Tíminn - 12.06.1983, Síða 22
SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983
■ Bótvinnik - varð sex sinnum Sovét-
meistari
■ Smyslov - aldrei orðið Sovétmeistari
■ Tæmanov - hefur keppt rúmlega 20 ■ Petrósjan - fjórum sinnum hefur
sinnum en aðeins unnið einu sinni. armenski refurinn sigrað
Skákþing Sovétríkjanna
50 SINNUM HEFUR VERIÐ KEPPT UM HINN EFTIRSÓTTA TTOL
Haldið var, í apríl, fimmtugasta skákþing Sovét-
ríkjanna. Mikið var um dýrðir og heimsmeistarinn
í skák, hann Karpov, meðal keppenda í fyrsta sinn
síðan 1976. Af sterkustu skákmönnum Sovétríkj-
anna létu aðeins Garrí Kasparov og Bóris Spasskíj
sig vanta; Mikhafl Talj veiktist eftir nokkrar
umferðir og varð að hætta þátttöku. Baráttan um
efsta sætið var vitanlega hörð; Karpov tapaði
snemma fyrir lítt þekktum alþjóðameistara,
Asmæjparasvfli, en lét það ekki á sig fá og sigldi
hægt og rólega til sigurs. Hann fékk 10.5 vinning af
15 mögulegum, í öðru sæti varð Vladímír Túkma-
kov með 10 vinninga og síðan þeir Lev Pólúgaévskíj
og Rafael Vaganjan með 9.5 vinning. Nóg um það.
Við æílum að rifja hér upp Sovétmeistaramótin
fimmtíu, til fróðleiks og skemmtunar! Þessi mót
hafa alla tíð verið afar sterk og yfirleitt í hópi
sterkustu skákmóta hvers árs.
Fyrsta mótið var haldið 1920 í Moskvu
og taldist raunar aðeins vera meistara-
mót Rússlands. Tilvonandi heimsmeist-
ari, Alexander Alékín, sigraði nokkuð
örugglega í mótinu; hlaut 12 vinninga af
15 mögulegum, en í öðru sæti varð
Rómanovskíj með 11, og Levenfisj þriðji
með 10 vinninga. Þetta varð síðasta
skákmót Alékíns austur þar; hann flúði
nokkru seinna vestur undan kommúnist-
um.
Næst var teflt 1923. Rómanovskíj og
Levenfisj börðust harkalega um sigurinn
og á endanum bar sá fyrrnefndi hærri
hlut, fékk 10/12, en Levenfisj varð annar
með 9 vinninga.
Mótið árið 1924 var hið fyrsta sem
taldist vera skákþing allra Sovétríkjanna
og var haldið með nokkrum glæsibrag í
Moskvu. Bógóljúbov, sá litríki skák-
maður, sigraði með feiknalegum yfir-
burðum, hlaut 15/17, en Rómanovskíj
varð annar með 12.5. Levenfish og
Bógartirtsjúk deildu þriðja sætinu með
11.5 vinning hvor.
Árið 1925 sigraði Bógóljúbov á nýjan
leik en mátti nú hafa meira fyrir efsta
sætinu. Hann fékk 14/19, Levenfisj varð
annar með 13, en Ilja Rabínóvitsj varð
þriðji með 12.5. Eftir þetta mót fór
Bógóljúbov í fótspor Alékíns vestur á
bóginn.
Á fimmta mótinu, árið 1927, börðust
þeir Bógatirtsjúk og Rómanovskíj
harðri baráttu um efsta sætið. Þeir urðu
að lokum efstir og jafnir með 14.5
vinning af 20, og höfðu nokkra yfirburði.
Bógatirtsjúk var lýstur sigurvegari. Rétt
er að vekja athygli á ungum manni sem
tefldi þarna á sínu fyrsta Sovétmeistara-
móti og náði 5.-6. sæti: Mikhaíl Bótvinn-
ik.
Næst eða árið 1929, var mótið haldið
með öðru sniði en venjulega; tvær
undanrásir og svo kepptu þrír í úrslitun-
um. Flestir sterkustu skákmeistararnir
voru fjarri góðu gamni svo Verlinskíj
náði fyrsta sætinu, Freyman varð annar
en Kan þriðji.
Ný kynslóð var farin að láta að sér
kveða í sovésku skáklífi svo sem sást
árið 1931, er Bótvinnik sigraði örugg-
lega, með 13.5/17; síðan kom Rjúmín
með 11.5, og þeir Bótatirtsjúk, Verlin-
skíj, Alatortsév og Júdóvitsj deildu
þriðja, sætinu með 10 vinninga hver.
