Tíminn - 14.09.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.09.1983, Blaðsíða 13
VSDVJttUBAGl'R 14. SEPTEMWER1983 ■ Dyslexia, eitt stig lesblindu, er sjúkdóm- ur, sem hrjáir ótrúlega marga. í nútíma þjóð- félagi er það meiri hátt- ar fötlun að ná ekki tökum á lestrarnámi og getur það háð viðkom- andi ævilangt, ef ekki tekst að ráða bót á því. En dyslexia er flókin fötlun og stöðugt unnið að því að rannsaka hver sé orsök hennar. Þegar sú gáta ræðst, verður vonandi auðvelt að sigr- ast á sjúkdómnum. En það er ekki ástæða til að örvænta, þó að upp komist, að barn er hald- ið dyslexiu. Margir hafa sigrast á þessari fötlun og náð langt á því sviði, sem þeir hafa kosið sér. Orðið dyslexia hefur stundum verið nefnt lesblinda á íslensku. Það er sér- staklega sorglegur sjúkdómur, vegna þess, að aðaleinkenni hans er að mistak- ast. Fórnarlamb hans getur e.t.v. ekki lesið eða skrifað án þess að snúa við bókstöfum, „b“ verður að „d“ og orð snúast við- „api“ verður að „ipa“. Barn, sem þjáist af þessum sjúkdómi, getur stundum ekki farið eftir einföldustu leiðbeiningum. Sé það t.d. beðið að fara til herbergis síns og sækja peysu, er alveg eins líklegt, að það komi til baka með bók, eða jafnvel gleymi alveg að koma aftur. Sum fórnarlambanna verða að gá að merkjum á höndum sínum, til að kunna greinarmun á hægri og vinstri. Margir geta ekki endurságt sögu, nema að byrja á endanum eða í miðjunni. „Ruglingurinn gerir okkur vitlausa," segir eitt fómarlamb. „Það er erfitt að búa með okkur. Við verðum oft fyrir auðmýkingu." Sjúkdómurinn er svo dularfullur, að sérfræðingar eru enn að berjast við að finna rétta nafnið á hann. M.a. annars er hann kallaður á erlendum tungum „dyslexia“ (sem þýðir erfiðleikar í sam- bandi við orð), „námserfiðleikar“, „sér- stakir tungumálaerfiðleikar" og „minni- háttar heilastarfsóregla". Sjúkdómur- inn er álitinn hrjá allt að 25 milljónir Bandaríkjamanna, sem þýðir skv. orð- um þekkts taugalæknis, að hann sé stærra vandamál en „samanlögð tilfelii vangefinna, spastískra og flogaveikra." „Ég heffði annars orðið læknir“ Margir þeirra, sem haldnir eru les- blindu, eru líka meðhöndlaðir sem van- gefnir, þrátt fyrir að greindarvísitala þeirra reynist í meðallagi eða yfir það. - Það skiptir engu máli, hversu vel mér gengur segir 39 ára gömul kona í New York, sem loks hefur náð því langþráða marki að setjast í háskóla. ,,-Ég hef afltaf á tilfinningunni, að kennararnir komist að því að ég er heimsk." Þeir lesblindu verða oft fyrir ávítum kennara og foreldra fyrir að vera latir, eftirtektar- lausir eða þrjóskir. -Ég var kominn í 4. bekk, þegar ég áttaði mig á því hvernig ég er, segir 12 ára gamall drengur. - Krakkarnir köll- uðu mig heimskingja. Ég var helmingi lengur að gera alla hluti en hinir krakk- arnir. Heimavinnan var mér kvalræði. Sumir lesblindir fá geðræna sjúkdóma sem afleiðingu af sjúkdómi sínum og hlutfallslega alltof margir þeirra lenda á vistunarstofnunum fyrir vandræðaung- linga. Það er líka sorglegt, hvað þeir verða gjarna fyrir vonbrigðum, þegar þeir vilja velja sér ævistarf. -Ég