið breyting sem flokkurinn býr enn við og verði því að átta sig á.‘ Hin taflan ber saman fylgi þessara tveggja flokka, Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins, í kaupstöðum landsins. Hún er byggð á úrslitum bæjar- og sveitarstjórnakosninga frá 1958 til 1982 og gefur mjög greinilega til kynna þróun fylgis þessara tveggja flokka í þéttbýlinu. Þar er hið sama og áður uppi á teningnum, að fylgi Al- þýðubandalagsins er nokkuð reglu- bundið, ef stökkið 1978 er undanskilið, en sú verulega sókn, sem einkenndi fylgi Framsóknarflokksins í kaup- stöðunum á sjöunda áratugnum (sér- staklega þó 1966, þegar flokkurinn tók afgerandi forystu af. Alþýðubandalag- inu í kaupstöðunum, og 1970), hefur snúist illilega við. Og þótt hlutfall Framsóknarflokksins hafi aðeins batn- að 1982 frá hruninu 1978, þá er þar um tiltölulega lítinn bata að ræða eins og sjá má á töflunni. Stóran umbótaflokk Framsóknartlokkurinn hefur haft langstærstan hluta fylgisins í landinu á tveimur tímabilum: annars vegar í kosningunum 1927 og 1931, en það voru miklir breytinga- og umrótatímar í pólitíkinni, og svo á viðreisnarára- tugnum, sérstaklega þó í þingkosning- unum 1963 og 1967, en þá hafði flokkurinn yfir 28% fylgisins. Á þessum árum fór það ekkert á milli mála að Framsóknarflokkurinn var forystuflokkur félagshyggjufólks- ins í landinu. Á sjöunda áratugnum var þess vegna lögð sérstök áhersla á að efla flokkinn í þéttbýlinu, kaup- stöðunum, og náðist þá fyrst sá áfangi 1962, að Framsóknarflokkurinn hlaut jafn mikið fylgi í kaupstöðunum og Alþýðubandalagið, og svo vannst sá sigur 1966, að Framsóknarflokkurinn varð mun stærri en Alþýðubandalagið í bæjunum. Eysteinn Jónsson, þáverandi for- maður Framsóknarflokksins, lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að flokkurinn haslaði sérvöll íþéttbýlinu, þar á meðal innan samtaka launafólks. Hann leit því á bæjar- og sveitastjórn- arkosningarnar 1966 sem „tímamót í æfi Framsóknarflokksins, því ég hlýt að telja það tímamótaatburð að flokk- urinn varð stærsti flokkurinn í fjórum kaupstöðum landsinsogvann stórkost- lega á þegar á heildina er litið. Leynir sér ekki, að það á mjög mikinn hljómgrunn að efla sterkan, þjóðlegan umbótaflokk í landinu og verður þá Framsóknarflokkurinn fyrir valinu hjá mörgum sem eðlilegt má teljast." Það var stefna Eysteins Jónssonar á þessum tíma að hér þyrfti að „efla voldugan umbótaflokk, sem verði sterkari en íhaldið." Þetta var það markmið, sem Framsóknarflokkurinn setti sér sem forystuafl félagshyggju- fólksins í landinu, og það fékk veruleg- an hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Að mínu mati er þetta einnig eðlilegt markmið Framsóknarflokksins nú. Það er enn frekari þörf á því en áður að forystan fyrir félagshyggjufólkinu verði í framtíðinni í traustum höndum framsóknarmanna. En það mun ekki gerast af sjálfu sér. Vegna umskiptanna 1978, sem að nokkru eru staðfest í kosningaúrslitun- um nú, er alveg Ijóst að taka verður upp að ýmsu leyti ný og breytt vinnu- brögð og áherslur, ef byggja á upp framtíðarstöðu Framsóknarflokksins sem afgerandi næst stærsta flokk lands- ins og forystuafl félagshyggjumanna. Það þarf ekki aðeins skýran og ákveð- inn vilja af hálfu flokksins til að gegna þessu hlutverki, sem þó er auðvitað forsenda, heldur þarf einnig með markvissu starfi að endurheimta þá stöðu, sem flokkurinn var