Bótvinnik sigraði aftur árið 1933, með
14/19 í þetta sinn, en Alatortsév varð
annar með 13. Levenfisj, I. Rabínóvitsj
og Lisitsín komu síðan með 12 vinninga
hver um sig.
Atorka Levenfisj skilaði loks árangri
á níunda Sovétmeistaramótinu, árið
1934, en þá varð hann efstur ásamt I.
Rabínóvitsj. Bótvinnik var ekki með.
Sigurvegararnir fengu báðir 12 vinninga
af 19, en Levenfisj taldist hinn opinberi
Sovétmeistari.
Levenfisj varð efstur í annað sinn árið
1937, hlaut 12.5/19, en nýir menn voru
í 2.-3. sæti, hálfum vinningi neðar;
Konstantínópólskíj og Ragótsín. Lilien-
thal var kominn frá Ungverjalandi en
náði aðeins 14. sæti.
Bótvinnik var með að nýju árið 1939
og ekki að sökum að spyrja; hann varð
efstur með 12.5/17. Kótov, sem tefldi á
sínu fyrsta Sovétmeistaramóti, varð ann-
ar með 11.5, en Belavenets þriðji.
Neðstur, öllum á óvart, varð gamla
kempan Rómanovskíj.
Árið 1940 voru skákmenn frá Eystra-
saltslöndunum komnir til liðs við Sovét-
menn - nauðugir viljugir, flestir hverjir
- og settu þeir svip sinn á þetta tólfta
Sovétmeistaramót. Það var mjög öflugt
en mesta athygli vakti slæm frammistaða
Bótvinniks. Þeir Bondarévskíj og Lilien-
thal urðu efstir og jafnir með 13.5/19; sá
fyrrnefndi var lýstur sigurvegari. Þriðji
varð 19 ára strákur, alls óþekktur;
Smyslov með 13 vinninga. Þá kom
„SKÁKMEISTARI SOVÉTRÍKJANNA”
Eistlendingurinn Kéres með 12 vinn-
inga, en Bótvinnik varð í 5.-6. sæti ásamt
Bóleslavskíj með 11.5 vinning. Stuðn-
ingsmenn Bötvinniks sættu sig ekki við
þessa niðurlægingu síns manns og 1941
var haldið sérstakt mót fyrir þessa sex
efstu menn. Þar varð Bótvinnik örugg-
lega efstur, Kéres annar, Smyslov aftur
þriðji, síðan kom Bóleslavskíkj, þá
Lilicnthal og Bondárévskíj neðstur.
Þetta telst ekki opinbert Sovétmeistara-
mót.
Þegar farið var að hylla undir
stríðslok, eða 1944, byrjuðu menn að
tefla á nýjan leik og Bótvinnik hafði
engu gleymt. Hann sigraði á 13. meist-
aramótinu með yfirburðum, fékk 12.5/
16, Smyslov varð annar með 10.5, og
Bóleslavskíj þriðji með 10. í fjórða
sætinu kom Tékkinn Flohr sem flust
hafði austur til Sovétríkjanna. Bótvinnik
tapaði tveimur skákum á mótinu, gegn
Tólúsj hinum sókndjarfa, sem setti mik-
inn svip á Sovétmeistaramótin á þessum
árum þó sjaldan næði hann háu sæti, og
gegn ungum manni sem varð þriðji
neðstur: Bronstein.
Bótvinnik vann enn árið 1945 og sem
fyrr með geysilegum yfirburðum. Hann
fór taplaus gegnum mótið, endaði með
15/17, en Bóleslavskíj varð annar með
12 og Bronstein náði nú þriðja efsta
sætinu með 10 vinninga.
í fjarveru Bótvinniks átti Paul Kéres
ekki í ýkja miklum erfiðleikum með að
tryggja sér sigurinn árið 1947. Hann
fékk 14 vinninga af 19, Bóleslavskíj varð
annar með 13, en síðan komu þeir
Bondarévskíj og Smyslov með 12 vinn-
inga hvor.