hefði annars orðið læknir, segir 34 ára gamall lesblindur maður, sem gerðist pípulagn- ingamaður. Flókin fötlun Lesblinda er flókin fötlun, þegar að því kemur að nota málið. Þar að auki eru margir lesblindir órólegir, eiga bágt með ■ Það er með misjöfnu hugarfari, sem börn setjast í fyrsta sinn á skóiabekk. Flest hlakka þau til, en sum eru kannski örlítið kvíðin. Við upphaf skólasetu er ekki séð fyrir, hvort einhver þeirra eiga við dyslexia að striða. „Dyslexia“ — Hvað er það? að einbeita sér, hreyfingar þeirra eru illa samræmdar og þeir eiga í erfiðleikum með stærðfræði. - Lesblinda er ekki eitt einstakt atriði, segir kennari, sem sér- hæft hefur sig í vandamálum þeirra, sem af henni þjást. - Hún er sambland margra þátta. Læknir einn, sem mikið hefur fengist við rannsóknir á lesblindu, skiptir henni í fjóra aðalflokka tungumálavandræða. £ fyrsta lagi vandkvæði á því að finna rétt orð yfir hluti. Þannig verður t.d. bolli að „drykkjarhlut“. í öðru lagi „talhreyfi" galla, sem gera það að verkum, að sjúklingnum er erfitt að renna átakalaust frá einu hljóði á annað, eins og t.d. „ská“ í skápur. £ þriðja lagi getur verið sjónvilla, sem leiðir til þess, að erfitt er að greina á milli líkra stafa, eins og n, h og r. Þá geta í fjórða lagi verið vandkvæði á því að koma hljóðum frá sér í réttri röð. Þá getur sjúklingurinn heyrt hljóðin í réttri röð, en ekki haft þau eftir rétt. Það er svona álíka og vera laglaus, greina tónana rétta, en vera um megn að hafa þá rétt eftir. Þessi læknir bendir á að lestur „þarfnist samblöndunar marg- víslegrar færni, sjónar, heyrnar, tungu, hreyfi- og ályktunarhæfni. Séu vandræði á einhverju þessara sviða, mistekst blöndunin.“ Læknisfræðilegar rannsóknir Læknisfræðilegar rannsóknir á dyslex- ia hófust í alvöru á þriðja áratugnum í Bandaríkjunum. Það var sálfræðingur við Iowa háskóla, Samuel T. Orton, sem þar var frumkvöðull. Hann hafði veitt því athygli, að margir þeir, sem haldnir eru dyslexia, eru örvhentir. Þar sem hreyfistjórnun vinstri handar fer fram í hægri helmingi heilans, og þar sem málamiðstöðvarnar eru í flestu fólki niðurkomnar í vinstri helmingi heilans, komst Orton að þeirri niðurstöðu, að málavandkvæði dyslexia-sjúklinga fæl- ust í því, að um „blönduð yfirráð“ væri aðræða,þ.e.a.s.samkeppniogruglingur væri á milli hægri og vinstri helminga heilans. Taugalæknar nútímans hafa til- hneigingu til að draga í efa þessa kenn- ingu Ortons, en þeir viðurkenna, að dyslexia stafi af taugarænum ruglingi í heilanum. í hópi þeirra, sem haldnir eru dyslexia, eru fjórum sinnum fleiri drengir en stúlkur. Taugalæknar notast við sífellt full- komnari tækni í leit sinni að orsökum dyslexia, ognú hefur dr. Frank H. Duffy læknir við barnáspítala í Boston, tengt mælitæki við tölvu í því skyni að rann- saka þá, sem þjást af dyslexia. Tækni Duffys, sem kölluð er „Brain Electrical Activity Mapping", (BEAM), framleiðir litmynd af því, sem fram fer í eilanum. BEAM hefur þegar verið beitt við ■ Dyslexiasjúklingarnir klifra upp „sjáHstraustsklettinn" og fá viö bað aukið sjalf straust! u.