Tíminn - 12.06.1983, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 12. JUNI 1983
19
■ Mvnd af fyrirmyndarríki Bacons á Bensalem.
fylgjast með öðrum þjóðum og taka vel
á móti ferðafólki. Giftingarsiðir eru
merkilegir í landinu. Hjónaefnin cru
látin skoða hvort annað nakið áður en
ráðahagurinn er tekinn. Það er til þess
að hvorugt verði blekkt af fögrum klæð-
um og andlitsfarða. Þeir eru einkvænis-
menn, en skilnað má fá ef báðir aðilar
samþykkja og hafa fundið sér nýtt mak-
aefni. Lög eru fá í þessu ríki og skráð
þafinig að allir skilji. More gerir
nákvæma grein fyrir hernaðartækni og
utanríkismálum Útópíumanna, og er
þar margt snjallt en raunar gerræðislegt.
Þcir vinna öll stríð, skilst manni, en
berjast aldrei fyrir vondan málstað.
More vill, eins og Plató, að fjölskyldur
hermanna séu með þeim á vígvelli svo
þeir berjist hetjulegar. Trúarbrögð þess-
arar þjóðar minna á kristni, og telur
More að þeir mundu óðara gerast kristn-
ir ef sú trú væri kynnt almennilega fyrir
þeint. Trúarbragðafrelsi ríkir í landinu,
en hins vegar eru guðleysi og efnishyggja
höfuðglæpir og mönnum refsað fyrir
slíkan dýrshátt.
Francis Bacon hlaut embættisframa
eins og More, landi hans. Bacon var
ötull stuðningsmaður raunvísinda, eins
og kemur fram í bók hans Atiantis hið
nýja, sem honum tókst því miður ekki
að ljúka við að fullu áður en hann dó árið
1627. í bók þessari er lýst ríki á eynni
Besnesalem, sem einkennist af góðu
skipulagi og hamingjuríku lífi. Þarna
hafa menn stofnun, sem nefnist Hús
Salómós, þar sem vísindamenn starfa
saman í eins konar leynireglu. Uppfinn-
ingar þeirra eru óteljandi og hver annarri
merkari. Þeir geta stjórnað veðri og
vindum, þeir búa til hagnýtar plöntuteg-
undir með kynbótum, þeir geta gert mat
sem seður mann lengur en áður þekktur
matur, þeir hafa ágæt lyf o.s.frv. Þá
kunna þeir að gera kíki og smásjá, þeir
geta magnað hljóð og breytt.því alla
vega og leitt það í leiðslum, þeir brugga
bragðefni, smíða furðuleg vopn og kaí-
báta, geta flogið með vængjum og þannig
mætti lengi telja. Eyjarskeggjar gera
ntenn skipulega út af örkinni til að safna
vísindafróðleik í öðrum löndum. Þjóðin
er kristin því henni hefur opinberast
kristni og Biblían með kraftaverki endur
fyrir löngu. Bacon gerir ekki eins glögga
grein fyrir stjórnun þessa samfélags eins
og More gerir um Útópíu. Raunar liggur
höfuðmunurinn á þessum tveim verkum
einmitt í því að hið eldra fjallar um
félagskerfið og skipulag framleiðslunn-
ar, en hið yngra lýsir einkum neysluhlið-
inni.
Þriðja bókin frá þessu tímabili skal
nefnd að lokum, Sólborgin eftir Tont-
ntaso Campanella frá 1602. Campanella
var sérkennilegur náungi. Hann sat ára-
tugum saman í fangelsi fyrir undirróð-
ursstarfsemi og trúvillu, en hanns krifaði
fjölmargar bækur engu að síður. í
Frakklandi hlotnaðist honum nokkur
vegsemd, og unt tíma var hann mikill
vinur páfa. Þótt hann væri ofsóttur fyrir
hugmyndir sínar mikinn hluta ævinnar
(ekki síst af páfastóli) og látinn þola
herfilegar pyndingar, þá varð hann þó
ekki píslarvottur eins og More, hcldur
dó Campanella af elli árið 1639.
í Sólborginni kemur fram mikil trú á
mátt vísindanna og áhugi á stjörnufræði,
en í þeirri grein stóðu um þessar mundir
miklar deilur m.a. um hvort jörð snerist
um sólu eða öfugt. 1 Sólborginni, sem er
einhvers staðar í Asíu (líklega á Sú-
mötru), er allur fróðleikur aðgengilegur,
að ekki sé meira sagt, því hinir marg-
földu borgarmúrar í þessu völundarhúsi
eru þaktir skipulegum útskýringum á
náttúrunni og öðrum viðfangsefnum vís-
inda, svo og af alls konar sýnishornum.
