Tíminn - 25.05.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.05.1983, Blaðsíða 3
12 Wimfam MIÐVIKUDAGUR 2S.MAI 1983 MIÐVIKUDAGUR 25.MAÍ 1983 13 fþrðttirl umsjún Samúel Örn Erlingsson EVIolar Bikarkeppni KSÍí \ gærkvöld: ■ í gxrkvöld var leikið í fyrstu umferð í bikarkcppni Knattspyrnusambands íslands um land allt. Hér verða birt úrslit og umsagnir leikjanna í gxrkvöld, mismikið eftir því hversu gekk að afla fréttanna. Úrslit urðu þessi: Fylkir-Selfoss..............2-0 Bolungarvfk-Stjarnan........2-5 Víkverji-Stokkseyri ........3-0 Haukar-Árvakur............. 1-2 ÍK-Hafnir ..................2-0 Njarðvík-Fram...............0-2 Víkingur Öl.-Víðir .........2-3 Rcynir-Afturelding .........2-1 Austri-Valur Rf ............0-1 Fróttur N.-Huginn...........2-1 Fram sigraði sanngjarnt Framarar unnu sanngjarnan sigur á Njarðvík, Bryngeir Torfason skoraði á 44. niínútu eftir sendingu frá Halldóri Arasyni, og á 7. ntín s. hálfleiks var Frömmurum dæmt mark, eftir að skot sent var hálfvarið fór yftr marklínuna. Ekki fékkst upp hver skoraði. Njarövfkingar sóttu öllu meira í fyrri hálfleik, en Framarar meira í síðari. Njarðvík fékk víti rétt fyrir leikslok, en Haukur Jóhannsson sem fiskaði spyrnuna, tók hana sjálfur og brenndi af. Sverrir Einarsson og Guömundur Torfason voru bcstir gestanna. -TóP. Reynir lagði Æftureidingu Heimantenn sóttu meira f fyrri hálfleik, en gestirnir í síðari. Reynismenn heppnir að sigra. Jón Guðmann Pétursson skoraði fyrst fyrir Reyni, síðan Þórður Þorkelsson og 2-0 f hálfleik. Lárus Jónsson skoraði fyrir Aftureld- ingu í sfðari hálfleik. -TÓP Valsmenn uppskáru Valsmenn frá Reyðarfirði sóttu sigur á Eskifjörð, skoruðu úr einni þriggja sókpa sinna í lciknum. Ólafur Nikulásson skoraði. Þróttarar í Neskaupstað sigruðu verðskuldað Hugin frá Seyðisftrði í Neskaupstað, Björgvin Haraldsson og Sigurður Friðjónsson skoruöu fyrir Þrótt en eitt markið var sjálfsmark. Birgir Guðmunds- son skoraði fyrir Hugin. Þorsteinn Einarsson og Jens Daðason skoruðu fyrir Bolvíkinga gegn Stjörnunni, en ekki dugði það, Stjörnumcnn skoruðu 5 mörk, en ckki fékkst upp hverjir skoruðu. Hörður Sigurðarson skoraði tvö mörk fyrir ÍK á „Wentbley“ í Kópavogi, gegn iiðinu úr Höfnunum. Unglingamót Ægis ■ Sundfélagið Ægir inun halda unglingamót í sundi í Sundhöll Reykjavíkur sunnudaginn 29. ntai. Mótið hefst kl. 15 en upphitun byrjar kl. 14. Keppt vcrður í eftirtölduni greinum: 1. gr. 400 m skrið. pilta 2. gr. 100 m skriö. telpna 3. gr. 50 m skrið. sveína 4. gr. 100 m brínga drengja 5. gr. 100 iit bringa stúlkna 6. gr. 50 m bringa meyja 7. gr. 100 m flug. pilta 8. gr. 200 m fjórs. telpna 9. gr. 4x50 m flugs. pilla 10. gr. 4x50 m skriös. telpna Tilkynningar um þátttöku á mótinu skulu hafa borist til þjálfara félagsins í sírna 10963 eða formanna i síma 18134, fyrir föstudaginn 27. maí. Þátttökugjald er 10 kr. fyrir hvcrja grein. ■ Ámundi Sigmundsson með skot á Vestmannaeyjamarkið í leik ísfirðinga og Vestmanneyinga á föstudag. Þar gekk þó ekkert hjá Ámunda og félögum, Eyjapeyjar sigruðu 4-0. En