þ.b. 50 dyslexia-sjúklinga meðan þeir hlustuðu á tónlist og sögur, völdu myndir, sem þeir tengdu orðunum og lásu. Þegar heilahegðun þeirra var borin saman við barna, sem ekki þjást af sjúkdómnum, fann Duffy mikilvægan mismun, sem kann að verða gagnlegur í greiningu á dyslexia. Rannsóknir hans benda til, að dyslexia eigi sínar orsakir á stóru svæði í heilanum, ekki bara í vinstri helmingi. Eitt svæði, þar sem óeðlileg starfsemi fór fram, reyndist, Duffy til mikillar undrunar, hreyfistöð, sem yfirleitt tengist ekki tungumálakunn- áttu. Þessi staðreynd kann að skýra hvers vegna óróleiki er oft fylgikvilli dyslexia. „Dyslexia kann að stafa af rangri starfsemi í flóknu og víðfeðmu kerfi heilans, en ekki af markaðri sköddun.“ Aðrir eru að fást við rannsóknir á heilavefjunum sjálfum og hafa fundið ákveðin frávik. Tveir læknar skáru niður í þunnar sneiðar heila tvítugs dyslexia- sjúklings, sem farist hafði af slysförum. Þeir fundu afbrigðilegar frumur á tungu- málasvæðinu í vinstri heilahelmingi. Þar á meðal voru gráar frumur á víð og dreif á svæði, sem yfirleitt er úr hvítu efni. Einnig fundu þeir taugaenda þvælda saman, sem venjulega liggja í snyrti- legum röðum. Slík röng staðsetning á frumum finnst yfirleitt í heilum fóstra, og gefur það til kynna, að dyslexia kunni að stafa af rofnun á venjulegri þroskun. „Þessi heilasvæði eru líklega tengd skakkt, eins og útvarp, sem ekki er í lagi“ segir taugalæknir, sem hefur verið brautryðjandi í rannsóknum á vinstri helmingi heilans. Sem næsta skref ætla áðurnefndir læknar að beina að dýra- fóstrum.geislun, vírusum, hormónum og öðrum áhrifavöldum í umhverfmu til að ganga úr skugga um, hvort þau sýna svipuð frávik í heila og geti þannig varpað Ijósi á mögulegar orsakir dyslex- ia. Sérkennsla offt ekki við hæfi dyslexia-sjúklinga Sumir vísindamenn hafa trú á, að ráða megi bót á dyslexia með lyfjum. En enn sem komið er, er fremur treyst á ýmsar kennsluaðferðir en lyf til hjálpar dyslexia-sjúklingum. Alríkislög íBanda- ríkjunum skylda skóla til að hafa á boðstólum sérkennslu fyrir nemendur, sem eiga í námserfiðleikum, en því miður eru margar kennslugreinarnar ekki við hæfi dyslexia-sjúklinga. Þeim er oft komið fyrir í bekkjum með seinfær- um börnum eða þeim, sem eiga við geðræn vandamál að stríða, engum til góðs. Og marga kennara vantar þá kunnáttu, sem með þarf, til að aðstoða þessa nemendur. Einn kennari heldur því blákalt fram, að verðandi kennarar hljóti meiri tilsögn í listum og listasögu en lestrarkennslu. Flestir sérfræðingar halda því fram, að ef vel ætti að vera, þyrfti að finna þau börn, sem haldin eru dyslexia, þegar í fyrsta bekk grunnskóla, eða jafnvel á barnaheimilum. í prófunum á for- lestraraldri eigi að láta nemendur þekkja í sundur stafi og lýsa myndum, teikna eftir áður gerðum myndurn og prófa minnið. Kennarar skuli vera sér- staklega á varðbergi, þegarbörn eru sein til máls eða í Ijós kemur hjá þeim mikill munur á hæfileikunum til að tala og skrifa, en þessi tvö atriði eru vísbending- ar um dyslexia, sem koma snernma fram. Það tekur margra ára yfirlegu