Tíminn - 08.05.1983, Side 18
SUNNUDAGUR 8. MAI 1983.
bókafréttir
Ný bók um örlög Jóhönnu af Örk:
Var henm
bjargað
frá
bálinu?
■ I leikriti Bernards Shaw veidur
draugur Jóhönnu af Örk ofboöslegri
skelfingu á meðal samtímamanna
heniiar, með því að bjóða þeim upp á
kraftaverk að loknu píslarvættinu: „Á
ég að rísa upp frá dauðum og koma aftur
til ykkar sem lifandi kona?“
Ef marka má nýja bók sem gefin var
út í París fyrir skömmu hefði hin heilaga
Jóhanna ekki þurft að beita neinum
yfirnáttúrlegum kröftum til þess að
standa við þessi orð sem Shaw leggur
henni í munn. Bókin greinir nefnilega
frá því að hún hafi alls ekki verið brennd
á báli í Rúðuborg í Frakklandi þann 30.
maí 1431, eins og okkur hefur verið talin
trú um, heldur hafi henni verið leyft að
flýja í gegnum leynigöng í dýflissum
kastalans, þar sem henni var haldið
fanginni.
Einn af frægustu píslardauðum heims
var grimmdarlegur dulbúningur. Hin
dulbúna kona sem brennd var á bálkest-
inum á markaðstorginu var fangi sem
dæmd hafði verið til dauða fyrir galdra.
Hún var notuð til þess að hægt yrði að
koma frönsku þjóðhetjunni undan á
síðustu stundu.
Jóhanna af Örk lifði í um það bil
tuttugu ár eftir að aftakan fór fram, að
því er Pierre de Sermoise segir í um-
ræddri bók, „Jeanne d’Arc et la Manda-
gore“. Hún giftist og lést fullharðnaður
hermaður, sennilega í bardaga.
í bókinni hafnar Pierre de Sermoise
þjóðsögunni um bóndastúlkuna frá
Domrémy í Lorraine sem vann bug á
efasemdum krónprinsins (síðar Karl sjö-
undi) og hinnar dáðlausu hirðar hans
með heilagleikanum og þjóðernishyggj-
unni einni saman.
Ástæða þess að Jeanne la Pucelle,
Mærin Jóhanna, gat svo auðveldlega
sannfært krónprinsinn var sú að á fyrsta
fundi þeirra trúði hún honum fyrir því
athyglisverða leyndarmáli að hún væri
hálfsystir hans, dóttir fsabellu af Bavaríu
Frakklandsdrottningar og mágs hennar,
hertogans af Orleans.
Þetta er þó ekkert nýtt. Tilgátur um
konunglegan uppruna Jóhönnu hafa
skotið upp kollinum áður og saga Claude
des Armoises, konunnar sem þóttist
vera Jóhanna eftir dauða hennar, hefur
verið rannsökuð gaumgæfilega.
Niðurstaða rannsókna Sermoises hef-
ur sannfært Michel Marion, skjalavörð í
Landsbókasafninu í París, sem skrifar
formála að bókinni.
Ýmsir aðrir eru fullir efasemda,
þ.á.m. einn af fremstu sérfræðingum
Frakka í miðaldasögu sem lýst hefur
fyrirlitningu sinni á skoðunum Sermoises
í franska dagblaðinu Le Matin.
Hvort sem fólk er með eða á móti, þá
skortir það ekki efni til að vinna úr.
Sagnfræðingurinn Régine Pernoud í
Miðstöð Jóhönnu af Örk í Orleans segir
að Jóhanna sé ein þeirra sögulegu per-
sóna sem mest er vitað um.
Þegar Englendingar tóku Jóhönnu til
fanga hafði hún barist með her krón-
prinsins í 14 mánuði, unriið Orleans og
flutt krónprinsinn til krýningar í Reims.
Allir þekktu spásögnina um stúlkuna
sem átti að bjarga Frökkum frá Englend-
ingum.
Ef marka má Pierrc de Sermoise þá
notuðu Karl sjöundi og herforingjar
hans Jóhönnu til þess að endurvekja
baráttuhug Frakka sem var í lágmarki
eftir blóðbaðið við Agincourt.
Hann staðhæfir enn fremur að hún
hafi verið þremur árum eldri en hún hélt
fram, en þar með er hún fædd sama ár
og prins eða prinsessa sem ísabella
drottning hins vitskerta Karls sjötta
eignaðist.
Því er haldið fram að hið konunglega
smábarn sem drottningin átti hugsanlega
með elskhuga sínum, Lúðvík af Orleans,
hafi einungis lifað af daginn og líkið hafi
síðan verið grafið í hinum konunglega
kirkjugarði í St. Denys. En í St. Denys
finnast engin merki um slíka gröf.
Fáum dögum eftir fæðingu barnsins
var Lúðvík myrtur að undirlagi hertoga
búrgúnda. Pierre de Sermoise skýrir frá
því í bók sinni að barnið, sem var hið
heilsuhraustasta, hafi verið sent til fóst-
urforeldra í Domrémy og bendir enn-
fremur á að kona nokkur, Arc að nafni,
hafi verið á launaskrá hjá hertoganum af
Orleans.
„Þetta er alveg út í hött,“ segir Régine
Pernoud. „Þegar maður hefur lesið frá-
sagnir sjónarvotta af uppvaxtarárum Jó-
hönnu getur maður ekki efast um það að
hún var fædd inn í fjölskyldu smá-
bónda.“
Og prófessor Georges Duby í Collége
de France hefur þétta um málið að segja:
„Örlög Jóhönnu voru svo merkileg að
með sérhverri kynslóð kemur fram fólk
sem brýtur heilann um þau, - nærri í
spað, - til þess eins að setja fram
fáránlegar skýringar."
