Tíminn - 24.09.1983, Qupperneq 3

Tíminn - 24.09.1983, Qupperneq 3
LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 @'íitóm fréttir Byggingasamvinnufélag leigjenda stofnað 8. október nk. IEGIENDUR GREIDA 5°/o KOSTNAMR FYMR ÚTfMABUNDINN BÚSETURÉTT! ■ Laugardaginn 8. október verður stofnað í Reykjavík byggingafélag leigj- enda, en það hefur á stefnuskrá sinni að byggja fbúðir og leigja félögum á kostn- aðarverði. Leigjendur munu leggja fram ákveðna fjárupphæð og öðlast þannig ótímabundinn búseturétt í leiguíbúð sinni. Gert er ráð fyrir að sú upphæð muni nema 5% af byggingakostnaði íbúðarinnar. Byggingafélagið greiði síð- an leigjandanum þessa upphæð verð- tryggða til baka vfflji hann yfirgefa íbúð- ina, en leigjandanum verði óheimilt að selja búseturéttinn á frjálsum markaði. Hann hafi að öðru leyti leyfi til að fara með íbúðina sem væri hún eign hans, breyta henni að vild og hafi leigjandi fengið búseturéttaríbúð hefur hann þar með tryggt sér öruggt húsnæði svo lengi sem hann æskir. Segja forsvarsmenn leigjenda að húsalega í búseturéttaríbúð- um yrði verulega lægri en hún er á frjálsum markaði í dag. Undirbúningur fyrir stofnun þessa fél- ags hefur að mestu farið fram hjá Leigjendasamtökunum en ýmsir áhuga- menn hafa komið til samstarfs við þau. Forsvarsmennirnir segja að kostir þessa fyrirkomulags liggi í því í fyrsta lagi að því öryggisleysi sem leigjendur hafi búið við fram að þessu verði útrýmt, þar eð þeir kaupi ótímabundinn búseturétt, komist verði hjá þeim óheyrilegu skulda- byrðum með tilheyrandi vinnuþrælkun sem einkaeignarfyrirkomulagið með núverandi og fyrirsjáanlegu lánakerfi leggi á fólk, og það fjármagn sem lagt verði til bygginga leiguíbúða innan þessa kerfis haldist innan þess, þ.e. í stað þess að féð renni úr opinberum sjóðum til einstaklinga, renni féð til byggingafél- agsins sem nýti það áfram í þágu fél- agsmanna. Ekki er enn fyrirsjáanlegt að bygg- ingafélag þetta njóti neinnar lánafyrir- greiðslu annarrar en aðrir húsbyggjend- ur, en forsvarsmenn þess hafa ekki í hyggju að láta deigan síga heldur hyggj- ast hefjast handa og hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Þetta form er þekkt annars staðar á Norðurlöndunum og hafa Leigjendasamtökin sérstaklega kynnt sér starfsemi sænsku samtakanna HSB, Hyresgásternas sparkasscoch byg- gnadsförbund, þetta form leigustarfsemi í Svíþjóð nýtur mikilla vinsælda og hafa samtökin byggt rúmlega 400 þúsund íbúðir á 60 ára ferli. - JGK heilbrigðismála á mann mæld í dollurum. Fyrri talan fyrir ísland er 12.632 dollarar (uþb 6100 kr.) Seinni talan 910 dollarar (uþb. 4400 kr.) Útgjöld til heilbrigðismála á íbúa í nokkrum löndum: ÍSLAND KEMUR VEL liT — er í 10. sæti af 19 þjóöum íhópi OECD ríkja ■ Kostnaður við heilbrigðisþjónustu okkar íslendinga er lágur miðað við hversu góð hún er, ef miðað er við tölur sem Davíð Á.Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna, lagði nýlega fram á fundi stjórnskipaðrar nefndar, sem m.a. hefur það hlutverk að skoða fjármál og stjórnkerfí sjúkrahúsanna. Það má því spyrja hvers vegna byrjað er á því að hrófla við rekstri þar, með útboðum, þegar spara á í útgjöldum ríkisins. „Hér er hár meðalaldur, ungbarnadauði sá lægsti sem þekkist og heilsufar íbúa nokkuð gott“, sagði Davíð í samtali við Tímann, og þó svo að stærð heilbrigðisþjón- ustunnar sé í fíestum tilfellum mjög óhagstæð rekstrar eining, þá virðast útgjöldin til heilbrigðismála fyllilega standast samanburð við þau lönd sem við berum okkur helst saman við“ Samkvæmt útreikningum sem Davíð hefur gert þá eru útgjöld til heilbrigðis- mála á íslandi á hvern mann árið 1980 u.