Isfirðingum gekk betur á mánudag gegn Þrótti, enda þá á heimavelli. Ljósm. Guðmundur Sigfússon. Þróttarar töpudu stigum fyrir vestan asfirðingar sigrudu 2-0 í roki ■ Þróttarar töpuðu dýrmætum stigum í fyrstu deild á mánudag þegar þeir töpuðu fyrir heimamönnum á Isafirði í rokleik á mölinni þar. Það var Bjarni Enn sigrar Guntmers- bach - Frá Magnúsi Olafssyni í Bonn: ■ Vestur-þýska stórliðið Gummers- bach sigraði um helgina SKA Minsk frá Sovétríkjunum í keppninni um besta Evrópska liðið í handbolta, „Super- Cup“, 17-16 í spennandi leik. Sýnt var úr leiknum í sjónvarpinu, og fannst undirrituðum hinn frábæri mark- vörður Þýskalands, Andreas Thiel, vera maðurinn bak við sigur Gummersbach. Það er með ólíkindum hvað þessi 23 ára gamli lagastúdent getur varið. Það var Wunderlich, sem skoraði flest mörk Þjóðverja að vanda, þrátt fyrir að hafa verið í strangri gæslu allan leikinn. -MÓ Jóhannsson sem átti heiöurinn af fyrsta marki ísfirðinga þegar hann gaf fyrir markið í fyrri hálfleik, með þeim afleið- ingum að Jóltann Hreiðarsson skoraði af slysni í eigið mark. Síðara markið skor- aði Jóhann Torfason úr víti. Leikurinn var rokleikur, vindur stóð þvert á völlinn og erfitt að leika knatt- spyrnu, enda mismikið af henni á köflum. Þó vonast ísfirðingar til að leika næst á grasi, enda hálfur mánuður í næsta leik sem verður 7. júní þar. Á 83. mínútu komst Jón Oddsson hlaupagarpur einn innfyrir vörn þróttar, og var honum brugðið innan vítateigs. Úr vítaspyrnunni skoraði Jóhann Torfa- son með öruggu skoti í markhornið neðst. Önnur færi voru ekki mörg í leiknum, utan að Jón Oddsson átti skot í stöng í byrjun leiks eftir að hann komst einn inn fyrir vörn Þróttara. Dómari í leiknum var Helgi Kristjáns- son og dæmdi þokkalega. Bestu menn liðanna voru Páll Ólafsson hjá Þrótti, og þá átti þjálfarinn Ásgeir Elíasson sæmi- lega spretti. Hjá ísfirðingum Jóhann Torfason góður, og Bjarni Jóhannsson og Jón Oddsson áttu góða spretti. Fjórir leikmenn fengu gul spjöld, Jón Ólympíunefnd út- hlutar styrkjum til frjálsíþróttamanna ■ Ólympíunefnd íslands ætlar að styrkja sex frjálsíþróttamenn íslenska sem náð hafa lágmörkum í sínum grein- Kiel stendur vel - Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn. ■ Þegar tvær umferðir eru eftir í Búndeslígunni í handbolta er staða 5 efstu liða þannig: Gummersbach 462-381 32 Kiel 464-419 29 órosswallstadt 453-391 29 Schwabing 502-458 29 Göppingen 450-439 25 Athyglisverðastur er árangur Kielar- liðsins, sem Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfar. Nettelstedt, sem Bjami Guð- mundsson og Sigurður Sveinsson leika með eru í næst neðsta sæti og fallið í aðra deild. um fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles 1984. Þessir frjálsíþróttamenn era: Ósk- ar Jakobsson ÍR, Einar Vilhjálmsson UMSB, Þórdis Gísladóttir ÍR, Þráinn Hafsteinsson HSK, Vésteinn Hafsteins- son HSK, og Oddur Sigurðsson KR. Styrkurinn nemur alls 180 þús. kr. Fimm þau fyrstu hafa öll náð lág- mörkum fyrir Ólympíuleikana, og Oddur er alveg við það. Styrkurinn, 180 þúsund