Tíminn - 08.05.1983, Side 26
■Hii-.'liiUl'
SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983.
heimsókn
„Neistinn
er alltaf
fyrir
hendi”
sérstaklega í Strandasýslu. Þar býr mikið
öndvegisfólk, eins og í kjördæminu öllu,
en Strandamenn eru sérstakir."
- Urðu einhverjar frekari breytingar
á atvinnuástandi og útgerðarháttum ís-
firðinga á þeim 23 árum sem þið bjugguð
á ísafirði?
„Já, þegar ísfirðingar ákváðu að
kaupa skuttogara frá Noregi og sömdu
unt fimm skip á einu bretti árið 1969.
Það var mjög afdrifaríkt fyrir ísfirðinga
og nærliggjandi byggðarlög. Þessi
togarakaup skiptu sköpum fyrir atvinnu-
lífið, þessir togarar voru með fyrstu
skuttogurunum sem komu til landsins og
þeir áttu eftir að valda straumhvörfum.
Það má því þakka þcini hið góða efna-
hagsástand sem ríkti þarna allan áratug-
inn 1970-80. Þessir skuttogarar voru og
eru með aflahæstu skipum á landinu og
þeir lögðu afla sinn á land á ísafirði,
Hnífsdal og Súðavík.
Það var sérstaklega ánægjulegt að fá
að starfa mcð þeim mönnum sem stóðu
að þessum kaupunt og taka þátt í þessu
með þeim,það voru miklir dupnaðarfork-
ar sem drógu ekki af sér. Utvegsbank-
inn og Landsbankinn áttu einnig ómæld-
an þátt í þessum kaupum."
- Og síðan fiuttuð þið aftur suður?
„Já, árið 1973 vantaði Útvegsbankann
útibússtjóra um stundarsakir í Kópavog,
vegna þess að útibússtjórinn veiktist, og
ég var beðinn um að taka við. Ég var þá
búinn að ákveða að vera ekki í kjöri til
þings aftur. Mér fannst ekki við hæfi að
vera á tveimur stöðum og ég ætlaði að
helga mig starfinu í bankanum. Ég hætti
því á þinginu í ársbyrjun 1974 og þegar
staða bánkastjóra við aðalbankann losn-
aði við andlát Jóhannesar Elíassonar
árið 1975 sótti ég um.“
- Kunnirðu ekki vel við þig á þinginu?
„Ég gat ákaflega vel hugsað mér að
hætta.“
- Er ekki mikill munur á því að vera
útibússtjóri í bæ eins og ísafirði og því
að sitja á bankastjúrastóli í aðalbankan-
um suður í Rcykjavík?
„Það voru töluverð viðbrigði að taka
við stöðu bankastjóra, maður cr ekki í
eins nánu lifandi sambandi við atvinnu-
lífið hérna fyrir sunnan eins og á smærri
stööunum. Dvöl mín fyrir vestan var
mér mjög dýrmætur skóli, en ég var þar
þólenguren ég ætlaði í upphafi. Súgóða
reynsla sem ég öðlaðist þar kom mér að
ómetanlegu gagni í öllu mínu starfi síðar
í aðalbankanum. Enda segir það sig
sjálft að maður sem hefur gengið í
gegnum nærri öll störf í banka hlýtur að
standa betur að vígi en ella. Auk þess
var ég innfæddur Reykvíkingur og
þekkti mjög marga af viðskiptamönnum
bankans fyrr og síðar."
„Á hausinn mættu miklu
fleiri fara...“
„Erfiðleikar í rekstri Útvegsbankans
Þessi mynd er tekin á heimili Bjama og Gunnþórunnar á ísafirði árið 1958. Frá vinstri: Bjöm Ragnar, Gunnþórunn með Gunnar Þór, Bjami og Þórdís.
eru oft miklir, en hann hefur gegnt miklu
hlutverki í atvinnu- og viðskiptalífinu í
þau rúmlega fimmtíu ársem hann hefur
starfað. Staða hans gagnvart Seðlabank-
anum hefur oft verið crfið en hún helst
í hpndur við sjávarútvcginn, þannig að
þegar vel árar í sjávarútvcginum þá
gengur einnig vel í Útvegsbankanum.
En þegar illa gengur í sjávarútveginum
þá gildir það sama um Útvegsbankann.
