Tíminn - 23.06.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.06.1983, Blaðsíða 1
Armar dagur Vestfjardarheimsóknar Vigdísar Sjá bls- 4-5 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Fimmtudagur 23. júní 1983 142. tölublað — 67. árgangur ■ Skipverji af Gunnjóni gengur frá borði í lögreglufylgd. Tímamynd Ari Lögregluvörður við Njarðvíkurhöfn er raekjutogarinn Gunnjón var dreginn að bryggju: SIÓPRÓF FARA FRAM í DAG EDA FÖSTUDAG - Enn Ókunnugt um eldsupptök ■ Rækjutogarinn Gunn- jón GK 506 var dreginn til hafnar í Njarðvík af mb. Bjarna Ólafssyni AK 70 laust eftir klukkan 2 í nótt. Mikill viðbúnaður var á bryggjunni í Njarðvík, lög- regiuvörður auk aðstand- enda skipverja á Gunn- jóni. Blaðamönnum var meinað að hafa tal af skip- verjum, sem greinilega voru þjakaðir eftir erfiði og áföll undanfarna daga. Skipverjar af varðskip- inu Þór, Gunnjóni og Bjarna Ólafssyni börðust við eldinn um borð í Gunnjóni í rúman sólar- hring, eða frá mánudags- morgni þar til rétt fyrir hádegið í gær. Eldurinn, sem ekki er vitað hvar átti upptök sín, tók þrjú mannslíf áður en yfir lauk. Þótt ekki væri mikið að sjá á skipinu utanverðu mun það illa farið. Innrétt- ingar eru allar taldar ónýt- ar, sjór komst í vélarrúm- ið, þannig að ekki var hægt að sigla því til hafnar fyrir eigin vélarafli. Sjópróf í málinu fara fram í dag eða á morgun, en áður mun fara fram vettvangsrannsókn. ■ Gunnjón GK 506 lagstur að bryggju í Njarðvíkurhöfn. Á innfclldu myndinni sést skipverja fagnað heilum á húfi. Tímamynd Ari Tilboð opnuð í milliveggi í hús Rafmagnsveitu Reykjavíkur: LÆGSTA TILBOÐ 63% UNDIR KOSTNADARÁÆTUIN! ■ í gær voru opnuð tilboð í gerð millivcggja í fimm hæða hús Rafmagnsveitna Reykjavík- ur við Grensásveg. Kostnaðar- áætlun hljóðaði upp á kr. 8.093.000, en sérstaka athygli vekur að tvö íslensk fyrirtæki gerðu tilboð sem námu mun lægri upphæðum en áætlunin gerði ráð fyrir. Ármannsfell h/f gerði tilboð sem nam kr. 5.100.000, eða um 63% afkostn- aðaráætlun og Mát h/f, gerði tilboð sem nam kr. 2.988.300, eða 37.1% af því sem kostnaðar- áætlunin gerði ráð fyrir! Eitt tilboð barst frá erlendu fyrirtæki, þar sem aðeins var tekinn fram efniskostnaður og ijórða tilboðið var frá Guðjóni Pálssyni, og nam það 10.236.409 krónum. Sigfús Jónsson hjá Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar sagði í samtali við Tímann í gær að tilboð Guðjóns hefði verið hið eina þar sem algerlega var farið eftir útboðsgögnum, í tilboð-' um Ármannsfells og Máts hefði verið gert ráð fyrir nokkrum frávikum, sem miðuðust við staðlaða framleiðslu þessara fyrirtækja. „Við höfum endurhannað þetta verk alveg frá grunni, byggt tilraunaeiningar, prófað þær og við teljum okkur fullkomlega geta staðið við þetta tilboð,“ sagði Edgar Guðmundsson hjá Mát h/f, og þessa vinnu okkar höfum við ekki reiknað með inni í tilboðinu. Við höfum haft þá stefnu að gera það sem í okkar valdi stendur til að stuðla að lækkun byggingarkostnaðar í landinu og um leið lækkun verð- bólgunnar og við höfum einnig haft þá stefnu að láta viðskipta- vinina njóta þeirrar lækkunar sem við náum fram, að minnsta kosti til jafns við okkur sjálfa. Edgar sagði að frávikin frá því sem gert var ráð fyrir við útboð væru engin útlitslega séð og taldi að ekki væri heldur um nein gæðafrávik heldur að ræða. Frá- vikin kæmu fram í efni og vinnu- liðum. „Ég segi ekki að við verðum ríkir af þessu verki, ef við fáum það, en við verðum heldur ekki fátækari. Við skulum segja að þetta sé okkar framlag til að lækka rafmagnskostnað Reyk- vikinga," sagði Edgar. Ármann Örn Ármannsson framkvæmdastjóri Ármannsfells tók í svipaðan streng og Edgar. „Útboðsgögnin gera ráð fyrir að þessi verkhluti sé heimasmíðað- ur, en okkar tilboð byggist á verksmiðjuframleiðslu, við höfum raunar ekki hannað hana sjálfir heldur er hún hönnuð í Danmörku. Við bjóðum upp á heldur meiri gæði en útboðsgögn gera ráð fyrir, en sparnaðurinn liggur að mestu í vinnusparnaði. JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.