krónur skiptist þannig, að Óskar og Einar fá 40 þúsund krónur hvor, og hin fá 25 þúsund hvert. Ólympíulágmörkin gilda frá og með 1. júlí næstkomandi. Þar sem þetta frjálsíþróttafólk hefur náð þeim árangri sem þarf til nú þegar, er engin hætta á öðru en þau endurtaki það, og að Oddur nái sínu. Fleiri frjálsíþróttamenn þykja jafnvel líklegir til að ná lágmörkunum, og verður þá að öllum líkindum um fleiri styrkveitingar að ræða. Allt áðurnefnt frjálsíþróttafólk stundar nám í Banda- ríkjunum, en þar eru nokkrir fleiri slík. Oddsson ÍBÍ, Ársæll Kristjánsson, Kristján Jónsson og Ásgeir Elíasson hjá ; Þrótti. Jafntefíi hjá pólskum og sovéskum - Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: ■ Það var leikmaður Juventus Turin og pólska landsliðsins, Zbigniew Boniek sem skoraði mark Pólverja í 1-1 jafn- teflisleiknum gegn Sovétríkjunum í Pól- landi um helgina. Staðan í öðram riðli Evrópukeppninnar er nú sú að Sovét- menn era efstir með 5 stig, Portúgal með 4 stig, Pólland með 4 stig og Finnland með 1 stig. Keflvíkingar skelltu Eyjamönnum: Þorsteinn og félagar betri á mölinni ■ Þorsteinn Bjarnason markvörður í Keflavík og félagar hans skelltu í fyrra- dag Eyjamönnum á mölinni í Keflavík, en þangað komu Eyjamenn vígreifir með 4-0 sigur á Isfirðingum í pokahorn- inu. Rúnar Georgsson skoraði fyrsta mark Keflvíkinga á 9. mín leiksins, og Óli Þór Magnússon bætti við öðru fyrir hálfleik. Kári Þorleifsson minnkaði muninn á 4. mín. síðari hálfleiks, en Óli Þór innsiglaði sigur Suðurnesjamann- anna undir lok leiksins. Malarvöllurinn í Keflavík var góður, eins og malarvöllur líklega helst getur orðið, eftir rigningu á mánudag. Hafði völlurinn gott af bleytunni, sem hafði verið þó nokkur, veitti ekki af eftir að þurrkur hafði brakað alllengi. Keflvík- ingar létu sér þetta vel líka, og byrjuðu leikinn vel. Rúnar „Bangsi“ Georgsson skoraði fyrsta markið strax á 9. mín., hann fékk sendingu inn á vítateiginn, frá Einari Ásbirni Ólafssyni, og skoraði með viðstöðulausu skoti. Keflvíkingar voru eftir þetta öllu sterkari í fyrri hálfleik, héldu sig við jörðina og spiluðu saman, meðan Vestmannaeyingar voru öllu meira í háloftaspyrnum og kraftafót- bolta. Óli Þór Magnússon átti næsta leik, hann einlék upp megnið af vellinum á 35. mín., gerði ýmsargabbhreyfingarog þóttist ætla að gefa boltann, svo Vest- mannaeyingar gættu hans ekki, heldur dekkuðu frekar upp félaga hans. Óli Þór hélt því uppteknum hætti, uns hann lét ríða af þrumuskot af 10 metra færi, sem hafnaði í netmöskvunum. 2-0 í hálfleik, þrátt fyrir tvö góð færi Vestmanna- eyinga, þar sem Þorsteinn Bjarnason fór á kostum og varði sitt hvort skotið frá Hlyni Stefánssyni og Kára Þorleifssyni. Þessi sprettur Vestmannaeyinga, sem þeir tóku í lok fyrri hálfleiks, entist fram í miðjan síðari hálfleik. Strax á 49. mínútu, fjórum mínútum eftir leikhlé skoraði Kári Þorleifsson fyrir Eyjamenn, með virkilegu þrumuskoti úr miðjum vítateignum. Vestmannaeyingar réðu síðan lögum og lofum í leiknum fram í miðjan hálfleikinn, en tókst ekki að skora