Tíminn - 08.05.1983, Síða 15
14
Si'iííJ/'
Sex áratuga gamlar tilllögur um stjörnarböt á íslandi rifjaðar upp:
„AÐ LEIÐA RANNSÖKNARANDA
VÍSINDANNA INN í STJÓRNMÁLIN”
WBM
Guðmundur Finnbogason taldi þingræðisskipulagið meingallað, en hug-
myndir hans um vísindalegt þjöðfélag þar sem mælingar koma í stað
mats voru öraunsæjar og byggðu á oftrú á getu félagsvísinda
■ „Mifi drcymdi eina nótt fyrir nukkr-
um árum, aö é)> lieföi fundiö upp nýtt
stjórnskipulag, og aö mér hali þótt
mikið til þess kuma, iná ráða af því, aö
ég sagöi við sjálfan mig í drauninum, aö
þetta stjórnskipulag ntti jafnt við i
sta-rsta lieinisveldinu sem í minsta liekkj-
arlélagi skóla. Í svefnrufunum var mér
þetta skipulag algerlega Ijóst sem full-
Pessi eru upphafsorð bókarinnar
Stjórnarbót scm Guðmundur Finnboga-
son landsbókavörður (1873-1944) sendi
frá sér fyrir ta-pum sex áratugum (1924).
Þar fjallar hann almennt um stefnumið í
stjórnmálum, ógöngur sem liann telur
að stjórnmál á íslandi hafi ratað í vegna
þingra-ðisskipulagsins, og leggur fram
tillögur um úrbætur. Hugmyndir hans
voru um margt nýstárlegar, og einkum
þó sjónarmiö hans um það hvernig
kvcða eigi upp dóma um það hvort
stjórnsýsla hefur farist mönnum vel eða
illa úr höndum.
Að þekkja þarfir þjóða
og mæla þær
„Öll lögggjöf og stjórn á... að stefná að
réttlæti" segir Guðmundur í fyrsta kafla
bókarinnar. Til þess að stjórna málum
þjóðar svo að sú hugsjón fái framkvæmd
þarf fernt að koma til að hans mati. I
fyrsta lagi að þckkja þarfir þjóðarinnar
sem stjórna á. I öðru lagi að finna ráð og
tæki til að fullnægja þeim þörfum. í
þriðja lagi að fylgja hinum fundnu
ráðum í framkvæmd. I fjóða lagi að
mæla árangurinn af ráðstöfunum þeim
og framkvæmdum sem gerðar hafa verið
til þess að vita hvort þær hafi náð tilgangi
sínunt.
Það er einkum fjórða atriðið sem
Guðmundur nefnir - mælingin - sem
gerir Stjórnarbót að frumlegri og for-
vitnilegri bók. Mælingartillögur hans
eru einn votturinn um vísindatrú margra
menntamanna á fyrstu áratugum þessar-
ar aldar; vísindatrú sem við köllum nú
bernska og þykjumst geta vísað á bug að
fenginni reynslu og eftir langar rök-
ræður. En meira um það síðar.
Guðmundur Finnbogason:
ókrýndur konungur
íslensks menntalífs.
Hver var annars Guðmundur Finn-
bogason? Það er ekki ofmælt að á fyrri
komin, samstilt heild, en aö eins fnrmið
sjálft. Þessu er afurerfitt aö lýsa. Uin
leiö og ég vaknaöi, hvarf það úr huga
mér. Þó mundi ég tvcnt um þaö. Annaö
var þaö, að stjórn féll þegar hún reyndist
ekki starfi sínu vaxin; hitt var, aö jal'nan
var til taks ný stjórn til að grípa um
stjórnartaumanu þegur unnur féll.
Stjórnarskiftin urðu sjálfkrafa, án til-
hluta aldarinnar hafi hann verið ókrýnd-
ur konungur íslensks menningarlífs,
jafnvígur á sviði lista, mennta, stjórn-
mála og vísinda: sannur fjölfræðingur.