og þolinmæðisvinnu að æfa upp færni. í sérhæfðum skóla fyrir dyslexia-sjúklinga í Massachusetts eru bckkjardeildir fá- mennar og hver einstaklingur fær ómælda tilsögn. Þeim er kennt að lesa og stafa með því að brjóta textann niður í einstaka bókstafi og safna þeim síðan í atkvæði og orð skv. reglum, sem þeir hafa lært utan að. Þeir notast við þar til gerð spil til að læra að þekkja aftur og bera fram stafahópa. Þeir skrifa niður tilbúin orð, sem hafa enga merkingu, eftir upplestri kennarans, svo að þeir geti einbeitt sér að því að stafa, án þess að þurfa að dreifa kröftunum í að skilja um leið. Mikilvægt atriði í mörgum kennsluaðferðum við dyslexia-sjúklinga er að kenna barninu að nota öll sín skilningarvit. í áðurnefndum skóla eru börnin látin lesa upphátt, búa til bókstafi úr leir og stundum nota þau ritvélar. Þá eru nemendurnir látnir gera lcikfimi og aðrar líkamsæfingar. Þeir nota jafn- vægisbretti til að æfa upp samhæfingu hreyfinga og klifra upp vegg, sem gefið hefur verið nafnið „sjálfstraustsklettur", til að auka sjálfstraustið. Nám er ævilangt verkefni fyrir dyslex- ia-sjúkling. „Aður trúðum við því, að ef við gætum náð börnunum á sama stig og jafnaldrar þeirra, væri björninn unninn", segir einn kennari, sem mikið hefur fengist við kennslu dyslexia-sjúk- linga. „En við höfum komist að raun um það, að langflest börnin þarfnast hjálpar aftur síðar.“ Eftir því, sem barnið færist í cfri bekki í skólanum, þarf það að venja sig af ýmsum óvana, sem það hefur tamið sér, einsog t.d. að draga frá vinstri til hægri. En aðrir siðir, sem það hefur tamið sér, geta komið sér vel. T.d. er sagt frá einum greindum dreng, scm cnn var ólæs í gagnfræðaskóla. Hann fór fram á og fékk leyfi til að skila námi sínu á talmáli. Nú hefur hann hafið læknanám. Ferðir á söfn, í kvikmyndahús og aðrar kennsluaðferðir, sem ekki byggj- ast á bókum, eru menntandi fyrir dyslex- ia-sjúklinga. Margir hafa náð að skara fram úr Allt að því hver einasti dyslexia-sjúk- lingur er fær um að Ijúka barnaskóla- námi og nokkrar kannanir hafa leitt í ljós, að márgir þeirra hafa lokið háskóla- námi. Þeireru hreint ckki svofáirmeðal þeirra, sem hafa náð því að skara fram úr, og má þar nefna Woodrow Wilson, Hans Christian Andersen og William Butler Yeats. En þeirra flestra bíður ævilöng barátta við þungbæra fötlun. „Dyslexia er eins og áfengissýki", segir einn kennari. „Hún er í raun og veru ólæknandi." Þrátt fyrir það er það mesta furða, hvílíkur fjöldi kemst upp á lag með að viðurkenna og aðlaga sig vandanum. „Einblínið á jákvæðu hliðarnar", sagði Harry Sands, læknir við framhaldsnám í geðsjúkdómum í New York, í hópi annarra dyslexia-sjúklinga ekki alls fyrir löngu. „Sýnið þolinmæði, þið hafið nóg- an tíma“. Hann ætti að vita um hvað hann er að tala. Það tók hann 10 ár að ljúka háskólanámi og á einkunnablöðum hans má oft sjá athugasemdir þess efnis, að honum hefði ekki tckist að ljúka tilskildum áföngum. En hann gafst ekki upp, og nú hefur hann náð þeim eftir- sótta áfanga, læknisprófi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.