meir. Keflvíkingar komu síðan inn í ieikinn í lokin, náðu þá undir- tökunum og endaðj með að Óli Þór skoraði sitt annað mark, og þriðja mark Suðurnesjamanna. Einar Ásbjörn Ólafs- son skaut á markið, markvörður Eyja- manna varði, en ÓIi Þór náði frákastinu og skoraði af stuttu færi. Þegar þetta gerðist voru 6 mínútur til leiksloka. Rétt í lok leiksins komst síðan Tómas Pálsson Eyjamaður einn innfyrir, en Þorsteinn varði hjá honum eftir úthlaup, meistara- lega, og lagði þar með sitt síðasta sterka innlegg í leikinn. Bestir Eyjamanna voru gömlu mennirnir, Tómas Pálsson og Snorri Rútsson, sem var eins og klettur í vörninni. Hjá ÍBK Þorsteinn Rúnar Georgsson og Óskar Færseth bestir, og Einar Ásbjörn áttu góða spretti. Dómari Kjartan Ólafsson og dæmdi vel. Áhorf- endur 640. TÓP/SÖE ■ Óli Þór Magnússon var í stuði á heimavelli í Keflavík á mánudag. Hann gerði tvö af þremur mörkum Keflvíkinga gegn Eyjamönnum. VALSLIÐIÐ í FÍNU FORMI Dýri Guðmundsson skoraði sigurmarkið gegn Breiðabliki á mánudag ■ Valsliðið í knattspyrnu virðist vera í góðu ásigkomulagi, enda segir árangur- inn til um að svo sé. 2-1 sigur í Keflavík í fyrstu umferð í síðustu viku, og annað eintak, 2-1 sigur á Breiðabliki í fyrra- kvöld á laugardalsvellinum, segja til um það. Valsmennirnir léku mjög vel í fyrrakvöld, allan tímann, á nteðan Blik- arnir sýndu góð tilþrif á stundum, en hurfu inn á milli. Hilmar Harðarson skoraði fyrsta mark Vals á 28. mín., en Benedikt Guðmundsson jafnaði fyrir Breiðablik á 33. mín. Dýri Guðntunds- son skoraði síðan sigurmark Vals á 72. mínútu. Það blés ekki byrlega fyrir Vals- mönnum strax í upphafi. Þá lenti mark- vörður þeirra, hinn þéttvaxni Brynjar Guðmundsson í samstuði við nokkra Blika, með þeim afleiðingum að hann varð að yfirgefa leikvöllinn. Óöryggi vill oft fylgja slíku hjá liðum, ekki síst þar sem varamarkverðir fá ógjarnan að spreyta sig. Sú er hins vegar ekki raunin hjá Val, þar er á bekknum Guðmundur Hreiðarsson, sem fengið hefur að spreyta sig öðru hvoru, og skilaði hann sínu hlutverki þegar upp var staðið með mikilli prýði, og átti eftir að sýna hvað í honum býr, áður en þessum leik lauk. Enda tóku Valsmenn snögglega við sér, og sóttu meira framan af fyrri hálfleik. Þá áttu Blikarnir fyrsta hættulega mark- tækifærið, Sigurður Grétarsson komst einn inn fyrir, en var of seinn að skjóta. Valsmenn sóttu þungt, og uppskera kom á 28. mín. Gefið var fyrir Blika- markið, Ingi Björn Albertsson skallaði út til Hilmars Harðarsonar, sem sendi knöttinn rakleiðis til baka með lágu föstu skoti í gegnum varnarvegg Blik- anna og í markið. Boltinn fór ekki fjarri Guðmundi markverði Ásgeiresyni, en vont að átta sig á boltum sem koma gegnum þvögu. Áfram sóttu Valsmenn, en mörgum á óvart skoruðu Blikarnir rétt strax, 5 mín. eftir mark Hilmars. Blikarnirfengu hornspyrnu, sárasaklausa að því er virtist, enda sóknarþunginn búinn að liggja hinum megin. Sigurður Grétarsson spyrnti fast fyrir markið, og Benedikt Grasið er frábært í Njarðvík - Mikið af leikjum í annarri ■ Á stórkostlegum grasvelli í Njarðvík