Tíminn - 15.09.1983, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1983
BLAÐAUKI
BORGARNES
■ Indríði Albertsson mjólkursamlags-
stjóri
■ Allir þekkja sýrða rjómann, sem
þykir ómissandi í matargerð, og flestir
hafa smakkað ídýfumar og sósumar sem
komu á markaðinn í vor, búnar til úr
sýrðum rjóma. Þessar vörur allar eru
framleiddar í Mjólkursamlagi Borgar-
fjarðar í Borgamesi.
í samtali við Tímann sagði Indriði
Albertsson mjólkursamlagsstjóri að um
20 tonn af sýrðum rjóma væru framleidd
á mánuði hjá samlaginu og þar af færi
um helmingur í kryddvörurnar. Nú eru
framleiddar tvær tegundir af sósum:
Þúsund eyja sósa og gúrkusósa, og tvær
tegundir af ídýfum: lauk og beikonídýf-
ur. Framleiðslan á kryddvörunum hófst
í mars í vor og þá tók Mjólkursamlag
Borgarfjarðar alfarið við framleiðslunni
á sýrðum rjóma.
í Mjólkursamlaginu er einnig framleitt
skyr í plastpokum: gamla skyrið með
lifandi gerlum, sagði Indriði. Þetta skyr
kom á almennan markað í vor og sagði
Indriði að sala þess hefði verið nokkuð
góð, sérstaklega eftir að tókst að komast
fyrir galla í pökkun sem olli því að loft
vildi komast í pokana. Ostaframleiðsla
hefur hins vegar legið niðri og Jarlinn.
sem áður var framleiddur í Borgarnesi
er nú búinn til í Búðardal.
Svæði Mjólkursamlags Borgarfjarðar
nær frá Skeljabrekku í Borgarfirði, um
uppsveitir Borgarfjarðar og norður á
Snæfellsnes. Fyrstu 7 mánuði þessa árs
var innvegin mjólk 5.590.000 lítrar sem
er nánast sama magn og á síðasta ári.
Indriði sagði að um helmingur mjólkur-
innar væri unninn á staðnum en af-
gangurinn er fluttur til Reykjavíkur
óunninn. Um 15 manns vinna við mjólk-
urvinnsluna í stöðinni.
Indriði Halldórsson sagði að lokum að
helst væri á döfinni að bæta við bragðteg-
undum í sósur og ídýfur. Einnig væri
verið að undirbúa að nýta vélarnar við
pökkun á ávaxtagrautum en það hefði
sýnt sig að til væri góður markaður fyrir
þá hér á landi.
■ Mjólkursamlag Borgarfjarðar fram-
leiðir sýrðan rjóma og þarna rennur
rjóminn í dósimar. Síðar eru þær geymd-
ar í hita yflr nótt meðan hann hleypur
Mjólkursamlag Borgarfjarðar:
Framleiðir 20
tonn af sýrðum
rjóma á mánuði
■ Starfsmenn mjólkursamlagsins vinna við skyrpökkunarvélina
Klæðningarstál
sem VÖRN er í.
groiio
©r litaða klæóningarstálið
yfjjjW með tvöföldu acrylhúðinni
er framleitt með erfiðustu aðstæður
í huga, sumar, vetur, vor og haust.
er fáanlegt í sér lengdum eftir
óskum kaupandans.
qro-ko fylgihlutir fáanleg
stálkjarninn
sssssss*ssssss er 0,5 mm.
Gerið samanburð
á verði
EINKALEYFIA ISLANDI
BORGARNESI - SÍMI 93 7296