Tíminn - 14.09.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.09.1983, Blaðsíða 8
MttJVJKUBAGUR 14. SEPTEMBER »983 Útgefandí: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurisson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrífstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgrel&slustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarlulitrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Haligrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur j Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson.. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavfk. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Samkomulag um frekari samninga ■ Það bráðabirgðasamkomulag sem tekist hefur milli íslensku ríkisstjórnarinnar og Alusuisse er engin endanleg lausn á deilumálum þessara aðila en mikilvægur áfangi til að taka upp raunverulega samninga um hækkun raforkuverðs, skattaskil og önnur ágreiningsefni. Hér er sem sagt búið að ná samkomulagi um endurskoðun heildarsamninga. í þeim samningi sem gilt hefur til þessa eru engin uppsagnarákvæði en með þessu samkomulagi hefur Alusuisse viðurkennt þá kröfu íslendinga að heildarsamn- ingurinn verði endurskoðaður. ísinn er brotinn til frekari samningagerðar. Þótt ekki sé um neinn fullnaðarsigur að ræða er ástæða til að fagna þeim áfangaskiptum sem nú hefur verið náð. Knúð hefur verið fram veruleg hækkun á orkuverði til álhringsins, sem nú verður um 10 mills í stað 6.5. Þetta þýðirum 10 millj. kr. á mánuði til Landsvirkjunar. Ef sæmilega hefði verið að málum staðið hefði verið hægt að ná þessari hækkun fram þegar árið 1980, ef fyrrverandi iðnaðarráðherra hefði einbeitt sér að samningum um hækkun orkuverðs í stað þess að kýta við auðhringinn um skattamál og fleira, sem hefur mun minni þýðingu fyrir íslenska hagsmuni en hækkun á orkuverði. Vegna þessa er Landsvirkjun að minnsta kosti 350 millj. kr. fátækari, og mætti hækka þá upphæð mikið ef tekið er með í reikninginn að í kjölfar samkomulags af þessu tagi hefðu náðst samningar með mun hærra orkuverði. Alþýðubandalagsmenn með Hjörleif Guttormsson í broddi fylkingar hafa á alla lund reynt að gera þetta samkomulag tortryggilegt og talið það uppgjöf gagnvart auðhringnum. En hvað lagði fyrrverandi iðnaðarráðherra til þegar hann hafði ráðin í hendi sér? Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði í viðtali við Tímann í gær, að þetta samkomulag væri mjög eftir þeim línum sem Hjörleifur bauð, en allt strandaði á þeirri tilhneigingu hans að heimta skilyrðislausa uppgjöf af hálfu Alusuisse. Það sem fyrrum iðnaðarráðherra bauð upp á í des. sl. var að ágreiningurinn um skattamál færi í sérstakan gerðadóm, eins og nú hefur verið gert. Að raforkuverðið hækkaði strax upp í 10 mills, eins og nú hefur verið gert. Að teknir yrðu upp samningar um raforkuverð sem byggist á raforkuverði til álvera í Vestur-Evrópu og Ameríku, og er það gert í hinu nýgerða samkomulagi. Eini aðilinn sem grætt hefur á þeim töfum sem orðið hafa á hækkun orkuverðsins er svissneski auðhringurinn, sem keypt hefur orku í mörg ár á verði sem er allsendis óviðunandi fyrir íslendinga. Enda hafa samningamenn Alusuisse gengið á það lagið til þessa, að kljást við Hjörleif um flókin skattamál og framleiða ál með ódýrri íslenskri orku. Heildarsamningurinn verður nú endurskoðaður með tiliiti til fleiri atriða en orkuverðsins, s.s. skattala^ningin gerð einfaldari og erfiðara verði að koma við þeim brogðum sem alþjóðlegir auðhringar beita til að komast hjá eðlilegri skattlagningu. Rætt verður um stækkun álversins og að fleiri eignaraðilar komi þar til, en að sjálfsögðu kemur slíkt ekki til mála nema að íslendingar fái viðunandi verð fyrir orku sína. Einnig er athugandi hvort íslendingar sjái sér hag í að eignast hlut í fyrirtækinu. f fyrrgreindu viðtali sagði forsætisráðherra: „Ég tel allra mikilvægast í þessu samkomulagi, að það hefur fengist samkomu- lag um að taka upp þennan samning, sem ekki er með neinum endurskoðunarákvæðum. Það hefur reyndar fengist viðurkenning á því með bráðbirgðahækkun á raforku og með samkomulagi um að raforkuverð verði endurskoðað með tilliti til raforkuverðs í Evrópu og Norður-Ameríku, að raforkuverðið er orðið mjög á eftir tímanum. Ég tel þetta því vera mjög viðunandi, og harma það einungs að þetta hafi ekki verið gert fyrir þrem árum, þegar ágætur grundvöllur var til þess.