lögðu heimamenn að veUi gesti sína af Austfjörðum á laugardag. Það var Ein- herji frá Vopnafirði sem fékk tvö mörk á bakið til að bera heim. Jón Halldórsson markamaskína þeirra Njarðvíkinga skoraði bæði mörkin, og var óheppinn að skora ekki fleiri. Grasvöllurinn í Njarðvík hefur komið sérstaklega vel undan vetri. Þar er grasið gott og völlurinn sléttur, slíkt hlýtur að vekja unaðskenndir hjá knattspyrnu- mönnum á þessum árstíma, enda fengu Njarðvíkingar að sjá fallegasta mark Skagamenn skelltu Víkingum á Skaganum sigurinn verðskuldaður,Víkingar áttu ekki möguleika ■ Skagamenn skelltu íslandsmeistur- um Víkings í leik liðanna á Akranesi á mánudag 2-0. Úrslitin voru eiginlega aldrei spurning, heimamenn léku ein- faldlega betur, og uppskáru eftir því. Sigþór Ómarsson skoraði fyrst á 28. mínútu, en Hörður Jóhannesson það síðara á 76. mínútu. All nokkur vindur var þegar leikurinn fór fram, og vindáttin slík að blés eftir endilöngum vellinum. Skagamenn léku undan vindi í fyrri hálfleik. Skagamenn áttu slatta af færum, það fyrsta var á 14. mínútu, þá átti Guðbjörn Tryggvason skot á Víkingsmarkið, en Þórður Mar- elsson bjargaði á línu. Þá átti Hörður Jóhannesson þrumuskot á 25. mín, sem Ögmundur varði með tilþrifum. Heimir Karlsson átti skot að marki Skagamanna í millitíðinni, en hættulaust. Mark Sigþórs kom á 28. mín. Sigþór Ómarsson komst einn inn fyrir Víkings- vörnina, eftir sendingu Guðbjarnar, og skoraði framhjá Ögmundi markverði. Sigþór komst í svipað færi í síðari hálfleiknum, en þá varði Ögmundur. Heimir Karlsson átti hættulegasta marktækifæri Víkinga í leiknum rétt fyrir hálfleik, skallaði lágan bolta með því að skutla sér, en Bjarni Sigurðsson markvörður skutlaði sér líka, og varði vel. Víkingar fengu vindinn í bakið í síðari hálfleik, og áttu menn þá von á að betur gengi. Svo fór þó ekki, Skagamenn áttu hættuleg upphlaup meðan Víkingar þvældust aðallega um völlinn á miðj- unni. Skagamenn skoruðu sitt annað mark á 76. mín. þar átti Sigþór heiður- inn, skot í slána, sem Hörður Jóhanns- son fylgdi eftir, og tók frákastið. Bestu menn Akraness Sigþór Ómars- son og Sigurður Jónsson. Ögmundur bestur Víkinga, eins og oft áður. Dómari Grétar Norðfjörð, gaf 5 gul spjöld, Árna Sveins og Guðjóni Þórðar ÍA, og Aðal- steini Aðalsteins, Heimi Karls og Þórði Marels Víkingi. Sanngjarn Framsigur á Fylki í Arbæ ■ Framarar sigruðu Fylkismenn sann- gjarat á föstudagskvöld í fyrstu umferð í annarri dcild í knattspyrnu á Árbæjar- veUi. Úrslitin urðu 3-1, eins og skýrt var stuttlega frá í Tímanum á laugardag, og skoruðu Halldór Arason, Guðmundur Torfason og Steinn Guðjónsson fyrir Fram, en Jón Bjarni Guðmundsson fyrir Fylki. