Tíminn - 06.09.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.09.1983, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983 10 Wimm 11 Umsjón: Samúel Örn Erlingsson ■ Markalaust jafntefli varð niðurstaða viöureignar Þórs frá Akureyri ug Vík- ings Reykjavík á Laugardalsvellinum á laugardag. Var helst sem liðin sættu sig við þessa útkomu. Stigin komu sér vel fyrir bæði lið, hvorugt í bráðri fallhættu, en þurftu stigin öryggisins vegna. Leikurinn var rislágur knattspyrnulega séð, en Víkingar áttu þó í vök að verjast fyrir allfrískum norðanmönnum, sem léku nú sinn skásta útilcik í nokkurn tíma. Leífturssókn ■ Það er sannkölluð Leifturssókn í úr- slitakeppni 4. dcildarinnar í knatt- spyrnu. Um helgina voru tveir leikir, Stjarnan og Víkverji skildu jöfn 0-0 í A-riðli, og Leiftur vann Hvöt í B-riðli 7-0. Leiftur frá Ólafsfirði hefur því 6 stig í B-riðli, og Stjarnan og Víkverji 4 hvort í A-riðli. Lciftur mun berjast við Leikni frá Fáskrúðsfirði um 3. deildar sætið í B-riðlinum, Hvatarmenn eru alveg úr leik, en enn geta allir sigrað í A-riðli, þó Haukar hafi ekkert stig. - SÖE Sigurður og Ingi Björn eru markahæstir ■ Nú berjast helst um markakóngstitilinn í fyrstu deild íslandsmótsins í knattspyrnu þeir Sigurður Grétarsson Breiðuhliki, og Ingi Björn Alhcrtsson Val. Sigurður skoraði tvö mörk á föstudag fyrir Breiðablik gegn Þrótti, og komst þar með í 11 mörk fram fyrir lnga Björn sem hefur verkið markahæstur leik- manna lengst af í sumar. Ingi bætti úr daginn eftir, á laugardag, skoruöi gegn ÍBÍ, og nú hafa þeir kappar báðir skorað 11 mörk. Ingi Björn á meiri möguleika á titlinum og gullskó Adidas sem keppt er nú um í fyrsta skipti, því Valsmenn eiga eftir tvo leiki, en Breiðablik einungis einn. Sjá hér neðar. -SÖE Þessir leikir eru eftir á íslandsmótinu: ■ Nú eru 1. dcildin í knattspyrnu komin á lokastig, og fáir leikir eftir. Um það bil ein umferð eftir, og svo frestaðir leikir. í 1. dcild eru þessir leikir cftir: Þróttur-Akranes Keflavík-ísafjörður Valur-Víkingur Þór-Breiðablik Vestmannaeyjar-KR og frestaðir leikir: Valur-Vestmannaeyjar V est mannacyjar-Brciðablik Ovett náði heimsmetinu ■ Steve Ovett frá Bretlandi, 1500 metra hlauparinn snjalli frá Brctlandi, endiirheimti heimsmet sitt i 1500 metra hlaupi um helgina. Hann liljóp 3:30,77 mín á nióti á Ítalíu á sunnudag, og þar incð féll nýsett heimsmct Bandaríkjamannsins Sydney Maree, það var 3:31,24 niín og var sett fyrir viku, þá féll þriggja ára heimsmet Ovetts. - SÖE Eria skoraði 7! - þegar Breiðablik vann Víði 10-0 ■ Erla Rafnsdóttir Breiðabliki var svo sann- arlega á skotskónum á sunnudagínn þegar Breiðablik lék gegn Víði í 1. deild kvenna í knattspyrnu. grla skoraði 7 at' 10 mörkum Breiðabliks, og mörg hver mjög gkesilega. Leikurinn var einstefna allan tímann, þó Víðisstúlkurnar léku ágætlega í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var3-0. Ásta B. Gunnlaugs- dóttir opnaði markareikning Breiðabliks, en