þ.b. 4400 kr. (þar sem um samanburð við önnur lönd er að ræða þá reiknar Davíð þetta í dollurum. Þetta eru 910 $ og í umreikningi er miðað við meðal- gengi dollarans árið 1980 4,8 Ný krónur). Þá er ekki tekinn með kostnaður ríkisins vegna tannlækninga, stofnana þroska- heftra og sjúkradagpeninga. Ef hann er tekinn með þá hækkar þessi tala upp í 985$ eða u.þ.b. 4700 kr. Kostnaður á íbúa er hæstur í Svíþjóð 1.366$ og hækkar upp í 1.945$ ef ofangreindir þættir eru teknir með. Sviss kemur næst með 1.164 dollara, þá Bandaríkin og Noregur með 1.096$. Danmörk e/ með 866$ og Finnland 587. Lægst liggja hins vegar Grikkland með 155 dollara á mann og írland og Ítalía með 443 og 444 dollara. í skáritinu sem hér fylgir kemur þetta vel fram. Almenna reglan er sú að eftir því sem þjóðarframleiðsla er meiri á íbúa, því hærri eru framlög til heilbrigð- ismála á íbúa. Framlög íslendinga eru þó lág miðað við hvað þjóðarframleiðsl- an er mikil. Ef skoðaðar eru tölur OECD frá árinu 1982, kemur fram að íslendingar eyða 7,2% af brúttó þjóðarframleiðslu til heilbrigðismála, á meðan Svíar eyða 9,2%, Bandaríkin 9,6%. í hópi OECD þjóðanna eru íslendingar nálægt miðju. í tíunda sæti af 19 þjóðum. Þetta verður að teljast mjög hagstæður samanburður fyrir ísland, að hlutfallið skuli ekki vera hærra þar sem stærðin á íslensku heilbrigðisþjónustunni verður að teljast óhagkvæm og allir virðast vera sammála um það að gæði þjónustunnar Betra er að fara seinna yfir akbraut en of snemma. sjúkrastöðv- ar SÁÁ á lokastigi — íslenskar inn- réttingar í stöðinni ■ Bygging sjúkrastöðvar SÁÁ í Graf- arvogi er nú á lokastigi og ef svo heldur sem horfir mun stöðin verða tilbúin til notkunar fyrir miðjan nóvember. Múrhúðun er lokið og málarar komnir langt með sitt verk. Nú stendur yfir vinna við að koma fyrir viðarklæðn- ingum í loft og setja upp skilrúm úr tré og síðan verður hafist handa við að koma öðrum innréttingum fyrir. Gert ér ráð fyrir að tréverkið kosti um 3 milljónir kr. og það er sett upp af Trésmiðju Þorvaldar Ólafssonar í Kefla- vík og Trésmiðjunni Akri á Akranesi sem urðu hlutskörpust er verkið var boðið út. - FRI Stúdenta- leikhúsið: Dagskrá úr verkum Edwards Bond ■ Annað kvöld kl. 20.30 frumsýnir Stúdentaleikhúsið samantekt úr verkum Edwards Bond, sem HávarSigurjónsson hefur þýtt. Sýningin fer fram í Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut. Þetta er fyrsta frumsýning vetrarins hjá leikhúsinu, en í vetur mun það verða með sýningar í Félagsstofnun og stærri verkefni í Tjamarbíói. Leikstjóri Bond dagskrárinnar er Hávar Sigurjónsson, Haraldur Jónsson hannaði búninga, tónlist og leikhljóð sér Einar Melax um. Ljósameistari er Ágúst Pétursson. Edward Bond er íslendingum fyrst og fremst kunnur af leikritinu Hjálp, sem Iðnó flutti 1968, en hann er kunnur í Bretlandi, þar sem hann hóf feril sinn sem leikskáld fyrir atbeina Royal Court leikhússins. Þekktustu verk hans em Brúðkaup páfans, Hjálp, Lér og Hafið. - JGK ■ Sviðsmynd úr Hafinueftir Bond, sem Stúdentaleikhúsið sýnir kafla úr í kvöld.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.