Hann lauk prófi í heimspeki’og sálar-
fræði frá háskólanum í Kaupmannahöfn
árið 1901, ogsem styrkþegi sjóðs Hann-
esar Árnasonar prestaskólakennara
stundaði hann frámhaldsnám í heim-
speki í Berlín og París á árunum þar á
eftir. Veturinn 1910-11 flutti hann heim-
spekifyrirlestra í Reykjavík og talaði
einkum um það efni „hvernig ýmislegri
þekkingu vorri og skilningi á hlutunum
er varið." „Erindi þessi,“ skrifar Jón
Helgason í minningarorðum unr
Guðntund, „flutt af-orðsnjöllum og víð-
menntuðum ræðumanni, voru stórvið-
burður í andlegri fábreytni Reykjavíkur,
enda var Bárubúð jafnan troðfull, og
blöð frá þeim tíma segja að fastir
áheyrendur hafi vcrið nálega 700 manns.
Samt var naumast hægt að segja að efnið
væri alþýðlegt, sem kallaðer." Fyrirles-
arnir sent einkenndust af Ijósri fram-
setningu, kjarngóðu orðfæri og sjálf-
stæðri bugsun urðu undirstaða bókarinn-
ar Hugur og lieimur (1912).
Árið 1911 varði Guðmundurdoktors-
ritgerð í heimspeki við Hafnarháskóla.
Ritgerðin var skömmu síðar þýdd á
frönsku og scgir sagan að þaö hafi verið
að beiðni hins víðkunna franska heim-
spekings Henri Bergsons. Af ritgerð
Guðmundar hcfur svissneski sálfræð-
- ingurinn Jean Piaget einnig lært og vitnar
til hennar í einni bóka sinna.
Guðmundur var prófessor í hagnýtri
sálarfræði, eins og það hét þá, við
Háskóla íslands um sex ára skeið, frá
1918 til 1924. Hann flutti þá jafnan einn
fyrirlestur á viku fyrir almenning, og upp
úr þeim eru tilorðnar bækurnar Vinnan
(1917), Frá sjónarhcimi (1918) og Land
og þjóö (1921).
„Stundum barst hann inn
á undarlegar leiðir“
Lengst af starfsævi sinnar, 1924-43,
hlutunar flokka cða ríkisstjóra. Jafn-
framt varö mér undir eins Ijóst, hvort
sem það stafaöi frá draumnum eða ekki,
aö það, sem feldi stjórn, var mxling og
ekki mat á gjöröum hennar. Hún var
vegin á vogarskálum og léttvæg fundin.
Hún féll þegar mene, tckel koni á
vegginn.“
var Guðmundur Finnbogason forstöðu-
maður Landsbókasafnsins - landsbóka-
vörður. Hann var einnig um árabil
forseti Bókmenntafélagsins og ritstjóri
Skírnis. Á þessum árum skrifaði hann
margvísleg erindi og bækur, þýddi rit,
bjó til nýyrði o.s.frv. „Hugur Guðmund-
ar var frjósamur, sívakandi og sístarf-
andi, sneiddi einatt hjá troðnum slóðum"
skrifar Jón Helgason. „Stundum barst
hann þá inn á undarlegar leiðir, og ekki
var laust við að honum hætti til að taka
helst til miklu ástfóstri við þær hugmynd-
ir sem ólíklegastar voru til að ná fótfestu
í heimi veruleikans" segir Jón enn
fremur og vísar til Stjórnarbótar. Við
skulum því athuga bókina nánar. ■
1 upphafi fyrsta kafla bókarinnar,
„Stcfnumið" rekur Guðmundur fyrr-
greindan draum sinn um nýtt stjórn-
skipulag. Síðan skrifar hann:
„Síðan mig dreymdi þennan draum,
hefir mér við og við flogið í hug, hvort
ég ætti ekki að reyna að draga fram í
dagsljós hugsunarinnar þetta stjórn-
skipulag, sem ég var svo hreykinn af í
svefninum. Reyndar fer löngum svo, að
það, sem manni finnst mikil speki í
draumi, reynist hjóm eitt þegar vöku-
Ijósið nær að skína á það. Og víst er það
ekki árennilegt að ætla sér að finna upp
nýtt stjórnskipulag, svo margir vitrir
menn sem það hafa reynt á umliðnum
öldum og allt til þessa dags og þó ekki
tekist betur en raun gefur vitni. Það sem
veldur, að ég engu að síður tek þetta
mikla vandamál til meðferðar, er annars
vegar það, að ég sé ekki betur en að
stjórnmál vor Islendinga séu nú á svo
ískyggilegri braut, að eklýi dugá að
halda lengi áfram blindandi í sömu
áttina, og hins vegar eru atriðin, sem
bent var til í draumnum, að mínu viti
algjör nýjung í þessum efnum og því
ástæða til að íhuga, hvort þarna rofar
ekki fyrir leið út úr ógöngunum og rætist
það, sem skáldið kvað:
Guðmundur Finnbogason (1873-1944).
