Tíminn - 24.09.1983, Page 7
1
LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983
umsjón: B.St. og K.L.
■ Jacqueline Kennedy hafði mikil áhrif á tískuna á þeim árum,'
sem hún var forsetafrú í Hvíta húsinu. Aðaleikenni á hennar stíl
var, hversu kvenlegur og fínlegur hann var. Hárið var „túperað"
og gjarna bornir litlir, barðalausir hattar með flötum kolli.
Kjólamir voru ermalausir.
■ Þegar fór að líða á áttunda ártuginn, fóru að segja til sín áhrif
frá Dallas-þáttunum. Þá vildu allir eignast kúrekahatta og stígvél
til að vera í stíl við milljónamæringana á Southfork.
eru þær Hrafnhiklur Þóröardóttir og
Steinunn Hjálmty sdótúr. Við liittum
þær að máli, og báðum þær að segja
okkur sitthvað frá skólanunt.
Hvemig byggist nám í svona
skóla?
Námið skiptist má segja í tvennt
annars vegar bóklegt og hins vegar
verklegt, við lærum allt sem viðkem-
ur hótelrekstri segir Steinunn, allt
frá eldamennsku upp í bókhald, Við
byrjum kl: 8 á morgnana og erum
að til 6 á kvöldin, og stundum
lengur, það fer eftir því hvað við
emm að gera hveiju sinni. Ef við
emm að þjóna eða matbúa emm við
oftast lengur, því krakkamir skiptast
á matmálstímum að þjóna hver
öðmm. Við læmm tungumál
■ Steinunn og Hralnhildur fyrir
utan einn af veitingastöðum borgar-
innar, sem gæti verið í líkingu við
það sem þær kynnu að vinna við í
framtíðinni.
Tímamyud G.E
spænsku frönsku, það getur orðið
ferlega erfitt ef maður er ekki orðinn
mjög fær í þýskunni, bætir Hrafn-
hildur við.
Hvað fsiið þið út úr náminu?
Hrafnhildur: Við eigum ennþá
eftir hálft ár, og eigum eftir að
athuga möguleikana hér á landi.
Annars er þetta mjög virtur skóli úti.
Margar stúlkumar fara í flugfrey-
juna, eða móttöku á hóteli. Það væri
endalaust hægt að telja upp, enda
nær skólinn yfir svo breitt svið.
Svo auðvitað kynnist maður allra
þjóða fólki sem er viss lærdómur út
af fyrir, sig, segir Steinunn.
Hvað um ftamtíðina?
Hún er óráðin ennþá. Maður gæú
jafnvel hugsað sér að fara í Hótels-
tjómarskóla. Ef maður er óákveð-
inn, en langar í nám þá held ég að
svona skólar séu ákkúrat lausnin
segir Steinunn. En það er það versta
að íhaldsemin er svo mikil þama að
stelpumar fá ekki að vera eins lengi
úti og strákamir, segir Hrafnhildur
að lokum.
-GKR
____________SBMim " 7
erlent yfirlit
■ Óttinn við útbreiðslu kjarn-
orkuvopna á við rök að styðjast.
Það eru margar þjóðir sem ekki
hafa yfir kjarnorkuvopnum að
ráða sem vilja fá þau, ýmist
keypt eða aðstöðu og aðstoð til
að framleiða þau. Undantekn-
ingarlítið eru það einræðisríki
sem þykjast þurfa að bæta
vopnasöfn sín svo um munar.
Kjamorkuveldin hafa gert með
sér samkomulag um að dreifa
ekki atómvopnum víðar en orðið
er. En fleiri og fleiri ríki bætast
í hóp þeirra sem líkleg eru til að
geta framleitt eigin kjarnorku-
vopn.
{ mörgum löndum sem ekki
ráða yfir kjarnorkuvopnum eru
starfrækt kjarnorkuknúin orku-
ver og mörg eru í smíðum. Þessi
ver auka mjög möguleika ríkja,
sem þau eiga, til að framleiða
kjarnorkusprengjur.
Þau ríki sem ráða yfir þekk-
ingu og tækni til að smíða kjarn-
orkuver, en það eru fyrst og
fremst þau sem eiga einnig birgð-
ir atómvopna, hafa verið furðu
útbær á að koma á fót atóm-
stöðvum hér og hvar um heim-
inn. Kjarnorkuver eru dýr í
byggingu og þeir sem selja tæki
til þeirra og tækniaðstoð auðgast
mjög á þeim viðskiptum.
Brennsluefnið er ekki heldur
gefið. En þótt sala kjarnorku-
vera gefi mikið í aðra hönd þykir
mörgum sem þetta sé hættulegur
útflutningsvarningur og hafa var-
að við linnulausri sölu á búnaði,
Einræðisríkin sækja
í kjarnorkuklúbbinn
Argentínskir herforingjar á fullri ferð að koma sér upp atómvopnum
eru einmitt slíkar ráðagerðir sem
sagt er að Argentínumenn séu
að brugga.
En eftir að þeini tekst að
smíða eiginn kjarnorkuofn og
framleiða eldsneytið í hann geta
þeir gert hvað sem þeim sýnist
við sitt plútoníum.
Argentína hefur ekki undirrit-
að sáttmálann um bann við til-
raunum með kjarnorkuvopn og
þykist því hafa frjálsar hendur
um smíði slíkravopnaogtilraun-
ir með þau. Markvisst er unnið
að þróun kjarnorkuvera í land-
inu og engin þjóð, sem ekki
framleiðir kjarnorkuvopn, er
eins langt komin í nýtingu kjarn-
orkunnar.
