Tíminn - 25.05.1983, Blaðsíða 1
■ Eusebio
Eusebio meðVíkingi
gegn Stuttgart
■ Portúgalski knattspyrnusnillingur-
inn frá árum áður, Eusebio, sem lék með
Benfica og portúgalska landsliðinu, var
heimsfrægur og þótti einn besti knatt-
spyrnumaður heims á 7. áratugnum,
kemur hingað fil lands og leikur með
Víkingi gegn Stuttgart 9. júní.
Samkvæmt upplýsingum frá Guðgeiri
Leifssyni, sem er einn aðalframkvæmda-
stjóri Víkings í heimsóknarmálunum,
mun Eusebio leika með Víkingum.
Kappinn vinnur nú við þjálfun hjá
Benfica, lagði skóna á hilluna fyrir
allnokkrum árum.
Glæsimark
Óskars færði
Þórsurum
annað
■ Glæsilegt mark Óskars Gunnarsson-
ar af 25 metra færi, færði Þór frá
Akureyri jafntefli í leik liðsins gegn KR
á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Mark
Óskars kom er 5 mínútur voru til
leiksloka og hefði það verið ósanngjarnt
ef KR-ingarnir hefðu hirt bæði stigin.
Þórsarar voru betri aðilinn í þessum leik
og flest hættulegustu marktækifærin
voru þeirra.
Helgi Bentsson átti það fyrsta, strax á
5. mínútu er Stefán Jóhannsson mark-
vörður KR varði hjólhestaspyrnu hans
vel. Um miðjan fyrri hálfleik náðu
KR-ingar nokkrum tökum á leiknum
undan vindinum og á 20jnínútu skapað-
ist hætta við mark Þórs. Sæbjörn Guð-
mundsson tók innkast og kastaði inn í
vítateig þar sem boltinn hoppaði fyrir
markið, og Óskar Ingimarson skallaði af
stuttu færi í stöngina.
Stuttu síðar tók KR forustuna. Erling
Aðalsteinsson fékk þá boltann í vítateig
Þórsara, hann sneri sér eldsnöggt við og
stigið
sendi hann með góðu skoti í horn
Þórs-marksins án þess Þorsteinn Ólafs-
son kæmi vörnurn við.
Þórsarar voru með vindinn í bakið í
síðari hálfleik og réðu gangi leiksins
lengst af. Bjarni Sveinbjörnsson komst
tvívegis í mjög góð færi á 9. og 10.
mínútu en Stefán varði vel í bæði
skiptin. Þá varði hann á 28. mínútu mjög
vel skot Guðjóns Guðmundssonar.
En inarkið hlaut að koma, og það var
Óskar Gunnarsson sem skoraði það fyrir
Þór. Boltanum var rennt til hans úr
aukaspyrnu á 25 metra færi og fast skot
Óskars fór í vinstra markhomið. Fögnuð-,
ur þórsara mikill, enda verðskulduðu
þeir annað stigið fyllilega.
Stefán Jóhannsson markvörður KR
var besti maður liðsins, en hjá Þór voru
þeir bestir Árni Stefánsson og Nói
Björnsson í annars jöfnu liði sem var að
stíga sín fyrstu skref á grasi á þessu ári.
Dómari Friðjón Eðvaldsson og átti góð-
an dag.
Umsjón:Samúel örn Erlinesson
Landslidm gegn
Spánverjum valin:
„Við eigum mögu
ef við náum stemmningu
sagði Jóhannes Atlason landsliðsþjálfari
■ „Við eigum alveg möguleika gegn
Spánverjunum, ef við náum upp góðum
leik og stemmningu á vellinum", sagði
lóhannes Atlason landsliðsþjálfari í
knattspyrnu á blaðamannafundi sem
haldinn var af KSÍ og Eimskip í gær
vegna tilkynningar landsliðanna í knatt-
spyrnu sem leika eiga gegn Spánverjum
um næstu helgi. „Ef við náum upp
stemmningsleik eins og við höfum náð
upp á undanfömum árum, þá eigum við
möguleika. Ég sá það þegar ég fylgdist
með leik Spánverja og Möltubúa á
dögunum, að Spánverjar létu mjög léleg-
an völlinn á Möltu fara í taugamar á sér,
þannig að aðstæðurnar hér, Laugardals-
völlurinn á vori, eru okkur mjög hag-
stæðar," bætti landsliðsþjálfarinn við.