Og Útvegsbankinn hefur aðallega útibú
á þeim stöðum þar sem atvinnulífið
byggist nær einungis á sjávarútvegi. Nú
eru rúmlega 50% af heildarútlánum
bankans í sjávarútvegi, en voru 64-5%
þegar hæst var. En þegar sjávarútvegur-
inn gengur eins illa og núna segir það til
sín í rekstri Útvegsbankans."
- En hvernig stendur á því aö útgerðin
er á hausnum á meðan flest annað virðist
geta blómstrað?
„Ekki virðist nú allt blómstra núna.
Enda er það svo að sjávarútvegurinn er
sú undirstaða sem mestu máli skiptir að
gangi vel. Auðvitað eiga vel rekin sjávar-
útvegsfyrirtæki að fá að leggja til hliðar
hagnað, svo unnt sé að endurnýja skip,
frystihús og alls konar búnað, til að
mæta mögru árunum. En þegar sá
rekstrargrundvöllur sem miðað er við er
út í hött er ekki von að vel fari. Annars
er það alltof sjaldgæft að fyrirtæki fari á
hausinn, því það er verið að reyna að
halda öl.lu gangandi, hversu slælega sem
þetta er rekið. Það er alveg útilokað.
Annars spilar mjög margt inn í það
hvernig afkoma fyrirtækjanna er. Sum
fyrirtækin hafa farið í fjárfestingar sem
aldrei geta skilað hagnaði, bæði varðandi
kaup á skipum og byggingu húsa. En ég
endurtek það að á hausinn mættu miklu
fleiri fara en raun hefur orðið á. Vel
rekin skip og frystihús eiga fullan rétt á
sér en önnur minna en engan rétt á að
vera til.
Sífelldar gengislækkanir og gengissig
eru að fara með allt til fjandans ogskapa
mikla erfiðleika í atvinnulífinu. Þetta
ástand hlýtur að bitna á bönkum eins og
Landsbanka og Útvegsbanka, sem hafa
um 90% af útgerð og fiskvinnslu á sinni
könnu."
- Telurðu að samcining bankanna
gæti bætt eitthvað úr skák?
„Nei, ég hefi ekki trú á því að
sameining yrði til bóta. En hitt er svo
annað mál að skefjalaus samkeppni
banka og sparisjóða, þar sem alltaf er
verið að berjást um sömu krónurnar
leiðir til ófarnaðar, því það er víst ekki
hægt að nota sömu krónuna oft.“
„Ótækt að þrír ráðherrar
séu að vasast í þessu...“
„Fjöldi útibúa, frá of mörgum
bönkum, er ekki til neinna sérstakra
bóta. En það virðist ganga greiðlega
fyrir suma banka og sparisjóði að fá
útibú, enda cru það þrír ráðherrar sem
hafa með veitingu leyfa til að stofna
útibú að gera, þ.e. bankamálaráðherra,
landbúnaðarráðherra og iðnaðarráð-
herra. Að mínu áliti ætti einn ráðherra,
bankamálaráðherra, að hafa þetta, ef
ekki er hægt að gefa þetta alveg frjálst,
sem væri eðlilegast. Það er alveg ótækt
að þrír ráðherrar séu að vasast í þessu.
Þetta er orðið alveg glórulaust og ekki
nema von að fólk hneykslist á útibúa-
farganinu. T.d munu Landsbankinn og
Samvinnubankinn starfrækja útibú við
Höfðabakka, þar sem eru ca 30 metrar
á milli útibúanna, annar í 80-90fermetra
húsnæði en hinn í 750 fermetra húsnæði.
Og þegar Útvegsbankinn er að byggja
yfir útibú bankans í hinum nýja
miðbæjarkjarna Seltjarnarness, fær
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis
leyfi fyrir útibúi éa 100 metrum vestar.
Svona mætti lengi telja, t.d. Landsbank-
inn við Grensásveg og Landsbankinn í
„Mjóddinni".
- En er einhver hagkvæmni í því að
hafa þrjá ríkishanka, auk Seðlabankans?
