Tíminn - 27.05.1983, Síða 6

Tíminn - 27.05.1983, Síða 6
■ „Málaralistin er fyrir mig heiit ævintýri, einnig að geta veitt öðruin hlutdeild í því ævintýri“, segir hin dansk-ís- lenska listakona Margrét Níel- sen í Oðinsvéum. Margrét er ein af þeim nor- rænu listamönnum sem sýndu á mikilli sýningu sem haldin var í Otterup Halm á Norður- Fjóni um síðustu páska. Sýning þessi er ein sú stærsta sem haldin hefur verið á Norður- Fjóni. Sýning Margrétar hefur vak- ið mikla athygli víða annars staðar, svo sem í Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi og Frakk- landi, en þar hcfur hún hin síðari ár verið með sýningar á mörgum verka sinna. M.a. hef- ur hún sýnt í einu af hinum þekktari galleríum í París, Toulon og Ilandol og hlotið þar mjög lofsamlega dóma list- gagnrýnenda. Helsta viðfangsefni Mar- grétar i málaralistinni er bernskan og minningar úr upp- vexti hennar á Islandi, og eru þar ráðandi þættir islcnskt landslag og umhvcrli, cn einnig norskt þar sem hún ólst cinnig upp. Það cr athyglisvert að það ■ Margrét Níelsen við eitt verka sinna. „MÁLARALISTIN ER ÆVINTÝRIFYRIR MIG“, — segir hin 75 ára gamla listakona Margrét Nielsen sem fyrst byrjaði að mála fyrir 12 árum en hefur haldið sýningar víða eru aðeins 12 ár síðan Margrét fór að halda sýningar, en hún er nú orðin 75 ára. „Þetta byrjaði allt saman þegar Lyons-félag í Óðinsvé- uin bað mig um að mála mynd sem selja átti á uppboði til styrktar heilsuhæli þar í borg“, segir Margrét. „Ég var fyrst i miklum vafa því ég hafði aldrei niálað áður. Ég byrjaöi þó á því að mála tré, en málaöi fljótt yfir það aftur. Síðan fékk ég mér ákvcðna fyrirmynd til að mála eftir og málaði það. Það var síðan selt á uppboðinu. Mér þótti það svolítiö skrítið fyrst að einhver skyldi hafa keypt verkið, en ákvað að lialda þessu áfram. Nú sit ég hér heima við trönurnar minar og finn liti í steinana í fjöllun- um og hraunmolunum sem ég hcf hér liggjandi. Upphaflega var skorað á mig að halda sýningu, en þá vildi ég aðeins sýna í Kaupmannahöfn þar sem enginn þekkti mig. Svo gerist það að listgagnrýnandi Politikens, Pierre Lúcker skrifar citthvað á þessa leið: „Litblær Margrétar Níelsen er mildur, mikið ber á gráum og Ijósbrúnum litum en þeir spanna þó svo mikið að hún á auðvelt með að túlka hið auð- uga landslag og hugblæ náttúr- unnar“. - Þetta gaf mér kjark til að halda áfram Tilefni mynda minna eru ekki cingöngu löngun eða þrá eftir íslandi eða Noregi. Mín tilfinning er alltaf sú, að maður eigi heima þar sem maður býr og þar sem maður upplifir vorið eins og hér. Það er vissulega ævintýri að fá þær móttökur sem ég hef fengið fyrir mína málaralist hér“, sagði Margrét Nílsen að lokum. Á næstunni munu málverk Margrétar verða kynnt í Galleri Viktor Tydeberg í Gautaborg, og í haust verða sýningar í Vestur-Þýskaiandi og Frakklandi. Kjötkveðjuhátíðin stóð í þriá daga. ■ Það var gott veður laugar- daginn nú um hvítasunnuhelg- ina í Kaupmannahöfn þegar kjötkveðjuhátíðin var haldin þar. Þarna var fólk á öilum aldri, bæði svart,brúnt, gult og hvítt og skemmti sér af hjartans list. Fólk skreytti sig með alls kyns fjöðrum og sjaldgæfum fatnaði og málaði á sig rendur og litaði hárið. Síðan var geng- ið og dansað í gegn um borgina ■ Suður-Amerískir dansarar mynduðu kjarna liðsins. viötal dagsins Kylfingar komnir á fullt á Grafarholtsvelli: „MEIRA UM HEILU FJÖL' SKYLDURNAR" segir John Nolan, golfkennari ■ „Völlurinn hefur aldrei kom- Enda láta golfarar ekki á sér nokkru sinni svona snemma kennari á Grafarholtsvellinum, ið betri undan vetrinum en núna. standa - ásóknin er meiri en ■ sumars,“ sagði John Nolan, golf- Þegar Tímamenn heimsóttu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.