Tíminn - 12.06.1983, Síða 4
4
SUNNUDAGUR 12. JUNI 1983
Hann er eins og fæddur í hlutverk Scarpias,
lögreglustjórans grimmlynda í Toscu, hafa menn
haft á orði eftir hina prýðilegu konsertuppfærslu
synfóníunnar á þessari frægu óperu í vor. Eg gæti
líka séð hann fyrir mér í hlutverki márans Óþellós.
Með svart hrokkið hár, snöggklippt skegg, há
kinnbein og stór gneistandi augu. Eins og sniðinn í
hlutverk illmennisins, vonda gæans. Þetta er Róbert
W. Becker, amerískur óperusöngvari, sem hér
hefur sungið í vetur við góðan orðstír. Hann býr
vestast í vesturbænum, út við haf og fjall, ásamt
konu sinni íslenskri, Guðrúnu Tryggvadóttur lista-
konu. Ekki fyrsti útlendingurinn sem auðgar ís-
lenskt tpnlistarlíf með nærveru sinni.
■ Ég vil nú helst ekki láta uppi hvenær
ég er fæddur, svarar Róbert fyrstu
spurningu minni og horfir á mig grun-
semdaraugum. Svo hugsar hann sig
tvisvar um.
Jæja þá, er ekki nóg fyrir þig að vita
að ég er fæddur í júní 1945 í Cleveland,
Ohio?
Sumsé rétt mátulega í stríðslokin,
álykta ég í hljóði.
Maður skyldi passa sig á því að segja
meira, bætir hann við. Pað er aldrei að
vita nema einhverjir stjörnuspekingar
fari af stað, reikni mann út og komist að
alls konar niðurstöðum um mann.
Ég læt það gott heita og spyr: Er það
ekki rétt hjá mér að þú hafir verið
poppari eða dægurlagasöngvari hér í
eina tíð?
Ja, ég byrjaði fyrst að iðka tónlist
þegar ég var eitthvað 8-9 ára, og spilaði
þá á hin og þessi hljóðfæri - valdhorn,
túbu, kontrabassa. En þegar ég var
ópera og fræg synfóníuhljómsveit, sem
George Szell stjórnaði um langt skeið.
En það er víst að án Gyðinganna væri
allt þetta ekki til, þarna ei'ns og í New
York koma þeir þessu af stað, skipu-
leggja, sitja í nefndunum, stjórnunum
og ráðunum.
Hvenær hvarflaði það fyrst að þér að
leggja fyrir þig klassískan söng?
Ég fékk fyrst áhuga á klassískum söng
þegar ég heyrði í Cesare Seipi, gríðar-
voldugum ítölskum bassa. Nei, ekki í
eigin persónu, á plötum og í sjónvarpi.
Þá var ég rétt að Ijúka gagnfræðaskóla,
og varð alveg bergnuminn af því sem
hægt væri að gera við mannsröddina.
Bob tekur sér málhvíld og ég stelst til
að kveikja í sígarettunni sem ég má helst
ekki reykja upp í vitin á honum - um
kvöldið er hann nefnilega að fara að
syngja Scarpia, lögreglustjórann vél-
ráða, í Toscu eftir Puccini. Ég blæs
reyknum í hina áttina...
990f lítíd
■ „...í Bandaríkjunum þarf maður helst að vera reiðubúinn að drepa ömmu sína og selja kölska sálina til að komast áfram.
af þnimiim og eldingum
— Rætl við Robert W. Becker, bandarískan söngvara, sem hér heldur sig
fimmtán ára fór ég að spila ásamt
nokkrum öðrum strákum á dansbúllum
og í næturklúbbum. Ég spilaði á gítar og
söng aðalrödd, mestanpart ballöður, lög
úr söngleikjum og svo auðvitað rock’n
roll. Ég var í þessu næturklúbbastússi
allt að 6-7 kvöld í viku þangað til ég var
rúmlega tvítugur; þá var ég byrjaður að
læra klassík við Tónlistarstofnunina í
Cleveland og búinn að fá mig fullsaddan
af næturklúbbum - það fór ekki vel
saman að stúdera Bach á daginn og spila
villta rokkmúsík á kvöldin.
Glamrar á
rafmagnsgítar
Bob Becker er þó, veit ég, ekki
fráhverfari rokkinu en það að hann
glamrar ennþá á rafmagnsgítar sér til
hugarhægðar - og lét meira að segja
tilleiðast og spilaði með Bubba Morth-
ens og fleirum á tónlistaruppákomunni
Mental Óverdós í vetur.
Cleveland er mikill tónlistarbær, ekki
satt?
Cleveland er merkilegur bær á margan
hátt. Fyrst og fremst er þetta stálborg,
mikill þungaiðnaður, enda er mikill hluti
íbúanna svartur, næstum fimmtíu
prósent. En jafnframt er geysimikið á
seyði í listum og tónlist. Þarna er ágæt
I Cleveland var ég aðallega hjá
Eleanor Steber, sem er töluvert þekkt
söngkona. Þá var ég meðal annars
samskipa Gilbert Levine, forstjóra
Metropolitan Óperunnar i New York,
sem byrjaði feril sinn þarna undir leið-
sögn George Szell. Síðan á hef ég verið
hjá mörgum kennurum, einkum þó
fimm eða sex. Ég átti lengst af í
erfiðleikum með að finna kennara sem
skildi hverseðlisröddin í mérværi, þeim
hætti oftast til að dempa hana niður,
gera minna úr henni en efni stóðu til.