Meira er oft/en mönnum sýnist/satt í
svefnórum.
Eg hefi því haft drauminn til leiðsagn-
ar og reynt að finna skipulag, er fæli ísér
það, sem ég mundi úr honum. Hug-
leiðingar mínar eru miðaðar við þjóð-
málin , þau málin er einstaklingar þjóð-
félagsins eiga saman og binda þá í
samstarfandi heild. Ég reyni að draga
upp aðallínurnar í stjórnskipulagi ríkis,
og hefi þá auðvitað sérstaklega ísland í
huga og hvað hér mætti takast, þótt
skipulagið ætti að eiga víðar við, ef það
er réttum rökum stutt".
Deilt á þingræði
Guðmundur fjallar síðan um þá rétt-
lætisreglu sem hafa beri á huga þegar
semja á eða dæma skal um stjórnar-
skipun þjóðar, og ræðir í framhaldi af
því um hlutverk ríkisins. Hann telur að
ríkið hafi það hlutverk að draga úr þeim
árekstrum sem verði vegna þess að of
lítið sé til af lífsgæðum til að fullnægja
öllum þörfum. Ríkið sé m.ö.o. til vegna
skortsins og það eigi „að stjórna einstak-
lingum, ste’ttum og flokkum innan ríkis-
heildarinnar þannig, að þéir í viðleitni
sinni að fullnægja þörfum sínum virði
hver annarra þarfir og leitist við að
samrýma þær sem bezt.” Guðmundur
segir að úrlausnarefnið sé að finna þá
menn með þjóðinni sem best séu til þess
fallnir að stjórna samkvæmt þessu. f
þingræðissríkjum, eins ogíslandi, hafi
kosnum þingmönnum verið falið þetta.
í öðrum kafla bókarinnar,
„Ógöngum", spyr Guðmundur hvaða
líkur séu á því „ í landi með þingbund-
inni stjórn og almennum kosningarétti,
að þeir menn þjóðarinnar, sem gæddir
eru beztri þekkingu á högum hennar,
mestum vitsmunum, heilbrigðustu hug-
sjónum og hreinustum vilja til að starfa
að heill og heiðri", komist á þing. Hann
svarar því svo að líkurnar séu litlar sem
engar. Rökin fyrir svarinu eru að menn
verði að fylgja stjórnmálaflokki, ef þeir
ætli að ná kosningu, en stjórnmálaflokk-
ar krefjist undirgefni og baráttugleði.
Þeir verði síðan að afla sér atkvæða með
því að lofa kjósendum öllu fögru, en
rangfæra málstað keppnauta sinna í
hinum flokkunum. Guðmundur vitnar
til gríska heimspekingsins Platóns um
það að frambjóðendur tali til tilfinninga
fólks, en ekki skynsemi. Og á þingi verði
frambjóðandinn bundinn á flokksklafa,
hann verði að stunda hrossakaup:
„Kapphlaup kjördæmanna um að fá
sem drýgstan skerf af ríkisfé", skrifar
hann, „hvert til sinnaþarfa, hrindir þeim
þingmönnum, sem ekki eru því víðsýnni
og sjálfstæðari, út í hrossakaupin. Við
þau vaxa útgjöld ríkisins unnvörpum og
þar með álögur á landslýðinn eða skuldir
ríkisins, nema hvort tveggja sé.“
Niðurstaða Guðmundar er að þing-
ræðisskipulagið sé gallað, en „eitt er nú
að sjá gallana á því, sem er, annað að
finna ráðin til að bæta úr þeim,“eins og
hann segir.
Tillögur um nýskipan í
stjórnmálum
Þriðji kafli bókarinnar nefnist „Þing-
kosning". Þar leggur Guðmundur til að
menn verði skyldaðir til að neyta kosn-
ingaréttar síns, og að bréfleg kosning og
óbundin sé leyfð. Hann vill einnig að
landið allt verði eitt kjördæmi. „Með
kjördæmaskiftingunni félii aðalstoðin
undan hrossakaupum og hreppastreitu.