síðan skoraði Erla 5 mörk í röð. Sigríður Tryggvadóttirog Ásta B.skoruðu þá sín hvort markið, og Erla bætti að lokum tveimur við. Erla skoraði tvö mörk með fallegum skotum frá vítateig, og tvö eftir fallegan samleik við Bryndísi og Ástu B. Hin voru einstaklings- framtak Erlu, sem var í þrumustuði. - Auk markanna tíu brenndu Breiðabliksstelpurnar af tveimurvítaspyrnum, Bryndís Einarsdóttir og Erla Rafns hittu ekki markið. Bryndís átti auk þessa skot í stöng, og Erla skot í slá og þrumuskalla rétt yfir. - Sigurinn hefði því getað orðið stærri. Staðan í 1. deild kvenna er nú þcssi: Breiðablik........ 9 8 0 1 26-6 16 KR ............... 8 5 2 1 19-4 12 Akranes........... 9 4 2 3 24-9 10 Valur............. 8 4 2 2 15-5 10 Víkingur.......... 9 2 0 7 5-18 4 Víðir............. 9 0 0 9 4-51 0 Markahæstar eru: Laufe' Sigurðardóttir ÍA ..... 13 Erla Ralnsdóttir UBK ......... 10 Guðrún Sæmundsdóttir Val ....... 8 Ásta B. Gunnlaugsdóttir UBK .... 6 Bryndís Einarsdóttir UBK....... 6 Kolbrún Jöhannsdóttir KR ...... 6 - SÖE SÆTTUSK VIB JAFNKFUfi.. Víkingur og Þór ekkert mark Liðin sóttu á víxl til að byrja með. Lleimir Karlsson skaut yfir og tveir Þórsarar komust einir inn fyrir, Ög- mundur varði þar, og Guðjón Guð- mundsson og Helgi Bentsson komust báðir í tæri við markið eftir þetta, en ekkert varð úr. Fjörug byrjun og lofaði góðu, en það var allt og sumt. Leikurinn varð smám saman barátta á miðjunni, og lítið um færi. Lcið svo fyrri hálfleikur. í síðari hálfleik var hið sama uppi á teningnum. Miðjuþóf, og bæði liðin virtust helst hafa sætt sig við orðinn hlut, það er að halda, en ná ckki að skora. Þó voru norðanmenn frískari, og voru Víkingarnir eins og ráðalausir á stundum, og furðulegt að sjá menn skjóta boltanum útaf, af því þeir vissu eiginlega ekki hvað þeir áttu við bóltann að gera, eins og fyrir kom. Leikurinn varð aldrei neitt stórræði, eins og líklega er komið fram. Ögmund- ur Kristinsson markvörður Víkings var sá leikmaður sem reis upp úr meðal- mennskunni og varði oft vel. Aðrir voru ekki mjög minnisverðir eftir á. Kjartan Ólafsson dæmdi leikinn, og hefur átt betri daga. Áhorfendur liðlega fjögur- hundruð. -SÖE. Dæmigerð mynd fyrir viðureign Víkinga og Þórsara á laugardag. Boltinn víðs fjarri, en hart barist samt. Ekkert mark var skorað í leiknum. Tímamynd Róbert SKAGAMENN NAOU HLSKILDU STIGI og eru íslandsmeistarar í knattspyrnu - gerðu jafntefli við ÍBV 1-1 Frá Andrési Olafssyni tíðindamanni á Akranesi: ■ Skagamenn tryggðu sér á laugardag- inn íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu, er þeir gerðu jafntefli við Eyjamenn á grasvellinum á Akranesi. Leikurinn var markaiaus þar til rétt í lokin, þá skoruðu Skagamenn gott mark við mikinn fögnuð metfjölda áhorfenda, Islandsmeistara- titilinn virtist í höfn. Það var hann, að vísu jöfnuðú Eyjamenn undir lokin en eitt stig var alltaf öruggt. Nú hafa Skagamcnn 23 stig, og ekkert lið getur náð þeim að stigum, og einn