Tíminn - 24.09.1983, Side 5
■ Aðgerðimar hafa haft mjög víðtæk áhrif.
„Verður ekkert
undanhald
á þessari stefnu“
Þessu næst sagði forsætisráðherra:
„Fyrsta febrúar nk. falla úr gildi þessi lög
sem mikið hefur verið talað um og eftir
það semur vinnumarkaðurinn sjálfur um
kaup og kjör. Ég vil, vegna þess sem
flutt hefur verið í fréttum, að með því
að telja það koma til greina að fella úr
gildi bráðabirgðalögin, gegn því að aðil-
ar vinnumarkaðarins samþykki að
hækka ekki grunnkaup fyrir 1. febrúar
sé ég kominn á eitthvert undanhald,
vara menn við því. Það verður ekkert
undanhald á þeirri stefnu sem við höfum
sett okkur! Við ætlum að ná þessum
markmiðum og við munum ekki víkja
frá því. Á þessum grundvelli er ríkis-
stjórnin nú að marka sína stefnu fyrir
næsta ár. Við stefnum hiklaust að áfram-
haldandi hjöðnun verðbólgu. Við mun-
um velja okkur markmið í verðbólgu, og
til þess að ná því markmiði, þá verður
sett ákveðið hámark á breytingu gengis,
til þess að verðlag hækki meira en því
nemur. Launahækkanir verða síðan að
vera innan þessara marka.“
Steingrímur sagði ýmis markmið hvað
verðbólgustigið snerti koma til greina.
T.d. að ná verðbólgustiginu niður á
sama stig og tíðkast í viðskiptalöndum
okkar, en það væri hugsanlega ekki
raunhæft markmið fyrir eitt ár. Þá kæmi
til greina að stefna að ákveðinni
prósentutölu, eins og t.d. að verðbólgu-
stig í lok næsta árs yrði 15%. Þá myndi
gengi þurfa að síga um 7 til 8% á næsta
ári, til þess að halda atvinnuvegunum
gangandi, og það væri svipað prósentu-
stig og hægt yrði að hækka launin um.
„Ég fagna því fyrstur manna, ef aðilar
vinnumarkaðarins geta samið um meiri
hækkun launa en ég nefndi, og aukningu
kaupmáttar, en það verður þá að koma
frá aukinni framleiðni atvinnuveganna
sjálfra, því þeir skulu ekki vænta þess að
þeir komi síðan til ríkisstjórnarinnar og
segi „Því miður. Nú verður bara að fella
gengið meira og hverfa frá þessu verð-
bólgumarkmiði." Við ætlum að gefa út
hver hámarksgengisbreyting verður og
svo verða menn að semja innan þess
ramma. Ég vona að það takist á næsta
ári að nota það svigrúm sem gefst, til
þess að ná meiri launajöfnuði."
Að lokinni ræðu forsætisráðherra
svaraði hann fyrirspurnum fundarmanna
og meðal fyrirspurna sem hann fékk, var
spurning Bergþórs Finnbogasonar þess
efnis hver hefði verið höfundur þess að
samningsrétturinn var afnuminn með
lagasetningu í vor.
Forsætisráðherra svaraði á eftirfar-
andi hátt: „Ég vona að ég verði aldrei sá
ódrengur að fara að kenna þeim sem ég
starfa með um eitt eða annað sem
óvinsælt er. Ég stend fyrir þessari ríkis-
stjórn og ég skal taka þetta á mig. Það
er allt í lagi - sjálfsagt. Ég ber ábyrgð á
því!“ Klöppuðu fundarmenn forsætis-
ráðherra lof í lófa fyrir þetta svar hans.
Sigurjón Bjarnason steig í pontu og
þakkaði forsætisráðherra fyrir að koma
út á meðal þjóðarinnar og tala til hennar
augliti til auglitis.
Steingrímur kom í öðru svari sínu að
þeirri gagnrýni sem bráðabirgðalögin
hefðu fengið og sagði þá m.a.: „Það voru
miklar vangaveltur um það hvort þetta
væri rétt leið eða ekki. Heyrðust raddir
sem sögðu að lýðræðið væri fótum troðið
með þessu móti. Ég segi að réttkjörnir
fulltrúar þjóðarinnar verða að taka þær
ákvarðanir sem þeir telja nauðsynlegar.
Það verða aðrar kosningar og lýðræði
er þar með fullnægt. Menn meta þetta
þá - meta árangurinn og það sem gert
hefur verið og það er náttúrlega undir-
staða lýðræðisins að menn geri það,
þegar þar að kemur. Við töldum þetta
nauðsynlegt sem lið í því að ná niður
verðbólgu og til þess að forða þjóðinni
frá þeim ósköpum sem 130 til 140%
verðbólgu hlaut að fylgja."
Fleiri fyrirspurnir voru bornar fram,
en þetta látið nægja að sinni.
-AB
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem glöddu mig á níutíu ára
afmæli mínu 19. september sl. Guð blessi ykkur öll.
Albertína Jóhannesdóttir,
Botni, Súgandafirði
Sfmi 44566
RAFLAGNIR
Nýlagnir - Breytingar - Viðhald MttKM S
samvirki áv
on_onn
Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur.
Er Steingrímur ræddi horfur næsta árs
sagði hann m.a. að gert væri ráð fyrir
svipuðum botnfiskafla og í ár á næsta
ári, áætlað væri að 400 þúsund tonn af
loðnu myndu veiðast á næsta ári, en
ákaflega mikilvægt væri að sú áætlun
stæðist, sem nokkur óvissa væri um, því
þetta magn af loðnu næmi hvorki meira
né minna en 6% af gjaldeyristekjum
þjóðarinnar. Sagði Steingrímur að nú
hefði miklu meira mælst af ungloðnu en
áður, sem væri vísbending um að loðnu-
stofninn væri á uppleið. Sagði hann að
gert væri ráð fyrir svipuðum viðskipta-
kjörum á næsta ári og nú, þau myndu
hvorki batna né versna. Gert væri ráð
fyrir að þjóðarframleiðsla yrði svipuð og
nú. Jafnvel væri möguleiki að þjóðar-
tekjur gætu farið eitthvað vaxandi ef
áðurnefndur loðnuafli fengist og verð á
mjöli héldist eins hátt og nú.
■ Bergþór Finnbogason spurði: „Hver
er höfundur þess að samningsrétturinn
var afnuminn með lögum?“
VETRARKOMA
Vatteraður frakki
Verð kr. 2.185.-
Vetrarsett
Vatteruð úlpa'+vatt-
eraðar buxur
Verð aðeins kr.1.780.-
Snorrabraul Simi 13505 Hamraborg Kopavogi Simi 46200
Glæsibæ Simi 34350 Miðvangi - Hafnarfirói Simi 53300
Vatteraður frakki
Verð kr. 2.550.-
I