Tíminn - 27.05.1983, Qupperneq 5

Tíminn - 27.05.1983, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ1983, fréttirB^B „MðRG STÓR VERK EFNI SEM BiÐA” — segir Jón Heigason, landbúnaðar—, dóms- og kirkjumálaráðherra ■ „Það eru mörg stór verkefni sem bíða en ég vænti þess að mér takist að vinna að framgangi þeirra,“ sagði Jón Helgason landbúnaðar, dóms- og kirkjumálaráðherra éftir að Pálmi Jóns- son hafði afhent honum lyklavöld í landbúnaðarráðuneytinu. Er eitthvað sérstakt mál sem þú berð fyrir brjósti í sambandi við landbúnaðar- málin? „Hag bændastéttarinnar í heild og ég vona að ég geti orðið að liði við að bæta hann.“ Varðandi dóms- og kirkjumálin sagði Jón að hann þekkti til starfsfólks í því ráðuneyti og vissi að það væri mjög hæft fólk sem hann hefði sér til fulltingis, en Jón er ekki löglærður, eins og algengast er með þann ráðherra sem fer með dómsmálin. Hann sagðist ekki hafa tekið neina ákvörðun um það hvort hann myndi ráða sér aðstoðarráðherra, enda sú ákvörðun að skipa hann ráðherra ekki nema sólarhringsgömul. -JGK ■ Pálmi Jónsson óskar Jóni Helgasyni til hamingju með ráðhcrradóminn. ■ Tímamynd GE. r?Þetta var þér líkt” — sagði Sverrir Hermannsson, idnadarráðherra, þegar Hjörleifur afhenti honum afrekaskrá sína ■ Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi iðnaðar- og orkumálaráðherra afhenti eftirmanni sínum Sverri Hermannssyni saltkrukku með salti frá Saltverksmiðj- unni á Reykjanesi um leið og hann afhenti honum lyklavöld í ráðuneytinu. „Ég má eiga þig að,“ sagði Sverrir við forvera sinn, meðan ég er að setja mig inn í málin og kvað Hjörleifur það sjálfsagt, en rétti síðan Sverri bók þar sem er að finna yfirlit um mál sem ráðuneytið hefur nú til umfjöllunar og stöðu þeirra, sem starfsfólk ráðuneytis- ins hafði tekið saman fyrir nýjan ráð- herra. „Þetta var þér líkt,“ sagði Sverrir þegar hann tók við skýrslunni. Sverrir sagði í samtali við Tímann að hann hygði gott til glóðarinnar, mörg verkefni biðu iðnaðarráðuneytisins sem taka þyrfti á. Varðandi deiluna við Alusuisse sagði Sverrir að auðvitað yrði reynt til þrautar að ná samningum en þeir yrðu að vera góðir. Ekkert kæmi til greina annað en stórhækkað orkuverð. Einnig hefði hann áhuga á að kanna hvort unnt væri að semja um stækkun álversins í Straumsvík. „Ég er auðvitað áhugamaður um frek- ari uppbyggingu stóriðju á íslandi, en ég er þeirrar skoðunar að þar eigi íslending- ar sem minnsta áhættu að bera, eiga sem minnst í fyrirtækjunum og helst ekki neitt, en keppa að því að fá sem hæst verð fyrir orkuna. -JGK ■ „Hér hcfurðu salt í grautinn.“ Hjör- leifur réttir Sverri saltkrúsina. Tímamynd GE ■ „Mér fínnst aö mín bíði mjög mörg áhugaverð og spennandi verkefni,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráð- herra er Tíminn spurði hana í gær, þegar hún tók við embætti, hvernig starf menntamálaráð- herra legðist í hana. „Það sem ég óttast mest,“ sagði Ragnhildur, „er að ég þurfí kannski of oft að segja nei við því sem mig langar til að segja já við, en það er auðvitað það sem efnahagsástandið hefur í för með sér og maður verður að horfast í augu við.“ Aðspurð um hvert yrði hennar óskaverkefni sem menntamála- ráðherra, sagði Ragnhildur: „Óskamál mitt er að vinna að því að tengja sem allra best, fræðslu, atvinnulíf og fjöl- skyldu.“ -AB ■ „Ég er mjög ánægð með það að kona skuli setjast á ráðherrastól í ráðu- neytinu áður en ég hætti,“ sagði Birgir Thorlacius er hann tók á móti Ragnhildi Helgadóttur í ráðuneytinu í gær. Tímamynd GE „ÓTTAST MEST AÐ ÞURFA AÐ SEGJA OF OFT NEI!” segir RagnhildurHelgadóttir,menntamálarádherra HRINGIÐ! BLAÐID KEMURUMHÆ SÍMI 86300 I Matthías Á. Mathiesen tekur við lyklunum að viðskiptaráðuneytinu úr hendi Tómasar Árnasonar. Tímamynd GE

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.