leikur eftir. Skagamenn byrjuðu leikinn af krafti, og sóttu mun meira í fyrri hálfleik, án þess þó að skora. Oft skall þó hurð nærri hælum. Aukaspyrna var dæmd á Aðal- stein Eyjamarkvörð á markteig á 4. mínútu, og firnafast skot Árna Sveins- sonar, eftir að boltanum hafði verið rennt út til hans, small í varnarveggnum. Fimm mínútum síðar komust Eyjamenn í eina af sínu mjög hættulegu skyndi- sóknum, og Jón Áskelsson náði að bjarga frá Ómari Jóhannssyni á síðustu stundu. Leikurinn varð síðan baratta mikil án færa, uns Sigurður Jónsson átti eina snilldarsendingu á Hörð Jóhannesson sem skaut á markið, en Aðalsteinn varði. Aðalsteinnhélt þóekkiboltanum, og Árni Sveinsson fékk hann fyrir opnu marki. Á einhvern óskiljanlegan hátt. skaut Árni framhjá. - Undir lok hálf- leiksins átti svo Sigurður Jónsson Itörku- skalla rétt framhjá Eyjamarkinu eftir góða fyrirgjöf GuðbjarnarTryggvasonar. I'síðari hálfleik jafnaðist leikurinn, og nú áttu Eyjamenn fullt eins í leiknum. Tómas Pálsson skapaði stórhættu við Skagamarkið á 56. mínútu, stal þá snyrtilega boltanum af Skagamanni, lék á annan, komst einn gegn Bjarna mark- verði, lék á hann en var þá í mjög þröngri stöðu við cndalínuna. Tómas reyndi að skrúfa boltann í inarkið, og hefði eflaust tekist það, ef Guðjón Þórðarson bakvörður hefði ckki verið mættur á marklínuna og skallað frá. Skagamenn sóttu skömmu síðar, og þá skaut Sigþór viðstöðulaust í hliðar- netið eftir fyrirgjöf Árna Svcins. Svein- björn Hákonarson skallaði rétt framhjá eftir hornspyrnu Sigurðar Jónssonar á 65. mínútu, og aftur var hætta eftir hornspyrnu Sigurðar fimm mínútum fyr- ir leikslok. Þá skoruðu Skagamenn, Guðbjörn nikkaði boltanum aftur fyrir sig við nærstöngina, beint í netið, og áðurnefndur fögnuður skall á. Allt útlit var fyrir að Skagamenn ætluðu að taka titilinn með trompi, cn tveimur mínútum fyrir leikslok jöfnuðu Eyjamenn. Ágúst Einarsson braust þá upp kantinn, gaf út á vítateiginn frá endalínunni, cn þar kom stórskyttan Ómar Jóhannsson á fullri ferð og skoraði með miklum tilþrifum. - Stórglæsilegt mark a la Ömar, og helst virtist sem boltinn mundi rífa netmöskvana. Leikurinn var í heild ágætur, og áttu Skagamenn meira í honum. Úrslitin þó ekki ósanngjörn. Guðbjörn Tryggvason, Sigurður Halldórsson, Jón Áskelsson og Guðjón Þórðarson léku allir mjög vel fyrir Skagamenn cn Ómar Jóhannsson var langbestur Eyjamanna. Þá voru Aðalsteinn markvörður og Valþór Sig- þórsson góðir. Þóroddur Hjaltalín dóm- ari dæmdi þokkalega. aó/SÖE zg. aaa-t&i.. VALSMENN UFA ENN f VONINNI eiga nú raunhæfa möguleika á ad halda 1. deildarsætinu eftir 3-1 sigur á ísafirði ■ Valsmenn stigu mikilvægt skref á laugardag í baráttu fyrstu deildarinnar í fótbolta. Sigruðu þeir þá ísfirðinga 3-1 á Isafirði, og var sá sigur sannfærandi, enda Isafjarðarliðið dauft í leiknum, þrátt fyrir að hafa fengið óskabyrjun. Isfirð- ingar skoruðu í byrjun leiksins, Vals- menn jöfnuðu í byrjun síðari hálfleiks, og