Tíminn - 24.09.1983, Qupperneq 4
Hvað er ríkisstjórnin að gera fyrir þig?
JKKERT UNDANHAID VERBUR A KIRRI
STEFNU SEM V» HÖFUM SETT OKKUR”
— Á fjölmennum fundi á Selfossi með Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra
■ Gengi verður haldið stöðugu út þetta ár, ríkisstjórnin mun ákveða
hversu mikið gengissig verður leyft á næsta ári, og innan þess ramma munu
aðilar hafa svigrúm til þess að gera kjarasamninga. Ríkisstjórnin mun stefna
að áframhaldandi hjöðnun verðbólgu, með það að stefnumiði að koma
verðbólgustiginu hér á landi á svipað stig og er í helstu viðskiptalöndum
okkar, er meðal þess sem kom fram í máli Steingrims Hermannssonar,
forsætisráðherra, á mjög fjölmennum fundi á Selfossi í fyrrakvöld, en
talsvert á þriðja hundrað manns sóttu hann og var forsætisráðherra og
málflutningi hans mjög vel tekið.
„Það verður ekkert undanhald á þeirri stefnu sem við höfum sett okkur.“
Ingvi Ebenhardsson stýrði fundinum
og að lokinni framsöguræðu forsætisráð-
herra þá svaraði forsætisráðherra fyrir-
spurnum fundarmanna.
í upphafi máls síns gerði forsætisráð-
herra grein fyrir því ástandi sem var
þegar ríkisstjórnin tók við völdum. Sagði
hann að þegar komið hefði í ljós að
verðbólguhraðinn, sem um síðustu ára-
mót, var áætlaður 80% var orðinn miklu
meiri, eða um 130%, þá hefði ekkert
blasað við annað en almenn stöðvun
atvinnuveganna og atvinnuleysi. Þá
hefði jafnframt legið fyrir að erlendar
skuldir þjóðarinnar hefðu vaxið geysi-
lega, en þær hefðu undanfarin ár verið á
bilinu 31% til 37% af þjóðarframleiðslu.
Um síðustu áramót hefðu þær numið
38% þjóðarframleiðslu, en væru nú tæp
60% þjóðarframleiðslu. Sagðist forsætis-
ráðherra láta nægja að leggja áherslu á
þetta tvennt: „Verðbólgan stefndi i
hæðir sem voru áður óþekktar hér á
landi, og ég leyfi mér að fullyrða að við
liefðum ekki ráðið við, og erlendar
skuldir höfðu aukist svo mjög, að það
eitt útaf fyrir sig, stofnaði sjálfstæði
þessarar þjóðar í hættu,“ sagði forsætis-
ráðherra. Hann lagði þó á það áherslu
að enn hefðum við íslendingar gott
lánstraust og okkur hefði tekist að
standa við okkar skuldbindingar erlendis
og tekist hefði að haida greiðslubyrði
okkar af þessum lánum innan við fjórð-
ung af gjaldeyristekjum okkar. Þessu
næst sagði forsætisráðherra. „En það
verður ekki lengi haldið áfram á þeirri
braut og það verður ekki komist hjá því
að staldra nú við og stöðva frekari
erlendar lántökur. Þetta tvennt réði því
fyrst og fremst að ríkisstjórnin ákvað að
ráðast í mjög róttækar aðgerðir gegn
verðbólgu og gegn frekari söfnun er-
lendra skulda."
Þessu næst rakti forsætisráðherra
helstu ástæður þess að svona hefði verið
fyrir íslensku efnahagslífi komið þegar
ríkisstjórnin tók við í vor. Sagði hann að
ríkisstjórnir ættu allar eflaust sína sök á
því að verðbólga undanfarinna ára hefði
aukist svo mjög, en einnig bæri á það að
horfa að launþegar þessa lands og þegnar
hefðu eytt meiru en þeir hefðu aflað,
þannig að við okkur sjálf væri einnig að
sakast. Sagði Steingrímur að það væri í
sjálfu sér ekki mikið gagn í því að deila
um það hverjum væri um að kenna að
svo var komið. „Ég held að það sé
gagnlegra að líta á hina ýmsu áhrifaþætti
sem eru mikilvægir í þessu sambandi,"
sagði forsætisráðherra.
