Tíminn - 12.06.1983, Síða 13

Tíminn - 12.06.1983, Síða 13
13 SUNNUDAGUR 12. JUNÍ 1983 ■ Dagurinn hefst með fundi. F.v. fréttamennirnir Olafur Sigurðsson og Sigurveig Jónsdóttir, Karl Sigtryggsson útsendingarstjóri (öðru nafni dagskrárgerðarmaður), Emil Björnsson fréttastjóri. Þau sem snúa baki í Ijósmyndarann eru Ómar Ragnarsson fréttamaður, Þuríður Magnúsdóttir skrifta, sem er dagskrárgerðarmanni til aðstoðar og Bogi Ágústsson fréttamaður. Fólk fær sér kaffi og rabbar saman á meðan Þunður vélritar frettalistann ■ Hingað sækja fréttamennirnir erlendu fréttirnar. Bogi Agústsson fréttamaður horiir a utsendingu Visnews frá deginum áður, en til hliðar sjást printerarnir eða telex-tækin sem dæla út úr sér nýjum fréttum allan . sólarhringinn. ■ Islenska sjonvarpið fær gervihnattarsendingu frá Visnews í London klukkan fimm á daginn. Helgar-Tíminn fylgist með störfum á fréttastofu sjónvarpsins þar sem: Myndmálið ræður ríkjum ■ Danir trúa ekki því sem stendur í blöðunum. Þeir trúa bara sjónvarpinu. Það sýna að minnsta kosti niðurstöður fjölmiðlakönnunar sem gerð var þar í landi. Til marks um það er að þegar dönsku blöðin slógu því upp á forsíðum sínum að Margrét prinsessa væri komin á séns með honum Hinrik sínum datt engum í hug að taka mark á því - blöðin seldust ekki út á þvílíkt slúður. Nokkrum dögum síðar, eða kannski var það daginn eftir, var sömu fréttinni sjónvarpað yfir landslýð. Blöðin endurtóku þá sína frétt og viti menn og konur: blöðin rokseldust upp i tugþúsundum cintaka. Slíkur er máttur sjónvarpsins í Danaveldi. Nú má gera ráð fyrir því að sjónvarpið okkar megi sín líka einhvers á meðal vor íslendinga, flestir horfa á fréttimar, sagði Þorvarður Einarsson hjá Pósti og síma honum Ólafi Sigurðssyni fréttamanni sjónvarps, og byggði þá vitneskju sína á því að á útsendingartíma frétta hreyfa fáir við símtækinu heima hjá sér. Þó slær Dallas öll met - á meðan sá þáttur er á skjánum lyftir varla nokkur maður símtóli. En hvað um það - ég ætlaði að fara að segja að þó blöðin „okkar“ séu eflaust marktækari en dönsku blöðin - ekki alveg eins mikið slúður eða þannig - má þó búast við að sjónvarpið þyki áreiðanlegra hvað fréttaflutning varðar. Það er ekki bundið á flokkspólitískan klafa og á að standa fyrir hlutlausum fréttaflutn- ingi. Reyndar er mér mjög til efs að nokkur manneskja geti verið fullkomlega hlutlaus. Ein- staklingurinn er nú einu sinni naflí heimsins - að minnsta kosti þess heims sem umlykur hana/hann sjálfa/n. Og það sem þessum naflafinnst merkileg- ast fær áreiðanlega oftar en ekki forgang. Nú er ég alls ekki að tala um flokkapólitík enda margt merkilegra í veröldinni eða hvað? í stað þess að hætta mér lengra út á hálan ís þessa háheimspeki- lega vandamáls - þ.e. hlutleysisins - ætla ég nú að vinda mér að því að skýra frá efni þessarar greinar: 1 dag fylgjumst við með fréttamönnum sjónvarps að störfum. Fjölmiðlaneytendur verða að virða okkur til vorkunnar að við skulum ekki. leiða þá í allan sannleika um vinsælasta sjónvarps- efnið - það er svo langt til Dallas. Fréttamenn sjónvarps mæta í vinnuna klukkan níu á morgnana og stimpla sig ekki út fyrr en klukkan níu að kveldi. Þeir geta ekki farið heim fyrr en þeir hafa fullunnið sínar fréttir og horft á eftir þeim öruggum út í loftið. Eða eins og Ómar Ragnarsson fréttamaður orðaði það: „Það þýðir ekki fyrir konu sem búin er að ganga með í níu mánuði að pakka bara niður í töskurnar og fara til Majorka þegar að fæðingunni er komið. Maður verður að fylgja afkvæminu í heiminn.