Tíminn - 12.06.1983, Qupperneq 14
W
mm
I neðstu hillunni er stnmillinn með helstu atriðum úr fréttunum og fyrir framan hann er einnig svarthvít myndavél. Á hinni myndinni sýnir Kari Sigtryggsson okkur svo nýtt tæki sem á að taka við af
■■■
Þar sem myndmálið ræðiir rílqiim...
Þar sem myndmálið ræðiir rilqiim... Þar sem myndmálið ræðiir ríkjum
Þar sem myndmálið ræður rikjiim
•••
•••
Glænýjar erlendar
fréttir allan
sólarhringinn
Þuríður vindur sér fram og vélritar fréttalistann.
Pegar ég horfði á fréttirnar um kvöldið sá ég að
listinn kom ekki óbreyttur, sumt hafði fallið út og
annað komið í staðinn. Stundum nœst ekki í
heimildir fyrir fréttunum, stundum reynist alls
ekki um frétt að ræða og svo geta komið upp
merkilegri mál yfir daginn sem eru þá tekin í
staðinn. Það vakti athygli mína að Bogi var ekki á
listanum, svo ég spurði hann að því hvort hann
væri alveg sjálfráður með sínar fréttir. Hann sagði
að hver einstaklingur væri að verulegu Jeyti
sjálfráður með sínar fréttir, línurnar væru lagðar
á fundinum á morgnana en það kæmi örsjaldan
fyrir að fréttalistinn stæðist. Hann ítrekaði fjar-
veru Ögmundar;„hann er sem kunnugt er formað^
ur aðdáendaklúbbs Margrét.irThatcher og verður
„cheerleader" í kosningabaráttu hennar". Viö
höfum nú. þegar séð árangur erfiðis Ögmundar í
Bretlandi þar sem hann talaði við ýmsa menn:
„aðallega blaðamenn því að það er best að ná
sambandi við þá, auk þess sem þeir eru viðmóts-
þýðir menn og kjaftaglaðir yfirleitt - eins og þú
sérð hér."
Erlendar fréttir streyma inn á printera eða
telex-tæki á fréttastofu sjónvarpsins allan sólar-
hringinn, frá fréttastofunum AP og Reuter.Auk
þess fær sjónvarpið tíu mínútna sjónvarps-
sendingu frá Visnews, í gegnum gervihnött,
klukkan fimm á daginn. Visnews er sjón-
varpsmyndafréttastofa í eigu BBC og
Reuter. Þar að auki fær fréttastofan
einu sinni í viku 60 mínútna kassettur.
og stundum ríflega það, eina frá Visnews og aðra
frá UPITN sem er sameiginleg fréttastofa banda-
rísku fréttastofunnar UPI og ITN, sem aftur er
sameiginleg fréttastofa breskra sjónvarpsstöðva
sem eru í einkaeign.
Þau lönd sem fá sendinguna frá Visnews
klukkan fimm á daginn eru auk okkar Suður-
Afríka, Finnland.grísk sjónvarpsstöðogEþíópía.
Suður-Afríka var fyrst til að fá þessar sendingar
en síðan komum við inn í þetta vegna þess að við
þurftum þennan skrýtna tíma. Bogi sagði að við
værum dálítið út úr evrópska kerfinu vegna þess
að það fer frani á jarðkerfi. EBU, semer samband
sjónvarpsstöðva í Evrópu, sendir sínar fréttir
klukkan þrjú á daginn og stefnt er að því að
íslenska sjónvarpið komist inn í kerfi þeirra í
framtíðinni. Fréttir þeirra eru mun ítarlegri en
Visnews-fréttirnar, enda er þar um 40 mínútna
útsendingu að ræða. Þetta er hins vegar svo dýrt
fyrirtæki að ef af þessu yrði nú þegar væri Póst-
og símamálastofminin búin að taka stofnunina
upp í skuld eftir á að giska mánuð, auk þess sem
nauðsynlegan tækjabúnað vantar.
Svo við hugum aftur að því hvað fólk er að gera
á fréttastofunni, þá fór Þuríður í það að skrifa
greiðslubeiðnir fyrir aðkeypt efni, svo sem eins og
sunnudagshugvckjuna og veðurfræðina. Síðan
ætlaði hún að ganga frá fréttunum frá í gær, vélrita
allar ræður sem fluttar voru í sjónvarpi deginum
áður (sem var sjómannadagurínn) og ganga síðan
frá öllu til að hægt sé að ganga að því vísu ef á
þarf að halda. Að þessu loknu byrjar svo undir-
búningur fréttanna í kvöld.
