Tíminn - 15.09.1983, Síða 3
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBFR 1983
BLAÐAUKI
BORGARNES
segir Húnbogi Þorsteinsson sveitarstjóri Borgarnesshrepps.
Allt frá fyrsta nagla,til gólfteppisins!
Þú munt komast að raun um að nú bjóðum við
upp á allt það sem til þarf við húsbygginguna eða
endurbætur á gamla húsnæðinu.
Við leggjum allt kapp á að veita snögga og góða
þjónustu í glæsilegum húsakynnum.
Það er okkur hjá KB
mikið ánægjuefni að geta
boðið viðskiptavinum
okkar upp á fullkomna
þjónustu f nýrri
Byggingarvömdeild okkar
í gamla mjólkursamlaginu.
Allt frá fyrsta
naglanum
til gólfteppisins
fráKB-
BYGGINGAVÖRUM!
Verið vel-
komin í
verslunina
til okkar!
Byggingavörur Borgamesi
Sími 93-7200
■ /„Það er enginn vafi á að ferða-
mannaþjónusta er vaxandi þáttur í at-
vinnulífinu í Borgarnesi. Með tilkomu
brúarinnar vfir Borgarfjörð komumst við
aftur inn í alfaraleið og í kjölfar hennar
var lögð meiri áhersla á ferðamanna-
þjónustu og hún verður sjálfsagt meiri er
fram líða stundir“, sagði Húnbogi Þor-
steinsson sveitarstjóri Borgarnesshrepps
í spjalli við Tímann.
- Hvernær hófst byggð í Borgarnesi?
„Það má rekja upphaf byggðarinnar
til ársins 1867 og hér var kominn löggilt-
ur verslunarstaður upp úr aldamótum.
Borgarnes varð síðan sjálfstætt sveitar-
félag árið 1913 en áður var það hluti af
Borgarhreppi. íbúunum fjölgaði hægt
hér framanaf. Árið 1878 var aðeins
skráður hér 1 íbúi, árið 1900 voru þeir
50, árið 1930 voru íbúar 432, 1940 voru
þeir 656, árið 1960 voru íbúar 832, árið
1970 voru þeir 1157 og árið 1982 voru
íbúar orðnir 1714. Það sést af þessu að
fjölgunin hefur orðið mest síðasta áratug
og Borgarnes er nú næstfjölmennasta
sveitarfélagið á landinu, aðeins Mosfells-
hreppur er stærri, og allmargir kaupstað-
anna eru með færri íbúa en Borgarnes."
- Hvernig er atvinnulífi í Borgarnesi
háttað?
„Atvinnulífið í Borgarnesi byggist
fyrst og fremst á verslun og þjónustu við
héraðið hér umhverfis. Lengi framanaf
voru það helst íbúar Mýrarsýslu og
Borgarfjarðar norðan Skarðsheiðar sem
sóttu verslun hingað en á seinni árum
hafa íbúar Snæfells- og Hnappadalssýsl-
anna bæst við. Eftir tilkomu brúarinnar
hafa íbúar Borgarfjarðar sunnan Skarðs-
heiðar sótt hingað þjónustu í auknum
mæli.“
„Þá hefur framleiðsluiðnaður aukist
hér undanfarið og mörg fyrirtæki hafa
verið sett hér á stofn í sambandi við
hann. Húsbyggingar og verktakastarf-
semi hefur verið snar þáttur í atvinnulíf-
inu og hér eru nú starfrækt talsvert öflug
fyrirtæki á því sviði. Þá má nefna
þjónustu við ferðamenn og fyrir rúmu
ári var viðbygging við hótelið tekin í
notkun en það er rekið af hlutafélagið
þar sem hreppsfélagið er stærsti aðilinn
auk Kaupfélags Borgarness, Sýslufélag-
anna og ýmsra einkaaðila. Vegna góðrar
legu Borgarness í kjördæminu hefur
verið komið hér fyrir nokkrum stofnun-
um sem þjóna kjördæminu öllu, t.d.
Vegagerð ríkisins, Samtök sveitarfélaga
á Vesturlandi, Fræðsluskrifstofu Vestur-
lands, útibú frá Veiðimálstofnun og
útibú frá Fasteignamati ríkisins.“
- Helstu framkvæmdir á vegum
hreppsins?
„Síðasti áratugur var tími mikillar
uppbyggingar og framfara hér í Borgar-
nesi, eins og víðar á landinu. íbúðabygg-
ingar voru miklar, uppbygging hjá fyrir-
tækjum og miklar opinberar fram-
kvæmdir. Þær framkvæmdir sem skera
sig sjálfsagt úr frá þessu tímabili eru
Hitaveitan og brúin yfir Borgarfjörð.
Þjónusta við íbúana var einnig aukin
mikið á þessum árum og má þar nefna
íþróttamiðstöð og leikskólá sem sveitar-
félögin byggðu með kostnaðarþátttöku
ríkisins og heilsugæslustöð og dvalar-
heimili fyrir aldraða sem var byggt upp
og rekið í samvinnu við aðra aðila.
Gatnagerð hefur einnig verið snar þáttur
í framkvæmdum sveitarfélagsins og nú
er um 75% af gatnakerfinu með bundu
slitlagi".
„Uppúr 1970 var sveitarfélagið komið
í mikil vandræði vegna skorts á bygging-
arlandi. Það mál tókst að leysa með
kaupum á hluta af landi jarðarinnar
Borgar sem er í eigu ríkisins og einnig
með kaupum af landi annarra jarða. Nú
er lagt mikið kapp á að hafa nóg af
lóðum fyrir bygginga og iðnaðarfram-
kvæmdir."
„Helstu framkvæmdir nú á vegum
sveitarfélagsins eru viðbygging við
Grunnskólann og nokkuð er unnið við
gatnagerð og frágang opinna svæða en á
það verkefni hefur verið lögð mikil
áhersla undanfarið. Af verkefnum í
undirbúningi má nefna stækkun leik-
skóla, nýjan gæsluvöll, endurskoðun
aðalskipulags, nýtt íþróttasvæði og
safnahús.“
„Verðbólguþróunin hefur leikið sveit-
arfélögin grátt undanfarið" sagði Hún-
bogi að lokum“ og ef svo hefði haldið
áfram sem horfði blasti við alger stöðvun
allra framkvæmda sveitarfélaganna.
Sveitarfélögin eiga við mörg vandamál
að glíma og stærsta hagsmunamál þeirra
um þessar mundir er að takist að vinna
á verðbólgunni þannig að þau verði aftur
í stakk búin til að veita íbúum sínum
eðlilega þjónustu."
■ Húnbogi Þorsteinsson sveitarstjóri
Borgarncsshrcpps
Þjónusta fyrir allar gerðir bifreiða
Rétting*sprautun«nýsmíð
Bílaverkstæði Ragnars
Borgarbraut
93-7178
93-7115
Þjónusta í þjóðbraut
„ FERDAMANNAÞJON USTAN ER VAXANDI
ÞÁTTUR í ATVINNULÍH B0RGARNE$$“