Árið 1948 urðu þeir Bronstein og
Kótov efstir og jafnir með 12/18 en
Bronstein hlaut titilinn skákmeistari
Sovétríkjanna. Nýr maður varð þriðji,
Fúrman, sem fékk 11 vinninga, en þarna
tefldu raunar fleiri í fyrsta sinn og áttu
eftir að koma mikið við sögu Sovétmeist-
aramótanna. Kholmov varð í 12. sæti,
Averbakh í 13.-15. sæti en Tæmanov
varð neðstur.
Ári síöar, 1949, varð Bronstein aftur
efstur; nú í fylgd Smyslovs en Bronstein
var sem árið áður lýstur sigurvegari. Þeir
fengu báðir 13/19. í 3.-4. sæti, hálfum
vinningi neðar, voru tveir ungir menn;
Tæmanov fyrrnefndur og Géller sem
tefldi á sínu fyrsta Sovétmeistaramóti.
Það gerði líka tvítugur Armeni: Petrósj-
an en hann náði aðeins 16. sæti.
Kéres halaði inn annan meistaratitil
sinn árið 1950; en fékk 11.5 vinning af
17, ogTólúsj náði besta árangri sínum á
Sovétmeistaramótunum er hann lenti í
2.-4. sæti ásamt tveimur lítt þekktum
skákmeisturum, þeim Aronin og Lipnit-
skíj. Allir þrír fengu 11 vinninga.
Bótvinnik heimsmeistari var með eftir
alllangt hlé árið 1951 en hafði ekki
árangur sem erfiði. Kéres tefldi skínandi
vel og varð efstur með 12 vinninga, í
2.-3. sæti urðu þeir kumpánar Géller og
Petrósjan, Smyslov varð fjórði, en
heimsmeistarinn aðeins fimmti.
Bótvinnik vildi fá uppreisn æru árið
1952, og fékk hana; varð efstur ásamt
Tæmanov sem hann sigraði síðan í
einvígi með titilinn. Á mótinu höfðu
þeir báðir fengið 13.5/19, Géller varð
þriðji, Bóleslavskíj og Tólúsj í 4.-5. sæti
en sjötti varð ungurnýliði frá Leníngrad,
Kortsnoj.
Stjarna Averbakhs skein sem hvorki
fyrr né síðar árið 1954. Hann vann
örugglega með 14.5/19, Kortsnoj og
Tæmanov urðu jafnir í 2.-3. sæti með 13
vinninga hvor.
Keppni var geysihörð og jöfn árið
1955. Áð lokum skildu Géller og Smys-
lov efstir og jafnir með 12/19 en hálfum
vinningi neðar komu Bótvinnik (síðasta
Sovétmeistaramót hans), Petrósjan, Ili-
vitskíj og nýliðinn Spasskíj, þá 19 ára.
Athygli vakti að Kortsnoj varð næst-
neðstur. í einvígi um titilinn sigraði
Géller og varð Sovétmeistari í fyrsta
sinn.
Árið 1956 urðu þrír skákmeistarar í
fyrsta sinn efstir og jafnir. Það voru þeir
Averbakh, Tæmanov og Spasskíj, sem
allir fengu 11.5/17. Þeir tefldu til úrslita
og Tæmanov sigraði, en hafa ber í huga
að Spasskíj veiktist iila meðan á þeirri
keppni stóð. En altént; á þessu 23ja
Sovétmeistaramóti varð Kortsnoj í
fjórða sæti með 11 vinninga og í 5.-7.
sæti kom Kholmov ásamt tveimur nýlið-
um; Pólúgaévskíj og Tal.
Halastjarnan Tal hóf sig til flugs árið
1957. Hann varð efstur með 14/21,
Bronstein og Kéres komu í 2.-3. sæti
með 13.5 og síðan Spasskíj og Tólúsj
með 13.
Tal vann á nýjan leik árið 1958, nú
með 12.5/18. Petrósjan varð annar með
12 vinninga og Bronstein þriðji með
11.5.
Armeníumaðurinn kæni uppskar sem
til var sáð árið 1959. Petrósjan vann með
13.5/19, en Spasskíj og Tal fengu báðir
12.5. Þá komu Tæmanov og Kholmov,
síðan Pólúgaévskíj.
Árið 1960 var röðin loks komin að
Viktor Kortsnoj; hann sigraði eftir geysi-
harða keppni við Géller og Petrósjan.
Kortsnoj hlaut 14/19, en hinir hálfum
vinningi minna.
28. Sovétmeistaramótið var haldið
snemma árs 1961 og enn voru sömu
menn í aðalhlutverkum. Nú sigraði
Petrósjan öðru sinni, með 13.5/19, Korts
noj fékk 13 vinninga, en Géller deildi
þriðja sætinu með nýliðanum Sfein.