á þingi."
í fjórða kafla, „Stjórn og þing", ræðir
Guðmundur um framkvæmdavaldið.
Hann segir að skipta megi stjórnarstörf-
um í tvennt: að reka ríkisstofnanir og að
undirbúa lagasetningu. Hann vill því,
eins og Guðmundur læknir Hannesson
hafði lagt til í riti sínu Nýmælum (1914),
að þessum störfum sé skipt með tveimur
mönnum: stjórnarherra, sem sjái um
rekstur ríkisstofnana, og ráðherra, sem
starfi með þinginu að lagasetningu.
Guðmundur telur rétt að takmarka
kost þingmanna á að flytja frumvörp til
að stöðva „lagaflóðið". Mestu skipti að
fjárlög séu samin af hyggindum. Hann
tekur undir þá tillögu nafna síns Hannes-
sonar frá 1914 að Hagstofan eigi að áætla
tekjur ríkisins, en útgjöldin að ráðast af
því, og leggur það einnig til, að þingmað-
ur sem beri fram tillögu til hækkunar
útgjalda, verði að benda á sambærilega
lækkun útgjalda í Öðrp, og skuli lækkun-
artillagan hafa hlotið samþykki áður en
hækkunartillagan sé borin fram.
„Mæling komi í stað mats“
Fimmti kafli bókarinnar ber heitið
„Framfarir", og hinn sjötti „Mælikvarð-
ar“. Guðmundur reynir í þeim að smíða
mælikvarða sem leggja megi á gerðir
stjórnar til þess að komast að því hvort
hún eigi að vfkja eða ekki. Hann telur
að mælikvarðinn hljóti að felast í því
hvort framför verði á stjórnarti'manum '■
eða ekki. Hann ræðir því í löngu máli
um framfarahugtakið, hvernig mæla
megi framfarir í fræðslumálum,-atvinnu-
málum, listum og fleiru. Hann snýr sér
síðan að stjórnarstörfum og segir að
smíða megi mælikvarða á störf flestra
embættismanna. Sýslumenn séu til dæm-
is því betri sem þeir sætti menn í fleiri
málum, sem færri dórnum þeirra sé
áfrýjað, sem fleiri mál verði fullskýrð,
sem þeir rannsaki, og svo framvegis.
Stjórnarherrann, sem sé verkstjóri ríkis-
ins, fái einkunn eftir frammistöðu
undirmanna sinna allra, en ráðherrann
fái einkunn eftir því hversu mörg frum-
vörp hans þingið samþykki og hversu
miklum arði fjárfestingar ríkisins skili.
í fæstum orðum sagt vill Guðmundur
koma á „mælingu í stað mats alsstaðar
þar sem það má verða, láta raun og
sannleika ráða í stað geðþótta og öfga,
með öðrum orðum: leiða rannsóknar-
anda vtsindanna inn í stjórnmálin."
„Mælikvarði á störf
sýslumanna“
Til að sýna hvernig Guðmundur Finn-
bogason hugsaði sér mælingarstefnu sína
í framkvæmd skulum við líta á umfjöllun
hans um störf sýslumanna. Hann bendir
á að eitt af störfum sýslumanns sé að
leita sátta í þeim deilumálum er lög
ákveða, og skrifar síðan:
„Þar sem lögin bjóða að leita sátta, þá
verður að gera ráð fyrir, að æskilegast
þætti að sæzt væri á málin, enda eru
sættir útgjaldaminstar, þær geta ekki
orðið nema með frjálsu samþykki og þar
með fullum friði málsaðila. Sættandans
er að skýra málið svo fyrir aðilum, að
QUÐM. FINNBOGASON
ST]ÓRNARBÓT
REVKlAVlK,
bókaverzlun arsæls Ar.nasosar
1924
þeini skiljist, hvar hagsmunir þeirra fara
saman og hagi sér eftir því. Sé sætt
sprottin af misskilningi annars hvors
aðila eða beggja, má gera ráð fyrir, að
nýjar dylgjur rísi af, og sýslumaður, er
tekist hefði um skeið að sætta menn á
svo ótraustum grundvelli, mundi þegar
til lengdar léti missa traust manna í
þessum efnum og ganga því ver að sætta
menn, sem meiri misklíð hefði sprottið
af þeim tyllisættum, er hann hefði stofn-
að til. Hins vegar mundi sýslumanni
ganga að sama skapi betur að sætta
menn, sem sættir þær, er hann hefði á
komið á umliðnum tímum, hefðu reynst
réttlátari og þar með traustari. Sam-
kvæmt þessu ætti sýslumaður að teljast
því betri, sem hann sætti menn í fleiri %
af þeim málum, sem sættast má á.