Menn geta lært það helsta i hverri grein
vísindanna á tveim dögum af þessum
veggjasýningum. Fjórir stórhöfingjar
þessa lands eru í senn prestar og foringj-
ar vísinda, hernaðar og mannræktar.
Campanella var bæði stjörnufræðingur
og stjörnuspekingur, og hann vill að fólk
hafi ekki mök til fjölgunar nema það sé
sérstaklega valið saman til þess og að vel
standi á stjörnukortinu. Hann vill að allt
sé í opinberri eign, einnig konurnar, en
í sumum borgum Sólríkisins kjósa
mcnn þó einkvæni. Konur og karlar
vinna jafnt, eins og hjá More, en verkum
er skipt eftir líkamsstyrk. Vinnudagurinn
er aðeins fjórar stundir. Margar aðrar
athyglisverðar hugmyndir eru hjá Cam-
panella, t.d. um fatnað, réttarfar,
læknisfræði og fleira. Einkum er eftir-
tektarverð skoðun hans að menn eigi
ekki að trúa bókum og gömlum kenning-
um, heldur frekar rannsaka hlutina
sjálfir. Hann var andvígur Aristótelesi,
sem hafði verið ríkjandi fræðaheimild
kirkjunnar á seinni miðöldum. Campan-
clla kaus frekar aðferð hinna nýju vís-
inda, sem Galilei og Kópernikus höfðu
notað. En engu að síður var Sólríkið á
margan hátt gerræðislegt, alveg eins og
t.d. Útópía Platós. Þó að útópíur fyrri
alda geti haft sagnfræðilegt og bókmennta-
legt gildi eru þær nútímamönnum
yfirleitt ekki bein fyrirmynd í
stjórnmálalegum skilningi. En þetta eru
skemmtilegar bækur. -AS.
KRONE
jarðtætarar
Vinnslubreidd
1.75 metr.
KRAFTMEIRI - ÞÆGiLEGRI - TRAUSTARI
GAMLA VERÐIÐ STENDUR
gjHAMAR HF
W véladeild
Sími 22123. Pósthólf 1444. Tryggvagötu. Reykjavík.
Tilkynning
til garðeigenda í Reykjavík um nauðsyn aðgæslu
við notkun sterkra eiturefna við garðúðun.
Fjölmargir garðeigendur láta ár hvert úða garða sína með eiturefnum úr X- og A-flokkum eiturefna í þvi skyni
að útrýma skordýrum. Af þessum efnum mun parathion algengast. Hér gengur það undir verslunarheitinu
Egodan-Parathion sem er 35% upplausn hins virka efnis (parathions). Efni þessi eru ekki einungis eitruð íyrir
skordýrin sem þeim er ætlað að eyða heldur koma verkanir þeirra fram hjá öllum dýrum, sem fyrir þeim verða,
þ.á.m. fuglum og þau valda gjarnan eitrunareinkennum hjá fólki. Eigi er talið unnt að komast hjá notkun þessara
sterku efna enn sem komið er, svo sem i gróðurhúsaraektun, en leyfi til notkunar þeirra i þágu almennings eru
mjög takmörkuð og bundin þeim einum sem hafa undir höndum sérstök leyfisskírteini frá lögreglustjórum, sem
þeir skulu bera á sér þegar úðun fer fram.
Jafnframt þessari aðgát er nauðsynlegt, að garðeigendur geri sér grein fyrir, að æskilegt ef að draga sem mest
úr notkun hinna sterku eiturefna og fullreyna í þeirra stað önnur hættuminni efni, sem leyft er að selja almenningi
(sjá yfirlit útgefið af heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu 1. júní 1982).
Þeim garðeigendum, sem samt sem áður vilja fá garða sína úðaða með eiturefnum úr X- og A-flokkum skal
bent á eftirfarandi:
1. Að ganga úr skugga um að þeir sem framkvæma úðunina hafi undir höndum gild leyfisskírteini, útgefin af
lögreglustjóra.
2. Einungis má úða i þurru og kyrru veðri.
3. Egodan-Parathion má aðeins nota með styrkleikanum 0.03-0.08% þ.e. 30-80 ml. í 1001. vatns.
4. Úðun er þýðingarlítil og jafnvel gagnslaus nema á aðalvaxtarskeiði lirfunnar, sem algengast er að eigi sér
stað fyrstu 3 vikumar í júní.
5. Virða skal að öllu leyti aðvörunarspjöld þau sem skylt er að hengja upp í görðum að lokinni úðun með
áðumefndum eiturefnum.
Garðeigendum er bent á að kynna sér rækilega hvaða trjátegundir er óþarft að úða til vamar gegn skordýrum
og ennfremur að afla sér upplýsinga um hvenær hægt er að komast af melð notkun hættuminni efna til útrýmingar
þeim.
Reykjavík, 9. júní 1983.
Borgarlæknirinn i Reykjavík.