“ Þegar fréttamennirnir mæta á vaktina kíkja þeir í blöðin en af því að það var mánudagur þennan dag sem ég kom að snuðra og engin blöð rabbaði fólk bara saman. Það mátti strax heyra að það er léttur „mórall“ á fréttastofu sjónvarpsins. Dagurinn hefst á fundi Svona korter yfir níu komu tvær stúlkur með kaffivagn á undan sér og buðu hressingu gegn vægu verði. Þá var líka hægt að byrja, en eins og öllum er kunnugt eru ansi margir óvinnufærir þar til eftir bolla af góðu kaffi - eða svo! Reyndar hafði Ómar verið í símanum, eitthvað að aðstoða japanska sjónvarpsmenn sem ætluðu að tala við Vigdísi forseta en vantaði ljós. En sem sagt: dagurinn hófst á fundi. Á fundinum voru mætt Ólafur Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir, Karl Sigtryggsson, Ómar Ragnarsson, Þuríður Magnúsdóttir, Bogi Ágústsson og Emil Björnsson fréttastjóri. Á fundinn vantaði Ög- mund Jónasson sem, ásamt Boga, var á erlendri fréttavakt þennan dag. Ekki var það fyrir kæru- leysis eða'vanrækslu sakir, Ögmundur var nefni- lega staddur í London, þar sem hann fylgist með kosningabaráttunni og sendir kassettur hingað heim í gríð og erg. Emil hafði orð á því að það væri kaldhæðni örlaganna að Ögmundur yrði vitni að stórsigri Margrétar Thatcher en Boga fannst óþarft að spá neinu fyrirfram. Þessi athugasemd Boga varð Emil tilefni til málvöndunar, ætli málfræði sé ekki eitt af aðalumræðuefnum fjölmiðlafólks, ég er ekki frá því. En Bogi varaði við málfræðifasisma. Sjálfsagt verður maður að vara sig á öfgunum og það segi ég satt að mér verður um og ó, þegar þeir sem ætla að útrýma stéttaskiptingunni, og „skapa réttlátt þjóðfélag“ með því að leggja niður y, byrja að skrifa. Að loknum málfræðiumræðunum greindi Ólaf- ur frá því að hann hefði verið á ferð austur í Meðallandi um helgina - í einkaerindum - og misst svona sex til átta myndrænar fréttir af því að hann fór einn. Hann sló því fram sposkur á svip að framvegis vildi hann hafa að minnsta kosti tvo menn með sér þegar hann brygði sér bæjarleið og var augljóslega miður sfn að hafa misst af þessum yndislegu fréttum* Nú síðan var farið að leggja í hugmyndabank- ann. Á miðvikudaginn verður sýning á Kirkju- bæjarklaustri; höfum við fjallað um humarvertíð- ina; í Ólafsvík fara nú fram stórkostlegar vega- framkvæmdir sem fylgjast verður vel með, því að með þeim verður fyrsti óvegurinn af þremur á íslandi aflagður. Lloyds tryggingarfélagið bannar gullskipsmönnunum á Skeiðarársandi að halda áfram að grafa - reyndar kalla fréttamennirnir það piparskipið. Þarf ekki að fljúga yfir gosið, spyr Emil. Nei.nei, það eru skil yfir landinu með tilheyrandi lægðum og ekkert að ske. Nunnurnar í Hafnarfirði fara núna einhvern daginn; það á víst að selja Akranesið; greiðsluskilmálar á áburði valda uppnámi; hverjir verða þingflok'kaformenn og aðstoðarráðherrar fyrir utan þá tvo sem þegar er kunnugt um; hingað er væntanlegur Norðmað- ur til að ræða iðnaðarframkvæmdir við Fram- kvæmdastofnun; norrænt ljósmæðraþing hefst í dag; hvenær verður ríkisstjórnarfundur; nú er offramleiðsla á svínakjöti og engar áætlanir um að greiða það niður; hjúkrunarfræðingar halda fund um það hvort þeir eigi að ganga úr BSRB. Öngvir hafa eins góða aðstöðu til að þrýsta á auma bletti og hjúkrunarfræðingar, segir Órtlar og ýmsum er skemmt. Bogi telur sjálfsagt að reyna eitthvað nýtt eins og BSRB-fólk er illa launað en Ólafur segir að öll félög sem ekki hafa aðstöðu til aukavinnu séu láglaunafélög. Emil þykir nú mál til komið að slíta fundinum, áður en hann fer út í alvarlegt launaþras enda hafa allir fengið verkefni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.