Reyndar verða allt af einhver mál,
sem ekki er sæzt á og haldið er til dóms
og laga. En því meira traust sem málsað-
ilar hafa á réttdæmi dómarans, því síður
áfrýja þeir þeim dómum, sem hann hefir
dæmt. Að vísu getur stundum fjár-
skortur valdið, að ekki er áfrýjað, en að
líkindum ekki fremur í einni sýslu en
annari, svo að það jafnaði sig. Eftir
þessu ætti sýslumaður að teljast því
betri, sem fleiri % af dómum hans væri
ekki áfrýjað - í þeim málum, sem
áfrýja má.
Nú er dómi áfrýjað til hæstaréttar, og
ætti þá sýslumaður að teljast því betri,
sem fleiri % af dómum hans verða
staðfestir.
Þegar afbrot eru kærð og tekin til
rannsóknar, veltur það mjög á vitsmun-
um, dugnaði og lægni rannsóknardóm-
ara, hvort málið verður fyllilega skýrt
eða ekki. Samkvæmt því ætti sýslumaður
að teljast því betri, sem fleiri % af
slíkum málum verða fullskýrð við rann-
sókn hans.
Nú ganga lögreglumál eða sakamál til
æðra dóms, og ætti þá sýslumaður að
teljast því betri, sem fleiri % af þeim eru
tekin þar til dóms, án þess að vísa þeim
heim til frekari rannsóknar.
Loks ætti sýslumaður að teljast því
betri, sem afgreiðsla mála gengi (ljótar í
hendi hans."
Einkunnagjöf aö
mælingu lokinni
Guðmundur víkur síðan að nokkrum
öðrum atriðum sem taka þurfi tillit til,
s.s. afgreiðslutími mála, nám til
embættisprófs og ef til vill framhaldsnám
að því loknu. Þegar allt þetta er á hreinu
er hægt að taka til við að reikna aðalein-
kunn sýslumanns, og það ber að gera einu
Bók Guðmundar, STJÓRNARBÓT, kom út árið 1924.
sinni á ári hverju að mati Guðmundar. sannarlega unnt að mæla áþreifanleg
Hann skrifar síðan: afköst ýmissa embættismanna ríkisins,
„Gerum ráð fyrir, að einkunnir ein- en menn sjá það væntanlega í hendi sér
hverssýslumannsværu t.d. á þessaleið: við svolitla umhugsun að ýmislegt annað
Aðaluinkunn viö embættispróf . 70% mikilsvert í fari embættismanna er ekki
Framhaldsnám................. 5- mælanlegt. Viðmót þeirra við samstarfs-
Sættir ...................... 40 — f(tlk cr trauðla mælanlcgt, og cins scgir
Dómum ekki áfrýjað ...........55 - t.d. fjöldi mála sem dómari hefur afgreitt
Dómar staðfestir . . ......75 - ekkert um gildi dóma hans. Fleiri að*
Afbrot fullskýirð .............50- finnslur almenns eðlis má tína til: Hverj-
Málum ekki vísað heim........75 - ir eiga að velja „beztu menn hverrar
Afgreiðsla dóma ..............95 - stéttar" sem aftur eiga að setja ntæli-
Skifting dánarbúa .............g4 _ kvarða á framfarir? Við því á Guðmund-
Væru nú þessar tölur lagðar saman ur ekkert svar, ag við þeirri spurningu er
eins og þær eru og tekin meðaltalan af raunar ekkert marktækt svar tii. Á því
þeim. Þá yrði aðaleinkunn sýslumanns- skeri steyta allar kenningar um úrvals-
ins 61%. En ef til vill þættu ekki öll þessi stjórn. Guðmundur horfði líka frant hjá
atriði jafnmikilvæg, og mætti þá gefa því mikilvæga atriði og vandinn í stjórn-
þeim mismunandi gildi, láta eitt gilda málum er ekki sá einn að mæla árangur
hálft, tvöfalt o.s.frv. á við annað, þ.e. af ráðstöfunum til að fullnægja þörfum
margfalda með tölum, er gæfu atriðun- þjóðarinnar. Sjálfar þarfirnar eru
um hæfilegt gildi áður en aðalcinkunn álitamál og unt það hverjar þær eru
væri dregin af þeim. hefur ekki og getur væntanlega aldrei
Þegar fundin væri með þessum hætti náðst samkomulag sem allir una við í
aðaleinkunn hvers sýslumanns í landinu, mannlegu félagi.
væri tekin meðaltalan fyrir þá alla.
