Tíminn - 23.06.1983, Síða 20

Tíminn - 23.06.1983, Síða 20
Opiö virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD” Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 T* 4^ abriel HÖGGDEYFAR Q^Vcircihlutir sími365io. Hamarshöfða 1 ■ „Það var indverski sendi- herrann í Noregi, sem hafði samband við Indlandsvinafélag- ið hér á Islandi, sem Þóra Einars- dóttir er formaður fyrir, og fór frain á það að fá skáldsögu eftir mig sem nefnist Gúrú Góvinda þýdda á ensku með það fyrir augum að þýða hana af ensku á hindí. Bókin var svo þýdd á ensku og nú á dögunuin fékk ég stutt bréf frá Indiru Gandhi, forsxtisráðherra Indlands, þar sem látið er í Ijós þakklæti, ckki til niín persónulega, heldur ís- lensku þjóðarinnar fyrir framlag hennar til menningar í heimin- um,“ sagði Gunnar Dal, rithöf- undur og heimspekingur, þegar Tíminn ræddi við hann í gær. Gunnar Dal hefur skrifað á annan tug bóka um indverska heimspeki auk annarra heim- spekirita og hann var við nám við háskólann í Calcútta á árun- um 1950-1952. Skáldsagan Gúrú Góvinda fjallar að sögn Gunnars, um leit mannsins að hinu algera og endanlega frelsi, sem er auðvitað bæði indverskt og alþjóðlegt hugtak. Talsmaður Góvinda í sögunni, sem er um leið talsmaður austurlandaheim- Björgunar- þyrla frá Varnarlidinu: Nauð- lenti á túni í Garði ■ Björgunarþyrla frá varnar- liðinu nauðlenti í gær á túni rétt fyrir utan Garð í Gerðahreppi. Engan sakaði við þetta óhapp og eftir viðgerð flaug þyrlan aftur í burtu. Að sögn Mik Magnússonar blaðafulltrúa var þyrlan á æf- ingaflugi um 10.30 í gærmorgun þegar ljós kviknaði í mælaborði sem gaf til kynna bilun í gírbún- aði fyrir afturmótor. Flugstjór- inn lenti þyrlunni því samstundis og tókst lendingin án allra • óhappa. Sentvar eftir viðgerðar- mönnum sem tókst að finna bilunina og þyrlan gat flogið aftur af stað um hádegisbilið. - GSH Gunnar Dal með bréflð frá Indiru Gandhi. Á innfelldu myndinni í hominu sést embættisinnsigli indverska forsætisráðherrans. Indverjar láta þýða verk eftir Gunnar Dal: FÉKK PERSÓNULEGT ÞAKKAR- BRÉF FRÁ INDÍRU GANDHI! spekinnar er reyndar látinn hafa rangt fyrir sér í öllum grundvall- aratriðum í lokin. Þannig er alls ekki hægt að segja að bókin sé skrifuð til að halda fram austur- landaheimspeki, kannske öllu frekar velt fyrir sér hvers vegna kristindómur er virkari og eðli- legri, heldur en indversk dul- hyggja. En málið er ekki svo einfalt, það sem menn virðast ekki alltaf gera sér grein fyrir er. að indversk hugsun hefur runnið saman við alla heimsmenningu löngu fyrir Krist. Það er um að ræða þessar þrjár uppsprettur, fornmenningu Grikkja og He- brea og svo indverska heimspek- in og þessir þrír straumar hafa runnið saman og myndað heims- menningu fyrir svo löngu síðan að það er erfitt að greina hvað er hvað. Gandhi, sem nú er mikið á dagskrá er oft álitinn hljóta að hafa stjórnast af indverskri heim- Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaöur: Orðinn starfsmaður Framkvæmdastofnunar speki, en það eru aðallega tveir áhrifavaldar í hans hugsun, ann- ar er Rússinn Tolstoy og hinn er Bandaríkjamaðurinn Thorean, sem skrifaði Walden, en svo má aftur á móti halda því fram að þessir tveir menn séu mótaðir af austurlenskri heimspeki. Hug- myndirnar hafa engin landamæri eins og við vitum, það er alveg merkingarlaust að vera að tala um þýska hugsun, eða franska hugsun, hugmyndirnar fara víða. Það var gaman að fá þetta bréf frá þessari frægu og merku