búinn að ávinna sér í þéttbýlinu, og styrkja hana svo enn frekar. Svokallað „öruggt“ flokksfylgi dugir einfaldlega ekki lengur til þess að ná þessum markmið- um, og til þess að ná viðbótarfylgi þarf að vinna til þess. Nýja sókn Framsóknarflokkurinn hlýtur að stefna að því að auka aftur fylgi sitt svo að flokkurinn verði ótvírætt næst stærsti flokkur þjóðarinnar með svip- uðum hætti og áður var. Til þess að svo megi verða þarf Framsóknarflokkur- inn að ná í stórvaxandi mæli til íbúanna í þéttbýlinu. Það verður aðeins að veruleika fyrir markvisst átak jafnt í stefnumótun sem vinnubrögðum. Flokkurinn verður að ná til þess sívaxandi fjölda, sem tekur afstöðu til stjórnmálaflokka frá einum kosning- um til annarra, og eins til þeirra þúsunda ungra karla og kvenna, sem bætast munu í raðir kjósenda á næstu árum. Þetta krefst endurnýjunar jafnt í stefnumótun sern flokksstarfi. Framsóknarflokkurinn verður auð- vitað að sinna brýnum stundarvanda- málum þjóðarbúsins af ábyrgð og fcstu, ef hann á kost á stjórnarþátttöku á sínum eigin stefnugrundvelli í megin- atriðum, en samhliða verður að sinna flokkslegri uppbyggingu af dugnaði og krafti. Það er ekki síst mikilvægt að flokkurinn takist á við vandamál nýrra tíma og sinni áhugamálum nýrra kyn- slóða á tungutaki, sem nær eyrum fólks í þéttbýlinu. Samhliða lifandi málefnabaráttu þarf reglulega að eiga sér stað viss endurnýjun á framboðs- listum, hvort sem það er til alþingis eða svcitarstjórna, svo að þeir endur- spegli betur en þeir hafa oft gert þjóðina sjálfa, þar á meðal aldurs- og kynskiptingu kjósenda. Einungis með því að fylgjast stöðugt með kröfum nýrra tíma í vinnubrögð- um og málefnabaráttu, með því að virkja yngri sem eldri stuðningsmenn úr hinum ólíku starfsgreinum og þjóð- félagshópum til málefnalegrar umræðu og stefnumótunar, með þyí að fá fólk í vaxandi mæli til þess að taka virkan þátt í að móta stefnuna og berjast fyrir henni, er hægt að byggja upp þann stóra öfluga forystuflokk félagshyggju- fólksins í landinu, sem Framsóknar- flokkurinn hefur svo lengi verið og sem hann verður að vera á komandi árum. Það er sannarlega verk að vinna bæði fyrir forystumenn flokksins og flokksmenn almennt. Elías Snæland Jónsson, ritstjóri, skrifar NÆST STÆRSTIFLOKKURINN - LANDSFYLGI1959-1983 1959 1963 1967 1971 1974 1978 1979 1983 Framsóknarflokkurinn 25.7 28.2 28.1 25.3 24.9 16.9 24.9 19.5 Alþýðubandalagið 16.0 16.0 17.6' 17.2 18.3 22.9 19.7 17.3 Mismunur +9.7 + 12.2 + 10.5 +8.1 +6.6 -6.0 +5.2 +2.2 1) Fylgi 1-listans talið með Alþýðubandalaginu. Taflan sýnir að fylgi Alþýðubandalagsins er næsta stöðugt (fyrir utan stökkið 1978), en að útkoma Framsóknarflokksins 1978 og 1983 er gjörólík því sem áður hefur verið. Bilið milli flokkanna var mest á miðjum viðreisnaráratugnum. STAÐAN í KA UPSTÖÐUM LANDSINS1958-1982 1958 1962 1966 1970 1974 1978' 1982 Framsóknarflokkurinn 12.7 16.8 19.5 19.4 17.7 13.9 14.7 Alþýðubándalagið 18.1 16.7 16.8 15.2 16.7 24.9 17.7 Mismunur -5.4 +0.1 +2.7 +4.2 + 1.0 -11.0 -3.0 1) 1978 voru jafnvel kratar stærri en Framsóknarflokkurinn eða með 16.4% Byggt er á úrslitum bæjarstjórnarkosninga. Framsóknarflokkurinn varð jafn stór og Alþýðubanda- lagið í bæjunum 1962, fór verulega uppfyrir bæði 1966 og 1970, en hefur í tvennum síðustu bæjarstjórnarkosningum verið undir Alþýðubandalaginu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.