Tíminn - 12.06.1983, Síða 12

Tíminn - 12.06.1983, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ1983 ■ „Jóhann Þórír Jónsson Reykjavík, útgefandi og rítstjórí Mótsblaðs ólympíu- skákmótsins í Luzern... hefur ásamt samstarfs- mönnum sínum unnið ein- stakt verk. Það er aðeins ein staðreynd, sem hann hefur ekki metið rétt: hvort skákheimurinn sjálf- ur er tilbúinn til að taka við þessu óviðjafnanlega blaði hans og hvort skákheimur- inn er reiðubúinn að greiða fyrir þetta verk.“ Þessi spámannlegu orð skrifaði einn af þekktustu skákblaðamönnum Þýska- lands og maður með áralanga reynslu af skákblaðaútgáfu, Kurt Ratmann frá Hamborg þegar ólympíuskákmótið stóð yfir á liðnu hausti og sýnt var að Jóhanni Þóri og félögum hans var að takast það sem talið hafði verið ómögulegt, að gefa út mótsblað meðan á mótinu stóð með öllum tefldum skákum á mótinu úr umferð i dagsins á undan, auk fjölda greina, mynda, viðtala og ýmissa upplýs- inga. í blaðinu er að finna mikinn fróðleik um skák í ýmsum heimshlutum, ekki síst í þriðja heiminum. Áður hafði verið reynt að gefa út skákirnar jafnóð- um, en farið í handaskolum, svo sem eins og á ólympíumótinu á Möltu 1980. Það voru mótshaldararnir í Sviss, sem leituðu til Jóhanns Þóris á sínum tíma í gegnum F.I.D.E., Alþjóðaskáksam- bandið sem þá laut ennþá forustu Friðriks Ólafssonar, um að taka þetta verk að sér. En hvers vegna til Jóhanns Þóris? Svarið er einfaldlega, að skák- heimurinn er ekki búinn að gleyma einvígisblaði Jóhanns frá 1972, því heita sumri á íslandi, þegar Bobby Fischer og Boris Spassky börðust um heimsmeist- aratitilinn í skák. Þá kom hver skák fyrir ■ Jóhann Þórir Jónsson með mótsblaðið fræga, sem enn er fáanlegt á íslandi. í því er saman kominn mikill fróðleikur um skák í öllum heimshlutum, lýsing á andrúmslofti og dramatískum augnablikum á mótsstað, auk þess, sem þar eru birtar allar skákir sem tefldar voru á mótinu, og sumar þeirra skýrðar, gjarna af teflendunum sjálfum. Tímamynd Róbert hanni Þóri og félögum hans tókst það sem þeir stefndu að og betur en nokkurn gat grunað. Engu að síður er það staðreynd að mótshaldaramir í Luzem gerðu ekkert til að greiða götu útgáfunn- ar nema síður væri, og er hún þó það sem mun halda minningunni um þetta mót lifandi í skákheiminum fremur en allt annað, enda misjafnar sögur um fram- kvæmdina að öðru leyti. Þeir sem fylgdust með þróun mála í Luzern segja að straumhvörf hafi orðið í viðhorfum Svisslendinga þegar Cam- pomanes, sem keppti um forsetastól F.I.D.E. við Friðrik Ólafsson kom á staðinn. Alkunna er að ekki skorti Campomanes skotsilfur. Nú nýverið bár- ust fréttir um að Campomanes hefði flutt aðalstöðvar F.I.D.E. frá Amster- dam til Luzern, þótt vitað sé að borgir eins og Vín og Graz svo einhverjar séu nefndar buðu betri kjör. Því spyrja margir þessa dagana. Beitti Campoman- es fé og áhrifum á liðnu hausti til að grafa undan útgáfunni, vegna þess að íslend- ingar höfðu af henni veg og vanda og hún gat þar með orðið til að efla traust á Friðriki Ólafssyni, sem sóttist eftir endurkjöri til forseta F.I.D.E. Þessar grunsemdir eru sprottnar af því að Jóhann Þórir hefur borið skarðan hlut frá borði þrátt fyrir það að skák- menn og aðrir tengdir skáklistinni í öllum heimshornum keppist um að lofa framlag hans eins og fram kemur hér að ofan. Hann berst einfaldlega í því þessa dagana að reyna að bjarga fjármálum fyrirtækisins og sjálfs sín, og á við ramman reip að draga þar sem eru svissnesku mótshaldararnir. Svo kann að fara að hann neyðist til að sækja rétt sinn eftir lagaleiðum. Það virðist ekki eiga fyrir íslendingum að liggja að sækja guli í greipar Svisslendinga. Ein hlið er enn eftir á þessu máli, en hún snýr að okkur íslendingum. Því er