bættu svo tvcimur mörkum við þegar á leið. ísftrðingar skoruðu úr sinni fyrstu sókn í leiknum. Dæmd var aukaspyrna rétt utan vítateigs á Val, ogJón Oddsson skoraði upp úr henni, eftir að boltanum hafði verið ýtt til hliöar. Brynjar Vals- markvörður hélt ekki skoti Jóns, og rúllaði boltinn yfir markalínuna. - Eft- ir þetta var leikurinn einstefna að marki ísfirðinga. ísfirðingar fengu ekki fleiri færi í fyrri hálfleik, en Valsmenn voru aðgangsharðir fram á við. Ingi Björn Albertsson komst í gott færi um miðjan hálfleikinn, cn Hreiðar Sigtryggsson markvörður ísfirðinga náði að verja á ótrúlegan hátt, og svo gekk til hálfleiks, yfir marklínuna vildi boltinn ekki. Vart var liðin meira en mínúta af síðari hálfleik, þegar Guðmundur Þor- björnsson hafði jafnað fyrir Val. Ingi Björn prjónaði sig skemmtilega upp kantinn, og gaf vel út þegar hann var kominn upp að endalínu. Þar kom Guðmundur aðvífandi og skoraði með góðu skoti, 1-1. ísfirðingar áttu tvær skyndisóknir cftir þetta, en án árangurs. Guðmundur Jó- hannsson hinn hávaxni átti skalla að marki Valsmanna og úr varð þvaga . Þá komst Jón Oddsson á skrið, en Guðni Bergsson, sá ungi ogefnilegi Valsmaður stöðvaði hann. Ingi björn Albertsson skoraði síðan annað mark Valsmanna á 70. mínútu. Ingi Björn fékk boltann á miðjum vallarhelminigi ísfirðinga, og eftir að hafa lent í návígi við eina tvo varnar- menn og leika á einn, komst hann í færi og skoraði með góðu skoti, 2-1. Rétt fyrir leikslok innsiglaði Njáll Eiðsson sigur Valsmanna með góðu marki, en Njáll kom inn á sem varamaður þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum. - ísfirð- ingar vöknuðu aðeins í lokin þegar Bjarni Jóhannsson hafði verið settur inn á, og áttu þeir gott færi rétt fyrir leikslok. Ámundi Sigmundsson skallaði þá rétt framhjá. Leikurinn var leikur Valsmanna. ís- firðingar daufir, og enginn stóð upp úr. Valur Valsson stóð upp úr liði Vals- manna, frískur og skapaði oft mikla hættu. Þá var Hilmar Sighvatsson sterkur, og Ingi Björn ógnandi. B-SÖE Fram og KA líklega upp úr 2. deild: 1. DEILD ■ ■ Heima Úti Samtals Leikir Unnið Jafnt Tapað Mörk Stig Leikir Unnið Jafnt Tapað Mörk Stig L U J T M St. Akranes 9 6 2 1 20-6 14 8 4 1 3 9-6 9 17 10 3 4 29-12 23 K.R. 9 3 5 1 9-7 11 8 2 4 2 9-12 8 17 5 9 3 18-19 19 Þór 8 3 4 1 13-6 10 9 2 3 4 7-12 7 17 5 7 5 20-18 17 Víkinqur 9 2 5 2 10-8 9 8 2 4 2 9-10 8 17 4 9 4 19-18 17 Þróttur 8 4 3 1 15-11 11 9 2 2 5 9-20 6 17 6 5 6 24-31 17 Breiðablik 9 4 3 2 12-8 11 7 1 3 3 7-9 5 ‘ 16 5 6 5 19-17 16 IBV 7 5 1 1 17-5 11 8 0 4 4 8-15 4 15 5 5 5 25-20 15 ÍBK 8 3 1 4 12-12 7 9 4 0 5 9-15 8 17 7 1 9 22-27 15 Valur 7 3 1 3 10-12 7 9 2 3 4 14-18 7 16 5 4 7 24-30 14 IBI 9 2 4 3 11-12 8 8 0 5 3 5-13 5 17 2 9 6 16-25 13 2. DEILD ■ ■ Heima Úti Samtals Leikir Unnið Jafnt Tapað Mörk Stig Leikir Unnið Jafnt Tapað Mörk Stig L u J T M St. KA 9 6 2 1 18-10 14 8 3 3 2 9-9 9 17 9 5 2 27-19 23 Fram 8 5 2 1 18-9 12 8 3 4 1 10-7 10 16 8 6 2 28-16 