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik, nánar tiltekið á um 25. mín. Framarar skoruðu fyrst á 15. mín.,þarvaraðverki Halldór Arason, skallaði boltann í slána og inn upp úr þvögu. Fylkismenn jöfn- uðu fimm mínútum síðar, Jón Bjami Guðmundsson skoraði með góðu skoti eftir hornspyrnu Guðmundar Baldurs- sonar. Á 26. mínútu komust Framarar svo yfir, Sverrir Einarsson, besti maður Framliðsins gaf langan stungubolta fram á völlinn, þar sem Steinn Guðmundsson tók við honum eftir dálítinn samleik við félaga sína, og skora í með þrumuskoti sem átti upptök rétt innan vítateigs. Á 34. mínútu skoraði síðan Guðmundur Torfason þriðja mark Framara, með þrumuskoti eftir að Gísli Hjálmtýsson hafði átt skot í þverslá. Bestu menn Fram voru Sverrir Einars- son og Guðmundur Baldursson mark- vörður, en nafni hans í fylkisliðinu þar bestur. Sigur Framara var verðskuldað- ur. sem þar hefur verið skorað í langan tíma. Jón Halldórsson, öflugur marka- skorari þeirra Njarðvíkinga sýndi fólki á vellinum þetta síðast í fyrri hálfleik, þar sem hann fékk fyrirgjöf rétt innan vítateigs, sem hann setti með miklu' þrumu skoti upp samskeytin viðstöðu- laust. Ekki fór knötturinn þó beina leið í markið, heldur úr samskeytunum í jörð, þaðan upp í þverslá, og síðan inn fyrir marklínu. Auk þess má geta þess, að hinn örvhenti og fætti Jón Halldórs- son gerði þessi ósköp með hægra fæti. Jón skoraði annað mark Njarðvíkinga í síðari hálfleik, og munaði litlu að hann skoraði fleiri. Einherjar áttu fá færi í leiknum, nánast um einstefnu að ræða. Þó áttu þeir þokkalegt færi í lok leiksins.. - Tóp/SÖE Jafntetli á Siglufirði ■ Siglfirðingar, sem leika nú í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu eftir 15 ára fjarveru þaðan léku sinn fyrsta leik um helgina gegn FH. Mikil vinna var lögð í að gera völlinn á Siglufirði leikhæfan og tókst það bærilega, en m.a. var keyrð möl í völlinn frá Hofsósi. Ekkert mark var skorað í þessari deild um helgina marki við en þá áttu þeir Kristján og Björn Olgeirssynir báðir góð færi. Annað mark leíksins kom svo á 65. mínútu. Kristján Olgeirsson fékk bolt- ann 35-40 metra úti á vellinum og sendi sannkallaðan þrumufleyg í mark Víðis. Eftir þetta gullfallega mark náðu Völs- ungar yfirhöndinni en mörkin urðu ekki fleiri. viðureign sem einkenndist af mikilli baráttu þar sem aldrei var gefið eftir. Bæði liðin fengu nokkuð þokkaleg marktækifæri sem ekki nýttust og þegar upp var staðið máttu báðir aðilar vel við una að hafa náð í stig. gk~- Völsungar byrjuðu með sigri ■ Völsungar byrjuðu keppnina í 2. deild eins og reiknað hafði verið með - með sigri gegn nýliðunum í deildinni Víði úr Garði, er liðin mættust á Húsavík á föstudagskvöld. Völsungarnir, undir stjórn þeirra Kristjáns Olgeirssonar og Helga Helga- sonar sem þjálfa liðið og leika með því hafa staðið sig vel í vorleikjum sínum og því var pressa á þeim að halda upptekn- um hætti í fyrsta leiknum í 2. deildinni. Leikurinn einkenndist af nokkurri taugaspennu en hart var barist á báða bóga og ekkert gefið eftir. Það var á 43. mínútu að fyrra mark leiksins kom oj> var JónasHallgrímsson þar að verki. Á lokamínútu fyrri hálfleiksins voru Völsungarnir síðan nærri því að bæta Gunnar gerði þrjú ■ Gunnar Gíslason skoraði þrjú mörk þegar KA frá Akureyri sigraði Reyni Sandgerði 2-0 á föstudag. Gunnar skor- aði fyrst úr víti á 3. mínútu, sem hann sjálfur útvegaði, brotið á honum innan teigs. Gunnar