GARÐEIGENDUR
Trjáplöntur,
runnar og
rósir
Salan er hafin
Garðyrkjustöðin
GRÍMSSTAÐIR
Hveragerði. Sími 99-42300
■ Þegar minnst er á píslarvxtti Jóhönnu dettur víst flestum í hug eitthvað svipað og málara þessarar myndar.
Ný rannsókn um stöðu kynjanna í skólum:
Kennararnir halda
meira uppá strákana
Gender and Schooling.
Höfundur: Michelle Stanworth.
Útgefandi: Hutchinsons, London.
■ Kennurum - bæði konum og körlum
- þykir meira til strákanna koma en
stelpnanna. í blönduðum bekkjum gefa
kennararnir strákunum meiri tíma, at-
hygli, ástúð og umhyggju.
Strákar einoka umræðurnar í bekkn-
um á meðan stelpurnar - sem kennarar
og strákar lýsa iðulega sem „sviplausum"
- sitja þögular í aftari sætunum í
kennslustofunni.
Kennarar vita síður hvað stelpurnar
heita og þeir gera sér ekki háar vonir um
framtíðarstörf þeirra.
Þetta eru niðurstöður rannsóknar
Michelle Stanworth sem hún fram-
kvæmdi í nokkrum bekkjum í hugvís-
indadeild eins menntaskólans í Eng-
landi, en reyndar kom í ljós að námsár-
angur stelpnanna þar var miklum mun
betri en strákanna.
í viðtölum við kennara og nemendur
kom í Ijós að bæði karl- og kvenkennarar
höfðu meiri áhuga á karlkyns nemendum
sínum, spurðu þá fleiri spurninga og
veittu þeim meiri aðstoð.
Þegar kennararnir voru spurðir að því
fyrir hvaða nemendum þeir bæru mesta
umhyggju nefndu kennslukonurnar
stráka tvisvar sinnum oftar en stelpur en
karl kennararnir nefndu stráka tíu sinn-
um oftar en stelpur. Þegar þau voru
spurð að því hvaða nemendur stæðu
þeim næst nefndu þau stráka þrisvar
sinnum oftar en stelpur.
Kennarar vanmeta metnað stúlkn-
anna. Aðeins ein þeirra var álitin líkleg
til þess að fást við stjórnunarstörf og
karlkyns kennurunum datt ekki í hug
neitt annað starf en hjónaband til handa
tveimur þriðjungi stúlknanna.
Ein kennslukonan lýsti stúlku, sem
hafði hæstu einkunnir í aðalfögum sínum
og stefndi á starf í utanríkisþjónustunni,
sem líklegri til þess að verða „aðstoð-
armaður einhvers fremur háttsetts
manns.“
Nemendurnir endurómuðu viðhorf
kennaranna. „Ég get alls ekki ímyndað
mér hvar stelpurnar Ienda. Maður getur
einhvern veginn ekki ímyndað sér að
þær ætli sér að verða eitthvað. Strákarnir
eru aftur á móti ákveðnir í því að fara í
háskóla og ná sérí góða stöðu,“ sagði
einn strákurinn.
Þegar nemendurnir voru beðnir að
raða bekknum sínum upp í hæfileikaröð,
hætti báðum kynjum til að ýkja hæfileika
piltanna og draga úr hæfileikum stúlkn-
anna.
„Ég á erfitt með að ímynda mér að
einhver stelpan sé betri en ég,“ sagði
annar strákur, „sjálfsagt er það mögulegt
en afar sjaldgæft.“ All margar stúlkur í
sama bekk og þessi strákur fengu betri
einkunnir en hann en þar eð einkunna-
gjöfin var leynileg var honum ókunnugt
um það.
Höfundur bókarinnar heldur því fram
að niðurstaða þessarar slagsíðu sé sú að
strákar jafnt og stelpur fái ranga mynd
af hæfileikum kynjanna. Þegar þau voru
spurð að því hver af nemendum bekkjar-
ins þau vildu síst af öllu vera tilnefndu þau
öll stelpur.
Þær stúlkur sem tóku þátt í umræðum
og sættu sig ekki við þögla hlutverkið
sem hinar stelpurnar leika voru óvinsæl-
astar meðal stelpnanna. Þær þóttu
„trana sér fram“. Þær stelpur sem strák-
ununi þótti minnst koma til voru þær
„sem sitja í öftustu sætunum og gætu
alveg eins verið að sjúga sleikibrjóstsyk-
ur allan daginn.“
Niðurstaða Stanworth er sú að stelpur
geti hæglega gengið í gegnum sama
ferlið og strákar, setið við hlið þeirra í
skólum undir handleiðslu sömu kennar-
anna en samt sem áður komið út úr
skólakerfinu með þann skilning á heim-
inum að hann sé heimur karlmannanna
þar sem konur geti og eigi að skipa
annað sætið.
■ Þegar kennararnir voru spurðir að því hvaða nemendum þeir bæru mesta unihyggju fyrir nefndu kennslukonumar stráka
tvisvar sinnum oftar en stelpur en karlarnir nefndu stráka tíu sinnum oftar en stelpur... Þessa má geta að umrædd Bók mun
fást í nokkmm bókaverslunum í Reykjavík.