Það er ekkert áhlaupaverk að
koma sér upp búnaði til fram-
leiðslu kjarnorkuvopna og talið
er að Argentínumönnum takist
það ekki í bráð, en það dylst
engum sem til mála þekkir, að
innan nokkurra ára verða þeir í
stakk búnir til að búa til atóm-
bombur. Hvort þeir gera það
eða ekki getur farið eftir því
hver verður framvinda mála í
landinu.
Ef herskáir herforingjar halda
áfram að halda þar um stjórnar-
tauma og berjast um völdin inn-
byrðis, eins og verið hefur, eru
slíkir til alls líklegir, en ef tekst
að koma á lýðræðislegum stjórn-
arháttum í landinu og því verður
stjórnað með velferð fólksins í
huga en stjórnendur verða ekki
blindaðir af stórveldisdraumum,
getur verið að Argentínumenn
smíði aldrei kjarnorkuvopn.
Eins og er er þaðan allra veðra
von.
sem hægt er að nota til vopna-
framleiðslu,til margra ríkja, sem
aldrei er að vita nema að komi
sér upp atómvopnum með ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum.
Svo á að heita að mikið og gott
eftirlit sé með því hvað selt er og
dreift af kjarnorkuknúnum orku-
verum, og þeir aðilar sem þau
selja þreytast aldrei á að sann-
færa aðra um að ailt sé þetta
undir góðu eftirliti og engin
hætta á að orkuverin og það
eldsneyti sem þau fái verði notuð
til vopnaframleiðslu.
Nú eru menn að vakna upp við
vondan draum,því þrálátur orð-
rómur gengur um að leyniþjón-
ustur hafi komist að því að
Argentínumenn séu á góðri leið
með að koma sér upp kjarnorku-
vopnum, ög þykir margt benda
til að hann eigi við rök að
styðjast.
í Argentínu ferhershöfðingja-
stjórn með völdin og hefur sýnt
sig að foringjarnir láta ekki letja
sig til stórræða og beita herafla
sínum, samanber Falklandseyja-
stríðið. Spurninginerhvortþess-
ir herrar láti sitja við orðin tóm
ef þeim einhvern tímann þóknast
að hóta að kasta kjarnorku-
sprengjum á andstæðinga sína.
í Argentínu eru þrjár kjarn-
orkustöðvar sem framleiða
rafmagn, og einnig eru þar í
landi sex kjarnorkuofnar sem
notaðir eru til rannsókna. Eru
þessar stöðvar allar undir ná-
kvæmu eftirliti og reknar sam-
kvæmt alþjóðalögum. Alþjóða-
kjarnorkumálastofnunin er
ábyrg fyrir að farið sé að settum
reglum.
Ráðgert er að smíða enn einn
kjarnorkuofninn. Munu. lands-
menn einir sjá um það verk og
verður hann ekki undir eftirliti
alþjóðastofnana. Þetta er eitt af
því sem veldur ugg.
Leyniþjónustumenn þykjast
hafa komist að því að í undirbún-
ingi sé að smygla einu tonni af
úraníum inn í Argentínu
framhjá þeim eftirlitsmönnum,
sem fylgjast eiga með aðflutningi
alls kjarnorkueldsneytis sem til
landsins er flutt og að það sé
notað á þann hátt sem reglur
mæla fyrir um.
Ofninn sem Argentínumenn
ætla sjálfir að smíða fellur ekki
undir þá ströngu eftirlitsskyldu
sem innfluttu tækin eru háð. Og
það eru engin alþjóðalög sem
banna þeim að smíða eiginn ofn
og reka hann á eigin spýtur.
Bandaríkjamenn hafa aðstoð-
að Argentínumenn við að koma
sér upp kjarnorkuverum, en
fleiri ríki hafa einnig lagt þeim til
aðstoð, svo sem Vestur-Þjóð-
verjar. í fyrra seldu Bandaríkja-
menn tölvu til Argentínu, sem á
að auðvelda framleiðslu á þungu
vatni. í ár hafa þeir selt sömu
aðilum 143 tonn af þungu vatni,
en það er nauðsynlegt til að
starfrækja ofnana. En brátt
verða Argentínumenn færir um
að framleiða eigið þungt vatn og
þeir vinna einnig úraníum. Þeir
eru enn sem komið er ekki færir
um að vinna úr því eldsneyti í
kjarnorkuofna, en með hraðauk-
inni tækniþekkingu ætti þeim
ekki að verða erfitt að gera það
innan tíðar.
Sprengihleðslur kjarnorku-
vopna eru gerðar úr plútoníum,
sem er úrgangsefni eldsneytis
kjarnorkuofna. Mjög vel er
fylgst með því að öllu plútoníi sé
skilað eftir brennslu og ekki
skilið eftir í þeim löndum sem
ekki hafa umráð yfir atómvopn-
um. Sjá starfsmenn Alþjóða-
kjarnorkumálastofnunarinnar
um það. Þeir vita nákvæmlega
hve mikið úrgangsefhi á að skila
sér miðað við það úraníum sem
sett er í ofnana. Ef tekst að
smygla aukaskammti af úraníum
inn í kjarnorkuofn er hægur
eftirleikurinn, að skilja eftir
aukaskammt af plútoníum. Það
Oddur Ólafsson
skrifar