Þetta flækti málin fyrir mér á ýmsa lund.
Það var yfirleitt reynt að kenna mér á of
vitsmunalegan hátt.
Tækni sem kom
að engum notum
Ég gæti skrifað fleiri bækur um tækni
sem mér var kennd og kom mér að
engum notum. Ég fór frá einum kennara
til annars í leit að einhverjum sem gæti
fært mér það raddfrelsi sem ég sóttist
eftir. Þetta tekur allt sinn tíma, nú síðast
vann ég með kennara sem hjálpaði mér
geysimikið í fáeinum kennslustundum,
frábærum kennara, Sigurði Demetz Fra-
nzsyni. Ég skil ekkert í því af hverju
söngfólk hér leitar ekki meira til hans til
að njóta reynslu hans og hæfileika sem
gætu verið mikils virði í uppbyggingunni
hér á Islandi.
Þú segir að þér hafi verið kennt á of
vitsmunalegan hátt?
Það er algengt í dag að söngvarar séu
of vitsmunalegir. Þeir geta sungið allt
mögulegt, en þá vantar ástríðu, snerpu,
eitthvað upprunalegt. Þegar ég heyri í
söngvara hlusta ég alltaf eftir þessum
dýrslega krafti, krafti líkamans, ein-
hverri spennu í söngnum.
Auðvitað þarf maður að hafa kunn-
áttu til að lesa nótur, telja inn, læra
tungumál, en það er einskis virði nema
það blandist skilningi líkamans, kraftin-
um, tilfinningunum.
Án líkamans
er ekkert
Er söngur þá fyrst og fremst líkam-
legur?
Líkamlegur að því leyti að án líkam-
ans er ekkert, líkaminn hefur líf út af
fyrir sig sem ekki er það sama og líf
hugans. Það sem ég sækist eftir er
eitthvert innblásið líf í söngnum, þar
sem vitsmunirnir, kunnáttan og afl lík-
amans ná saman og fuðra upp, kveikja
í. Þetta er spurning um að virkja vissan
kraft sem er í senn líkamlegur og
andlégur. Afreksíþróttamaður sem
þjálfar sig fyrir Ólympíuleika fer eins að
- allt er stillt til að ná einu marki, bæði
það líkamlega og það andlega.
Hvernig á þá að kenna söng?
Það eru margar aðferðirnar og ekki
svo mikið af stórum sannindum sem
hægt er að styðjast við, leiðirnar eru
næstum eins margar og nemendurnir.
Vandamálin erusvo ólík, þarfirnemand-
ans svo breytilegar, og kennarinn verður
að hjálpa honum að finna þægilegustu
leiðina í gegnum vandamálin. Samt eru
auðvitað viss grundvallaratriði sem ekki
er hægt að líta framhjá, öndunin, góð
heilsa, hugarástandið og hæfileikinn til
að laga sig að mismunandi kringumstæð-
um; ýmsum blæbrigðum tónlistarinnar
til dæmis, blíðum, ástríðufullum, drama-
tískum, sem eru til staðar í allri tónlist,
meira að segja hjá þorparanum Scarpia
í Tosca. En lykillinn að góðri kennslu er
auðvitað fyrst og fremst viljinn til að
koma einhverju til skila og hæfileikinn
til að setja sig í spor nemandans.
Þú starfaðir sem söngvari í Bandaríkj-
unum í mörg ár, hver er reynsla þín af
því?
Reynsla mín af því að vera söngvari í
Bandaríkjunum er nú að mörgu leyti
svolítið blendin. Ég lenti í hálfgerðum
flokkunarvandræðum. Stundum héldu
menn að ég væri baritónn, stundum
bassi, stundum bassabaritónn. Menn
áttuðu sig ekki alveg á því til hvaða hluta
væri best að nota mig, og því var ég
beðinn um að gera ýmislegt sem átti ekki
vel við röddina.
Tra-la-la stíllinn
allsráðandi
Hvernig hlutverk fellur þér þá best
við?
Mér líður best í þyngri og dýpri
dramatískum hlutverkum. Til dæmis
sem Scarpia í Tosca, Rigoletto eða einn
af þorpurunum fjórum í Sögum Hoff-
mans eftir Offenbach. En eins og ég
sagði þér áðan er röddin mín ennþá að
breytast, hún er orðin fullþroskuð,
þyngri og myrkari, svo ég get farið að
taka að mér hlutverk sem ég hefði ekki
getað látið mig dreyma um áður, til
dæmis hlutverk Mefistófelesar í Fást.
Annars held ég að það sé erfiðast fyrir
söngvara með þungar, dramatískar
raddir að fá almennilega ieiðsögn og
góða umboðsmenn í Bandaríkjunum.
Því miður er það svo að þar sækist fólk
einkum eftir því létta og yfirborðs-
kennda. Fólk er hrætt, hrætt við það
hvernig er umhorfs í heiminum, ástandið
W