Tíminn - 24.09.1983, Page 13
LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983
BJ S <-r ■-«-« Z 1. — „ — Z X* H stjórnarmannsísíðastalagiásunnudags-
^^1 Hll ^^811 ACl H Cl iHll AlCP kvöld. Spilað verður í Domus Medica og
, ■■ ■ ■ ■ •■ 9K hefst spilamennska kl. 19:30
i sveitakeppm hafið
■ Heimsmeistaramótið í sveitakeppni,
það sem kennt er við Bermuda Bowl,
hefst í dag í Stokkhólmi. 10. sveitir
keppa þar um titilinn og þetta mót er
sérstakt að því leyti að þrjár sveitir frá
Evrópu taka þátt: Evrópumeistarar
Frakka, ftalir og gestgjafarnir Svíar.
Spilamennskan hefst á morgun og þá
keppa 8 sveitir um tvö sæti í undan-
úrslitum; tvö sæti eru frátekin fyrir
Frakka og A-sveit Ameríku. Undan-
úrslitin hefjast síðan sunnudaginn 2.
október og úrslitaieikurinn, heil 180
spil, hefst þriðjudaginn 6. október.
1 sambandi við Heimsmeistaramótið
verður ýmislegt um að vera; Heimssam-
bandið verður með fundahöld þar sem
ákveðið verður hvort lögum sambands-
- ins verður breytt þannig að ekki sé
skylda að bjóða aðildarlöndum til móta
þó þau hafi uppfyllt fjárhagslegar og
félagslegar skyldur sínar gagnvart sam-
bandinu. Þarna er auðvitað verið að
fjalla um Suður Afríku en það mál hefur
verið rakið ýtarlega í þessum þætti áður.
Þá verður aðalfundur Alþjóðasamtaka
bridgefréttamanna og fl.
Tíminn mun birta fréttir af mótinu
Ásmundur Pálsson -
Karl Sigurhjartarson Magnús Aspelund - 183
Steingrímur Jónasson Meðalskor var 156 B-riðill Guðmundur Sveinsson - 174
Þorgeir Eyjólfsson Kristján Blöndal - 141
Georg Sverrisson Ásgeir Ásbjörnsson - 129
Guðbrandur Sigurbergsson Meðalskor var 108 128
Næsta miðvikudag 28. sept. hefst
fjögurra kvölda hausttvímenningur og
eru þeir sem hyggja á þátttöku, en hafa
ekki skráð sig beðnir að tilkynna þátt-
töku til formanns s. 72876 eða annars
næstu tvær vikur.
Bikarkeppni BSÍ
Frestur til að ljúka leikjum í 8 liða
úrslitum rennur út á morgun. Aðeins
tveim leikum er lokið: Gestur Jónsson
vann Árna Guðmundsson og Ólafur
Lárusson vann Ásgrím Sigurbjörnsson.
Á morgun keppa sveitir Karls Sigur-
hjartarsonar og Þórarins Sigþórssonar
en ekki er enn ljóst hvenær leikur Sævars
Þorbjörnssonar og Runólfs Pálssonar
verður spilaður. í framhjáhlaupi má
geta þess að Sævar Þorbjörnsson verður
fjarri góðu gamni í þeim leik en hann er
farinn til Kaupmannahafnar til fram-
haldsnáms og mun dvelja þar næstu tvö
ár.
Þegar hefur verið dregið í undanúrslit
og munu þá Ólafur og Sævar/Runólfur
spila saman og Gestur og Karl/ Þórarinn.
íslandsmót í kvenna
og blönduðum flokki
íslandsmót í kvenna og blönduðum
tvímenningsflokki hefur verið ákveðið
dagana 21.-23. október. Áætlað er að
mótin verði í barómeterformi en nánara
fyrirkomulag fer eftir þátttöku. Öllum
félagsmönnum Bridgesambands fslands
er heimil þátttaka í þessum mótum.
Nánari upplýsingar verða gefnar á skrif-
stofu Bridgesambandsins í síma 18350
og þar verður einnig tekið á móti
þátttökutilkynningum.
Opna Floridanamót
Bridgefélags Selfoss
Hið árlega Floridanamót Bridgefélags
Selfoss verður haldið í Selfossbíói 15.
október. Þetta er í 4.sinn sem BS stendur
fyrir opnu tvímenningsmóti. Að þessu
sinni geta 40 pör tekið þátt og spilaður
verður barómeter með 2 spilum á milli
para.
Þrenn verðlaun verða veitt: 12.000
krónur fyrir 1. sætið, 8.000 fyrir 2. sætið
og 3.500 fyrir þriðja. Keppnisgjald verð-
ur 800 krónur á par.
Spilamennskan hefst kl. 10.00 fyrir
hádegi og áætlað er að henni ljúki um kl.
23.00.
Þetta mót hefur verið vinsælt meðal
bridgemanna enda fyrsiastórmótvetrar-
ins. Flestir bestu spilarar landsins hafa
yfirleitt tekið þátt og Sunnlendingar
hafa einnig notfært sér þetta tækifæri til
að etja kappi við kunna spilara.
Þátttökufrestur er til 10. október og
hægt er að tilkynna hana í símum 1653
(Erlingur), 1758 (Garðar) og 2390 á
daginn (Valgarð).
Bridgefélag
Reykjavíkur
Síðastliðinn miðvikudag var spilaður
eins kvölds tvímenningur. Spilað var í
tveimur riðlumog mættu 24pör til leiks.
Úrslit urðu þessi:
A-riðiU
Jónas P. Erlingsson -
Hrólfur Hjaltason 201
Guðlaugur Jóhannsson -
Örn Amþórsson 192
TBK
Fyrsta spilakvöld TBK var fimmtu-
daginn 15. september sl.
Spilaður var tvímenningur í einum riðli.
Efstu pör urðu sem hér segir:
1. Jón Jónmundsson -
Sveinbjörn Eyjólfsson 189
2. Kristján Ingólfsson -
Jón Björnsson 181
3. Sigtryggur Sigurðsson -
Magnús Torfason 181
4. Lárus Konráðsson -
Már Kjartansson 178
Næst verður spilað fimmtudaginn 29.9
kl. 19:30 í Domus Medica, þá verður
spilaður einskvölds tvímenningur (upp-
hitun). Aðaltvímenningur TBK hefst
fimmtudaginn 6. október n.k.
NANARI UPPLÝSINGAR
HJÁ SÖLUMANNI.
VELADEILD SAMBANDSINS
BÚVÉLAR Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900
*Ji£h
LANSING
■ ■
VORU OG GAMALYFTARAR
ÞAR SEM AFLS OG ÖRYGGIS ER ÞÖRF
HANNAÐIR FYRIR AFKÖST
2 1/2 tonna rafmagnslyftarar
frá kr. 970.000.-