22 Víðir 9 5 3 1 7-3 13 8 2 4 2 7-8 7 17 7 6 3 14-11 20 FH 9 4 4 1 17-11 12 7 2 3 2 9-7 7 16 6 7 3 26-18 19 Njarðvík 8 4 2 2 9-4 10 9 3 1 5 8-13 7 17 7 3 7 17-17 17 Einherii 8 3 4 1 9-6 10 9 2 3 4 7-12 7 17 5 6 5 16-18 17 Völsunqur 9 2 3 4 5-6 7 8 4 0 4 10-10 8 17 6 3 8 15-16 15 KS 8 3 3 2 9-7 9 9 1 4 4 6-11 6 17 4 7 6 15-18 15 Fvlkir 8 2 2 4 5-9 6 9 1 2 6 9-15 2 17 3 4 10 14-24 10 Revnir 8 1 3 4 5-15 5 9 0 5 4 5-10 5 17 1 8 8 10-25 10 Corneliusson með þrennu! Samstarfið við Ásgeir frábært Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: ■ Sænski landsliðsmaöurinn Dan Corneliusson bjargaði VFB Stuttgart frá tniklum hrakförum með því að skora þrisvar með skalla í 4-2 sigri VFB á Bochum um helgina. Reyndar var Svíinn sá eini sem spilaði knattspyrnu á vellin- um, því hinir voru greinilega með hug- ann við eitthvaö annað en fótbolta. Gestirnir voru yfir í hálfleik 0-1 eftir ljót mistök Ásgeirs Sigurvinssonar. En Corneliusson skoraði á 50. mínútu eftir einstaklega fallega hornspyrnu frá Ás- geiri. Þó úthaldið sé ekki fullkomið og meiðsli hái honum enn, verður ekki af Ásgeiri tekið að h ann er einn af þremur bestu knattspyrnumönnum Bundeslíg- unnar, þegar að nákvæmum sendingum kemur. Bochum komst aftur yfir, en vara- maðurinn Múller jafnaði. Corneliusson KS ER ÖRUGGT MEB 2. DEILDAR SÆTIB ■ Siglfirðingar tryggðu sér áframhald- andi veru í annarri deildinni í knatt- spyrnu um helgina, þegar þeir sóttu sinn fyrsta útisigur í annarri deildinni á Húsavík. Siglfirðingar unnu þar 1-0, en hafa nú 15 stig eins og Völsungar sem ekki hafa hlotiö nema þrjú stig í síðari umferð deildarinnar. Fylkir og Reynir Sandgerði eru nú endanlega fallnir í 3. deild, og klárt að ekki fer nema annaö þeirra upp að ári, þar eð þau lenda í sama riðli. Allt bendir til að Fram og KA fari að nýju upp í 1. deild, en þau er efst og hafa góða stöðu. Hægt er að leika sér þannig með tölur að bæði FH og Víðir hafi möguleika, sem þau vissulega hafa, en ákaflega ótrúleg úrslit verða að koma til. Hafþór tryggði sætið Hafþór Kolbeinsson, hinn eldfljóti sóknarmaður Siglfirðinga skoraöi sigur- mark þeirra á Húsavík. Siglfirðingar komu til leiks sem grenjandi Ijón, og ákveðnir í að halda stiginu. Það gerðu þeir, þrátt fyrir mun meiri sókn Völs- unga. Siglfirðingar fengu óskabyrjun, þegar dæmd var réttlát vítaspyrna á Völsung eftir fjórar mínútur, en hinn annars knái framherji KS, Björn Ingi- marsson fór þar illa með gott færi, brenndi af. Völsungar sóttu stöðugt, án þess að ná að skora, en skyndisóknir KS með þá Björn og Hafþór í fararbroddi voru stórhættulegar. Úr einni slíkri skor- aði Hafþór, fjórum mínútum fyrir leiks- lok. Varnarmönnum Völsungs urðu þá á mistök, og allt í einu var Hafþór sloppinn með boltann innfyrir. „Það byrjaði vel keppnistímabilið hjá Völsungum, en í síðari umferðinni fór allt í baklás, og síðan hefur hvorki gengið né rekið hjá Húsvíkingum,“ sagði tíð- indamaður Tímans, Hafliði Jósteinsson. „En við reynum að gera betur næst, hér er mikill og góður efniviður að byggja á.