Báðir fengu 12 vinninga.
Síðar sama ár var haldið 29. mótið í
röðinni og Spasskíj var á uppleið eftir
mörg erfið ár. Hann hlaut 14.5/20, en
aðalkeppinautur hans, Pólúgaévskíj, 14
vinninga. í þriðja sætinu varð Bronstein
og síðan þeir Tal og Vasjúkov. Ungur
nýliði varð mjög neðarlega: Savon.
Árið 1962 vann Kortsnoj sem fékk
14/9. Tæmanov og Tal fengu hvor um sig
13.5, síðan kom Kholmov, þá Spasskíj
og síðan Stein.
Keppni var ógurlega hörð og jöfn árið
1963. Að lokum urðu þrír saman í efsta
sætinu: þeir Kholmov, Spasskíj og Stein.
Allir fengu 12/19 en aðeins hálfum
vinningi neðar voru aðrir þrír; Bron-
stein, Géller og Súetín. Haldið var
sérstakt mót til að skera úr um Sovét-
meistarann og þar sigraði Stein naum-
lcga.
Um áramótin 1964-65 var Kortsnoj í
banastuði. Hann hlaut 15/19 og sigraði
flesta af helstu keppinautum sínum.
Bronstein varð annar með 13 vinninga,
Tal í þriðja sæti með 12.5 og Stein fjórði.
Um áramótin 1966-67 vann Stein í
þriðja sinn. Hann fékk 13/20, en Géller
varð í öðru sæti með 12.5. Síðan komu
þrír kappar, Kortsnoj, Tæmanov og
Gipslis, allir með 12 vinninga.
Sovétmeistaramótið árið 1967 var
haldið með allt öðru sniði en venjulega.
Þetta var opið mót með 128 keppendum
og teflt skv. svissneska kerfinu. Flestir
þekktustu skákmeistararnir létu ekki
sjá sig og þetta hefur aldrei verið endur-
tekið. Hvað um það; Tal og Pólúgaévskíj
urðu efstir og jafnir með 10/13 og í fyrsta
sinn töldust báðir vera Sovétmeistarar.
Um áramótin 1968-69 varð Pólúgaév-
skíj aftur í fyrsta sæti, nú ásamt Alex-
andr Sætsev, sem náði besta árangri lífs
síns. Þeir fengu báðir 12.5/19, Lútjikov
varð þriðji með 11.5, og í 4.-5. sæti
Líberson og nýliðinn Tséskovskíj. Pólú
vann Sætsev í einvígi um titilinn.
Pólú varð efstur í þriðja sinn í röð árið
1969 en ekki náði hann titlinum því hann
varð jafn Petrósjan og tapaði fyrir hon-
um í einvígi. Þeirhöfðu báðir fengið 14
vinninga af 22, en þrír gamalreyndir
kappar voru hálfum vinningi neðar;
Géller, Smyslov og Tæmanov. Nokkrir
ungir menn kynntu sig á mótinu en með
misjöfnum árangri; Balasjov varð í 7.-9.
sæti, Túkmakov númer 21 en neðstur
varð Kúpreitsjik.
Nýja kynslóðin var farin að láta finna
fyrir sér árið 1970 en það var samt sém
áður gamli Kortsnoj sem sigraði nokkuð
örugglega. Hann fékk 16/21. Túkmakov
varð annar með 14.5 og Stein þriðji með
14. Balasjov fékk 12 vinninga, en í 5.-7.
sæti lentu þeir Gipslis og Savon ásamt
mjóslegnum ungum manni, Karpov.
Annar nýliði varð neðarlega, Vaganjan.
Savon sló í gegn árið 1971 með sínum
besta árangri á ævinni. Hann sigraði
með 15/21, en Smyslov og Tal lentu í
2.-3. sæti með 13.5 vinning hvor. Fjórði
varð Karpov með 13 vinninga.
Árið 1972 var Tal ósigrandi. Hann
sigraði með yfirburðum og hlaut 15/21.
Túkmakov varð aftur í öðru sæti, með
13 vinninga, en í 3.-5. sæti komu Savon,
Kúsjmín og Múkín.
Sovétmeistaramótið árið 1973 var
sterkara en verið hafði um langt skeið,
enda vildu yfirvöldin þjálfa sína menn
gegn Fischer. Hart var barist en Spasskíj