Tækninni
fleygir fram
Fréttamennirnir voru byrjaðir að hringja, en ef
einhver skyldi ekki vita það upplýsist hér með að
síminn er aðalatvinnutæki fréttamanna á öllum
tegundum fjölmiðla. Karl og Bogi tóku að sér að
leiða mig um salarkynnin og slóst Sigurveig í
förina, þar eð hún náði ekki símasambandi við þá
sem hún þurfti.
Því miður er ég vart til frásagnar um það sem
fyrir augu bar á leiðinni um húsið. Ég get einungis
sagt það að það voru alls konar tæki með ótal
tökkum í hverju einasta herbergi sem ég kom inn
í. Og sjónvarpsskermar út um allt. Sjálfsagt þyrfti
maður að dvelja þarna í viku til að kunna einhver
smá skil á þessu öllu saman. Það vafðist þó ekkert
fyrir mér hvað gerðist í klippiherbergjunum. í
öðru eru klipptar filmur en í hinu myndbönd.
Myndböndin eru þó ekki beinlínis klippt, heldur
er fært af einni spólu yfir á aðra. Fréttastofa
sjónvarpsins tekur nú nær allt sitt efni upp á
myndbönd, en fær filmur sendar utan af landi. Um
þessar mundir er óvenju mikið um filmur vegna
þess að vorið er komið og allt er að spretta upp af
snjónum. Fréttaritarar utan af landi senda vor-
filmur.
Síðan tóku við herbergi með flóknari tækjabún-
aði. í einu var Bjarni Felixson að skoða íþrótta-
myndir og í'öðru var verið að skoða kvikmyndir.
Þetta var sem sagt „Ampex“, eða myndbanda-
deildin, þar sem myndböndin eru meðhöndluð.
Því næst tók við kvikmyndadeildin eða „scanner"
- sem hefur verið íslenskað í „skanni" - þar sem
filmurnar eru meðhöndlaðar. Þessar deildir siá
um að gera sjónvarpsefnið þannig úr garði að það
fullnægi tæknilegum kröfum.
Fólk slettir heilmikið þarna enda mun það
lenska á meðal þeirra sem þurfa að nota mikið
erlend tungumál við störf sín. Og svo sem ekkert
út á það að setja á meðan að fréttirnar eru sagðar
á sæmilega góðu .máli. En hvað tækninni viðvíkur
var mér tjáð að henni fleygði svo framaðjafnvel
eftir tíu ti! fimmtán ár gætu myndbönd verið orðin
úrelt og allt komið á tölvuminni. Ja hérna!
í einu herberginu, eða skonsunni, var Bogi
Arnar Finnbogason að æfa textun á Arfleifð
herstjóranna, því að þýðandinn sendir textann út
sjálfur. í öðru herbergi var strimillinn með helstu
atriðum úr fréttum framan við litla svarthvíta
myndavél, en nú er komið nýtt tæki sem mun taka
við af strimlinum og starfsmenn sjónvarpsins eru
enn að æfa sig á. í sama herbergi er einnig klukkan
fræga sem reyndist agnarlítið kríli uppi í hillu. Því
næst komum við í stúdíóið, þar sem gaf að líta
„fréttasettið" og fjórar myndavélar. Inn af stúdíó-
inu er svo upptökustjórnin til húsa, eat þar situr
Karl á meðan á útsendingu frétta stendur og sér um
að allt fari fram eftir kúnstarinnar reglum. Þaðan
hefur hann samband við alla sem standa að
fréttaútsendingu og það er enginn smáræðis hópur,
nefnilega: sviðsstjóri, þrír kvikmyndatökumenn,
ljósamaður, tæknistjóri, myndveljari, hljóðmað-
ur, tveir menn sem sjá um myndböndin, tveir
kvikmyndasýmngarmenn (scannermenn). Þá
hefur hann einnig samband við aðalstjórn, en þar
eru útsendingarstjóri, hljóðmaður og myndveljari
eins og í öllum öðrum útsendingum. Þá má ekki
gleyma þulnum, skriftunni, stúlkunni sem annast
textavélritun á þýðingum og helstu atriðum úr
fréttum og sminkunni. Hún sminkar alla og fylgist
með útsendingunni. Ef fólk svitnar óeðlilega mikið
hleypur hún fram og púðrar þá sem á þurfa að
halda. Síðan eru náttúrlega fréttamennirnir fimm
á vakt, en algengt er að tveir þeirra séu í hverjum
fréttatíma. Þeir sem hafa unnið með þeim yfir
daginn eru klippari, kvikmyndatökumaðúr,
hljóðmaður, Ijósmyndari, framköllunarmaður,
teiknari, kortagerðarmaður, og að sjálfsögðu
fréttastjórinn.
