Tíminn - 23.06.1983, Síða 12

Tíminn - 23.06.1983, Síða 12
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1983 12 heimilistíminn Umsjón A.K.B. Eldhúshornid ■ 48 ráðlcggingar og uppskriftir hafa nú verið gefnar út hjá Osta- og Smjör- sölunni og eru þar alls kyns ostaréttir. i uppskriftabæklingi nr. 47 er m.a. þcssi uppskrift: Fasteignir þurfa að hækka um IV2— 2% á viku til að halda í við verðbólguna — rætt við Elías Gíslason og Stefán Ingólfsson hjá Fasteignamati ríkisins ■ Kaup og sala íbúða er það sem daglega gerist og þar er farið mcð mikla fjármuni. Það er því mikið í húfi fyrir bæði kaupanda og seljanda að rétt ogvel sé á málum haldið. En crum við nógu fróð um þessi mál ef við lendum í því að kaupa eða selja fasteign? Eg hitti að máli þá Elías Gíslason viðskiptafræðing og Stefán Ingólfsson, verkfræðing, sem starfa hjá Fasteignamati ríkisins og fékk hjá þeim ýmsar upplýsingar varðandi fast- eignakaup og sölu. ..Getur almenningur leitað til ykkar um núvirðisútreikninga á t.d. kauptil- boðum? „Við erum ekki í stakk búnir ennþá til að geta veitt þá þjónustu í stórum stíl en það stendur til og hugsanlega á þessu ári. En það er mikið um að fólk leiti til okkar um ýmsar upplýsingar varðandi kaup og sölu og við höfum reynt að leysa úr spurningum þeirra sem hingað hafa leitað. Við erum með staðgóðar upplýsingar um fasteigna- markaðinn og gerum spár fram í tímann." „Teljið þið hagstætt fyrir fólk að láta gera núvirðisútreikninga á kauptilboð- um?“ „Já. við crum hlynntir núvirðingu og teljum að það sc það sem koma skal. Núvirðing er orðin nauðsyn í dag og sérstaklega ef verðtryggð lán hvíla á íbúðunum. Verðtryggingar hafa líka aukist í fasteignaviðskiptum vegna þcss að flestar skuldir sem kaupandi yfirtekur eru vcrðtryggðar. t.d. hús- næðismálastjórnarlán, lífeyrissjóðslán og skammtímalán. Ef fólk yfirtekur slík lán, þarf að reikna út í núvirði. En þcir aðilar sem í dag rcikna út í núvirði eru með nokkuð frjálst val um hvaða ávöxtunarkröfur þeir gera við núvirð- ingu og þá er miðað við hinn frjálsa verðbréfamarkað. Það erum við ekki alveg sáttir við. „Hvaða áhrif hefur það á verð fasteignar, ef hún er seld með verð- tryggðum eftirstöðvum?" „Ef fasteign er seld með vcrtryggð- um eftirstöðvum lækkar heildarverð, en það er núvirðið, sem segir til um, hve hagstætt verðtilboð er. Helsti gall- inn við núvirðisreikninga er sá að þeir eru nokkuð flóknir og fólk á erfitt með skilja þá. En þeir sem kaupa á vcrötryggðum kjörum ciga að ganga eftir því að fasteignasalinn útskýri fyrir þeim forsendur núvirðingarinnar. Þeim mun hærra, sem núvirðið er, þeim mun hagstæðara er kauptilboðið fyrir seljandann, en óhagstæðara fyrir kaupandann. Menn. sem nú eru að selja íbúð og kaupa aðra, þurfa ekki að hugsa um núvirðiö á útborgun, ef að hún gengur beint í aðra íbúð. Þá er útborgun raunverulega verðtryggð, ef að greiðslur falla saman. Það er aftur erfiðara fyrir húsbyggjandann, ef hann þarf að hafa útborgun í fyrri íbúð óverðtryggða í allt að eitt ár. „Er stutt síðan farið var að gera núvirðisútreikninga?" „Já. það eru ekki nema um þrjú ár síðan. Áður höfðu margir farið flatt á því að verðtryggð lán voru ekki upp- reiknuð í sambandi við íbúðasölu." „Viljið þið nefna dæmi um áhrif verðtryggingar við íbúðasölu?" „Við getum tekið dæmi um tvær íbúðir. Segjum að hvor íbúð sé seld á I millj. kr. Önnur íbúðin er ekki með neinu láni áhvílandi og hún er seld á venjulegum kjörurn, 75% útborgun og eftirstöðvar eru til 4 ára með 20% vöxtum. Hin íbúðin er með vertryggðum lánum áhvílandi og útborgun er 75%. Afgangurinn, verðtryggðu lánin, eru til 10 ára með 3% vöxtum. Þá er núvirði íbúðarinnar með verðtryggðu lánununt hærra og þessi kaup því gjörólík. Munurinn á raunverðinu í þessum tveimur tilfellum er 100 þús. íbúðin með engu láni áhvílandi þyrfti því að vera með 100 þús. kr. hærra kaupverði en hin til að sambærilegt verð fáist fyrir hana. Menn þurfa sérstaklega að gæta sín á verðtryggðum lánum. sem þeir yfir- taka. Eftir því sem við best vitum eru yfirtekin verðtryggð lán t.d. bankalán fyrst framreiknuð við þær núvirðingar- aðferðir, sem notaðar eru nú og