“ Nú þegar verður hafist handa um endurskoðun á aðalsamningi og er þess að vænta að það dragist ekki um of úr hömlu að ná fram hagstæðum samningum. Ef það dregst um of á langinn, eða allt þar til tímabil bráðabirgðasamkomulagsins rennur út, kann svo að fara að íslendingar verði að grípa til sinna ráða til að rétta sinn hlut. En samningar og sanngirni eru deiluaðilum báðum fyrir bestu. -OÓ skrffað og skrafað ■ Alþýðubandalagsmenn eru afskaplega hneykslaðir á því samkomulagi sem nú hefur tekist um bráðabirgða- hækkun á raforku til ísal og að opnuð skuli leið til að gera nýja heildarsamninga. Þeir reyna að gera samkomulagið tortryggilegt á alla lund og telja það uppgjöf og þjóna fremur hagsmunum Alu- suisse en íslendinga. En hvað leggja þeir sjálfir til. Það er hægast að vitna í fréttatilkynningu frá Hjör- leifi Guttormssyni, sem hann sendi frá sér 22. des. s.l. en þá var hann að bjóða Sviss- lendingunum upp á samn- ingafund, sem halda átti nokkru síðar. Samkomulags- grundvöllurinn sem Hjör- , leifur bauð var birtur í heild í Þjóðviljanum og þaðan er þetta skrif tekið. Geta menn borið það saman vio það samkomulag er nú hefur ver- ið gert. Fréttatilkynning Hjörleifs: Alusuisse Zúrich 21. desember 1982 Ráðuneytið staðfestir mót- töku á telexskeyti yðar dag- sett 17. desember 1982. Ráðuneytið telur að síðustu skeytaskipti hafi ekki leitt til 2. Gerðardómurinn skal setja fram álit á því, hvernig túlka beri grein 27.03 í aðalsamningi varð- andi „viðskipti milli óskyldra aðila“ í tengslum við grein 2.03(c) í aðstoð- arsamningi - rekstur. 3. Gerðardómurinn skal setja fram álit um rétt ríkisstjórnarinnar til að leggja skatta á íslenska álfélagið afturvirkt vegna áranna á undan 1980. 4. Gerðardómurinn skal setja fram álit um skatta- lega meðferð afskrifta af gengistapi fsal og um af- skriftatíma fjárfestinga vegna mengunarvarna- búnaðar. 5. Gerðardómurinn skal setja fram álit um rétt ísal til að leggja til hliðar 20% af þeim tekjum sem ekki voru taldar fram, í skatt- frjálsan varasjóð með til- liti til ákvæða aðalsamn- ings þar að lútandi. 6. Gerðardómurinn skal setja fram álit um, hvernig túlka beri 27.03 gr. aðal- samnings um „eðlilegan fjárútvegunarkostnað og skuldagreiðsluáætlanir af hálfu fsals“ og áhrif niðurstöður hins alþjóðlega fyrirtækis óháðra endurskoð- enda Coopers & Lybrand, um skatttekjur fsal á grund- velli ofangreindrar málsmeð- ferðar. II. Áfangahækkun raforkuverðsins til Isal Alusuisse samþykkir byrj- unarhækkun á raforkuverð- inu til fsal frá núverandi verði 6,45 mill í 10 mill á kílóvatt- stund og gildi það frá 1. janúar 1983, svo og frekari áfangahækkun á 12,5 mill á 'kílóvattstund sem taka skal gildi 1. apríl 1983, ef ekki hefur verið lokið við endur- skoðun á rafmagnssamning- unum fyrir þann tíma. III. Tafarlaus byrjun á viðræðum um samningsbundin samskipti aðila varðandi: A. Endurskoðun rafmagns- samningsins með það fyrir augum að koma viðskiptun- um á grundvöll upphaflegra 1. Endurskoðun ákvæða er varða lausn deilumála (fs- lensk lögsaga). 2. Akvæði um endurskoðun samninga. 3. Óskertur aðgangur ríkis- stjórnarinnar að reikning- um og gögnum, er varða starfsemi fsal. 4. Völ á að eignast meiri- hlutaaðild í álbræðslunni. c) Atriði sem báðir aðilar hafa borið fram: 1. Ákvæði er varða fram- leiðslugjaldið. 