skoraði síðan tvisvar í viðbót, og Ormarr Örlygsson bætti fjórða markinu við. Sigurður Guðnason skoraði fyrir Reyni. Gunnar skoraði fyrsta markið úr víti. Annað markið skoraði hann með skalla, og það þriðja með lausu skoti í tómt markið, eftir að hann hafði leikið á megnið af vörn Reynismanna, og síðan á markvörðinn. Landsliðsklassi á Gunn- ari, enda er hann kominn í landsliðið. TóP/SÖE Guðmundsson nikkaði boltanum skemmtilega í netið með kollinum, óverjandi. Eftir þetta tók ekki að lyfta minnis- blaði í hálfa klukkustund af leiktíma, og ekki bætti úr að ásamt því var 25 mínútna leikhlé, allt of langt. Þó voru Valsmenn sterkari, með Njál Eiðsson sem besta mann. Blikarnir áttu ógóða kafla, þeirra bestur Jón Gunnar Bergs fyrrum Valsmaður. Loks á 65. mínútu leiksins kvað við annan tón en miðjuþófs. Sigurjón Krist- jánsson Bliki komst einn inn fyrir, en var of lengi að, og Þorgrímur Þráinsson, varnarmaðurinn sterki, stal boltanum skemmtilega frá honum. Sigurður Grét- arsson var á ferð mínútu síðar, stakk sér inn í hornið hægra megin, en lét Þorgrím ekki plata sig, heldur plataði Þorgrím. Sigurður sneri Þorgrím af sér og skaut miklu þrumuskoti á Valsmarkið. Þarvar fyrir Guðmundur Hreiðarsson mark- vörður, sem varði vel, en ekki hélt hann knettinum, svo fast var skot Sigurðar, boltinn fór af Guðmundi aftur fyrir mark. En Valsmenn tóku við sér eftir þetta, enda búnir að eiga megnið af hálf- leiknum, nema færin. Ingi Björn Al- bertsson, sem er nú í fínu formi, gerði harða atlögu að Blikamarkinu, komst tvisvar einn inn fyrir, lagaði í fyrra skiptið boltann fyrir sér með hendinni og skoraði, dæmt af að sjálfsögðu, og í síðara sinnið stal Ólafur Björnsson bolt- anum á síðustu stundu. Þetta var á 70.og 71. mín, og svo kom sigurmarkið. Dýri Guðmundsson skallaði knöttinn í netið eftir aukaspyrnu, að vísu reyndi einn Blikanna að verja á línu, og Dýri fylgdi vel á eftir og skoraði aftur, en línuvörð- urinn var búinn að veifa marki. Valsmenn áttu tækifærin eftir þetta, Valur Valsson átti gott skot á mark eftir að hafa einleikið upp hægri kantinn, en Guðmundur varði. Njáll átti einnig gott skot framhjá. f heild nokkuð góður leikur, Vals- menn virkilega góðir og áreiðanlega banka einhverjir þeirra á dyrnar hjá Jóhannesi Atlasyni landsliðsþjálfara. Má þar nefna Njál Eiðsson og Þorgrím Þráinsson og kannske Dýra Guðmunds- son. Þá er Jón Gunnar Bergs Bliki og fyrrum Valsmaður í fínu formi, átti góðan leik, og líka félagi hans Sigurður Grétarsson, enda þótt honum hætti til að ætla að gera hlutina einn á stundum. Dómari var Þorvarður Björnsson og dæmdi allþokkalega. Dálítil harka fékk að sjást, en tvö gul spjöld voru þó gefin í síðari hálfleik. Fengu þau Blikarnir Jón Gunnar Bergs og Sigurður Grétarsson, Siggi nú kominn með tvö slík í tveimur leikjum. UNITED HEPPIÐ AÐ TAPA EKKI ■ Manchester United, stórliðið sem varð í þriðja sæti fyrstu deildarinnar ensku í vor, tapaði úrslitaleiknum í mjólkurbikarnum gegn Liverpool, og hefur óteljandi stjöraum á að skipa, var heppið að tapa ekki bikarnum