“ - Leikurinn á Húsavík var frekar grófur, og gefin fjögur gul spjöld á KS-liðið. Jafnt á Krikanum „Lið okkar var baráttulaust, og virtist helst að leikmennirnir hefðu lítinn áhuga á að komast í fyrstu deild,“ sagði Helgi Gunnarsson í FH eftir að jafntefli FH og fallliðsins Reynis frá Sandgerði var orðin staðreynd. Lokatölur urðu 1-1 Leikurinn var dapur. FH-ingar náðu að komast yfir 1-0, Jón Erling Ragnars- son skoraði þá eftir góða fyrirgjöf besta manns vallarins, Pálma Jónssonar. Eftir þetta varð leikurinn þófkenndur, fremur leiðinlegur á að horfa. FH-ingar sóttu þó á köflum, en Reynismenn vörðust vel. Helst til mikið kapp var í mönnum, og má vera að það hafi skemmt fyrir FH-ingum, að helst átti að skora tvö mörk úr hverri sókn. - í lokin náðu Reynismenn að jafna leikinn, Júlíus Jónsson skoraði gott mark tíu mínútum fyrir leikslok. Víðirvann áseiglunni Fylkismenn komust í forystu eins og reyndar í fyrri leiknum við Víði í sumar, en ekki dugði það til stórátaka. Rcyndar skipti ekki máli hvernig leikurinn fór fyrir Fylki þegar upp var staðið, þar eð KS vann Völsung, en góður sprettur Fylkismanna í lok þessa íslandsmóts náði fram í síðari hálfleik í Garðinum. - Fylkir sótti án afláts í fyrri hálfleik. Guðmundur Baldursson kom þeim í 1-0 á 15. mínútu, og Víðismenn áttu aðeins eitt færi í fyrri hálfleik, sem Ólafur Magnússon markvörður Fylkis varði vel. I síðari hálfleik pressuðu Fylkismenn enn stífar, og gættu ekki að sér í vörninni. Þannig komust Víðsimenn í skyndisókn fimmtán mínútum fyrir leikslok og Guðmundur Knútsson, sá gamli markarefur, skoraði. Fimm mínút- um fyrir leikslok skoruðu svo V íðismenn sigurmark þegar Fylkir hafði lagt allt kapp á að skora sigurmark. Víðismenn léku vel í leiknum, voru frískir og börðust vel, en engu að síður voru þeir óhemju heppnir. „Það var engin spurning, við urðum að vinna til að eiga möguleika, þó það reyndar hafi ekki skipt máli þegar upp var staðið, úr því Siglfirðingarnir unnu,“ sagði þjálfari Fylkis, Axel Axelsson eftir leikinn. „Það verður að bíta í þetta súra epli, og nú verðum við bara að einbeita okkur að því að halda hópnum saman, sterkum.“ - SÖE skoraði 3-2, aftur eftir frábæra horn- spyrnu frá Ásgeiri, og fjórum mínútum fyrir leikslok kom 4-2 frá þessum stór- hættulega Svía. Cornelíusson er nú loks búinn að finna sér íbúð í Stuttgart, og á föstudag- inn kom unnusta hans frá Svíþjóð. „Nú loksins get ég farið að spila fótbolta", sagði Svíinn við það tækifæri. - Ætli hann hafi ekki haft rétt fyrir sér. * "<-v ‘-N ^ \ ■ IIÉi. tíii igglll ■ Norræn samvinna gæti verið orðið yfir samvinnu þeirra Ásgcirs Sigurvinssonar og Dans Corneliussonar, en þeir ná mjög vel saman með Stuttgart. Ásgeir leitar Dan uppi með sínum frábærum sendingum, og Corneliusson er ekki í vandræðum með að búa til mörkin. ..—.......

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.