Á blaðamannafundinum í gær, sem
haldinn var á öldum Atlantshafsins, ef
svo má að orði komast, því fundurinn
var um borð í einu skipa Eimskips,
Álafossi, sem lá við festar í Sundahöfn,
voru landsliðin tvö sem valin hafa verið
vegna leikjanna við Spánverja um næstu
helgi, tilkynnt. Leikið verður á laugar-
dag í flokki leikmanna 21 árs og yngri,
og á sunnudag í flokki A-landsliða.
Leikirnir eru liður í Evrópukeppni
landsliða í knattspyrnu.
Landsliðið er þannig skipað:
lands-
Markveröir: félag leikir
Þorsteinn Bjarnason Í.B.K. 18
Guðmundur Baldursson Aðrir leikmenn: Fram 8
Viðar Halldórsson F.H. 21
Ólafur Björnsson ll.B.K, 3
Sigurður Lárusson Í.A. 8
Janus Guðlaugsson F.H. 25
SævarJónsson C.S. Briigge 12
RagnarMargeirsson C.S. Brögge 6
AmórGuðjohnsen Lokercn 12
Pétur Pctursson Antwerpen 16
GunnarGislason K.A. 7
ÓmarTorfason Víkingur 10
Ami Sveinsson Í.A. 38
LárusGuðmundsson Waterschei 9
Heimir Karlsson Víkingur 3
SigurðurBjörgvinsson Í.B.K. 2
Landsliðið 21 árs skipað: og yngri er þannig
Markverðir: A U-21
Ögmundur Kristinsson Víkingur 2
StefánJóhannsson Aðrirleikmenn: K.R. 1 1
ÓmarRafnsson U.B.K. 1 3
llafþór Sveinjónsson Fram 2 4
Benedikt Guðmundsson U.B.K. 0 1
Erlingur Kristjánsson K.A. 2 3
Stcfán llalldórsson Víkingur 0 0
Aðalsteinn Aðalsteins. Víkingur 2 3
Jóhann Þorvarðarson Víkingur 0 0
JónGunnarBergs U.B.K. 1 2
Sigurjón Kristjánsson U.B.K. 3 3
SigurðurJónsson Í.A. 0 0
Guðmundur Toriason Fram 0 0
ÓliÞórMagnússon Í.B.K. 0 2
Sigurður Grétarsson U.B.K. 9 2
ValurValsson Valur 0 1
Bikarkeppni KSÍ
í gær - sjá bls. 12
HM 1986 íknatt-
spyrnu í Mexíkó
■ Alþjóðaknattspyrnusambandið,
FIFA, ákvað á fundi sínum á föstudag
að næsta heimsmeistarakeppni í knatt-
spyrnu yrði haldin í Mexikó. Það verður
árið 1986. Þetta er í fyrsta skipti sem
land heldur HM í knattspymu tvisvar,
áður var HM í knattspymu í Mexikó
1970. Þar með er lokið mikilli streitu
milli Amerikuríkjanna um að fá keppn-
ina, en Bandaríkin og Kanada lögðu
mikla áherslu á að fá keppnina.
Reagan Bandaríkjaforseti sendi meira
að segja FIFA skeyti á föstudagsmorgun
þar sem hann fór fram á að nefndin sem
um málið fjallaði íhugaði vel þá mögu-
leika sem Bandaríkjamenn hefðu upp á
að bjóða, áður en tekin yrði afstaða.
Þetta kom fyrir ekki. Nefnd FIFA sagði
Bandaríkin og Kanada ekki uppfylla
þær kröfur sem krafist væri, og því yrði
keppnin haldin í Mexikó.
Ekki voru Bandaríkjamenn hressir
með þessa niðurstöðu, né heldur
Kanadamenn, sem voru bjartsýnir mjög
fram á síðasta dag. Bandaríkjamenn
reyndu að tjalda stórum körlum, svo
sem Reagan og Henry Kissinger, sem
var formaður viðræðunefndar Banda-
ríkjamanna. Hin fátæka þjóð Mexikó
fékk keppnina, og mun vafalítið standa
vel að henni, því þar eru öflug knatt-
spyrnumannvirki og knattspyrna í há-
vegum höfð, mikil uppáhaldsíþrótt þar
í landi. Aðalástæðurnar fyrir því að
keppnin fór ekki til hinna landanna
tveggja eru þær að langt er þar milli
keppnisstaða, og einnig mun það ekki
vinsælt hjá leiðtogum knattspymuíþrótt-
arinnar að Bandaríkjamenn leika eftir
breyttum reglum, sem þeir hafa engan
spurt um leyfi til að gera.
■ KR ingar sækja hart að Þórsmarkinu í leiknum í gær, en án árangurs.
Tímamynd Árni Sæberg.