Nefndi hann gengi sem gífurlegan
áhrifaþátt á verðþróun, og sagði að
gengisfellingar leiddu strax til þess að
allur innfluttur varningur hækkaði að
sama skapi. Launabreytingar væru annar
áhrifaþáttur, vísitölukerfið væri enn einn
áhrifaþátturinn, aflabrestur upp á 9% sl.
tvö ár hefði sett sitt strik í reikninginn,
kreppa erlendis einnig, svo og að erfið-
lega hefði gengið að selja iðnaðarvarning
okkar ss. járnblendi erlendis. Síðast en
ekki síst benti forsætisráðherra á að röng
eða óarðbær fjárfesting hefði haft sín
áhrif.
Steingrímur ræddi þessu næst við-
skiptahalla undanfarinna ára, en hann
hefur vaxið úr 0.7% árið 1979 í 10% sl.
ári, „sem segir ekkert annað en það,“
sagði Steingrímur, „að við eyðum meira
en við öflurn." Sagði hann jafnframt að
nú væri útlit fyrir að viðskiptahalli þessa
árs yrði einungis fjórðungur halla síð-
asta árs eða um 2.5%.
„Viðurkenni að
kaupmáttar-
skerðing er mikil“
Bað Steingrímur fundarmenn að hafa
framansagt í huga þegar hann færi að
ræða kaupmáttarskerðingu, „sem ég
viðurkenni að er mikil,“ sagði ráðherra,
„en það verður að meta hana með
hliðsjón af því sem hefði orðið, ef ekki
hefði verið gripið til róttækra aðgerða.
Það var ekki um annað að ræða en að
koma okkur frá bjargbrúninni og það
hefur okkur sem betur fer að ýmsu leyti
tekist," sagði Steingrímur og ástæður
þess að grípa varð til róttækra aðgerða.
„Ríkisstjórnin taldi að óhjákvæmilegt
væri að fella gengið til þess að skapa
útflutningsatvinnuvegunum og sam-
keppnisatvinnuvegunum starfsgrund-
völl, en þeir voru orðnir mergsognir,
eftir margra ára óðaverðbólgu. Við
ákváðum að gera það þannig að gengi
héldist stöðugt um alllangan tíma, og
þannig skapaðist ráðrúm til þess að
koma efnahagsmálum þjóðarinnar í við-
unandi horf. Ríkisstjórnin taldi einnig
óhjákvæmilegt að afnema vísitölubind-
ingu launa, vegna þeirra þrúguverkandi
áhrifa sem vísitölubindingin hefur og
ákvað í staðinn launahækkanir eins og
allir þekkja 8% 1. júní, og 4% 1.
október.'“
Steingrímur sagði að þegar í upphafi
hefði það verið Ijóst að þessar aðgerðir
yrðu þeim sem í lægri launahópum eru,<
erfiðar og einnig þeim sem hefðu á
þessum tíma tekið á sig stórar og þungar
skuldbindingar. Því hefði barnafrádrátt-
ur í skatti verið aukinn, persónuafsláttur
sömuleiðis, auk þess sem ráðist hefði
verið í ýmsar aðgerðir á sviði húsnæðis-
mála, sem reyndar væru enn að sjá
dagsins ljós.
„Aðgerðirnar hafa haft
mjög víðtæk áhrif ‘
Forsætisráðherra gerði þessu næst
grein fyrir helstu áhrifum aðgerða ríkis-
stjórnarinnar og sagði þá m.a. „Þessar
aðgerðir hafa haft mjög víðtæk áhrif. f
fyrsta lagi hafa þær haft þau áhrif að
atvinnuvegirnir hafa ekki stöðvast. At-
vinna er næg í landinu, við erum ennþá
með atvinnuleysisstig fyrir neðan 1%
sem er mjög gott.
Því verður alls ekki neitað að kaup-
máttur hefur skerst mjög mikið en
Þjóðhagsstofnun áætlar að kaupmáttur
kauptaxta hafi skerst um 30% og kaup-
máttur ráðstöfunartekna um 14%, en
um þessar tölur er reyndar deilt sérstak-
lega um það hve mikið kaupmáttur
ráðstöfunartekna hefur skerst. Kaup-
máttur ráðstöfunartekna hefur að mati
Þjóðhagsstofnunar og fræðimanna
skerst minna en ella, vegna þess að það
er út af fyrir sig kjarabót í hjöðnun
verðbólgu. Ég vek t.d. athygli á sam-
þykkt A.S.Í. frá í febrúarsl. þarsemþað
er undirstrikað.