Hægt að þýða
ótrúlegustu
tungumál
Mer er sagt að venjulega sé eitt „team" eða lið
að störfum yfir daginn, en eitt lið skipa kvik-
myndatökumaður og hljóðmaður. Algengt er að
kallaðir séu til þýðendur þegar tekin cru viðtöl við
útlendinga og eins ef mikið er að gera í erlendu
fréttunum.. Yfirþýðandi sjónvarpsins hefur yfir-
umsjón með öllum þýðendum og spjaldskrá yfir
ótrúlegan fjölda fólks sem talar hin ótrúlegustu
tungumál. Sagði Bogi að vart væri til sú þjóðtunga
sem sjónvarpiðgætiekki þýtt, t.d. hefði vcrið þýtt
úr kínversku.
Nú var búið að leiða mig í gegnum allt ferlið,
og við héldum aftur upp þar sem hver sneri sér að
sínu starfi. Á° skrifstofu fréttastjórans sátu þeir
Emil og Omar og veltu því fyrir sér hvernig þeir
ættu að bjarga tveimur verkefnum á miðvikudeg-
inum. Hið nýja skip Norröna var væntanlegt til
Seyðisfjarðar klukkan eitt á miðvikudag og
klukkutíma síðar átti að opna sýningu á Kirkju-
bæjarklaustri í tilefni 200 ára afmælis Skaftárelda.
Þeir voru komnir að þeirri niðurstöðu að líklega
yrðu þeir að taka tvær flugvélar, aðra til Egilsstaða
og fara síðan akandi þaðan til Seyðisfjarðar og hina
til Kirkjubæjarklausturs. „Við verðum að koma
báðum þessum fréttum í fréttatímann á miðviku-
dag,“ sagði Emil, „sérstaklega vegna þess að það
er sjónvarpslaus dagur daginn eftir. Við erum
búnir að athuga þetta á alla kanta og verðum að
taka tvær vélar, vél Ómars er ekki nógu stór til
að taka tvö lið. Það er sjaldgæft að tveir stór- A
atburðir gerist á sama tíma og vandamál af /
þessu ta:i koma því sjaldan upp. Við /
höfum fjögur lið og venjan /ffi
■ Bjarni Felixson skoðar íþróttamyndir niðri í myndbandadcildinni, eða „Ampex“ eins og sjónvarpsfólk kallar það.
tTmwro
■ Nú er stutt í útsendingu en þó tími til að væta kverkarnar rétt aðeins. Fréttaþulur á þriðjudagskvöldið var Guðmundur Kristjánsson en í stúdíóinu voru auk hans,
veðurfræðingsins og fréttamannanna Guðjóns og Boga þeir Einar Páll Einarsson myndmeistari, Óskar Arason og Gylfi Vilberg myndatökumenn, ásamt Guðmundi
Guðjónssyni sviðsstjóra. Sviðsstjóri gefur merki um byrjanir og þess háttar. Hann er í beinu sambandi við útsendingarstjórann og kemur boðum hans til þeirra sem eru í
stúdíóinu hverju sinni. Eitt af verkum sviðsstjóra er einnig það að taka á móti fólki og undirhúa það - taka úr því skjálftann ef taugarnar verða óstyrkar. Á hinni myndinni
má sjá Borgþór H. Jónsson greina frá veðrinu umrætt kvöld.
■ Ólafur Sigurðsson fréttamaður ræðir við Miríam, príorínnuna í klaustrinu
í Hafnarfirði, en nunnurnar þar yfirgáfu landið á föstudaginn. „Teamið“
skipuðu að þessu sinni þeir Jón Arason hljóðmaður og ÓIi Orn Andreassen
kvikmyndatökumaður.
SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983
SUNNUDAGUR 12. JUNl 1983
■ Ingibjörg Gunnarsdóttir sminkar Katrínu Árnadóttur dagskrárþulu.
Sminkan verður að vera til taks á meðan á útsendingu frétta stendur. Ef
einhver svitnar óeðlilega mikið hleypur hún fram og púðrar viðkomandi.
■ Það fór vel á með forsetanum og systrunum. Ólafi þótti myndatakan dragast
nokkuð á langinn - jafnvel svo að hún trufiaði athöfnina.
■ Vigdís Finnbogadóttir býður systurnar velkomnar í blómastofunni á Bessastöðum.
Sjónvarpsmenn festa atburðinn á myndband.
■ Hér sjáum við klukkuna frægu, en fyrir framan hana er svarthvít myndavél.
strímlinum og starfsfólk sjónvarpsins æfir sig nú á.
■ Bogi Arnar Finnbogason æfir útsendingu á textanum á Arfieifð herstjóranna.
Þýðendurnir senda textann yfirleitt út sjálfir.
■ Jón Stefánsson klippari tekur til við að klippa nunnu-fréttina í samráði við Ólaf
sem eiginlega ætti að vera með á þessari mynd því hann sat við hlið Jóns.