enska á laugardaginn til Brighton, Uðið sem nýfallið er í aðra deild, en hefur staðið sig með ólíkindum í bikarkeppninni. Það var Gordon Smith, sóknarmaður þeirra mávanna sem svo eru stundum nefndir, sem klúðraði hroðalega síðustu spyrau leiksins, á 120. minútu, og þar með verður leikið að nýju á fimmtudag. Smith, sem kom flestum á óvart skor- aði fyrsta mark leiksins fyrir Brighton á 14. mínútu.fékk dauðafxri í lokin aðeins Gary Bailey markvörður Unit- ed til varaar, en Bailey varði. Þá var staðan 2-2. Bikarúrslitaleikurinn var mjög vel leikinn, og að sögn breskra íþrótta- fréttamanna með þeim líflegri. Mörkin alls fjögur, og öll mörk augnabliksins, það er gerbreyttu leiknum, og viðhéldu spennunni. Gordon Smith skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Brighton á 14. mín., með skalla eftir fyrirgjöf Gary Howlett. Markið var skorað úr annarri sókninni sem Brighton átti, og í nokkru ósam- ræmi við gang leiksins. Man. United hafði verið í sókninni lengst af, en þó ekki náð að ógna verulega. Á 53. mínútu leiksins gerðist atvik, sem sneri gangi leiksins. Norman Whiteside, ungi írski efnilegi landsliðs- maðurinn braut illa á Chris Ramsey, bakverði Brighton, svo illa að Ramsey var borinn af leikvelli. -óttaleg belja stundum, Whiteside. - Brightonliðið fór nokkuð úr liði við þetta, enda Ramsey búinn að láta mikið að sér kveða. Inn kom Gary Howlett, fram- línumaður, og stóð sig vel, en kom þó ekki í veg fyrir óöryggi í liðinu fyrst eftir að Ramsey fór út af. Tveimur mínútum síðar skoraði Frank Staple- ton jöfnunarmark Man . United, Norman Whiteside sótti knöttinn af miklum dugnaði út á hliðarlínu, kom honum inn á ótrúlegan hátt, þar sem Mike Duxbury tók við og gaf fyrir. Moseley markvörður lét sér sjást yfir þennan bolta, sem Stapleton setti inn af 2-3 m færi við fjærhornið, fylgdi þar vel á eftir. Frank Stapleton er þar með fyrsti leikmaðurinn sem skorar fyrir lið og gegn því í bikarúrslitaleik á Englandi, hann skoraði fyrir Arsenal 1979 gegn United, og nú fyrir Uniied gegn Brighton. Það var svo Ray Wilkins sem skoraði 2-1 fyrir United á 72. mín.Hann komst frír inn á vítateigshornið, lék þar á andstæðing, og sendi síðan skrúfubolta hátt í fjærhomið, glæsilegt mark. Eftir þetta var United allsráðandi á vellinum, allt þar til á 86. mín þegar Brighton jafnaði. Glæsilegt mark, skorað af besta manni leiksins, Stevens miðverði Brighton. Jimmy Case tók horn, gaf langt út til Tony Grealish sem gaf inn í teiginn þar sem Stevens var fyrir og skoraði óverjandi fyrir Bailey af 10 m. færi. Leikurinn var framlengdur, eitt færi þá í hvorum 15 mín. hálfleik, og Brighton átti bæði. Hið síðara sem í upphafi var lýst. Greinilegt að United hefur ekki úthald í framlengingar. Besti maður United var Bailey, og bestur hjá Brighton Stevens miðvörð- ur. Ánægðasti maðurinn eftir leikinn sennilega Steve Foster, landsliðsmið- vörðurinn í Brighton sem var í leik- banni og missti af leiknum. Hann verður með á fimmtudaginn, þegar liðin hittast á ný.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.