Tíminn - 15.09.1983, Síða 8
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1983
BLAÐAUKI
BORGARNES
■ Þessi einbýlisKús í Borgarnesi eru byggð úr samlokueiningum frá Loftorku
„Er fullkomnasta stein-
húsaverksmiðja landsins
segir Konráð Andrésson í Loftorku
■ - Ég held að einingahúsin okkar
standist fullkomlega samkeppni við inn-
flutt hús hvað verð og gxði varðar, enda
er þetta fullkomnasta steinhúsaverk-
smiðja landsins. Við byrjuðum á að
steypa þessar einingar í janúar 1981 en
þá flæddu innflutt einingahús á markað-
inn. Síðan höfum við sclt 50-60 hús
víðsvegar um landið og þau hafa reynst
vel og þykja údýr, sagði Konráð Andrés-
son annar eigandi Loftorku sf í Borgar-
nesi en Loftorka framleiðir steyptar
samlokuhúseiningar auk gangstéttar-
hellna, hleðslusteina og röra. Hjá fyrir-
tækinu vinna nú um 40 manns.
- Þesar samlokueiningar henta í allar
tegundir húsa, sagði Konráð, hvort sem
er um að ræða íbúðarhús, fjölbýlishús
eða gripahús. Við höfum fjöldann allan
af teikningum til að fara eftir og síðan
getur hver sem er komið með sína eigin
teikningu til að fara eftir í uppsetningu.
- Uppsetning húsanna er mjög fljót-
leg og tekur um 10-15 daga en þá eru
húsin tilbúin undir tréverk. Einingarnar
eru mjög auðveldar í flutningi og sam-
setningin fer fram á byggingarstað en
þar eru einingarnar steyptar saman.
Einangrunin cr steypt inní einingarnar
og bæði burðarveggur og veðurkápa eru
járnbent.
- Til að gefa hugmynd um verð á
húsunum má nefna að 150 fermetra hús,
tilbúið undir tréverk, kostaði 775 þúsund
krónur 1. júlí s.l.
- Við erum með mörg járn í eldinum,
sagði Konráð að síðustu, sérstaklega í
sambandi við að nýta betur þá möguleika
sem samlokueiningarnar bjóða uppá.
Þar er framtíðin björt þó nokkur sam-
dráttur hafi orðið á sölu á öðrum steypu-
vörum.
■ Konráð Andrésson eigandi Loftorku
sf. í símanum
Allar frekari upplýsingar fást
BIFREIÐA- & TRÉSMIÐJA K.B.
B0RGARNESI - SÍMI (93) 7200. eu. m
Stíll að utan sem innan
Hliðfellihurðir
íslensk framleiðsla sem stenst samkeppni
ídð x
jÍÉ^p
Borgarnesi
y.
Smíðum flekahurðir
fyrir:
Verksmiðjur
verkstæði
vörugeymslur
bifreiðageymslur
o.fl. meðgluggum
eðaáneftir vali.
Öryggi - þægindi
ótrúleg ending og
ekki spillir útlitið.
■ Gísli Bryngeirsson er Vestmannaeyingur að uppruna en hefur rekið úrsmíðaverk-
stæði við Borgarbraut í 4 ár. Gísli sagði að það væri meira en núg að gera enda er
næsti úrsmiður í norðurátt á ísafirði og í suður á Akranesi. Auk úraviðgerða selur
Gísli úr og skartgripi.
■ Kristín Magnúsdóttir rekur verslunina Líf sem nú er nýflutt í húsnæði við
verslunina Nesbæ. Kristín hefur rekið verslunina í þrjú ár og þar eru til sölu blúm,
.gjafavörur og gæludýravörur.