2. Hagkvæmni þess að reisa rafskautaverksmiðj u. IV. Samningslok Aðilar einsetja sér að ná endanlegu samkomulagi um öll ofangreind atriði fyrir 31. mars 1983. Aðilar eru ásáttir um, að endurskoðaður raf- magnssamningur taki gildi 1. apríl 1983. Það er skoðun okkar, að ofangreindur samkomulags- grundvöllur feli í sér sann- gjarnan grundvöll að árang- ursríkum samningavið- ræðum, sem leiði til lykta ágreiningsefni milli aðila. Til frekari skýringa á þeim viðmiðunum, sem greindar rra aivcnnu i airaumsviK Deilan við Alusuisse: Hjörleifur býður aukins skilnings á því sem á milli aðila ber. Til þess að koma málum út úr núverandi sjálfheldu, setur ríkisstjórnin fram við Alusuisse eftirfar- andi tillögu, sem tekur mið af bréfi yðar dags. 10. nóvem- ber 1982, umræðu á fundum okkar sem átt hafa sér stað í framhaldi af því, svo og fram- lögðum skjölum, bréfum og skeytum. Um alla þætti til- lögu þessarar þarf að takast samkomulag samtímis. Samkomulags- grundvöllur I. Lausn deilumála er varða skatt- greiðslur Isal árin 1975-1981 A. 1. Innan tveggja vikna frá dagsetningu þessa sam- komulags munu ríkis- stjórnin og Alusuisse skipa gerðardóm þriggja sérfróðra íslenskra lög- fræðinga. Einn gerðar- dómsmanna skal skipaður af hvorum aðila og for- maður sameiginlega af báðum. Ef samkomulag um formann hefur ekki orðið innan samnings þessa skal Hæstiréttur ís- lands skipa formann. þess við mat á skatttekjum ísal. 7. Gerðardómurinn skal setja fram álit á, hvernig túlka beri skyldu Alus- uisse samkvæmt 21. gr. aðalsamningsins um að hlutafé ísal skuli aldrei fara niður fyrir 1/3 af bókfærðu verðmæti eigna. 8. Gerðardómurinn skal setja fram álit á öðrum þeim lögfræðilegu álita- málum, er varða skatt- skyldu ísal, sem aðilar setja fram og nefndin telur verulega þýðingarmikið vegna endurákvörðunar skatta ísal fyrir árin 1975- 1981 að báðum árum með- töldum. 9. Álitgerðardómsinsumof- angreind lögfræðileg álita- efni skal vera bindandi fyrir báða aðila. B. í samræmi við álit gerðar- dómsins, sbr. I.A.,oggrund- vallað á fyrra starfi, skal hið óháða endurskoðunarfyrir- tæki Coopers & Lybrand endurákvarða skatta ísal vegna áranna 1975-1981 og framkvæma viðeigandi leið- réttingar á ársreikningum ísal. C. Aðilar munu ekki véfengja forsendna og með það að markmiði að færa raforku- verðið til samræmis við eftir- greinda viðmiðun: 1. Raforkuverð til álvera í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku eins og það tíðkast í viðskiptum óskyldra aðila, 2. framleiðslukostnað raf- orku í vatnsaflsvirkjunum á íslandi, 3. raforkuverð sem Alu- suisse greiðir í álbræðslum sínum utan íslands, og að teknu tilliti til sam- keppnisstöðu ísal. Hinn endurskoðaði rafmagns samningur skal hafa að geyma viðeigandi verðtrygg- ingarákvæði. B. Endurskoðun aðalsamn- ingsins er taki til en takmark- ist ekki af eftirgreindum at- riðum, sem fram hafa verið borin af báðum aðilum: a) Atriði sem Alusuisse hef- ur borið fram: 1. Völ á stækkun á álbræðsl- unni, háð síðari samn- ingaviðræðum aðila og niðurstöðum, sem báðir aðilar geta sætt sig við. 2. Réttur Alusuisse til að selja 50% hlutfjár síns í ísal. b) Atriði sem ríkisstjórn ís- lands hefur borið fram: eru í lið III. A. í tillögunni, vísum við til skýrslu starfs- hóps um raforkuverð til ísal. Meginniðurstöður starfs- hópsins eru, að verðviðmið- anir þær, sem nefndar eru í lið III. A. í tillögunni, séu á bilinu 15-20 mill. í samræmi við fyrra sam- komulag okkar leggjum við til, að fundur til að ganga frá samkomulagsgrundvelli verði haldinn í Reykjavík 28. og 29. desember 1982. Hentugur tími til að byrja fund væri kl. 10:00. Sem svar við fullyrðingu yðar um hið lagalega bind- andi eðli samninganna, sem þér hafið sett fram til skjal- festingar, óskar ríkisstjórnin á sama hátt til skjalfestingar, að endurtaka afstöðu sína varðandi áhrif brostinna for- sendna og breyttra aðstæðna á samningsskuldbindingar aðilanna. Brostnar forsendur og breyttar aðstæður veita ríkisstjórninni lagalegan rétt til að krefjast endurskoðunar samningaákvæða með samn- ingum eða að fá fram leiðrétt- ingar í samningunum eftir öðrum löglegum leiðum. Bestu kveðjur, Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.