gjarna haldið fram að þátttaka í íþrótt- um á alþjóðavettvangi sé einn þáttur í þeirri kynningu á landi og þjóð erlendis, sem við þurfum svo mjög á að halda. Enginn vafi er á því að með framtaki sínu hefur Jóhann Þórir mjög orðið til Jóhann Þórir og mótsblaðið frá Luzern ÓTRÚLEGT AFREK — segja skákvinir — en hver á að njóta ávaxtanna? sig út daginn eftir að hún var tefld, með skýringum og líflegum greinum um skák og skákmálefni. En þar var aðeins um að ræða eina teflda skák á dag, en í Luzern hátt á þriðja hundrað. Auk þess var teflt á hverjum degi í Luzern, annan hvern dag í Reykjavík. Verkefnin voru því nánast ósambærileg. Engu að síður sló Jóhann Þórir til, gerði samninga við mótshaldarana og hélt til Luzern með fríðu föruneyti blaðamanna, ljósmyndara, útlitsteikn- ara og annarra starfsmanna. „Ég hélt ég væri að semja við skákmenn en ekki bissnessmenn," sagði Jóhann síðar í blaðaviðtali. Svo var frá samningum gengið að mótshaldarar skyldu fá 60% hagnaðar af útgáfunni, en Jóhann skyldi einn kallaður til ábyrgðar ef tap yrði af. Útgáfan hófst eins og til stóð og tókst þannig að aðdáun vakti allra þeirra sem tóku þátt í mótinu eða störfuðu við það svo og skákblaðamanna og áhugamanna um heim allan. Þessu til vitnis eru fjölmörg bréf sem útgáfu tímaritsins Skákar í Reykjavík berast úr öllum heimshornum. Harry Golombeck, hinn heimsfrægi skákmeistari og skákfrömuður segir: „Ég votta ykkur þakklæti mitt fyrir ykkar ómetanlega verk.“ Annar bréfrit- ari segir: „Húrra fyrir mótsblaðið ykkar, sem er það besta sem nokkurn tíma hefur verið gefið út. Þegar spurðist að þessi útgáfa væri fyrirhuguð tók skák- heimurinn þeirri frétt með miklum efa- semdum, en þið sönnuðuð að þetta væri hægt. Til hamingju blaðið er gimsteinn í skákútgáfu heimsins." „Ég vil ekki láta árið líða án þess að votta ykkur þakklæti mitt fyrir mótsblaðið, sem var frábært," segir skákritaútgefandi frá Suður-Afr- íku, og hann bætir við: „Það verður lengi munað og það verður erfitt að gera jafnvel í framtíðinni. Önnur ummæli skákmanna og skákrita- útgefenda eru á sömu lund. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt öll þessi 40 ár, ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum," segir hollenskur skákáhuga- maður. Við Ijúkum þessum tilvitnunum með því að vitna í argentískan skák- áhugamann sem segir. „Ég hef unnið mikið við að gefa út mótsblöð frá skákmótum og ég veit að blað eins og ykkar verður ekki gefið út nema með óheyrilegri vinnu og álúð sem aldrei bregst. Það er enginn vafi á að það ber vitni mikilli ást á skáklistinni. Ég hef safnað saman í einkasafn mitt móts- blöðum frá öllum ólympíumótum, sem haldin hafa verið síðan 1939 og ég fullyrði að ekkert þeirra stenst sam- jöfnuð við ykkar. Ef þið gefið út næsta mótsblað verð ég áskrifandi, og þá skiptir verð ekki máli. Það ríkir því enginn efi á því meðal skákmanna og skákáhugamanna að Jó- þess að auka hróður íslands í þeirri stóru alþjóðlegu fjölskyldu skákmanna og skákáhugamanna. Undirtektirnar við blaði hans bera því öflugast vitni. Þeirri spurningu er því varpað fram hér, hvort honum beri ekki að njóta þess að nokkru. Ljóst er a.m.k. að ekki verður auðvelt fyrir hann að sækja rétt sinn í þessu máli, hafi hann verið fyrir borð borinn sem allt virðist benda til. Alltént er ljóst að verði hann undir verður skákheimurinn að gera sér grein fyrir að löng bið kann að verða á því að efnt verði til annarrar slíkrar útgáfu. Þeir eru ekki margir sem myndu treysta sér að endur- taka kraftaverkið. - JGK 40937 er rétti tíminn til þess að láta yfirfara loftnetið. símtal, við komum lögum það sem laga þarf og veitum þér 3ja ára ábyrgð Verkið framkvæmt innan 7

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.