Embættisfærsla sýslumanns mældist þá Skopleg SkrÍfborÖSSDekÍ“
við þaö, hve langt aðaletnkunn hans væri Mæll[fgarsfcfna og eikurinagjöf Guð-
fvrir ofan eða neðan meðaltolu stettar- , -• , , ?
.- „ • , mundar Fmnbogasonar hefur vcrið
ínnar. Siðan yrði akveðið aemark, sem , . .
. ° ’ kolluð „skopleg skrifborðsspeki i ny-
enginn syslumaður mætti fara mður , • „ „ ;, , . ...
r . „ ’ . . legn timaritsgrein. Það ma kannski til
fynr, eða missa embættið ella. c ,
3 sanns vegar færa, en a hitt ber að hta að
Guðmundur Finnbogason áttar sig á Stjórnarbót er skrifuð á tíma þegar
því að mælikvarðar þeir sem hann vill félagsvísindi voru að komast á legg sem
láta taka upp eru ekki óumdcilanlegir. reynsluvísindi, og.trú á getu þeirra var
Hann skrifar því að þegar til kæmi að rneiri og almennari en nú á dögum. Á
taka upp slíka mælikvarða, yrðu auðvit- þessum árdögum félagsvísinda héldu
að beztu menn hverrar stéttar hafðir í mennaðþaugætuhermteftirsigurgöngu
ráðum um það, hvernig þeir skyldu vera. náttúruvísinda sem höfðu mælingarreglu
Og þótt sumir mælikvarðarnir yrðu að Galileo Galilei að leiðarljósi. Menn telja
vonum ófullkomnir í fyrstu, þá mundi s>g nir vlta Þær hugmyndir voru
með vaxandi reynslu, athugun og íhugun óraunsæjar, og að það eru ekki til neinir
mega bæta þá smám saman eins og hvcrt óumdeilanlegir mælikvarðar á mannleg
annað verkfæri, sem mikið þykir undir verðmæti. Það er ekki unnt að skera úr
komið aögera sem fullkomnast, Einmitt um ágreiningsefni í stjórnmálum, svo
þeir, sem sjáifir væru mældir með þeim, (læmi se tekið, með vísindalegum hætti
hefðu fyllstu hvöt til að benda á gallana ' eitt sh'P1' fyrir ö11- Stjórnmál snúast
og ef til vill jafnframt á það, er þyrfti að ekk' unt staðreyndir, eins og vísindin,
taka til greina til að bæta úr þeim. heldur um verðmæti, og verðmætamat
Mælikvarðarnir yrðu tilefni nýrra rann- manna er afstætt en ekki algilt.
sókna og aukinnar þekkingar, Rann- Stjórnarbótartillaga Guðmundar
sóknir og vísindi síðustu alda hafa Finnbogasonar er nú fyrst og fremst
blómgast að sama skapi sem fylgt hefur áhugaverð í hugmyndasögulegu tilliti.
verið reglu þeirri, er Galilei kvað við er ekki - og hefur raunar aldrei
vöggu þeirra, „að mæla alt, sem mælan- ver'ð - hægt að taka hana alvarlega sem
legt er, að gera það mælanlegt, sem ekki framlag til markverðra rökræðna um
var það áður", og svo mundi fara hér." stefnumið í stjórnmálum.
GM.
Mælingarstefnu alvarleg Jón Helgason: „Gu6mundur
takmÖrk sett Finnbogason" í Ritgerðarkornum og
... .. ,,,, „ ræðustúfum(1959).HannesGissurarson:
Nu eru sum mæhngarsjonarmið Guð- ^ , Frelslnu 3.
mundar alls ekki ut 1 hott, pao er hefti 1981