„í sjálfu sér ekki, ég teldi nóg að hafa
bara einn viðskiptabanka í eigu ríkisins,
og svo Seðlabankann og síðan hina fjóra
einkabankana. Seðlabankinn er að sjálfr
sögðu stofnun sem óhjákvæmileg er í
kerfinu, þó umdeild sé. Annars vilja
menn nú kenna Seðlabanka um allar
vammir og skammir, en svo einfalt er nú
dæmið varla. Auðvitað er margt rétt og
þarft (og jafnvel gott) sem Seðlabankinn
gerir, en mikið ands... er ég oft búinn
að bölva þeim í Seðlabankanum fyrir
marga hluti, og fyrir skilningsleysi í
ýmsum málum. Mér hefur stundum
fundist að þeir þyrftu að standa frammi
fyrir þeim vanda sem bankastjórar við-
skiptabankanna þurfa að gera þcgar
taka þarf afdrifaríkar ákvarðanir varð-
andi mörg mál sem snerta hag fjölda
manna og jafnmargra heimila. Það er
ekki alltaf létt verk, en það er auðvelt að
krítisera eftir á...“
- Og hvað tekur nú við þegar þú
hefur látið af störfum og átt allan tímann
sjálfur?
„Ég var nú rétt að hætta og er lítið
farinn að hugsa út í það. Tómstundir
mínar hafa mest farið í félagsmálastúss,
■ „Gervismiðir“ að störfum á Eyrum við Brúará - en þar hafa þau hjónin reist sér
sumarbústað.
Sumarbústaðabyggjendumir skoða teikningamar.
pólitík og annað en nú er ég orðinn
einskonar aukamaður í pólitíkinni.
Neistinn er þó alltaf fyrir hendi. Ég hef
alltaf haft nóg að gera og á tímabilinu
sem við bjuggum fyrir vestan fór mikill
tími í að heimsækja viðskiptavinina
víðsvegar á Vestfjörðum, allt suður á
Patreksfjörð."
„Mér þótti stundum nóg um,“ segir
Gunnþórunn, „að sitja ein heima með
börnin þegar hann hafði sem mest að
gera. Og við höfum ennþá nóg að gera.
Ég vinn fyrir Kvennadeild Rauða
krossins, fer í sund og á skíði og svo
erum við bæði í spilaklúbb og spilum
bridge, þó sitt í hvoru lagi. Ég hef svo
mikið að gera að mig vantar alltaf tíma.“
„Við erum líka að byggja okkur
sumarbústað“, segir Bjarni. „Við erum
fimm saman, þar af er sonur okkar einn
og mágur minn annar, auk tveggja góðra
kunningja okkar allrá. Við eigum sinn
bústaðinn hver og bústaðirnir eru í landi
Syðri-Reykja í Biskupstungum, þar sem
við keyptum landsspildu fyrir nokkrum
árum. Þar höfum við heitt vatn til
upphitunar og förum þangað jafnt vetur
sem sumar. Flestar frístundir síðustu
þriggja ára hafa farið í þessar byggingar,
því allir hafa smíðað langmest sjálfir,
svo þeir sem lítið kunnu áður eins og ég
eru nú orðnir liðtækirgervismiðir. Þarna
höfum við átt sameiginlega margar
ánægjustundir, og ógleymanlegar sam-
verustundir við smíðar og svo matseld á
eftir.“ '
„Svo erum við svo heppin", segir
Gunnþórunn, „að tvö eldri börnin,
Þórdís og Björn Ragnar, og fjölskyldur
þeirra, búa hér í nágrepninu, sonurinn í
svotil næsta húsi, Þórdís nokkru fjær, en
bæði hér í vesturbænum. En yngri sonur-
inn Gunnar Þór, dvelur nú við fram-
haldsnám í Kiel, ásamt eiginkonu og
þriggja ára syni.“
„Já, hugurinn er nú þrátt fyrir allt oft
fyrir vestan," bætir Bjarni við. „Ég
kynntist þar mörgum fyrirmyndar skips-
stjórnarmönnum og útgerðarmönnum,
bæði á ísafirði, Hnífsdal, Bolungavtk og
víðar á Vestfjörðum. Þegar saman fer
góð skipshöfn og framtakssamir útgerð-
armenn í landi er mikið fengið. Ef þeirra
líkar, eins og ég kynntist þeim fyrir
vestan, væru víða, væri trúlega öðru vísi
ástatt í útgerðarmálum hjá okkur. Það
er nokkuð öruggt."
Og hér er gott að enda spjallið, en
áður en ég kvaddi sýndu þau hjónin mér
íbúðina sem þau keyptu tilbúna undir
tréverk þegar þau fluttu aftur suður til
Reykjavíkur. Þau hafa búið hana ein-
staklegá hlýlega og skemmtilega enda er
Gunnþórunn mikil hannyrðakona sem
vefur, prjónar, saumar út og býr meira
að segja til þessar líka æðislegu tusku-
dúkkur til ágóða fyrir Kvennadeild
Rauða krossins. -sbj.