Engu að síður, þá viðurkenni ég það,
að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru
fyrst og fremst gerðar á kostnað laun-
þega - á því er engin launung. Stað-
reyndin er sú að launþegar hafa fyrst og
fremst borið þessar byrðar, þannig að
spurningin er nánast þessi: Er það þess
virði? Ég segi fyrir mitt leyti, já, það er
þess virði að halda atvinnuvegunum
gangandi, halda fullri atvinnu og komast
niður í efnahagsmálum á verðbólgustig
sem er svipað og er í nágrannalöndun-
um.“
Steingrímur ræddi þessu næst verð-
bólguhraðann og það hversu mjög hefur
verið hægt á verðbólgunni. Sagðist hann
telja verðbólguhraðann í dag vera nálægt
30% á ársgrundvelli. Vakti hann athygli
á því að viðskiptahalli stefndi mjög á
réttan veg, auk þess sem vöruskipta-
jöfnuður í lok ársins yrði að öllum
líkindum í jafnvægi. Þetta væri ákaflega
mikilvægur ávinningur í þeirri skulda-
stöðu sem við værum nú í erlendis. Þá
sagði forsætisráðherra vaxtalækkunina
sem tók gildi nú fyrr í vikunni vera
mikinn létti fyrir atvinnuvegina og alla
þá sem skulda. Ríkisstjórnin hefði það
sem stefnu að vextir skyldu lækka áfram
í takt við verðbólgu
Þriggja milljarða gat á
fjárlagadæminu
í upphafi
Er forsætisráðherra ræddi fjárlaga-
gerðina, sagði hann m.a.: „Ég hygg að
sjaldan eða aldrei hafi verið jafnerfitt að
ná fjárlögum saman, eins og nú. Við
fjárlagagerðina í upphafi, þar sem hlut-
irnir voru reiknaðir upp með tilliti til
verðbólgu og þess háttar kom í ljós að
það var nálægt þriggja milljarða gat á
fjárlagadæminu. Þetta stafar fyrst og
fremst af því að tekjur ríkissjóðs skerð-
ast mjög mikið þegar innflutningur
minnkar, en vegna viðskiptahalla, verð-
ur hann að minnka. Skertar tekjur
ríkissjóðS eru áætlaðar 1.8 milljarður
króna og hins vegar hafa fjölmargir
kostnaðarliðir þanist út. Við höfum sett
á okkar herðar mörg verkefni á undan-
förnum árum, ss. félagsmálapakka og
mörg þessara verkefna eru mjög góð, en
staðreyndin er sú að þetta kostar mikla
peninga. Ég nefni hér aðeins eitt verk-
efni, sem er ákaflega gott og verður
haldið áfram með, en það eru lögin um
aðstoð við þroskahefta. Víða um land
hefur verið byggð upp aðstaða og nú
þarf að ráða 60 til 70 manns til þess að
sinna þessu og nota þessa aðstöðu, og
síðan kemur rekstrarkostnaður ofan á.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að standa
við þetta, enda mjög þarft málefni.
Engu að síður þá kemur þetta á mjög
erfiðum tíma, og verður til þess að við
verðum að skera niður einhver staðar
annars staðar. Ég segi ykkur alveg eins
og er að þegar fjárlagafrumvarpið birtist,
þá munu ýmsir kvarta og það mjög. Það
verður mörgu frestað sem ætlunin var að
ráðast í á þessu ári. Eins og frumvarpið
stendur í dag er engu að síður rekstrar-
halli á því upp á einn milljarð.“
Steingrímur lagði áherslu á að þessi
rekstrarhalli yrði ekki brúaður með
aukningu erlendrar lántöku, heldur með
innlendum sparnaði. Hann sagði að
erlendar lánatökur á næsta ári yrðu
takmarkaðar við fjóra milljarða, sem
væri einum milljarði minna en tekið er
að láni í ár.
Steingrímur sagði að ekki væri í önnur
hús að venda heldur en innlendan
sparnað, og innlendur lánamarkaður
myndi að líkindum leggja fram um 1.5
milljarð, en raunar þyrfti til að fullnægja
lágmarkskröfum heilan milljarð í viðbót.
■ Selkfossbíó var þéttsetið og þurftu margir að standa frammi í anddyri. Taldist heimamönnum til að
eitthvað um 250 manns hefðu sótt fundinn, en 170 manns rúmast í sætum.
■ Hér má þekkja Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, Eddu Guðmundsdóttur forsætisráðherrafrú, og
milli þeirra situr Kristján Sigurðsson frá Hrísdal á Snæfellsnesi, en Kristján greindi frá þvi á fundinum að
hann og sonur hans hefðu skellt sér í sláturhússvinnu til Selfoss í sláturtíðinni, og myndu síðan hverfa vestur
á nýjan leik. Tímamyndir - SS