konu, og þetta er kompliment fyrir íslensku þjóðina fyrir hennar framlag til bókmennta og menningar, þar hafa nú raunar flestir lagt meira áð mörkum en ég, það eru til íslendingar sem flestir læsir menn í mörgum löndum hafa lesið, eins og Lax- ness og Nonni. Mínar bækur fjalla nú um þannig efni að það er varla við því að búast að þær nái til stórs lesendahóps. - JGK ■ Sighvatur Björgvinsson, fyrrvcrandi alþingismaður, hcfur í dag störf hjá Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Hann var skipaður í starfið af Sverri Herniannssyni, iðnaðarráð- herra, áður en Sverrir fluttist úr embætti framkvæmdastjóra stofuunarinnar í iðnaðarráðu- neytið. „Þetta starf er nú ekki til langframa og ég byrja ekki fyrr en á morgun svo að það-er ekki tímubært að tala um það,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, þegar hann var spurður í gær í hverju nýja starfið fælist - Nú hefur þú lýst þig mót- mæltan stofnuninni? „Ég hef flutt frumvarp um breytingu á stjórn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. Ég hef ekki, hvorki sem þingmað- ur eða alþýðuflokksmaður, búist við því að þau verkefni sem unnin eru í stofnuninni verði ckki unnin. Við viljum aðeins hafa fyrirkomulagið með öðrum hætti. Ég veit held- ur ekki annað en að það sem þarna fer fram sé heiðarlegt og þarft. Við gerðum aðeins ráð fyrir að viðfangsefnin, eða hluti þeirra, yrðu unnin annars staðar,“ sagði Sighvatur Björg- vinsson. - Sjó. , dropar Sighvatur til Byggðadeildar ■ Eins og fram kemur hér að ofan, þá varð það eitt af síðustu verkefnum Sverris Hermanns- sonar, í embætti forstjóra Framkvæmdastofnunar ríkis- ins, að ráða Sighvat Björgvins- son, fyrrverandi alþingismann, til starfa við stofnunina. Sighvatur hefur ekki viljað láta uppi hvaða verkefni það eru sem honum verða falin, en heimildir Dropa segja að starfssvið hans komi til með að verða í Byggðadeild stofnunar- innar, við verkefni sem ekki hefðu verið unnin ef Sighvatur hefði ekki veríð á lausu, sem einhverjir myndu útleggja á þann veg að búið hefði verið til starf fyrir hann. Gaman að vita þyngdina... ■ Það bar til tíðinda á Hellis- heiði í gærmorgun, að lang- ferðabifreið sem innihélt nokkra blaðamcnn og forkólfa úr Ferðafélagi íslands og var á . leið inn í Þórsmörk, var stöðv- uð af mönnum frá Vegagerð- inni og ábúðarfullum lögreglu- þjóni. Vissu menn ekki hvaðan á sig stóð veðrið, þegar að- komumennirnir gáfu þá skýr- ingu eina að þeir hefðu stöðvað bifrciðina til að fá að vikta hana. Létu þeir ekki sitja við orðin tóm, heldur tróðu mælinga- tækjum sínum undir hvern hjólbarða langferðabifreiðar- innar. Þegar mælingunni var lokið bjuggu aðkomumenn sig til brottfarar, án þess að láta nokkuð uppi um niðurstöður mælingarinnar, né hverju þetta allt sætti. Var þá gengið á þá af hálfu bifreiðastjóra langferða- bifreiðarinnar, og fékkst að- eins það svar, að þeim hcfði þótt gaman að vita hvað bif- reiðin var þung. Skák og Mát ■ Byggingafyrirtækið Mát hcfur skorað á Tímaritið Skák í skákkeppni á 7 borðum og mun keppnin verða haldin á útitaflinu við Lækjargötu ein- hvern góðviðrisdag á næst- unni. Starfsmenn fyrirtækj- mm 'anna svo og vinir og ættingjar þeirra munu þar etja saman hrókum sínum. í skákheimin- um bíða menn spenntir eftir úrslitunum. Mátar Mát Skák eða Skák Mát. Krummi ...sér að afstaða manna til Framkvæmdastofnunar ræðst af því hvort-þeir sitja á þingi eða ekki. ífS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.