síðan eru reiknuð ákveðin afföll af þeim. Þctta finnst okkur frekar varhuga- vert. því bréfin, sem í þessum við- skiptum verða aldrei seld, þ.e.a.s. þau eru í hendi þriðja aðila, og aðilinn, sem selur þau á þau ekki. Ef þcssi aðferð er notuð getur seljandi stór- grætt með því að setja verðtryggt lán á íbúðina rétt áður en hún er seld og láta u'ðan kaupanda yfirtaka það uppreikn- að með afföllum. Áður fyrr. meðan öll lán voru óverð- tryggð urðu menn að vera vissir um að ■ Elías Gíslason ásamt Sverri Júl- iussyni hafa hannað kaupsamninga og fást þeir hjá Fasteignamati ríkisins. Þessir kaupsamningar eru inun greinar betri en þeir, er áður hafa verið í notkun, þar eð á þessum er gert ráð fyrir mjög nákvæmri sundurliðun áhvílandi veðskulda, sem kaupandi yfirtekur. geta borgað útborgun og greiðslur á fyrsta ári, þar á eftir, en nú þurfa menn að reikna lengra fram í tímann." „Er óhagstætt að standa í húsbygg- ingum í dag?" „Það er nú fremur óhagstætt, þar sem fasteignaverð hækkar minna en byggingakostnaður. húsbyggjendur verða því að spá í núvirði þeirra eigna, sem þeir ef til vill eru að selja til að fjármagna bygginguna. „Hvað hefur lánskjaravísitalan hækkað í maí-júní?" „Lánskjaravísitalan hefur hækkað um 8,25% í maí-júní og síðan í desember hefur hún hækkað um 39%. Verðbólguhraðinn í júní er sá mesti, sem verið hefur undanfarið. Kaup- skerðingaráhrifin eru ekki farin að hafa áhrif ennþá, en talið er að þau byrji að hafa áhrif í október. Fastéignir þurfa nú að hækka á hverri viku um 11/2-2% til þess að halda í við verðbólguna eins og hún er í dag." AKB H Félag matvörukaup- manna hefur tekið upp þá nýbreytni að veita þeim fyrirtækjum sérstaka viðurkenningu, sem að mati stjórnar félagsins skara fram úr, hvað varðar vöruvöndun og góða þjón- ustu við félagsmenn. Osta- og smjörsalan sf. er fyrsta fyrirtækið, sem hlýtur þessa viðurkenn- ingu. Afhending viður- kenningarskjalsins fór ■ Guðrún S. Möller og Ingveldur Steindórsdóttir sjá um afgreiðslu á hinum Ijúffengu islensku ostum, en af þeim munu vera rúmlega 50 tegundir. Auk þess fæst líka ítalskur Parmesan ostur í Osta- og smjörsölunni. Osta- og sm jörsalan fær viðurkenningu fram í gær, en formlega hafði verið tilkynnt um þessa viðurkenningu á 25 ára afmæli Osta- og smjörsölunnar, sem var í febrúar s.l. Stjórn Félags matvörukaupmanna lítur svo á, að þetta sc um leið hvatning til annarra framleiðertda, sem og hönn- uða umbúða og dreifingaraöila um að oft er hægt að gera betur. Ostavenjur fólks hafa breyst „Ostavenjur fólks hafa breyst mikið á síðustu árum" sagði Guðrún S. Möller hjá Osta- og smjörsölunni, er ég kom þar við nú í vikunni. „Fólk kaupir meira ■ Sunnlenskir bændur í kynnisferö í Osta- og smjörsölunni s.l. þriðjudag. Tímamynd. AKB en áður sterka osta og veisluosta, t.d. Camenbert, gráðost óg yrju, Port Salut og rjómaosta. Nú seljum við líka gamlan brauðost, sem er mun bragðmeiri en venjulegi brauðosturinn, sem er yfirleitt 2-3 mán- aða, þegar hann er seldur. En gamli brauðosturinn er orðinn meira en árs- gamall. Fólki líkar mjög vel að fá þennan bragðmikla brauðost. En það er svolítið skrýtið þegar fólk er að biðja um bragðsterkan ost og spýr svo, hvort hann sé ekki nýr. Þessi sterki brauðostur er mjög sambærilegur við Gouda 26%, sterkan, scm er seldur um 9-12 mánaða gamall." -Hvaðan kemur brauðosturinn? „Brauðosturinn kemur frá mjólkur- búinu á Hvammstanga, en Gouda ost- arnir koma frá mjólkurbúunt víðs vegar af landinu, sama gildir um 17% ostinn og 11% ostinn." Maribo-ávaxtabrauð 2 172 bolli hveiti, 1/2 bolli sykur, 2 tsk. lyftiduft, 1 tsk. salt, 1/2 tsk. kanill, 1/4 bolli matarolía. 2 egg. 3/4 bolli mjúlk, 11/2 bolli afhýdd smátt söxuð epli, 3/4 bolli saxaðar hnetur, 2 bollar (200 g) rifinn Maribo-ostur Hitið ofninn í 175 gráður C. Blandið saman hveiti, sykri, lyftidufti, salti og kanil. Bætiö olíu, eggjum og mjólk t, hrærið vel. Blandið eplum, hnctum og osti saman við. Setjið deigið í smurt formkökumót. Bakað í 1 klst. og 15 mín. Látið bíða í 5 mín. áður en það er tekið úr mótinu og látið það kólna á bökunargrind.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.